Morgunblaðið - 25.08.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.08.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST 1988 27 Morgunblaðið/K.G.A. Formenn bankamannasambanda Norðurlandanna ásamt fram- kvæmdastjóra Norræna bankamannasambandsins (NBU),Jan-Erik Lidström. Frá vinstri talið: Pauli Salmio, Finnlandi, Hinrik Greips- son, Jan-Erik Lidström, Sviþjóð, Tonni Vedsted, Danmörku, Fritz P. Johansen, Noregi, Frode Sörensen, Danmörku, og Wilhelm Lemec- hen, Svíþjóð. Ráðstefna norrænna bankamanna: Lyftistöng fyrir alla fræðslu bankamanna - segir Benedikt Guðbjartsson 5. FRÆÐSLURÁÐSTEFNA norr- ænna bankamanna hófst í Reyigavík á miðvikudag. Yfir- skrift ráðstefnunnnar er: Góð starfsmenntun - besta atvinnuör- yggið. Að sögn Benedikts Guð- irbreytt la igum nefndarinnar Gjörbreytt fyrirkomu- lag dagvistunar Gjörbreytt greiðslufyrirkomulag og uppbygging gjaldskrár er megin- inntak í tillögum nefndarinnar um dagvistarmál. Lagt er til að stuðn- ingur ríkisins við barnafjölskyldur verði aukinn með hækkuðum bama- bótum og um leið dregið úr beinum niðurgreiðslum vistgjalds. Með þessu á að gera þeim kleift að ráða við hærra vistgjald, jafnframt því sem valfrelsi þeirra um einstök vist- form eykst. Megináhersla er lögð á að aðstoða beri tekjulága foreldra. I því skyni sé nauðsynlegt að breyta uppbyggingu gjaldskrár þannig að í stað þess að taka mið af hjúskap- arstöðu verði í ríkari mæli miðað við efnalegar aðstæður foreldra og að kaupmáttur tekjulægstu foreldra verði tryggður. Nefndin telur brýnt að fullnað- aráætlun um uppbyggingu dagvist- arstofnana verði lokið með sérstök- um stuðningi ríkisins. Kynnt er fimnm ára áætlun þar sem gert er ráð fyrir fjölgun vistrýma á leik- skólum um 850 og á dagheimilum um 1.300. Heildarkostnaður við þetta er áætlaður 1.150 milljónir króna, eða um 230 milljónir á ári. Til að manna þessar vistunarstofn- anir þarf að fjölga stöðugildum um 300 og til þess að fá fólk í þessar stöður er lagt til að boðið verði upp á menntun fósturliða í fjölbrautar- skólum. Nefndin leggur til að boðið verði upp á 6 tíma leikskólavistun í sam- ræmi við aukinn sveigjanleika í vinnutíma. Jafnframt verði felld brott reglugerðarákvæði um skyldu til að hafa heitan mat ef vistun er lengri en 5 tímar á dag. Nefndin telur brýnt að settar séu reglur um starfsemi dagmæðra og að þáttur þeirra í dagvistunarkerf- inu verði styrktur. Samstarfsnefnd ráðuneyta um fjölskyldumál skipa Inga Jóna Þórð- ardóttir formaður, Bessí Jóhanns- dóttir, Jóna Ósk Guðjónsdóttir, Lára V. Júlíusdóttir og starfsmaður nefndarinnar er Sigurður Snævarr. bjártssonar, lögfræðings Lands- bankans, sem sæti átti í undirbún- ingsnefnd ráðstefnunnar, er meg- in áhersla lögð á að ræða kröfur um aukna menntun bankamanna í kjölfar æ sérhæfðari bankaþjón- ustu. Ráðstefnuna sitja um 120 manns frá öllum Norðurlöndun- um, fulltrúar starfsmanna, banka- stjórna og fræðslustofnana í bankakerfinu. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, var við- stödd setningu ráðstefnunnar. Fluttir voru þrír ítarlegir fyrir- lestrar um efni dagsins, sem var „Menntun bankastarfsmanna sam- tímans", og sérstakar umræður voru uin þema ráðstefnunnar, „Góð starfsmenntun - besta atvinnuörygg- ið“. Umræðunum stjómaði Jón As- geirsson, hjá Ráðstefnumiðstöð Reykjavíkur. Hann sagði að umræð- umar hefðu verið fjörlegar og fróð- legar. „Umræðumar snemst mikið um það hvar fræðslan ætti að vera, innan opinbera skólakerfísins eða á vegum bankanna sjálfra. Einnig um hvenær hún ætti fara fram, í vinn- Morgunblaðið/K.G.A. Benedikt Guðbjartsson, lögfræð- ingur Landsbankans, sem átti sæti í undirbúningsnefnd ráð- stefnunnar. utíma eða utan, og hver ætti að borga. Og þama ræddust við bæði stjómendur og starfsfólk banka.“ sagði Jón í samtali við Morgunblaðið. Að sögn Benedikts Guðbjartssonar er markmiðið með ráðstefnunni að fara yfír stöðu fræðslumála og kanna þörfína fyrir almenna og sérhæfða menntun bankamanna. „Ég held að þessi ráðstefna verði mikil lyftistöng fyrir Bankamannaskólann og aðra fræðslu fyrir bankamenn hér á landi. Fjármagnsmarkaðurinn hér á landi er þröngur og vanþroska, en stigin hafa verið mjög þýðingarmikil skref síðustu árin. Við emm aðeins búin að opna dymar en höfum einungis séð hluta þess sem koma skal. Því er nauðsynlegt að ræða um menntun bankamanna í tengslum við þessar brejrtingar," sagði Benedikt. Sérstakur gestur ráðstefnunnar er Anker Jörgensen, fyrrverandi for- sætisráðherra Danmerkur. Í dag kl. 16 mun hann flytja erindi um Norð- urlönd og önnur Evrópulönd, sam- skipti landanna á sviði efnahags- og atvinnumála, Evrópubandalagið, til- gang þess, hlutverk og framtíðar- horfur. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir EHDWARD MORTIMER • • Ofgastefna Ceausescus krefst skjótra viðbragða ÞAÐ er ákaflega erfitt að fella sig við það sjónarmið að ríki Evrópu geti ekki haft afskipti af þróun mála i Rúmeniu. En eitt- hvað verður að gera. Landinu ræður harðstjóri sem þjáist af mikilmennskubrjálæði og hann vinnur skipulega að því að upp- ræta menningu þjóðarinnar og spilla náttúru landsins. Hann neit- ar þegnum sínum um nauðsynjavörur og lætur rífa heimili þeirra. Þjóðartekjur renna til umfangsmikilla „uppbyggingarverkefna“ sem krefjast þess að heilu þorpin og landsvæðin eru lögð í eyði. Afgangur teknanna fer í að greiða erlendar skuldir. essi skrif kunna að sýnast einkennileg en í raun eru þau aðeins samantekt á fréttum, sem styðjast við traustar heimildir og hafa borist frá Rúmeníu á undanf- örnum vikum og mánuðum. En kemur okkur þetta við - okkur sem erum svo heppin að búa ekki í Rúmeníu? Nicolae Ceausescu Rúmeníu- forseti er alltjent þeirrar skoðunar að stjómunaraðferðir hans séu einkamál. Hann hefur fyrirskipað sendimönnum Rúmeníustjórnar á Ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu að koma í veg fyrir að fram nái að ganga tillögur, sem m.a. gera ráð fyrir því að fylgst verði skipulega með því að ákvæði Helsinki-sáttmálans séu virt. Hann heldur fast við þá hug- myndafræði að sjálfstæði og sjálf- ræði þjóðarinnar tryggi yfírvöld- um rétt til að hundsa hagsmuni þegnanna og framferði stjóm- valda komi öðmm ekki við. Helsinki-sáttmálinn hundsaður Þessi stefna hefur lengi notið mikillar hylli meðal ráðamanna í ríkjum Þriðja heimsins, eins og alkunna er. Sjónarmið sem þessi em hins vegar komin úr tísku í Evrópu og raunar em þau í einu og öllu í andstöðu við ákvæði Helsinki-sáttmálans, sem Rúm- enía hefur skuldbundið sig til að virða. Almenningur allur og velf- lestar ríkisstjórnir í Evrópu er þeirrar skoðunar að skipuleg mannréttindabrot séu áhyggju- efni og geti ekki talist einkamál þeirra sem gerast sekir um þau. I þessu viðfangi skiptir engu hvar þau em framin. Vissulega hafa ráðamenn víða sýnt meiri villimennsku en Nicolae Ceausescu. Enn hefur hann t.a.m. ekki gripið til skipulegra mann- drápa. Stjómarhættir hans hafa enn ekki leitt hungursneyð yfir þjóðina líkt og í Eþíopíu þó svo að hluti þjóðarinnar sé vafalítið vannærður og heislufari hafi hrakað. (Tölur um dánartíði ung- bama innan sex mánaða aldurs em ekki lengur teknar með í opin- bemm útreikningum). En ávissan hátt er jafnvel hryllilegra að spilla náttúmnni og uppræta menningu þjóða og þjóðarbrota. Ástandið virðist ekki réttlæta bein afskipti í skjóli hervalds. Þótt það kunni að virðast freist- andi að ráðleggja Míkhaíl S. Gorb- atsjov Sovétleiðtoga að frelsa rúmensku þjóðina með því að senda skriðdrekasveitir inn fyrir landamærin þá veit hann betur. Það er hægðarleikur að senda herafla inn í eitthvert nágrann- aríkið. Vandinn er hins vegar fólg- inn í því að koma hersveitunum aftur til síns heima. Stjórnað í anda Stalíns Þótt tekist hafi að koma Gustav Husak frá völdum í Tékkóslóvakíu og Janos Kadar í Ungveijalandi er ekki þar með sagt að beita megi sömu aðferðum gegn Ceau- sescu Rúmeníuforseta. Undanfar- in 20 ár hefur Ceausescu unnið skipulega að því að fyrirbyggja að slíkt gerist. Hann hefur nýtt sér andúð landsmanna á Sovét- mönnum og komið S veg fyrir bein afskipti Kremlveija af stjórn landsins. Raunar hefur sú sjálf- stæða utanríkistefna sem Rúmen- ar hafa fylgt slegið ryki í augu almennings á Vesturlöndum. Rúmenar neituðu t.d. að slíta stjómmálasambandi við ísraela eftir sex daga stríðið árið 1967 og stjórnvöld þar fordæmdu innr- ás Rauða hersins í Tékkóslóvakíu árið 1968. Af þessum sökum hef- ur stjórnarháttum Ceausescus sem sóttir eru í smiðju til Jósefs Stalíns ekki verið veitt tilhlýðileg athygli. Rúmenar verða sífellt háðari Sovétríkjunum og öðrum ríkjum austurblokkarinnar því vegna óstjómar og mannréttindabrota reynist þeim æ erfíðara að selja útflutningsvömr sínar vestan Jámtjaldsins. Orkuframleiðsla hefur dregist saman á undanförn- um ámm og kaupa þarf olíu og gas frá Sovétríkjunum. Það ofur- kapp sem Ceausescu leggur á að greiða erlendar skuldir landsins hefur leitt til stöðnunar fram- leiðslugreina og skorts á neyslu- varningi. Viðskiptabann Sú spurning kann að vakna hvort ríki Vesturlanda geti ekki fært sér þetta í nyt í því skyni að bæta hag almennings í Rúm- eníu. Ef til vill mætti gefa Rúmen- um upp skuldimar eða neita að taka við greiðslum þeirra. Gallinn er hins vegar sá að það er í sjálfu sér vafasamt fordæmi að aðstoða slíka ógnarstjórn fjárhagslega auk þess sem það er engan veginn tryggt að Ceausescu myndi vetja þeim fjármunum sem þannig spör- uðust til að bæta hag rúmenskrar alþýðu. Hann kynni þvert á móti að veita þeim til hinnar brjálsem- islegu „sistematisere“-áætlunar sinnar sem gerir ráð fyrir að þús- undir þorpa verði jöfnuð við jörðu til að innleiða samyrkjubúskap með tilheyrandi steinkumböldum til að hýsa verkalýðinn. Hyggilegra væri að ríki Vestur- landa sameinuðust um að kaupa ekki vömr frá Rúmeníu. Alltjent væri ráðlegt að kaupa ekki þær nauðsynjavörur frá Rúmeníu sem landsmenn skortir en fluttar em út til að afla gjaldeyristekna. Röksemdir sem settar hafa verið fram gegn viðskiptabanni á Suð- ur-Afríku vegna kynþáttaaðskiln- aðarstefnu stjómvalda þar eiga tæpast við í þessu tilfelli. Fram til þessa hafa þessi sjón- armið sem hér hefur verið lýst ekki þótt skynsamleg. Ríki Vest- urlanda hafa þvert á móti reynt að vinna gegn því að tiltekin ríki verði háð Sovétríkjunum. En eins og málum er háttað í Rúmeníu væri það vafalítið heillavænleg þróun. Gorbatsjov hefur fram til þessa gætt þess að gagnrýna ekki Nicolae Ceausescu opinberlega. Þvert á móti hefur hann verið sæmdur Lenín-orðunni og á leið- togafundi ríkja Varsjárbandalags- ins í síðasta mánuði var Ceauses- cu sýnd sérstök virðing. Þegar tekið er tillit til þess að Gorb- atsjov á við margvíslegan vanda að glíma á heimavígstöðvunum er þess tæpast að vænta að hann vinni skipulega að því að grafa undan leiðtogum leppríkjanna. Hins vegar er líklegt að sá virðing- arvottur sem Sovétleiðtoginn hef- ur sýnt Rúmeníuforseta sé til þess fallinn að auka áhrif Sovétríkj- anna í landinu. Ógnun við Varsjárbanda- lagið Takist að treysta þau ítök geta Sovétmenn fengið Ceausescu til að láta af stefnu sinni , sem er ekki aðeins í hróplegri mótsögn við þróun mála í Sovétríkjunum í tíð Gorbatsjovs heldur einnig dragbítur á frekari slökun í sam- skiptum austurs og vesturs. Þá eru stjómarhættir Ceausescus ekki síst ógnun við samstöðu að- ildarríkja Varsjárbandalagsins líkt og berlega hefur komið í ljós í Ungveijalandi. Stjórnvöld þar hafa mótmælt áformum Rúm- eníustjórnar um að jafna þúsundir þorpa við jörðu kröftuglega enda koma þau harðast niður á ung- verska minnihlutanum í landinu. Höf undur starfar sem blaða- maður við dagblaðið The Finan- cial Times Ungveijar hafa mótmælt áformum Ceausescus Rúmeníuforseta um að jafna þúsundir sveitaþorpa við jörðu. Myndin var tekin í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, í lok júnímánaðar er mikill fjöldi fólks safnaðist saman við rúmenska sendiráðið i borginni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.