Morgunblaðið - 27.10.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.10.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. OKTÓBER 1988 Minning: * Olaíur Hafsteinn Einarsson kennari Fæddur 1. ágúst 1908 Dáinn 16. október 1988 Læriföður míns og tengdaföður langar mig að minnast í örfáum orðum. Óharðnaður unglingspiltur kom ég til hans, þegar ég hóf gagn- fræðanám. Kennsla hans og leið- sögn var með slíkum hætti, að hann naut afar mikillar virðingar og elsku allra sinna nemenda. Svo vin- sæll var hann meðal nemenda sinna, að það kom oft í hans hlut, að koma með í vorferðalög að liðnu skólaári. Það lýsir vel næmi hans, er hann kom því einhverju sinni á fram- færi, að ekki væri úr vegi að biðja þann kennara að koma með í vor- ferð, sem honum fannst þurfa að komast í nánari og betri kvnni við okkur. En eins og allir vita eru slík hressileg skólaferðalög vísasti veg- urinn til þess að kynnast vel. Skólabækur, próflestur og kvíði prófum samfara langt að baki. Framkoma Ólafs og far þessa góða kennara míns, sem í okkar hópi var oft nefndur „Óli danski" var þannig, að eftir var tekið. Hann gekk alltaf inn í skólann með sér- stökum hætti, upp stigann, sem leið lá inn á kennarastofu. Ólafur var teinréttur og léttur í spori. Snyrtimenni var hann svo af bar. Á þennan hátt er ég viss um að nemendur hans muna hann. Kennslustundir hjá honum voru mjög góðar og skemmtilegar. Ekki var einum nemenda gert hærra undir höfði en öðrum. Hjá Ólafi lærði ég dönsku, ensku og mann- ^-kvnssöcni. Kennsla hans i tungu- málum hefur komið sér vel síðar á lífsleiðinni. Fyrir þessi kynni mín af Ólafí er ég afar þakklátur. Ég er einnig þakklátur fyrir að hafa eignast vináttu hans síðar, er við tengdumst fjölskylduböndum. Einnig þá lærði ég margt af honum. Ætíð var hann fús, að segja okkur til og leiðbeina. Þar er ég aðallega með í huga garðræktina, sem óhjá- kvæmilega fylgir, þegar stofnuð eru heimili og hús byggð, sem oftast rísa upp úr moldarflagi og hálf- gerðri auðn. Ólafur var þar sjálf- kjörinn í að stjóma og segja fyrir um það, hvaða tegundir gróðurs ættu best við á hvetjum stað í garð- inum. Skipulagning hans var aldrei vefengd, enda var hér um kunnáttu- mann að ræða og ræktunarmál hans hugsjón og á hans starfsvett- vangi að hluta. Þess bera skógar- lundimir að Reykjalundi í Mosfells- sveit glöggt vitni, en 'þar á Ólafur tengdafaðir minn ófá handtökin. Síðar var hann í þeim sama garði og hann hafði lagt granninn að, fyrstur manna með trjáklippur sínar. Hann stjómaði því með festu, að nægjanlega mikið væri klippt af tijánum, sem áttu síðar að mynda fallega tijárunna. í þessum málum fengum við ekki rönd við reist. Hér var hann konungur í ríki sínu. Okkur fannst stundum heldur -■ mikið og hressilega klippt af tiján- um, sem við vorum að baslast við að láta vaxa. Hann vissi betur. Árangurinn af áhuga hans og vinnu hefur skilað sér með miklum ágæt- um síðar. Því miður hefur tijáklipp- ingin ekki farið fram á réttan hátt undanfarin allra síðustu ár. Þar skorti leiðsögn ólafs tengdaföður míns, sem nú var orðinn veikur. Best kynntist ég Ólafí þegar hann og dóttir hans settust saman á skólabekk, er hann var hættur kennslu við Gagnfræðaskóla Aust- urbæjar. Hann _hóf nám við Laga- deild Háskóla íslands 1974. í tvö ár vorum við, þessar Qölskyldur, saman, meira og minna á hveijum degi. Tengdafaðir minn var svo elskulegur að koma og taka dóttur sína með sér í skólann á morgnana, þegar hann hafði skilað tengdamóð- ur minni til vinnu sinnar, en hún starfaði í rúm tuttugu ár við af- greiðslustörf í samvinnu við undir- ritaðan. Síðan var sá háttur á hafð- ur, að þau feðgin komu saman heim í hádeginu og þá snæddum við sam- an einhvem málsverð. Þetta voru góðar stundir. Við heimilisfólkið í Hlyngerði höfum haft það á orði hversu mjög við söknum þessara stunda, þegar hringferðin skemmtilega var farin, með sama sniðinu í tvö ár og hér stjómaði afínn ferðinni og sat við stýrið. Því, þegar hádegisverði var lokið, var afínn svo góður, að taka þijú lítil böm með sér í leikskólann og koma húsbóndanum sjálfum til vinnu sinnar. Og þá síðast en ekki síst að ná í eiginkonu sfna á hennar vinnustað, sem var sá sami, og þau síðan að aka saman heim. Ég veit af afínn þurfti oft að telja upp að tíu og missa ekki þolinmæðina, þeg- ar þær stundir komu, að sérviturt þriggja ára bam, lét afa bíða eftir sér, því það þurfti að gera allt mögulegt, áður en hægt væri, að fara af stað í skólann. Aldrei missti tengdafaðir minn þolinmæðina. Þessi ár hafa yfír sér birtu og yl. Ég þakka Ólafí sam- fylgdina. Hans er sárt saknað. Élskulegri tengdamóður minni og fjölskyldunni allri votta ég samúð mína. Hvíli minn vinur í friði. Helgi Við upphaf sjöunda áratugarins urðu miklar hræringar í ýmsum fylkingum opinberra starfsmanna, og má nú ljóst vera að þá tók skrið sú uppstökkun er orðið hefur síðan í samktökum starfsmanna ríkis og bæja. Á þeim tíma voru fjörleg umsvif í félagsmálum kennara, og í Félagi gagnfræðaskólakennara í Reykjavík var tekist kröftuglega á um stefnumál og baráttuaðferðir. Sú varð skipan mála að hópur fé- laga af yngri kynslpðinni fékk sér til liðs og forystu Ólaf H. Einars- son, þá kempu sem í dag er til graf- ar borin. Hann leiddi svo sveit sína í hörðum sviptingum þeirra tíma, varð formaður Félags gagnfræða- skólakennara í Reykjavík og síðar Landssambands framhaldsskóla- kennara og í forsvari fyrir samtök og stétt í Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja á fjölmörgum stefnum og málþingum og í viðræðum við stjómvöld. Þessi tíð rifjast upp þegar Ólafur H. Einarsson er fallinn frá. Margir nánustu samstarfsmenn hans frá því fyrir aldarfjórðungi eru nú á svipuðu reki og hann var þá. Þess aldursmunar gætti þó ekki, því Ólafur kunni vel við sig í hópi ungs fólks og var lagið að efla með því samstarf og afl til átaka. En þótt hann væri þannig hinn yfírvegaði foringi sem ljáði gjaman kappi yngri samverkamanna forsjá sína, þá reyndist hann einatt þegar á reyndi mestur framúrstefnumaður í hópnum og óragastur við breyting- ar. Ólafur var óþreytandi í áhuga sínum á félagsmálum og gaf þeim þann tíma sem hann átti og honum þurfa þótti. Hann gekk til verka á þeim vettvangi af sömu yfirveguðu snyrtimennsku til orðs og æðis og einkenndi allt hans daglega hátt- emi, undirbjó málflutning og til- lögugerð af stakri natni og fylgdi eftir málum af jöfnum myndugleik og sannfæringu hvort sem hann ræddi við hvatvísa ungliða í stétt sinni eða ráðherra og stjómarráðs- menn. Það var gott og gaman að deila geði við Ólaf og lærdómsríkt fyrir unga menn, sem óafvitandi urðu fyrir sterkum áhrifum af ýmsu því, er einkenndi hann helst. Þótt samtök þau, er hann var í forystu fyrir, séu nú sem flest breytt, þá leynast spor hans í þeim, og umfram allt í hugum þeirra samheija er með honum unnu. Ólafur H. Einarsson lifði langa ævi, var virkur og áhugasamur þátttakandi í samtíð sinni, og gat litið stoltur yfír farinn veg með sinni góðu konu, Grétu, í stórum hópi afkkomenda. Þeim em færðar sam- úðarkveðjur, nú þegar aldinn félagi og foringi er kvaddur með virðingu og þökk. Hinrik Bjarnason Ennþá einu sinni hefur verið höggvið skarð í stúdentahópinn sem útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1929. Nú kveðjum við Ólaf H. Einars- son kennara. Ólafur var glæsilegur að vallarsýn, hár og grannur, sam- svaraði sér vel, enda vakti hann hvarvetna athygli. Eftir stúdentspróf eða árið 1930 sigldi hann til Þýzkalands og hóf nám í efnafræði við háskólann í Munchen. Eftir 2ja ára dvöl í Þýskalandi hvarf hann frá námi, ekki af því að námsgáfur skorti. Eitt sinn á afmælishátíð okkar árgangsins frá 1929, kom á daginn að allur ár- gangurinn svo að segja hafði lagt út í langskólanám. Barst tal okkar Ólafs fljótt að efnafræðinni, sem vonlegt var. Okkur kom saman um, að hún væri skemmtilegt og töfrandi fag ekki síst þegar út í efnarannsóknir væri komið. Fánnst mér þá eins og brygði fyrir eftirsjá í röddinni. Eg hafði á orði við hann, að líklega hefðu efnavísindin misst þama góðan liðsmann, en talið féll niður. Það má segja að ekki skorti okkur kjarkinn árið 1929. Að fara út í langskólanám væri kannski nokkuð óvenjulegt, þar eð náms- styrkir voru mjög af skomum skammti og námslán óþekkt, a.m.k. frá því opinbera. Þegar Ólafur kom heim að lokinni Þýskalandsdvölinni, fékkst hann við ýmis störf, en árið 1946 hóf hann tungumálakennslu og gerðist kennari við Gagnfræða- skóla Austurbæjar hér í Reykjavík, og kenndi í allmörg ár, eða meðan starfsaldur leyfði. Að sjálfsögðu þekkti ég hann ekki sem kennara. Ég spurði því dóttur mína. En hann hafði kennt henni í gagnfræðadeild. Hennar svar var: „Nákvæmur kennari og háttvís svo af bar.“ Bragð er að þá bamið finnur. Enda skyldi Ólaf- ur áreiðanlega mikilvægi þess að vera kennari. Hann vissi og að ítroðslan ein nægði ekki, heldur viðmótið við ungmennin. Kennslustarfið er og eitt af mikil- vægustu störfum þjóðfélagsins. Ólafur kynnti sér skólanám, bæði á Bretlandi og í Askov í Danmörku. Eftir að Ölafur hætti kennslu- störfum, snéri hann sér að bók- menntaþýðingum, bæði úr ensku, þýsku og svo Norðurlandamálum. Þótti hann afar samviskusamur þýðandi og mjög nákvæmur, og ná vel fram stíl og einkennum höf- unda. Þýðingar em mikil nákvæmn- isvinna, eins og allir vita, sem fást við slíkt. Langar mig til að segja eina sögu af samviskusemi Ólafs. Fyrir nokkmm ámm héldum við upp á stúdentsafmæli okkar. Dag- inn fyrir hátíðina hætti Ólafur við að fara. Skýringin var einfaldlega sú, að hann væri kominn í tímahrak með ritsmíð, sem hann þyrfti að skila af sér. Hann var að vísu ekki krafínn um neina skýringu, en fannst sjálfum að við bekkjarsystk- inin ættum að vita ástæðuna, svona mikil var samheldni okkar. Ólafur Hafsteinn Einarsson var fæddur í Reykjavík 1. ágúst árið 1908, dáinn 16. október 1988. Ólafur var elstur 8 systkina; 6 glæsileg systkin náðu fullorðins- aldri, 4 em enn á lífi. Foreldrar: Einar Þórðarson og Guðríður Eiríksdóttir hjón í Reykjavík. Eigin- kona Ólafs Gréta Sigurborg Guð- jónsdóttir. Þau gengu í hjónaband árið 1933, þann 12. ágúst. Böm Ólafs og Grétu em Elín, kennari að mennt, Sigrún Edda, lögfræð- ingur, Katrín, bankastarfsmaður, Guðjón, skólastjóri. Sem ein úr stúdentahópnum 1929 kveð ég kæran bekkjarbróður. Ingibjörg Guðmundsdóttir Sem gamall nemandi hugsa ég nú í dag til Ólafs Hafsteins Einars- sonar með þakklæti í huga. Honum tókst, þrátt fyrir að ég berðist ákaft á móti, að kenna mér dönsku, sem er mjög mikilvægt fyrir mig á kunna í dag. Það er ekki nema um hálfur mánuður síðan ég hafði að orði við dóttur hans og eina af mínum bestu vinkonum, Eddu, að ég óskaði þess nú heitt, að ég hefði hlustað betur á hann fyrir tuttugu og níu ámm. í dag er ég nemandi í lagadeild Háskóla íslands og þar er hluti af námsefninu á dönsku. Mér hefur því oft orðið hugsað til þessa góða kennara, sem ætlaði að kenna mér hvort_ sem mér líkaði betur eða verr. Ég á honum því margt að þakka og veit ég að ég tala fyrir munn margra af hans gömlu nemendum úr Gagnfræða- skóla Austurbæjar. Ólafur kenndi okkur ekki aðeins dönsku. Hann lagði mikla áherslu á frágang, falleg vinnubrögð og ekki síst fallega og kurteislega framkomu. Annað samrýmdist ekki kennsluaðferðum hans, því það var vandfundið annað eins snyrtimenni og hann var. Það kom stundum fyrir mig að ég gleymdi að horfa á bókina og horfði þess í stað á þenn- an myndarlega, tígulega og fína mann, sem alltaf bar af. Börnin hans hafa erft þetta frá honum. Öll eru þau þekkt fyrir fallega fram- komu og dugnað. Best þekki ég næstelstu dóttur hans, Eddu. Hún hefur alltaf verið mér miklu meira en vinkona í þau tuttugu og sjö ár sem við höfum þekkst. Enda þótt ég hafi hitt föður hennar öðru hvoru á heimili hennar, þá fínnst mér ég hafa þekkt hann betur vegna frá- sagna hennar og aldrei hefur mér dulist öll sú virðing og væntum- þykja sem hún bar til hans. Ólafur hafði mikinn metnað fyrir böm sín og sem dæmi um það má nefna, að árið 1974, þá sextíu og sex ára, fór hann vestur í Háskóla og innritaði sig og Eddu dóttur sína í lagadeildina. Hann stundaði námið í tvö ár alls ekki heill heilsu og tók öll próf með góðum árangri. Þar sem ég þekki af eigin raun allt það námsefni sem Ólafur hefur þurft að leggja stund á, er aðdáun mín enn meiri. Vegna veikinda varð hann að hætta námi en Edda dóttir hans er starfandi lögfræðingur í dag. Það að faðir hennar settist með henni á skólabekk svo fullorð- inn og alls ekki heilsugóður hefur án efa orðið henni mikil hvatning og veit ég að hún hefur alltaf met- ið það mikils. Með innilegu þakklæti kveð ég Olaf í dag og bið guð að blessa minningu þessa góða manns. Ég votta Grétu eiginkonu hans, böm- um, tengdabömum og bamaböm- um samúð mína. Ólafía Arnadóttir Ólafur H. Einarsson er látinn. Þeir tínast burtu hægt og hljóðlega þeir sem litu ljós dagsins upp úr aldamótunum. Hægt og hljóðlega hverfa þeir án héraðsbrest, því unga fólkið er búið að taka við hlutverki þeirra og öllu ætti að vera vel borg- ið. ^ Ég minnist þess enn þegar fund- um okkar Ólafs bar saman í fyrsta sinn. Fyrirmannlegur í fasi, snyrti- legur í klæðnaði, háleitur með vott af góðlátlegu brosi, stóð hann allt í einu fyrir framan mig og við horfð- um hvor á annan. Það var ekki laust við að ég yrði vandræðalegur en um leið heilsaði hann með orðunum „sæll nafni" og mér fannst fylgja þessu ávarpi svo mikil hlýja, laus við alla uppgerð. Eftir þetta ávarp- aði hann mig ætíð með orðunum „sæll nafni" eða „heyrðu nafni“. Mér þótti alla tíð innilega vænt um þessi ávörp, ekki aðeins orðin, held- ur öllu fremur þann hlýleika sem ég greindi á bakvið þau. Við nafni minn störfuðum saman við kennslu við Gagnfræðaskóla Austurbæjar í áraraðir. Mislíki nemendum við kennara er það fljótt að spyijast. Ég varð aldrei var við óánægju eðá sam- starfsörðugleika milli hans og þeirra, enda mun hann hafa sinnt starfi sínu af sömu kostgæfni og öll framkoma og snyrtimennska hans bar vott um. Fljótlega fór nafni að sinna félagsmálum kenn- ara. Hann kom víða við í þeim málum. Fyrst í Kennarafélagi Gagnfræðaskóla Austurbæjar þar sem hann var formaður um skeið. Síðan í Félagi gagnfræðaskóla- kennara í Reykjavík þar sem hann einnig gegndi forystuhlutverki. Hann var einnig formaður Lands- sambands framhaldsskólakennara og litlu munaði að hann væri kosinn formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja á þingi samtakanna. Þá vildi svo til að hann var þá samtímis formaður hinna þriggja áður nefndu félaga, og ef hann hefði náð kosningu sem formaður BSRB hygg ég að það hefði verið landsmet. Þetta sýnir betur en mörg orð álit félagsmanna á starfs- hæfni hans og þau áhrif sem hann hafði á félagsstarf gagnfræðaskóla- kennara. Starfsemi Landssambands framhaldsskólakennara var þá í mótun og átti nafni minn dijúgan þátt í því ásamt öðrum að finna þessari starfsemi eðlilegan og far- sælan farveg. Nafni minn var enginn hávaða- maður. Hann barði sér ekki á bijóst eða notaði úrelt hávaðarhóp. Hann svæfði engan með langlokum. Ræð- ur hans voru hnitmiðaðar og lausar við málskrúð. Hann lét aldrei freist- ast til þess að taka þátt í hnútu- kasti en bar klæði á vopnin þegar honum þótt nóg að gert. Nokkru áður en hann lét af störfum sendi kennarafélagið hann til Danmerkur á undirbúningsfund félags eftirla- unakennara á Norðurlöndum. Þeg- ar heim kom vann hann að undir- búningi og stofnun slíks félags hér heima. Þessi félög hafa samband og samkomur árlega til skiptis í löndunum 5. Kominn á eftirlaun mætti nafni minn á nokkrar samkomur fyrir hönd kennara á eftirlaunum. Fyrir nokkru sótti ég samskonar fund í Finnlandi og spurði finnskur kunn- ingi minn að því hversvegna virðu- legi, gráhærði og snyrtilega klæddi kennarinn svo af bar væri ekki mættur. Hann sagði að fyrst hefði hann haldið að enskur lávarður hefði villst inn á fund þeirra. Það fór ekki hjá því að tekið væri eftir nafna mínum þó í margmenni væri. Nú að leiðarlokum sé ég nafna minn fyrir mér þar sem hann geng- ur um á himna brautum, virðulegur og ber höfuðið hátt og mæti hann almættinu tekur hann ofan hattinn og hneigir sig kurteislega og um varimar leikur órætt bros. Og nú fínn ég á mér að honum þykir mál að ég hætti. Konu hans, bömum og tengdafólki flyt ég sam- úðarkveðjur og ósk um velfarnað. Ólafíir S. Ólafsson Þegar mér barst fréttin um and- lát afa míns, Ólafs, fylltist ég tóm- leika og yfír mig færðist óumræði- lega mikii sorg. Það er svo erfítt að hugsa sér tilveruna án afa Óla. Hann var okkur öllum mikils virði. Á þessari stundu erum við svo langt í burtu. Það er okkur talsvert erf- itt. Við hefðum viljað vera nálægt ömmu Grétu og fjölskyldunni nú. Einnig hefði ég viljað svo gjama, hafa átt meiri tima með afa. En fyrir þann tíma, sem ég raunveru- lega átti með honum, cftir að ungl- ingsárin vom að baki, er ég innilega þakklátur. Við áttum saman góðar stundir fyrir nokkm, þegar hann veitti mér ómetanlega aðstoð við erfítt verk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.