Morgunblaðið - 19.10.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.10.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 19. OKTÓBER 1988 ísland endaði í níunda sæti í sínum riðli á Olympíumótinu Bnds: Feneyjum, frá Guðmundi Eiríksayni, fréttaritara Morgunblaðsins. ÍSLENSKA bridslandsliðið varð í 9. sœti af 28 þjóðum í sinum riðli í undankeppni Ólympíumótsins í brids í Fenevjum en Qórar efstu þjóðimar úr hvorum riðli keppa til úrslita um OlympíumeistaratitU- inn. Þessar þjóðir eru Grikkland, Austurríki, Bandarikin og Sviþjóð úr A-riðli, og Ítalía, Danmörk, Bretland og Indland úr B-riðli. Frakka vantaði eitt stig til að komast áfram i riðlinum. Liðin spila 64 spila útsláttarleiki i Qórðungsúrslitum sem hefjast á morgun. íslenska kvennaliðið varð i 11. sœti af 12 í sínum riðli. íslenska karlaliðið átti enn mögu- leika á að komast í úrslitakeppnina, áður en það spilaði við Ítalíu á mánudagskvöld. ítaiimir spiluðu mjög vel og unnu leikinn 23-7. ís- land tapaði síðan 6-24 fyrir Bretum á þriðjudagsmorgun í frekar illa spiluðum leik á sýningartöflunni, íslenska liðið kærði sfðan úrslit eins spilsins úr leiknum gegn Bretum og vann kæmna þannig að leikurinn endaði 7-22. ísland gerði loks jafii- tefli, 15-15 við Brasilíu í síðasta leik undankeppninnar og endaði með 489 stig í 9. sæti riðilsins, eða í 17.-18. sæti af 56 þjóðum alls. Hjalti Elfasson fyrirliði karlaliðs- VEÐUR ins sagði við Morgunblaðið að þessi árangur væri ekki slæmur í sjálfu sér en liðið hefði ekki haft nægilega mikla einbeitingu; ef vondu spilun- um hefði fækkað um svo sem eitt í leik hefði liðið verið komið lang- leiðina í úrslitin. „Okkar tími er ekki kominn enn, en við þurfum aðeins að halda áfram á sömu braut," sagði Hjalti. Kvennaliðið vann óvæntan sigur á Hollandi á mánudagskvöldið, 25-5, og var þá komið f 8. sætið f sfnum riðli. í gær tapaði Iiðið sfðan fyrir Argentfnu, 5-25, og síðan fyr- ir Svíþjóð, 9-21, og fór niður í 11. sætið. Jakob R. Möller, fyrirliði kvenna- liðsins, sagði við Morgunblaðið að f kvennabrids væri gjáin milli sterk- ari þjóðanna og þeirra veikari miklu breiðari en í karlabrids. Sterkustu kvennaliðin spiluðu afbragðs brids sem væri tæknilega jafngóður og góður brids í karlaflokki, en veikari þjóðimar ættu ákaflega margt ólært og það ætti við um íslenska liðið. Hann sagði að íslensku konumar hefðu þó átt góða leiki inn á milli. Fjórðungsúrslitin hefjast í dag og þá spila saman Grikkland og Ind- land, Austurríki og Bretland, Bándaríkin og Danmörk og Ítalía og Svfþjóð. Þau lið sem vinna sína leiki halda áfram í undanúrslit. Þau lið sem ekki komust í úrslit, bæði f opnum flokki og kvennaflokki, geta tekið þátt f aukamóti, sem hefet í kvöld. Það er 8 umferðir með 16 spila leilgum og verður sveitunum raðað saman eftir monrad-fyrir- komulagi. Bæði fslensku liðin munu taka þátt f mótinu. I DAG kl. 12.00: / / / / / / / / / / / / / / /////// /.///////// / / // // // // Heimild: Veöurstofa Islands (Byggt á veöurspá kl. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR IDAG, 18. OKTÓBER YFIRUT ( GÆR: Yfir Skandinavíu er 1.034 mb hœö og hæðar- hryggur í átt til Grænlands. Skammt veatur af (rlandi er 990 mb lægð sem dýpkar og hreyfist norðnorðvestur. Hlýtt verður áfram. SPA: Austan- og norðaustanátt um land allt, víðast kaldi eða stinn- ingskaldi. Rigning eða súld með köflum sunnanlands, en að mestu þurrt norðanlands. Hiti ó bilinu 6—10 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR A FIMMTUDAG OG MIÐVIKUDAG: Austanátt. Dálftil rígning við suður- og austurströndina en þurrt norðanlands og vestan. Fremur hlýtt, þó ef til vill næturfrost ó stöku stað norðan- lands. y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * Snjókoma * * ■* ■j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus y Skúrir rrs Þoka — Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akureyrl Raykjavlk hltl 7 7 veður ekýieó akýiað Bargan 12 hei&sklrt Hslalnkl 6 þoka Kaupmannsh. 11 þokumóða Naraaaratuaq 44 Mttakýjað Nuuk 44 skýjað Oaló 12 Mttakýjað Síokkhólmur 6.9 þokumóða Pórahöfn 10 alakýjað Algarve 16 rlgnlng Amaterdam 12.7 þokumóða Barcelona 23 akýjað Chlcago 8.3 alakýjað Feneyjar 16.6 þokumóða Frankfurt 16 þokumóða Qlaagow 12 mlatur Hamborg 12 skýjað Laa Palmaa 23 akýjað London 18 miatur Loa Angalaa 18 þokumóða Lúxemborg 16 þokumóða Madrfd 16 þokumóða Malaga 17 akúr Mallorca 24 akýjað Montraal 16 akúr New York 16 þokumóða Parla 20 akýjað Róm 23 þokumóða San Dlego 18 akýjað Wlnnlpeg 1,6 alakýjafi Morgunblaðið/Sverrir Unnið að uppsetningu þjófevaraakerSs á Lögmannastofunni sf., þar sem brotist var inn að kvöldi sunnudags eða að&ranótt mánudags. Tóku skjöl en enga peninga Þjófevamakerfi sett upp í gær ÞÚSUNDIR króna í reiðufé freistuðu ekki þeirra sem brutust inn í Lögmannastofuna sf., Skipholti 50b, milli klukkan 19 á sunnu- dag og 9 á mánudagsmorgun. Peningarnir voru geymdir i ólæstri hirslu. Hins vegar var ýmsum skjölum stolið af borðum Qögurra lögfræðinga, sem þjá stofunni starfe, og úr skjalaskáp. Þar var einkum um að ræða gögn þyrfti að fá skjölin ógild, en kröf- sem varða vinnu lögmannanna, svo sem stefimr og innheimtubréf, ásamt ljósritum frumgagna. Fáein frumgögn, svo sem víxlar, munu þó hafa verið á borðum lögmann- anna, en slík skjöl voru að öðru leyti geymd í rammgerðum, læstum peningaskáp. Þetta er annað inn- brotið í lögmannastofu í Reykjavík á nokkrum vikum. Þjófurinn hefur að líkindum klifr- að upp á þak einnar hæðar verslun- arálmu, sem er við húsið, og þaðan faríð inn um glugga á afgreiðslu stofunnar. Þjófavamakerfi var ekki í stofunni og töldu lögmennimir að slfkur búnaður væri fremur sjald- gæfur í fyrirtækjum sem þessu. Ur því var bætt í gær er starfs- menn frá Securitas settu upp þjófa- vamakerfi, sem pantað hafði verið skömmu fyrir innbrotið. Gunnar Jóhann Birgisson héraðs- dómslögmaður sagðist þess fullviss að ^jón skjólstæðinga lögmannanna yrði lítið sem ekkert, frum, væm langflest enn til staðar. fáu tilfellum sem svo væri ngögnm r. I þeim ekki una viðurkennda með dómi. Hins vegar væri í þeim skjölum og bréf- um, sem þjófurinn hefði haft á brott með sér, afrakstur ótaldra vinnu- stunda starfsmannanna og það tjón kostaði tíma og vinnu að bæta. Gunnar Jóhann sagðist ekki geta ímyndað sér hver eða hveijir þama hefðu verið að verki en sú spuming hlyti að vakna hvort einhver hefði viljað reyna að eyðileggja mál eða kröfu á hendur sjálfum sér. Auk almennra lögfræðistarfa og innheimtu skulda fyrir einstaklinga og fyrirtæki annast Lögmannastof- an sf innheimtu stöðumælagjalda fyrir Reykjavíkurborg. Að sögn Gunnars Jóhanns vom slcjöl því við- komandi látin ósnert. Rannsóknalögregla ríkisins vinn-; ur nú að málinu. Þeir, sem orðið hafa gmnsamlegra mannaferða varir í nágrenni Skipholts 60b á fyrrgreindum tíma eða búa yfír öðmm vísbendingum, sem að gagni geta komið við rannsóknina, em beðnir að snúa sér til hennar. Ólafur Hafsteinn Ein- arsson kennari látinn ÓLAFUR Hafeteinn Einarsson kennari, Reynimel 90 f Reykja- vík, lést sunnudaginn 16. október sl. 80 ára að aldri. Ólafur fæddist í Reykjavík 1. ágúst 1908. Foreldrar hans vom þau Guðríður Eiríksdóttir, sem ætt- uð var frá Reykjum á Skeiðum, og Einar Þórðarson frá Efra Seli á Stokkseyri. ólafur Hafsteinn Einarsson starfaði mikið að félagsmálum um dagana. Hann gegndi einnig hinum ýmsu trúnaðarstörfum á ferli sínum sem gagnfræðaskólakennari, en það var hans aðalstarf í áratugi. ólafur var meðal annars formað- ur Landssambands framhaldsskóla- kennara um árabil. Hann sat einnig í stjóm Norræna félagsins á ámm áður. Ólafur var á sínum tíma einn af stofnendum Sameiningarflokks Al- þýðu, Sósíalistaflokksins, og einnig var hann fyrsti ritstjóri málgagns þéirra, Nýs lands. Ólafur var einnig um árabil einn nánasti starfsmaður Héðins Valdi- marssonar, forstjóra Olfuverslunar íslands, og var hann sérstakur er- Ólafur Hafeteinn Einarsson indreki Olfuverslunarinnar erlendis um tíma. Ólafur Hafsteinn hætti störfum sem gagnfræðaskólakennari í kringum 1974 og helgaði sig þýð- ingum hin sfðari ár. Eftirlifandi eiginkona ólafe er Gréta Sigurborg Guðjónsdóttir og eiga þau ijögur böm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.