Morgunblaðið - 17.11.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.11.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988 Hannes H. Gissurarson um „lektorsmálið“: Hannes Hólmsteinn Gissurarson við kennslu í Félagsvísindadeild. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Er erlendur gjaldmiðill órök- réttari en er- lendar mæliein- ingar? HANNES HÓLMSTEINN Gis- surarson er byrjaður að kenna við Félagsvisindadeild Háskól- ans. Um eitt ættu þeir stuðn- ingsmenn Hannesar og and- stæðingar, sem deildu harðast um skipun hans í lektorsstöðu við deildina, að geta verið sam- mála: Félagsvísindadeild er ekki söm eftir og áður. En Hannes lætur að sér kveða á fleiri vígstöðvum og hefur ný- verið sent frá sér bók, Markað- söfi og miðstýring, auk þess sem hann hefur unnið nokkra fræðslu- og umræðuþætti sem nýlega hafe verið sýndir í sjón- varpi. -Hvernig hefur þér verið tekið í Félagsvísindadeild? „Mér hefur verið vel tekið í Félagsvísindadeild og ég kann ljómandi vel við mig þar. Eg held að það sé deildinni til góðs að þar gæti fjölbreytni í viðhorfum jafn- framt því sem lögð er áhersla á fræðilega ögun.“ Áhug'asamir nemendur „Ég verð ekki var við annað en kennarar deildarinnar vilji gott samstarf við mig og ég er tilbúinn til að hafa gott samstarf við þá. Ég ætla ekki að erfa við þá ein- hver ógætiieg orð sem þeir kunna að hafa látið falla í stundarreiði fyrir nokkrum mánuðum, það er fúllkomið aukaatriði. Ég finn að nemendumir eru opnir, áhugas- amir og greindir og ég kvíði engu um samstarf við þá í framtíðinni. Aðalatriðið er að efla félagsvísindi á íslandi með fræðilegum rann- sóknum. Mitt framtíðarverefni verður að nýta mér þá þekkingu, sem ég hef aflað mér erlendis, til þess að greina betur sögu okkar og þjóðlegan arf. Bokin sem ég er að senda frá mér um þessar mundir, Markaðsöfl og miðstýr- ing, er að sumu leyti viðleitni í þá átt. -Hveijum er sú bók ætluð? Um hvað fjallar hún? ' Hún er miðuð við framhalds- skólanemendur og háskólastúd- enta í þjóðfélagsvísindum. Hún er tvennt. I fyrsta lagi kynning á helstu kenningum um stjómmál og efnahagsmál sem komið hafa fram á síðustu tvöhundmð árum, allt frá Adam Smith á átjándu öldinni, til Karls Marx á nítjándu öldinni, og til John Maynard Key- nes og Friedrieh Hayeks á tuttug- ustu öldinni. Sem sagt: Bókin er kynning á hugmyndum um kapít- alisma, sósíalisma og blandað hagkerfí. í öðru lagi er hún til- raun til þess að beita slíkum kenn- ingum á islenskan veruleika og íslensk vandamál. í því sambandi ræði ég meðal annars. samskipti kynjanna, þróunaraðstoð, hag- vöxt og réttlæti í tekjuskiptingu." Stingengu ^ undir stól -Þú ert ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum þínum um þjóð- mál og ég ímynda mér að margir dæmi þessa bók fyrirfram sem pólitískan áróður frekar en að hún sé skrifuð af fræðilegu hlutleysi. „Ég held að fræðimaður sé ekki hlutlaus þótt hann reyni að leyna skoðunum sínum. Aðalatnð- ið er það að hann sé heiðarlegur. Ég reyni að reifa öll meginsjónar- mið og röksemdir sem mér er kunnugt um í þeim málum sem ég fjalla um. Ég sting engum skoðunum eða staðreyndum undir stól, heldur glími við þær allar, en mér fínnst ekkert að því að reyna að komast að einhverri nið- urstöðu, þar sem þess er kostur. Ég er þeirrar skoðunar að það sé hægt að komast að niðurstöðu í mörgum málum, til dæmis um það hvað sé skynsamlegasta fyrir- komulag fískveiða við íslands- strendur eða hvort kjarabarátta hafí merkjanieg áhrif á kjarabæt- ur. Þetta eru atriði sem eru að ýmsu leyti mælanleg. Við lifum sem betur fer í frjálsu landi og ef menn eru ósammála mér þá geta þeir sagt það og skrifað aðr- ar bækur." -Að hvaða niðurstöðum kemstu um þessi „mælanlegu atriði"? „Tvær róttækustu hugmynd- imar sem ég ræði í þessari bók eru varðandi peningamál og físk- veiðistefnuna. Ég ræði um það hvort ekki sé kominn tími til fyrir okkur íslendinga að leggja niður Seðlabankann og hætta útgáfu sjálfstæðs gjaldmiðils og taka upp sama hátt og ýmsar aðrar smá- þjóðir hafa gert, að binda gjald- miðil okkar við gjaldmiðil annarr- ar þjóðar." Kotungskrónan „Ég tel að við búum ekki við nægilega festu í stjómarfari og hagkerfi okkar er svo lítið og óvarið að það borgi sig ekki fyrir okkur að halda uppi sjálfstæðum gjaldmiðli. Það er í sjálfu sér ekki órökréttara að nota erlendan gjaldmiðil eins og til dæmis bandaríkjadal en að nota erlendar mælieiningar eins og metra og lítra í stað álna og feta. Peningar eiga að vera fastur mælikvarði á verðmæti." -Er það ekki spuming um þjóð- arstolt að íslendingar hafí eigin gjaldmiðil og á krónan sér ekki þrátt fyrir allt sess í þjóðarvitund- inni? „íslenska krónan er ekkert til að vera stoltur af. Hún er kot- ungskróna, sem hefur verið að hríðfalla í verði. Meðan hún var á gullfæti vom peningamál í best- um skorðum og einkabanki gaf hér út krónur, sem vom innleys- anlegar í gulli. Mínar hugmyndir em að vissu leyti afturhvarf til þess tíma. í stað gullfótar mætti koma dol!arafótur.“ -Þú sagðist setja fram í bókinni róttækar hugmyndir um fískveiði- stefnu. í hveiju em þær fólgnar? „Það sem Islendingar verða að stefna að í framtíðinni er að koma á sjálfstýringu og samkeppni í stað miðstýringar í sjávarútvegi. Auðlindum okkar hefur verið sóað vegna þess að það hefur enginn eignarrétt á þeirn." Aflaklær kaupi út fiskifælur „Það hefur enginn átt físki- stofnana og þess vegna hefur enginn hirt um þá eða ræktað þá. Ofveiðin er bein afleiðing af því að eignarréttur hefur ekki fengið að myndast á þessu auðlindum. Ég er sammála Gylfa Þ. Gíslasyni og öðmm sem telja að við verðum að hafa hér markað fyrir veiði- leyfí, þannig að aflaklæmar geti keypt út fískifælumar og veiði- leyfín geti með fijálsum viðskipt- um safnast á hendur þeirra sem veiða með lægstum tilkostnaði. Það er hagkvæmasta fyrirkomu- lag fískveiða. En ég er ósammála Gylfa og ýmsum öðmm um það að ég tel að þessi veiðileyfi eigi að vera eign veiðimannanna en ekki ríkisins. Ef veiðileyfín em eign ríkisins er í rauninni verið að þjóðnýta fiskistofnana í stað þess að skilgreina á þeim eignar- rétt. Ég ræði þetta í smáatriðum í bókinni og geri grein fyrir ýms- um lausnum og þótt ég leggi þessa lausn til sjálfur, set ég fram rök fyrir öðmm lausnum og ræði þau ítarlega." Sjónvarp hugsar I fyrirsögnum -Þú hefur gert nokkra sjón- varpsþætti sem Stöð 2 hefur sýnt. Em fleiri slíkir á döfinni og hvem- ig líkar þér við miðilinn? „Mér líkar ágætlega að vinna fyrir sjónvarp. Ég held að sjón- varpið sé ákaflega nytsamlegt til að vekja athygli á hugmyndum en það getur ekki komið í staðinn fyrir bækumar. Sjónvarpið hefur sekúnduna að drottningu og hugs- ar í fyrirsögnum en er geysilega notadijúgt til að vekja athygli fólks á hugmyndum og röksemd- um, síðan koma bækumar til. Ég hef gert þijá þætti fyrir Stöð 2 um ýmsar hugmyndir, sem hafa verið ofarlega á baugi í þjóðfé- lagsmræðu, einkavæðingu, ný viðhorf í skóla- og menntamálum og hugsanlegar stjómarskrár- breytingar. Einnig hef ég gert þátt sem Ríkissjónvarpið mun sýna seinna í nóvember um ævi- feril og skoðanir Jóns Þorláksson- ar, fyrrum forsætisráðherra. Ég tel hann vera einn merkasta stjórnmálahugsuð á íslandi á 20. öldinni, sem sameinaði í sér holla íhaldssemi og framsækið öjáls- lyndi." Arnarstapi: Biðlisti á sumarbústaðalóðir Fréttir úr Breiðuvíkurhreppi Laugarbrekku. TÍÐARFAR hefer verið slæmt í haust bæði til lands og sjávar, mjög stormasamt, kalt og úrkomusamt. Afli hjá bátum sem gerðir eru út frá Arnarstapa og Hellnum var tregur og var orðinn sáralltill í ágúst. Mestur afli á bát hjá einum manni mun hafe verið um 30 tonn yfir sumarið. Sumir bátanna hættu veiðum seint í ágúst vegna aflatregðu og ótiðar. Nokkrir bátar fóru á Iúðuveiðar seint í sumar og veiddu vel, þegar gaf á sjó. Sumarbústöðum hefur íjölgað við Amarstapa í sumar og er nú búið að reisa 7 bústaði og sá áttundi verð- ur reistur bráðlega. Búið er að sækja um allar útmældar sumarbústaðalóð- ir sem eru 36 og nokkrir komnir á biðlista. Heyskapur gekk ekki almennt vel i sumar en verst urðu þeir úti sem byijuðu seint að heyja. Hey hröktust ekki en miklar tafír urðu vegna storma. Mikið fauk af heyjum í norð- anroki sem brast á aðfaranótt 25. júlí. Þá fauk hey á þremur bæjum í norðanroki 27. og 28. ágúst. Hey ódrýgðust því mikið hjá flestum bændum hér í sumar en hröktust ekki. En vegna heyfoks eru hey sums staðar með minna móti. Dilkar eru svipaðir að vænleika og í fyrra. Suma bændur vantar tals- vert af fjalli og fé sem ekki hefur náðst hefur sést á fjöllum. Ein kind fullorðin hefur nokkrum sinnum sést uppi á fjalli. Af sumum mun hún vera talin huldukind. Ekki hefur ver- ið hægt að komast nálægt henni. Líklegt er talið að þama sé um að ræða sömu kind sem aldrei náðist í fyrrahaust og hljóp þá á fjöll. Þann 3. október komu til mín tvö ungmenni, karl og kona frá Svíþjóð. Þau vinna bæði við útkomu blaðs, sem kemur út mánaðarlega og heitir Seta. Þau voru að skoða hér náttúr- una á nesinu, aðailega sunnan fjalls og tóku mikið af myndum. Þau voru hrifin af náttúrunni hér undir Jökli, fóru meðal annars tvær ferðir í Dritvík og Djúpalón. Ég var með þeim í tvo daga að sýna þeim og segja. Þau tóku mikið af myndum hér í svokallaðri Baðstofu við Hellna og í Dritvík og Djúpalóni. Þá kveiktu þau elda í Dritvík og tóku mikið af myndum við eldinn. Fólk úr Staðar- sveit var með í þessari ferð, þar af 2 böm. Vegurinn fannst þeim mjög slæmur. Sænska stúlkan talaði vel íslensku. Þau voru mjög ánægð með ferð sína hingað á nesið. A meðan þau vom hér höfðu þau gistingu og mat í Ytritungu í Staðarsveit hjá Guðmundi Sigurmonssyni og konu hans, Jónínu Þorgrímsdóttur. Veitingahúsinu Amarbæ á Amar- stapa var lokað um mánaðamótin ágúst-séptember, en þangað komu margir gestir í sumar. Vetur heilsaði með einmuna blíðu veðri og logni og glaða sólskini. Við vonum öll að veturinn verði góður og jgjafmildur. Oska ég svo öllum landsmönnum til sjávar og sveitar blessunar Guðs á nýjum vetri. - Finnbogi Brían Poole á íslandi Brian Poole, fyrrverandi söngv- ari hljómsveitarinnar Tremeloes, er væntanlegtir til landsins og heldur tónleika á Hótel Islandi 18. og 19. nóvember. Ifyrir tveimur áratugum kom Brian Poole til landsins með hljóm- sveit sinni Tremeloes. Þá vom lög hans „Someone, Someone" og „Si- lence is golden" ofarlega á vin- sældalistum víða um heim. Eftir nokkurra ára hlé hefur Brian Poole stigið fram á sviðið aftur og er nú á hljómleikaferð með nýrri hljóm- sveit. Hér á landi heldur Brian Po- ole tvenna tónleika helgina 18. og 19. nóvember. Forsala aðgöngu- miða er á Hótel Islandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.