Morgunblaðið - 31.08.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 31.08.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 1988 47 ■ lánum gegnum opinbera sjóði. Með þeim hætti er unnt að stuðla að auknu jafnvægi á lánamarkaðnum. Áhættumat og arðsemissjónarmið kæmu þá í stað ríkisábyrgðar. • Starfsemi frjálsra samtaka verði efld á sviði verðgæslu. •Eftirtalin ríkisfyrirtæki eða eign- arhlutar ríkisins í fyrirtækjum verði seld: Landsbankinn, Bún- aðarbankinn, hlutur ríkisins í Útvegsbankanum, Sements- verksmiðja ríkisins, Áburðar- verksmiðja ríkisins og söludeild Pósts og síma. Ennfremur verði Skipaútgerð ríkisins lögð niður. • Sala ríkisfyrirtækja og eignar- hluta ríkisins í ýmsum fyrir- tækjum er stór liður í því að hér verði kommið á almennum hlutabréfamarkaði. Þar gefst fyrirtækjum færi á að fá nýtt fjármagn inn í fyrirtækin með sölu hlutabréfa og hann gæti þannig orðið mikil lyftistöng fyrir íslenskt atvinnulíf. Undir- búningi að stofnun hlutabréfa- markaðs verði flýtt. Ennfremur er brýnt að nú þegar verði hafinn undirbúningur að eftirtöldum verkefnum: • Til þess að dreifa áhættu af rekstri íslenskra fyrirtækja verði sköpuð efnahagsleg um- gjörð sem hvetur fyrirtækin til að leita eftir erlendu hlutafé í stað erlendra lána. •Erlendir bankar fái heimild til að starfa hér á landi. Með því að auðvelda innlendum fyrir- tækjum aðgang að fjármagni á sömu kjörum og samkeppnisað- ilar þeirra í öðrum löndum njóta styrkist rekstrarstaða atvinnu- fyrirtækja verulega um leið og slíkt myndi leiða til vaxtalækk- unar. Islenskir bankar fengju þá loks samkeppni á lánamark- aði. Líklegt er að það myndi haf áhrif til lækkunar vaxtamunar og þar með vaxta og slegið yrði á þenslu í bankakerfínu, sem m.a. kemur fram í tvöföldun bankastarfsmanna á síðustu tíu árum. • í stað niðurgreiðslu á vöxtum í sjóðakerfínu, samkvæmt pólitískum ákvörðunum, verði veittir beinir styrkir til þeirra sem þess skulu njóta, t.d. í gegnum skattakerfið, en allir vextir í sjóðakerfinu verði mark- aðsvextir. • Setja þarf nýja vinnulöggjöf sem tryggi aukið lýðræði í verkalýðshreyfingunni. Nánari rökstuðning fyrir framan- greindum hugmyndum er að fínna í meðfylgjandi tillögum um efna- hagslega umgjörð atvinnulífsins, sem samþykktar voru á aukaþingi Sambands ungra sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum hinn 26. mars sl. Tónleikar í Prest- bakkakirkju: Franskur tónlistar- maður lék á pípuorgelið Kirkjubæjarklaustri FRANSKUR tónlistarmaður, Loic Mallié, hélt tónleika í Prest- bakkakirkju síðastliðið sunnu- dagskvöld. Hann lék á pípuorgel- ið, sem keypt var til kirkjunnar fyrir þremur árum, og voru þetta jafnframt fyrstu einleikstónleik- arnir í kirkjunni. Loic Mallié er kunnur orgelleik- ari og prófessor við tónlistarháskól- ann í Lyon. Þótti ánægjulegt að geta notið frábærra hæfileika hans og klöppuðu áheyrendur honum óspart lof í lófa. Þeir voru 50 til 60 talsins, sem jafngildir því að 12 til 15 þúsund manns sæki tónleika í Reykjavík sé miðað við fólksfjölda. Þessir tónleikar voru þeir fyrstu af þremur, sem Mallié heldur hér á landi í boði Alliance Francaise. H.S.H. Nýtt frysti- og laxaslaturhús Fyrirtækið ísröst hf. hóf á þriðjudag rekstur frysti- og laxasláturhúss að Fiskislóð 94 í Reykjavík. í frétt frá ísröst segir að fyrirtækið leggi út á þessa braut þar sem fyrirsjáan- leg sé mikil og stöðug aukning í fiskeldi á næstu árum og þörf- in fyrir þessa þjónustu augljós. Meðal verkefna er laxaslátrun með tilheyrandi pökkun á ferskum laxi í flug og frystingu eftir þörf- um. Fyrirtækið eigi fullkonimm frystibúnað auk þess sem það hafí yfir að ráða laxaslátrunarlínu af fullkomnustu gerð. Auk fram- angreinds mun ísröst sérhæfa sig í heilfrystingu á ýmsum fískteg- undum, ásamt nýrri vinnslu sem sé heilfrysting á þorskhausum til útflutnings. Framkvæmdastjóri er Egill G. Jónsson. Úr vinnslusal ísrastar. Einstök ferð á útsöluverði: j I I I I / / i I I Núgefstþértækifæriaðkomastí 1 til 2javiknaferðtH Ibizaog London áeinstökum kjörum, Þann 11. septemberverðurflogiðbeint ísólinaálbizaþarsemþúgeturbúiðþig velundirátökinívetur. Svo kemurðu við I London iheimleiðinni og birgirþig upp af heimsmenningunni og öðru sem hugurinn girnist. Verðiðerhreint ótrúlegt: kr. 38.200,- miðað við2ígistingu. LáttuPolaris vísaþér veginn - sólarströndog London ísömuferð. FERDASKRIFSTOFAN POLARIS ^ Kirkiutoroi 4 Sími622 011 Kirkjutorgi 4 Sfmi622 011 STRIK/SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.