Morgunblaðið - 10.09.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.09.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988 31 Færeyjar: Deilt um fjárveiting- ar fyrrum ráðherra Þórshöfn á Færeyjum. Frá Snorra Halldórssyni, fréttaritara Morgunblaðsins Endurskoðendur fœreyska lög- þingsins - Lveir úr stjórnarand- stöðunni og tveir úr landsstjórn- inni - hafa lagt fram skýrslu um fjárveitingar fyrrverandi félags- málaráðherra, Niels Pauli Dani- elsens úr Kristilega fólkaflokkin- um. Þykja þær afar vafasamar og endurskoðendurnir krefjast þess að Danielsen endurgreiði talsverða fjárhæð i landssjóðinn. Einkum er deilt á Danielsen fyrir að hafa veitt 150.000 danskar krón- ur, tæpar 10 milljónir ísl., til með- ferðarstofnunar fyrir áfengissjúkl- inga sem tryggingastofnunin fær- Iðnaðamjósn- ir í Bretlandi Farnborough, Englandi. Reuter. BROTIST var inn hjá breska flughemum aðfaranótt fimmtu- dags og frumgerð af nýjum hjálmi fyrir orustuflugmenn var tekin í sundur og ljósmynduð. Talið er öruggt að þar hafi iðnað- amjósnari verið á ferð. Verið var að prófa hjálminn á flugmönnum F-18 orustuflugvél- anna en hann á að gera þeim kleift að sjá skotmörk sem eru ekki beint fyrir framan þá. í hjálminum var flókinn linsubúnaður og til þess að ná myndum af honum var bólstrun- in rifin úr hjálminum. Breska vamarmálaráðuneytið fer með rannsókn málsins. eyska hefur ekki viðurkennt. Sagt er að þetta hafi hann gert án sam- þykkis landsstjómarinnar og fjár- veitingin bijóti einnig í bága við reglur hennar um að aðeins lögmað- ur Færeyja geti veitt hærri fjár- hæðir en 100.000 krónur. Þá er Danielsen sakaður um óeðlilega greiðasemi við einstaklinga meðan aðrir, sem hafi verið meira þurf- andi, hafi ekki fengið neitt úr sjóð- um félagsmálaráðherra. Skýrsla endurskoðendanna hefur valdið miklum deilum milli þeirra og lögfræðings Danielsens, sem hefur meðal annars sagt að í skýrsl- unni sé ekki farið rétt með stað- reyndir, hún sé hlutdræg og svo óvenjuleg að hún eigi alls ekki að koma til kasta lögþingsins. Hann heldur því fram að endurskoðend- umir hafi flýtt sér að leggja fram skýrsluna áður en lögþinginu var slitið, en kosningar fara fram I nóv- ember. Hann segir ennfremur að lögmaðurinn hafi undirritað fjár- veitingarslgalið til meðferðarstofn- unarinnar. Endurskoðendumir hafa hins vegar lagt fram skjalið, með undir- skrift Danielsens. Þeir segja einnig að Danielsen hafi haft næg tæki- • færi til að verja fjárveitingar sínar, en það hafi hann ekki gert. Enn er óvist hvaða afleiðingar þetta mál hefur fyrir Danielsen. Þó er talið að hann sé ekki jafn trúverð- ugur og áður og hann muni eiga erfitt uppdráttar í komandi kosning- um. Danielsen var lgörinn í lands- stjómina árið 1985 og hafði áður verið sóknarprestur f Klaksvík. Pershing II grandað Reuter Hreyfli úr Pershing II meðaldrægri kjarnorkuflaug eytt á Longhom-herstöð Bandaríkjahers í Texasriki. Þegar eldsneyti hreyfilsins var uppurið var hann settur í málmpressu og brotinn í sund- ur til þess að ekki verði hægt að nota hann síðar. Velheppnað geimskot Ariane-flaugarinnar: Kom tveimur bandarískum fjarskiptahnöttum á braut Parls. Reuter. EVRÓPSKU geimflauginni Ar- iane-3 var skotið á loft frá geim- ferðamiðstöð Frakka i Kourou i Sjávarútvegsráðherrar EB: Grikkir vilja sérstaka fisk- veiðistefnu í Miðjarðarhafi Brussel. Frá Kristófer Má Kristáferssyni, fréttaritara Morgunblaðsins i Belgiu. Á ÓFORMLEGUM fundi sjávarút- vegsráðherra Evrópubandalags- ins sem haldinn var i vikunni i Grikklandi fjölluðu ráðherrarnir um fiskiveiðar og iðnað við Mið- jarðarhaf. Fundurinn var haldinn i boði gríska sjávarútvegsráð- herrans en hann gegnir for- mennsku i ráðherranefndinni seinni hluta þessa árs. Samkvæmt veqju hefur gestgjafinn mest að segja um efni þessara óformlegu funda enda er þeim ekki ætlað að afgreiða nein mál eða sam- þykkja eitt eða neitt. í skýrslu sem gríski ráðherrann lagði fram er gerð grein fyrir stöðu fiskveiða og fiskiðnaðar við Miðjarð- arhaf, lögð var áhersla á sérstöðu fiskveiða í Miðjarðarhafi og færð rök fyrir því að sömu reglur gengju ekki þar og í Atlantshafí. Af sautján strandríkjum við Mið- jarðarhaf eru fjögur aðilar að EB sem gerir gagnkvæma samninga um veiðiréttindi erfiða vegna þess að bandalagið hefur takmarkaða skipti- mjmt i þeim samningum, segir I skýrslunni. Jafnframt er á það bent að fiskveiðistefna bandalagsins sé fyrst og fremst miðuð við stór skip og úthafsveiðar, flest veiðiskip í Miðjarðarhafi séu undir því níu metra lengdarmarki sem gildi og njóti þess vegna engrar fyrir- greiðslu. í skýrslunni er þess krafist að meiri og betri tengsl verði á milli fiskveiðistefnunnar og byggðarsjón- armiða. Reglur sem gildi fyrir bandalagið allt séu vafasamar, t.d. sé illt við það að una að sardínufram- leiðendum innan bandalagsins sé, vegna heilbrigðisreglna, óheimilt að selja afurðir sína á mörkuðum þess á meðan fluttar eru inn sardínur frá rikjum utan EB. Það sé ekki nóg að veita Q'ármagni í vöruþróun og mannvirkjagerð heldur verið reglu- gerðasmiðir að taka tillit til að- stæðna á hveijum stað. í skýrslunni er bent á hve erfitt er að koma á og viðhalda eftirliti með framleiðslu sjávarafurða þar sem vinnslan fer fram á hundruðum smáeyja sem dreifðar séu um stór hafsvæði. Eins kemur fram að flest- ar lágmarkskröfur sem bandalagið setur fram eru langt yfir því sem smáútgerðin við Miðjarðarhaf geti uppfyllt. Það sé þvi augljóst mál að setja verði fram sérstaka fiskveiði- stefnu fyrir Miðjarðarhaf sem taki tillit til sérstöðu þeirra þjóða sem þar búa og að sama skapi þeirra sem stunda fiskveiðar og vinnslu þar um slóðir. Frönsku Guiana klukkan 11 að islenzkum tfma í fyrrakvöld og 20 minútum síðar hafði hún kom- ið tveimur bandariskum fjar- skiptahnöttum á braut um jörðu. Geimskotið var hið sjöunda í röð velheppnaðra geimferða Ariane- flaugarinnar á einu ári. Sextán mán- aða hlé varð á geimferðum Ariane vegna misheppnaðs skots í ágúst 1986 er rakið var til hönnunargalla í hreyfli efsta þreps flaugarinnar. Gervihnettimir tveir, sem Ariane flutti á braut um jörðu að þessu sinni, heita G-STAR 111 og SBS-5. Sá fyrmefndi vegur 1,3 tonn og er einn sá stærsti, sem um getur. Sam- tals vega hnettimir 2,5 tonn og er það þyngsti arðfarmur Ariane-flaug- arinnar til þessa. Alls hefur 12 gervitunglum verið skotið á braut í síðustu sjö ferðum Ariane-flaugarinnar. Franska stofn- unin Arianespace, sem sér um rekst- ur Ariane-flaugarinnar fyrir Geimv- ísindastofnun Evrópu (ESA), vonast til að skjóta flauginni a.m.k. átta til níu sinnum á ári til þess að halda hlutdeild sinni í geimflutningum. Fyrirtækið hefur sent um helming allra gervitungla, sem skotið hefur verið á braut um jörðu frá í janúar 1986 er bandaríska geimfeijan Chal- lenger splundraðist skömmu eftir geimskot frá Canaveralhöfða. SBS-5 hnötturinn er í eigu dóttur- fyrirtækis IBM-risafyrirtækisins og verður notaður m.a. af sjónvarps- stöðvum og til gagnaflutninga stór- fyrirtækja. Fyrirtæki og stofnanir, sem munu hafa afnot af G-STAR 111 hnettinum eru bandariska leyni- þjónustan, First Union National Bank, Days Inn hótelkeðjan, ABC-, CBS- og CNN-sjónvarpsstöðvamar og Gannett-blaðasamsteypan. HAUST- SÝNING ’88 i W lli ShIÍÍ m söwá* . r t. — . Laugardag - sunnudag frákl. 14-17 MBENCO Lágmúla 7 - Sími 91 -84077 Vetrargeymsla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.