Morgunblaðið - 08.10.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.10.1988, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988 Hb MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1988 B 5 Anton Tsjekhov virðist ætla að verða nokk uð í íslensku sviðsljósi í vetur og er það vel. Kannski lýkur hér Pinter-bylgju og Tsjekhov-æði tekur við. Mun þá mörgum fínnast sem hlutimir hafi fengið sína réttu lögun þegar hænan fær að njóta sín ekki síður en eggið. I haust vom kynnin við verk Tsjekhovs fyrst rifjuð upp í ágústlok er hingað komu gestir frá Danmörku; leikaramir Jesper Langberg og Ann- Mari Max Hansen, sem fluttu í Iðnó nýlegt leik rit Frakkans Frangois Nochers „Tírai til ásta“ um sam- band þeirra Antons Pavlovitsj Tsjekhovs og leikkon- unnar Olgu Knipper. Nú er leikhúsið Frú Emelía farið af stað með leiklestur í Listasafni íslands á fjórum stærstu verkum Tsjekhovs: „Mávinum" sem lesinn var um síðastu helgi, nú um helgina verður „Kirsubeijagarðurinn1' lesinn, hina næstu er það „Vanja frændi" og að lokum „Þijár systur". þetta framtak er hið merkasta og gott ef sýning Dan- anna hefur vakið þessa hugmynd í kolli Frú Emelíu. Tsjekhov fær síðan verðugan útgang á þessu leik- ári með væntanlegri uppfærslu Leikfélags Reykjavíkur á „Þremur systrum" þegar kemur fram undir vorið. Frú Emelía og Leikfélag Reykjavíkur bjóða því upp á sjaldfengið tækifæri í vetur til að kynnast verkum Antons Tsjekhovs og unnendur leiklistar ættu ekki að láta það ganga sér úr greip- um. í þeim orðum er hér fara á eftir verður stiklað á stóru í rit- og æviferii Antons Tsjekhovs og rifj- að upp mikilvægi leikrita hans í leiklistarsögu þess- arar aldar. Fyrst og fremst er þó ætlunin að veita þeim, er hyggja á fjrstu kynni við Anton Tsjekhov í Listasafninu nú í október, nokkum inngang að verkum þessa mæta höfundar. Fjölskylda og fyrstu árin Anton Paviovitsj Tqekhov fæddist þann 17. jan- úar árið 1860 í bænum Taganrog í Suður-Rúss- landi. Anton var þriðji í röðinni í hópi 6 systkina, fímm bræðra og einnar systur, faðir þeirra var efnalítill verslunareigandi, listhneigður en harðlynd- ur við böm sín og eiginkonu. Móðir Tsjekhovs var sögð blíðlynd en beygð af ofurvaldi eiginmannsins. Tsjekhov sagði síðar I bréfí til bróður síns að fram- koma föður þeirra gagnvart móðurinni væri það sem hann gæti síst fyrirgefið honum úr uppvextin- um. Þetta er nefnt vegna þess að Tsjekhov lagði ætið mikla áherslu á þá sannfæringu sína að uppeld- ið mótaði einstaklinginn framar öðm; uppeldið væri erfðunum mikilvægara og réði mestu um hvemig úr spilaðist. Anton Tsjekhov var enda sá eini af systkinum sínum sem virtist ná heillegu sambandi við hæfileika sína og rækta þá til fulln- ustu. Þegar Tsjekhov var 16 ára varð faðir hans gjald- þrota og fluttist með fjölskylduna til Moskvu þar sem beið þeirra fátækt næstu árin, en Anton varð eftir í Taganrog til þess að ljúka stúdentsprófi sínu. Hann hafði í sig og á með einkakennslu næstu þijú árin. Þessi tími Tsjekhovs er jafnan talinn marka upphafið að ritferii hans; hann stóð að útg- áfu skólablaðs og sjmdi fyrstu merki um þá leikni og hraða í þeirri rituðu frásagnarlist — gamansög- um og smásögum — sem fleytti honum síðan flár- hagslega f gegnum háskólanám og gott betur en það þegar fram í sótti. Læknisfræði og ritstörf Árið 1879 lauk Tsjekhov stúdentsprófi í Tag- anrog og fluttist til fjölskyldunnar í Moskvu og innritaði sig um haustið f iæknadeild Moskvuhá- skóla og lauk þaðan embættisprófi í iæknisfræði 5 árum síðar. Á námsárunum gerðist Tsjekhov hin raunverulega fyrirvinna fjölskyldunnar með því að skrifa ógrynni af gamansögum, smásögum og ails kyns greinum f dagblöð og tfmarit, margí af því undir dulnefni en þó fór orðstír hans sem rithöfúnd- ar hraðvaxandi og samhliða því fór hann sjálfur að leggja meiri metnað í ritstörf sín; framan af tók hann á ritstörfum sínum með léttúð og taldi hæfi- leika sína á því sviði aukagetu í lífsbaráttunni. Hann mun hafa lýst því sjálfúr þannig að læknis- fræðin væri hans löglega eiginkona en ntstörfin hjákonan sem gott væri að hverfa til eftir daglangt þras. Sé þessari lfkingu haldið til streitu má segja, að áður en lauk hafi Trjekhov verið skilinn við eigin- konuna og genginn í fast og opinbert samband við ástkonu sína, skáldskapargyðjuna, því sfðustu tíu ár ævi sinnar sinnti Tsjekhov ritstörfum nær ein- göngu. Ferill Tsjekhovs sem læknis var þó engu að síður umtalsverður; vann hann þar mikið verk og 'óeigingjamt sérstaklega þegar farsóttir geisuðu, en þá lagði hann sig fram af mikilli ósérhlífni. Er heldur ekki að efa að læknisstörfin hafi veitt honum dýrmæta innsýn í hagi alþýðu manna, sem reynd- ist honum dijúgur sjóður að ganga í við samningu leikrita sinna. Mannskilningur Tsjekhovs og sam- kennd eru einnig helstu aðalsmerki ritverka hans; leikrita jafnt og smásagna. Smásögxir og leikrit Til einföldunar má skipta rithöfundarferli Antons Tsjekhovs mjög gróflega i tvo hluta, hvað varðar form og ritunartíma. Fram undir 1890 ritar Tsjek- hov smásögur og nokkra farsakennda einþáttunga fyrir leiksvið og árin eftir 1890 til dauðadags 1904 eru helguð ritun stóru leikritanna fjögurra, Máv- sins, Vanja frænda, Þriggja systra og Kirsubeija- garðsins. Þessi skipting stenst ekki ef grannt er skoðað, þvf bæði hafði Tsjekhov ritað tvö leikrit fyrir þennan tíma; Platonov (1881) sem var ógnar- langt og Tsjekhov lauk aldrei við og Ivanov (1887) leikrit í fjórum þáttum sem frumsýnt var 1887. Þá ritaði Tsjekhov einnig smásögur og annan prósa eftir 1890. Engu að síður gefur þessi ímyndaða skipting hugmynd um þróun Tsjekhovs sem rithöf- undar, til hvaða áttar krókurinn beygðist smám saman og einnig vekur þetta athygli á þeirri stað- reynd að Tsjekhov ritaði aldrei langa skáldsögu, þrátt fyrir nálægð og áhrif samtfmaskáldjöfra á borð við Fjodor Dostojefskíj og Leo Tolstoj og þær miklu vinsældir sem skáldsagan naut á seinni hluta 19. aldarinnar. Eina skýringu mætti nefna og hana helsta, að þegar gera mátti ráð fyrir að Tsjekhov væri þar kominn í rithöfundarferli sfnum að vænta mætti þess að hann réðist í ritun stórrar skáldsögu hafði Ieikritun gripið hug hans allan. Það væri þó mikill misskilningur að telja smásagnagerðina að- eins skóla Tsjekhovs og undirbúning fyrir smíði leikritanna því Tsjekhov var meistari smásögunnar ekki síður en leikritsins og hafði þegar skipað sér á bekk með fremstu skáldum Rússlands. Má þar nefna að Keisarlega vfsindaakademfan í Pétursborg sæmdi hann Púshkín-verðlaununum árið 1888. Myndi annað af tvennu, smásögumar eða leikritin, fyllilega nægja til að halda nafni hans á lofti enn um sinn. Hér er full ástæða til að benda á að Frú Emelia hefur ráðist í prentun og útgáfu á þeim flórum leikritum sem lesin verða nú í október og er þetta kærkomið tækifæri til að verða sér úti um þessar öndvegisþýðingar þeirra Péturs Thorsteins- sonar (Mávurinn), Eyvindar Erlendssonar (Kirsu- beijagarðurinn) og Geirs Kristjánssonar (Vanja frændi og Þijár systur). Margar af þekktustu og bestu smásögum Tsjekhovs eru einnig aðgengilegar f góðum íslenskum þýðingum fyrir þá sem vildu kynna sér þá hlið þessa mæta höfundar. Misja&iar viðtökur og banvænn sjúkdómur Þegar ferill Tsjekhovs er skoðaður vekur það fljótlega athygli hversu misjöfnu gengi leikrit hans áttu að fagna í upphafi — en þó er þessi fullyrðing ekki einhlít frekar en aðrar. Oftar en einu sinni kom það fyrir að Tsjekhov lýsti þ\d yfir að hann væri endanlega hættur að skrifa fyrir leiksvið. Fyrsta verkið hans, Ivanov, fékk daufar undirtektir í Moskvu 1887 en var tekið upp aftur í Pétursborg tveimur árum síðar og var þá vel tekið. Sama ár, 1889, var verk hans Skógarpúkinn frumsýnt í Moskvu. Undirtektir voru afleitar og sýningar urðu ekki íleiri en þijár. Þetta verk umskrifaði Tsjekhov síðar og í endanlegri mynd fékk leikritið nafnið Vanja frændi. Á þessum árum og þeim næstu skrif- aði Tg'ekhov nokkra einþáttunga (Bónorðið, Brúð- kaupið, Bjöminn, Svanasöngur) sem hlutu góðar viðtökur leikhúsgesta. Hann reynir þó ekki aftur við leikrit í fullri lengd fyrr en 1895 er hann skrif- ar Mávinn sem var frumsýndur 1896 í Aleksandra- leikhúsinu í Pétursborg. Sýningin var púuð niður og Tsjekhov var niðurbrotinn maður. „Ég gleymi aldrei gærkvöldinu, ég skrifa aldrei leikrit framar til uppfærslu á leiksviði," skrifaði hann daginn eft- Um leikskáldið Anton Pavlovitsj Tsjekhov ir frumsýninguna. Við þessi orð stóð hann næstu þijú árin þar til þau tímamót urðu í lífi hans og reyndar allri leiklistarsögu 20. aldarinnar að Lista- leikhúsið i Moskvu var opnað með sýningu á Mávin- um í leikstjóm Konstantfns nokkurs Stanislavskís. Á þessum tíma fékkst einnig staðfesting á því að Tsjekhov væri sjúkur af berklum og hrakaði heilsu hans smám saman þar til hann lést langt fyrir aldur fram árið 1904, aðeins 44 ára að aldri. Sjúkleiki Tsjekhovs gerði honum erfitt fyrir á marg- an hátt; hann varð að flytjast frá Moskvu og taka sér vetursetu á Krimskaga í mildara loftslagi og varð það honum oft angursefni er Listaleikhúsið æfði og sýndi leikrit hans á árunum 1898 til 1904, að honum fjarstöddum. Hann reyndi þó ávallt eftir megni að fylgjast með og vafalaust hefur hann ofboðið heilsu sinni með ferðum sínum til Moskvu að vetrarlagi þrátt fyrir mótbárur lækna hans. Mávurinn púaður niður Hér má aðeins staldra við og velta fyrir sér hvers vegna leikrit Tsjekhovs höfðu ekki notið meira gengis til þessa tíma en raun var á. Ivanov og Skógarpúkinn vom reyndar hvorugt sérstaklega vel heppnuð verk, en sú skýring dugar engan veg- inn til þegar kemur að Mávinum. Oánægju áhorf- enda frumsýningarkvöldið í Pétursborg má rekja til þess að verkið hafði verið valið til sýningar af einni vinsælustu leikkonu borgarinnar og skyldi sýningin vera henni til heiðurs. Aðgöngumiðamir vom því seldir dýrt en leikkonan fræga forfallaðist á síðustu stundu og áhorfendur urðu æfir þegar þeir komust að því í byijun sýningar að stjömuna vantaði. Reiðir áhorfendur púuðu sýninguna niður en sökin var hvorki Tsjekhovs né Mávsins. Skýring- ar leiklistarsögunnar era öllu virðulegri og er gjarn- an bent á að hefðbundinn leikstíll 19. aldarinnar — ýktar hrejrfingar og raddbeiting — samræmist eng- an veginn því hárfína raunsæi sem Tsjekhov stefndi að í verkum sínum. Þetta er að sjálfsögðu rétt. Þá skipti kánnski ekki minna máli að hefðbundin uppfærsla leiksýninga snérist um eina stjömu í miðpunkti sviðsins, ekkert mátti skyggja á hana né trafla; lítilsigldari leikendur máttu í tanda til hliðar eða jafnvel aftanvið. Þessi framsetningar- máti vai- i hreinni andstöðu við byggingu og tón verka Tsjekhovs; hann vissi vel sjálfur hvað þurfti til svo verkin nytu sín og gramdist ósegjanlega þessi jp-oddalega meðferð leikhúsanna á viðkvæm- um verkunum. Hér þurfti nýjan tón og önnur vinnu- brögð svo snilld Tsjekhovs næði að njóta sín á leik- sviðinu. Þess var heldur ekki langt að bíða — leik- stjóm í nútímaskilningi var í fæðingu; Listaleik- húsið í Moskvu reyndist sá bjargvættur sem Tsjek- hov þurfti á að halda þegar hann hafði i fullri al- vöra gefið leikhúsið upp á bátinn. Listaleikhúsið í Moskvu Það væri efni í aðra grein og gott betur ef rekja ætti sögu og mikilvægi Listaleikhússins í Moskvu fyrir alla leiklist Vesturlanda á þessari öld. Látum nægja að segja að leikstíll sá og framsetningar- máti t«m þar var þróaður í upphafi aldarinnar hafi orðið undirstaða þess leikmáta sem við eram hvað handgengust í dag og náð hefur hvað mestri fullkomnun í kvikmyndum og sjónvarpi. Hvað An- ton Tsjekhov varðar þá var Mávurinn í raun fyrsta verkið I leiklistarsögu nútímans sem naut nútíma- leikstjómar, þar sem allt yfirbragð sýningarinnar var skapað frá granni; leikurinn sjálfiir, leikmynd og búningar tóku mið af verkinu einvörðungu og ekki nóg með það heldur urðu áhorfendur að gang- ast undir þau ströngu skilyrði að hafa hljótt um sig í salnum meðan á sýningum stóð. Stofnendur Lástaleikhússins í Moskvu vora leikar- inn og leikstjórinn Konstantin Stanislavski og rit- höfúndurinn, leiklistarkennarinn og leikstjórinn Vladimir Nemirovitsj-Dantsénko. Þessir tveir boð- uðu nýja stefnu í leikhúsi sínu þar sem listræn heild sýmmgarinnar hveiju sinni skipti höfuðmáli. Til þess að ná þessu markmiði vildu þeir beita fyr- ir sig raunsæi í framsetningu, sannri innlifun leik- enda í persónur sínar, hvað leikhúsreksturinn sjálf- an varðaði skyldi allri skriffinnsku, agaleysi og sérgæsku kastað fyrir róða. Aðalatriðið skyldi ætíð vera leikarinn og það er fram færi á leiksviðinu sjálfu. Rtefnuyfirlýsing þeirra tvímenninganna var að mörgu leyti samhljóma við hugmyndir fleiri full- huga í leikhúslífi Evrópu á þessum tíma; August Strindberg hafði boðað aukið raunsæi og afnám ýmissa úreltra leikhúshefða í formálanum að Frö- ken Júliu tíu áram fyrr og raunsæisstefnan hafði þegar markað sér varanlegan sess í bókmenntum Evrópu á þessum tíma. Rússland á þessum tíma var ekki einangrað, helstu menningaistraumar Anton Pavlovitsj Tsjekhov og Olga Knipper. Konstantln Stanislavskí Evrópu áttu þar greiða farvegi. Verk Henriks Ibs- ens, Augusts Strindbergs, Gerharts Hauptmanns vora meðal þeirra sem framsæknir leikhúsmenn Rússlands vora gagnkunnugir og Stanislavskí og Nemirovitsj-Dantsénko höfðu verk þessara um- deildu höfunda á efnisskrá sinni fyrir Listaleik- húsið ásamt því að bjóða áhorfendum upp á nýjar og ferskar túlkanir á verkum stórskálda fyrri tíma s.s. Williams Shakespeares og Sofóklesar. Þeir vora einnig sammála um það að Anton Tsjekhov væri sá leikritahöfundur rússneskur sem hvað mestar vonir mætti binda við og sá er hentaði best raun- sæislegum framsetningarmáta Listaleikhússins. Ást við fyrstu sýn Það sem er eiginlega hvað merkilegast við leik- hús þeirra Stanislavskis og Nemiriovitsj-Dantsén- kos er að þeim skyldi hreinlega takast að hrinda markmiðum sínum í framkvæmd með svo eftir- minnilegum hætti sem raun ber vitni, því oft vilja margir leggja orð í belg en minna verða úr fram- kvæmdum. Þegar þeir tvímenningamir höfðu samband við Tsjekhov og föluðust eftir Mávinum til sýningar á fyrsta leikári Listaleikhússins var fjarri því að Tsjekhov brygðist við glaður og reifur. Hann var oiðinn hvekktur á óföram leikrita sinna og það var ekki fyrr en eftir langar fortöiur sem hann gaf leyfi sitt. Mávurinn var þriðja leikritið í röðinni hjá Listaleikhúsinu þetta fyrsta leikár. Fyrsta verkið, Fjodor Ivanovitsj keisari, eftir Tolstoj fékk góðar viðtökur en hið næsta, Kaupmaðurinn f Feneyjum eftir Shakespeare, féll; og hið þriðja, Vefaramir eftir Hauptmann, var einfaldlega bannað af trúará- stæðum. Mávurinn varð því Listaleikhúsinu enn mikilvægari en ráð var lyrir gert í upphafi og framtíð leikhússins var í húfi; Mávurinn varð að slá í gegn. Ekki bætti úr skák að Stanislavskí hafði sínar efasemdir um ágæti verksins sem sýnir kannski fyrst og fremst að öllum getur skjátlast. Stanislavskí æfði verkið í þijá mánuði sem var tvöfalt lengri tími en leikendur áttu að venjast og Tsjekhov sjálfur hafði leyfi til að vera viðstaddur æfingar eftir því sem heilsa hans leyfði. Það var einmitt á æfingu á Mávinum sem fundum þeirra Olgu Knipper, leikkonu sem síðar varð ein helsta stjama Listaleikhússins, og Tsjekhov s bar saman. Þetta var ást við fyrstu sýn og árið 1901 gengu þau í hjónaband sem varði þó sorglega stutt, því Tsjek- hov lést þremur áram síðar. Ekki þótti leikurunum Tsjekhov sérstaklega hjálplegur við þessi fyrstu kynni af höfundinum, en feimni Tsjekhovs og hlé- drægni varð oft til þess að ókunnugir álitu hann hrokafullt merkikerti. Ekkert var þó jafnfjarri sanni því Tsjekhov var ljúfmenni hið mesta að sögn allra þeirra er honum kynntust. Þegar leikaramir spurðu Tsjekhov hvemig best væri að leika hlutverkin í Mávinum svaraði hann stuttlega: „Eins vel og hægt er.“ Sem að sjálfsögðu var rétt en kannski ekki beint gagnlegt við persónusköpun. Samband Tsjekhovs við leikendur og stjómendur Listaleik- hússins varð þó innilegra og kærara en þessi fyrstu orðaskipti benda til og áður en lauk var Tsjekhov næstum orðinn átrúnaðargoð allra þeirra er við leikhúsið unnu. Mávurinn nlær í gegn Þegar tjaldið féll eftir lokaþátt á framsýningu Mávsins varð löng d&uðaþögn í leikhúsinu. Leikar- amir brustu í grát &ð tjaidabaki því þeir héldu að allt erfiðið væri unnið f jTÍr gýg. Næstum samtím- is sprakk salurinn með tíjTjjandi lófataki og hávær- um fagnaðarlátum svo ljóst var að Mávurinn var leiksigur svo um munaði. Tjaldið sviptist frá og leikaramir stóðu á sviðinu, ringlaðir með tárin í augunum en brosandi út að ejrum þegar sannleik- urinn rann upp fyrir þeim. Mávurinn hafði slegið í gegn og framtíð Listaleikhússins var borgið. Stan- islavskí og Nemirovitsj-Dantsénko gerðu sér fulla grein fyrir þeirri þaldcarekuld sem leikhús þeirra stóð í við Tsjekhov og i þakklætisskjmi var Mávur- inn gerður að tákni leikhússins. í kjölfar velgengni Mávsins vildu listaleikhúss- menn endilega setja ami&ð leikrit eftir Tsjekhov á svið og það var reyndar þegar fyrir hendi; Tsjek- hov hafði umskrifað Skógarpúkann og undir heit- inu Vanja frændi hafði verkið verið gefið út 1897. Listaleikhúsið tók verkið til sýninga 1899 og ollu viðtökur nokkram vonbrigðum, þvi lukka Mávsins var ölium enn í fersku minni — þó er engan veg- inn hægt að segja að sýningin hafi fallið; öllu heldur að það hafi unnið á hægt og bítandi. Svip- aða sögu var að segja um hin síðustu tvö verk er Tsjekhov skrifaði; Þijár systur (1901) og Kirsu- beijagarðurinn (1904) slógu ekki umsvifalaust í gegn en unnu áhorfendur smám saman á sitt band. Einstaklingurinn og heildin Henrik Ibsen, August Strindberg og Anton Tsjek- hov era þau þijú leikskáld sem risu hæst í lok síðustu aldar og hver á sinn hátt lagði sitt af mörk- um til mótunar þeirrar stefnu leikbókmenntanna, sem nefnd hefur verið raunsæisstefnan. Þó era verk þessara þriggja höfunda afskaplega ólík, Iífsskoðun þeirra ekki síður og efnistök einnig. Það sem tengir þá saman er kannski fyrst og fremst sú hefðbundna umgjörð sem leikritunum hefur ver- ið búin á leiksviðum heimsins síðustu 80-100 árin. Aðferðir leikenda til túlkunar leikpersóna era einn- ig af sama stofni, byggðar á hugmyndum Stan- islavskís um persónusköpun og vinnubrögð leikar- ans. Engu að síður era sameiginlegir þræðir í verk- um þessara þriggja og með því að rekja sig eftir þeim þráðum kemur að þeim punkti í list Tsjek- hovs að hann fitjar upp á nýjungum og skapar sitt einstaka munstur. Uppreisn einstaklingsins gegn ríkjandi hefðum, sigur hans eða ósigur jrfír flandsamlegu umhverfi; fall einstaklingsins og tortíming eða hnarreist út- ganga, era þeir pólar togstreitu sem verk Ibsens og fýrri verk Strindbergs snúast að miklu lejrti um. Tsjekhov fylgdi þessari hugmjmdafræði í fyrstu verkum sínum; líkt og hjá Ibsen var undirrót dra- matískrar togstreitu fólgin í uppreisn einstaklings- ins gegn steinrannum og firrtum samtíma. Þessar hugmyndir liggja að baki Ivanov og þeirra gætir einnig að hluta í Mávinum. Þar má sjá einstakling, Konstantín, gera tilraun til þess að bijótast undan oki hópsins með þeim árangri einum að tortímast sjálfur. Konstantín er enda svo veiklunduð persóna &ð augljóst er að Tsjekhov gerði sér engar hug- myndir um hetjulega lausn á uppreisn hans. Miklu frekar að lausnin — ef lausn skyldi kalla — fælist i uppgjöf alls hópsins gagnvart aðstæðum sínum og rneð því móti gat Tsjekhov stillt upp til skoðun- ar smækkaðri mynd af stöðnuðu þjóðfélagi, þar sem persónumar lifa og hrærast aðgerðalausar en lifa samt í voninni um að brejrtingar verði á högum þeirra. Brosað gegnum tárin í Þremur systram og Kireubeijagarðinum nær Tsjekhov fullum tökum á þessari samfélagsmjmd sinni og vafalaust má skoða þessi tvö verk hans sem lýsingu á logninu á undan storminum; skil- greining á kynslóð sem situr næturlangt og ræðir byltinguna en er síðan of þreytt að morgni til að gera nokkum skapaðan hlut — hún getur jafnvel ekki leyst sín daglegu vandamál, hvað þá önnur veigameiri. Það er í þessum punkti sem verk Tsjek- hov kristallast og öðlast sitt innra líf ef svo má segja. Persónumar verða svo einstaklega mannleg- ar; óraunsæi þeirra og breyskleiki, kjarkur þeirra þrátt fyrir allt vonleysið og sjálfsmeðaumkunina, veldur því að ekki aðeins þær heldur einnig áhorf- endur brosa stöðugt gegnum tárin þó hetjuskapur og fómarlund séu jafnan víðs fjarri. Tsjekhov og Stanislavskí greindi á um túlkun verkanna; sérstaklega var Tsjekhov áhyggjufullur jdír því að Kirsubeijagarðurinn yrði yfirhlaðinn til- finningasemi í meðförum Stanislavskfs. Sjálfur lagði Tsjekhov mikla áherslu á að verk sín væra gamansöm, séretaklega var honum umhugað um að Kirsjubeijagarðurinn væri túlkaður sem slíkur. Hefúr þetta orðið tilefni til endalausra vangaveltna innan leikhúsa og utan og allsendis óvíst að þær utnræður taki nokkum tima enda. Lesendur þess- ara orða geta sem best svarað þessari áleitnu spum- ingu hver fyrir sig, með þvi að notfæra sér leiklest- ur Frú Emelíu nú í október og síðar í vetur leiksýn- ingu Leikfélags Reykjavikur á Þremur systram. Hávar Siguijónsson tók saman. Mótettukór Hallgrímskirkju að hefja vetrarstarf v etrarstarf Mótettukórs Hallgríms- kirkju hófst síðastliðinn þriðjudag þegar kórfélagar mættu til æfingar á Óratoríunni Elia, eftir Mend- elssohn. Hörður Áskelsson, orgel- leikari, er stjómandi Mótettukórsins og var hann spurður hvort vetrar- starfið yrði með svipuðu sniðu og í fyrra. „Eftir þá miklu starfsemi sem fram fór á vegum kórsins síðastlið- inn vetur, var ákveðið að skera hana eitthvað niður núna. En strax í sum- ar var Ijóst að ekki yrði mikið úr þeim áformum, því kórstjómin hefur gengið frá mjög nákvæmu skipulagi og þetta verður síður en svo dauður tími,“ svaraði Hörður. „Fyrsta verkefiiið sem fer í æf- ingu hjá okkur er Elía eftir Mend- elssohn. Hann var kristinn gyðingur og í seinni heimsstjntjöldinni hurfu öll hans verk í Þýskalandi. Elía er eitt mesta verk Mendelssohns og ein af mestu óratoríum 19. aldarinn- ar. Og þetta er óratoría í fyllsta skilningi. Þetta er frásögn af biblíu- legum atburðum og vantar í raun- inni ekkert nema tjöld og búninga til að þetta sé kirkjuópera. Mend- elssohn gengur mjög langt í því að setja upp senur og verkið er mjög dramatískt í uppbyggingu, sérstak- lega fyrri hlutinn. Seinni hlutinn fer meira út í útleggingar. Þetta er sagan um Elía spámann, úr Gamla testamentinu, en saga hans minnir mjög mikið á sögu Krists, sem seinna kom. Elía gerði kraftaverk; lífgaði úr dái og hann var fyrirlitinn af lýðnum og endaði á því að ummyndast og stíga til himna. Þessvegna er þetta verk svo oft sett í samband við uppstigning- ardag. Við framfljitjum verkið 6. maí, en að þessu sinni er uppstign- ingardagur 4. maí. Þannig að þessi saga er eins og lit.il forsaga um Krist." Hver syngur hlutverk Elía? „Þetta er hlutverk fyrir baritón og það er Andreas Schmidt, sem er okkur íslendingum af góðu kunn- ur, sem syngur það. Það er feykileg- ur fengur að því að fá hann hingað. Hann er mjög ungur, en hefur nú þegar haslað sér völl sem einn af fremstu baritónsöngvurum í heimi." Hvernig stendur Mótettukór- inn gagnvart þessu verkefiii? „Þessi óratoría kallar á stækkað- an Mótettukór. Mér reiknast til að við þurfúm um 80-90 manns í kór- Hefur ykkur tekist að ná í þann manuskap? „Það hefur nú ekki reynt á það ennþá. Ég sjálfur hef mestar áhyggjur af karlröddunum. Kvenna- kórinn okkar er feykilega góður og ég held ég komist langt með hann. Annars erum við fremur sein fyrir; venjulega byijum við kórstarfið í september. En við látum reyna á það nú í vikunni að fá fólk. En ég er ekki að tala um að við þurfúm 80-90 manns bara til að hafa þessa höfðatölu. Það þýðir ekkert að stilla upp hausum ef þeir era ekki hæfir. Kórstarf er mjög krefjandi og fólk þarf að vita út í hvað það er að fara. Elía komum við til með að æfa öll þriðjudagskvöld í vetur. Kóræfingar verða hinsvegar tvisvar í viku og laugardagsæfingamar fara í að æfa aðrar tónsmíðar, sem ekki era með hljóðfæri. Þær verða ein- göngu fyrir Mótettukórinn. Maður þarf sífellt að finna milli- veg í svona kórstarfi. Fólk er hér af áhuga, en ekki í vinnu og maður verður að passa að ganga ekki of langt í skilningsleysi á aðstæðum fólks. En maður verður líka að gera kröfur, því fólk er að gefa tíma sinn frá heimili og öðru; það vill því láta gera kröfúr til sín svo það nái ár- angri. Elía er líka mjög mikilvægt verk- efni, því það er ekki eins og það sé okkar einkamál. Þetta verður flutt í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit íslands, svo ég vona að okkur ta- kist að bæta góðum röddum við kórinn. Hann gegnir n\jög stóru hiutverki í Elía, miklu stærra én í öðrum óratoríum. Þetta er itjög r Oratorían Elía eftir Mendelssohn meðal verkefna kórsins ögrandi verkefm. Við höfum ekki tekist á hendur svona viðamikið verk áður.“ Ertu eingöngu með fólk sem hefúr stundað söngnám? „Nei, en þó mjög marga. Það hefur bæði kosti og galla að byggja upp kór með fólki sem er að læra söng. Gallamir eru helst þeir að þeir sem hyggjast leggja sönginn fyrir sig hætta fljótlega. Sumir fara erlendis til framhaldsnáms og svo er hitt að margir einsöngskennarar banna nemendum sínum að syngja í kór. í kór þarf að fletja út sér- kenni hverrar raddar til að ná góðri heild. Maður þarf að biðja fólk að fela persónueinkenni sín og falla inn í þessa hópsál. I einsöng er þessu alveg þveröfugt farið. Einsöngs- kennarar leita alltaf að sérkennum þínum. En margir bestu einsöngvar- ar sem til eru byija söngferil sinn i kór. Andreas Schmidt er einn af þeim. Hann byrjaði í kór þjá pabba sínum þegar hann var bam; var fyret í sópranrödd, færðist síðan yfir í altrödd, og að lokum í bassa. Hann var aldrei tenór. Það er líka kjörið fyrir þá sem hyggja á söngnám að syngja í kór, vegna þess að með því kjmnast þeir Morgunblaðið/Bjami Skúlptúrar Sóleyjar Eiriksdóttur í Gallerí Svart á hvítu. Sóley Eiríksdóttir sýnir höggmyndir Um þessar mundir stendur yfir í Gallerí Svart á hvítu við laufásveg sýning á grafík og höggmyndum Sóleyjar Eiríksdóttur. Sóley er fædd 1957 og lauk námi frá Myndlista-og handíðaskóla ís- lands árið 1981. Hún hefur tekið þátt í fiölda samsýninga og haldið einkasýningar. Síðast hélt Sóley einkasýningu á Kjarvalsstöðum 1987. Þær höggmyndir sem Sóley sýnir nú í Gallerí Svart á hvítu em mjög frábragðnar því sem hún hefur áður sýnt. Verkin eru kraftmeiri enda eru möguleikar steinstejipunnar nánast ótakmarkaðir. Formin em mannleg dýr - eða dýrslegir menn, tema sem Sóley vinnur einnig með í grafíkverkunum á sýningunni. Sýning Sóleyjar Eiríksdóttur er opin alla daga nema mánudaga frá klukkan 14-18 fram til 16. októ- ber. mörgum tónverkum og þjálfa rödd- ina.“ Hvað er fleira á döfinni hjá Mótettukórnum i vetur? „Fjrstu tónleikar kórsins era að- ventutónleikar í upphafí aðventu. Við flytjum hefðbundna kórtónlist, tenda aðventu, eftir Scheidt, Schutz, Purcel og fleiri. Síðan verðum við með jólasöngva eins og venjulega í desember, Elía í maí og svo árlega vortónleika í júní fer kórinn svo til Frakklands í tónleikaferð. Bæði vontónleikamir og Elía eru hluti af kirkjulistahátíð sem hefst hjá okkur í byijun maí. Að lokum er í bígerð plötuútgáfa, þar sem sungin verða bæði innlend og eriend kórverk og mér sýnist að upptakan á þeim muni standa yfir meir og minna í allan vetur." Úr sýningu LR á Hamlet. Hamlet og Ófelía sjrgja Pólonius. Þröstur Leó Gunnarsson, Sigrún Edda Björnsdóttir og Steindór Hjörleifsson. Sýningar hafnar á Hamlet að nýju Leikfélag Reylgavíkur hefur tekið upp sýningar á Hamlet aftur en leikritið var sem kunnugt er frumsýnt í fyrravor við góðar undirtektir. Hallmar Sigurðsson leikhússtjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að af sýning félagsins á Hamlet væri sú sem þeim sjálfum hafí þótt hápunkturinn á síðasta leikári. „Það sýndi sig líka að áhorfendur kunnu vel að meta, aðsóknin var góð og reyndar önnuðum við ekki eftir- spum og hættum í vor fyrir fullu húsi. Það gladdi okkur sérstaklega að margir úr hópi áhorfenda komu að máli við okkur og sögðust aldrei hafa ímyndað sér að óreyndu að Hamlet gæti verið svona skemmti- legur og spennandi. Hamlet var sýndur á 14 sýningum í fyrravor og við reiknum með að geta haldið sýningum áfram í haust framundir á amótin er aðrar sýningar taka við. Við munum því hugsanlega þurfa að takmarka sýningafjölda af þeim sökum,“ sagði Hallmar Sig- urðsson leikhússtjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Það er því full ástæða til að hvetja fólk að láta heimsókn á Hamlet í Iðnó ekki dragast úr hömlu. Leikendur f Hamlet em Þröstur Leó Gunnarsson í titilhlutverkinu og meðal annarra leikenda em Guðrún Ásmundsdóttir, Sigurður Karlsson, Sigrún Edda Bjömsdóttir, Valdemar Öm Flygenring, Steindór Hjörleifsson, Jakob Þór Einarsson, Kjartan Bjargmundsson og Eggert Þorieifsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.