Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988 47 A&næliskveðja: Björn Ingi Stefánsson Fyrir mörgum áratugum sagði mér Björn Ingi Stefánsson, frændi minn, þá sögu að eitt sinn að morgni 10. nóvember, þegar hann var í barnaskóla hafi kennarinn spurt þau krakkana hvort þau vissu um einhverja merka menn sem hefðu fæðst á þessum mánaðardegi og mun þá líklega hafa átt við þá Martin Luther og Friedrich von Schiller. Bjöm hafði einhvetja hug- mynd um það en taldi rétt að nefna sjálfan sig fyrst. Þetta svar vakti að vonum kátínu hjá bekkjarfélög- um hans en kennarinn lét sér fátt um finnast. Og nú í dag, 10. nóvem- ber 1988, er hann 80 ára þessi merkismaður, og ber það nafn með rentu. Bjöm fæddist í Winnipeg í Kanada en ólst upp á Hólmum í Reyðarfirði. Foreldrar hans voru Helga Jónsdóttir, fædd í Rauðseyj- um í Breiðafirði, og Stefán Bjöms- son, prófastur á Eskifírði, fæddur á Kolfreyjustað í Fáskrúðsfírði. Björn stundaði nám við Samvinnu- skólann í Reykjavík og lauk þaðan burtfararprófí vorið 1933. Hann var einn af aðalhvatamönnum að stofn- un Kaupfélags Fáskrúðsfírðinga. Það tók til starfa í ágúst 1933 og var Björn kaupfélagsstjóri þess frá upphafi og þar til í júní 1946. Auk framkvæmdastjórastarfsins vann hann ötullega að ýmsum félagsmál- um á Fáskrúðsfírði. Hann hóf störf hjá Sambandi íslenskra samvinnu- félaga í Reykjavík í júlí 1946 við eftirlitsstörf og var oft settur kaup- félagsstjóri í forföllum, m.a. í Vest- mannaeyjum, á Hornafirði, í Stykk- ishólmi og á Isafirði. Síðustu ár hefur hann verið fulltrúi í fjármála- deild Sambandsins. Bjöm hefur verið gæfumaður í einkalífí. Á vordegi árið 1934 steig hann hamingjuspor er hann kvong- aðist Þórunni Sveinsdóttur, mikilli mannkostamanneskju, sem reynst hefur góð eiginkona og móðir. Hún ól honum 6 böm og bjó honum gott og myndarlegt heimili. Bama- bömin eru nú 20, bamabamabömin 13 og fer þar mikið mannval. Þau hjón hafa ávallt verið samhent í einstakri gestrisni og hjálpsemi, ekki síst við þá sem minna mega sín. Það er því ekki að ástæðulausu að þau eru vinsæl með afbrigðum'. Sjálfur kynntist ég þeim báðum vel þegar ég var bam að aldri. Þau létu sér annt um mig og voru mér afar góð. En Bjöm hefur einnig verið mjög farsæll í starfi og notið óskoraðrar virðingar jafnt meðal viðskiptamanna kaupfélaganna, starfsfólks og forystumanna sam- vinnuhreyfingarinnar. Auk þess er hann mikið snyrtimenni og má segja að allt leiki í höndunum á honum. Hann er höfðinglegur mað- ur í sjón og raun og sópar að hon- um hvar sem hann fer. Hvort sem hann er í fámennum hópi skyld- menna eða á fjölmennari samkom- um er hann hrókur alls fagnaðar. Hann segir einstaklega vel frá og er gæddur næmri kímnigáfu. Gam- ansemi hans er þó ávallt græsku- laus. Bjöm Ingi er hlýr persónuleiki og drengur góður. Bjöm er hið mesta tryggðatröll og ræktarsemi hans einstök við skyldfólk sitt, ekki síst gamla fólk- ið. Eg mæli fyrir munn okkar systk- ina, þegar ég segi að við teljum öll Bjöm Inga mikinn uppáhalds- frænda. Við erum honum og Þór- unni konu hans einstaklega þakklát fyrir það hve vel þau reyndust for- eldrum okkar alla tíð. Faðir minn og Bjöm voru mjög góðir vinir. Við kona mín sendum þeim heiðurs- hjónum, Bimi og Þórunni, bestu afmæliskveðjur. Megi hann sem lengst halda sinni andlegu og líkam- legu heilsu. Við hlökkum til að hitta þau næsta nýársdag. Unnsteinn Stefánsson Verö meö söluskatti: Kr. 5.680.- (fyrir utan efniskostnað) BILABORG H.F. FOSSHÁLS11 .SÍMI 68 12 99 SIEMENS sjónvarpstæki FC910 21 “ flatskjár, 40 stöðva minni, 99 rásir, tengi fyrir heyrnartól, þráðlaus fjar- stýring. Verð: 55.770.- FS 928 25“ flatskjár, stereo, 31 stöðva minni, HiFi-magn- ari, sjálfvirkurstöðvaleit- ari, tengi fyrir heyrnartól, þráðlaus fjarstýring. Verð: 76.700.- FS937 28“ flatskjár, stereo, 31 stöðva minni, HiFi-magn- ari, sjálfvirkur stöðvaleit- ari, tengi fyrir heyrnartól, þráðlaus fjarstýring. Verð: 79.990,- SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 CITROÉN TAKA HÖNDUM SAMAN OG EFLA VIÐGERÐAR ÞJÓNUSTUNA. KYNNINGARAFSLÁTTUR TIL ÁRAMÓTA. Eitt fullkomnasta þjónustuverkstæði landsins hefur tekið til starfa. Við bjóðum af þessu tilefni 5% kynningar- afslátt á almennum viðgerðum og vara- hlutum tengdum þeim. Bjóðum einnig: - Reglubundnar kílómetraskoðanir á föstu og hagstæðu verði. - Vetrarskoðanir frá kr. 5000. Sértilboð: Varahlutaverslun okkar býður ýmsa auka- hluti í Citroén og Saab bifreiðar með góðum afslætti. Láttu reyna á nýja þjónustu. | Við tökum vel á móti þér. I Gfobuse
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.