Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.12.1988, Blaðsíða 38
38_________.______MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1988_ Verður áfram ljós í gluggum höfuðbólsins? Rætt um fyrirhugaða breytingu á skipan prestakalla og talað við séra Ólaf Hallgrímsson á Mælifelli og séra Hjálmar Jónsson prófast í Skagafírði Víða í prestaköllum landsins hafa að undanfornu staðið yfir heitar umræður vegna þess að til stendur að hnika til þeirri skipan sem verið hefur á kirRj- unnar málum hvað snertir prestaköU. A nýafstöðnu kirkju- þingi var samþykkt að sameina nokkur prestaköU á landinu. Að undanförnu hafa prófastar verið að halda fundi heima í héruðum um þessi mál. í kjölfár þessara funda tekur kirkjuráð ákvörðun um hvort finunvarpið verður lagt fyrir Alþingi eftir nýár eða vísað aftur tU kirkjuþings í haust tU fi-ekari umræðna. Að sögn bisk- upsritara Magnúsar Guðjónsson- ar ræðst ákvörðun kirkjuráðs af viðbrögðum heimamanna, sem prófastarnir munu greina firá í ályktunum sem þeir eiga að hafa sent biskupi nú. Mælifell í Skagafirði er eitt þeirra prestakalla sem frumvarpið gerir ráð fyrir að sameina öðru presta- kalli. Þessi hugmjmd hefur mætt mikiili andstöðu sóknarbama og prestsins, séra Ólafs Hallgrímsson- ar, sem blaðamaður Morgunblaðs- ins ræddi við fyrir skömmu. Blaða- maður talaði einnig við séra Hjálm- ar Jónsson prófast um þetta mál. Viðtöl þessi voru tekin áður en fundur prófasts með prestum og sóknamefndarmönnum var haldinn þann 9. desember sl. Á þeim fundi var komist að þeirri niðurstöðu að prestar vestan Héraðsvatna ykju samvinnu sína og þannig yrði því einnig háttað með presta austan Vatna. Séra Hjálmar Jónsson er prestur á Sauðárkróki, séra Ólafur á Mælifelli mun samkvæmt niður- stöðum presta og sóknamefndar- manna hafa nokkra vinnuskyldu á Sauðárkróki auk starfa í sinni sókn og presturinn í Glaumbæ mun ann- ast afleysingaþjónustu á Sauðár- króki. í spjalli sem blaðamaður átti við nokkur sóknarböm Mælifellsprests kom fram að fólk lítur á þessi mál ekki aðeins sem kirkjuleg heldur einnig sem byggðarmál á öðram þræði. Kirkjuleg yfirvöld munu hinsvegar líta á þetta fyrst og fremst sem hagræðingu á starfsemi kirkjunnar. Blaðamanni virtust sjónarmið beggja athyglisverð og líkleg til þess að varpa nokkra ljósi á aðstæður fámennra sveitapre- stakalla í landinu og svo þeirra staða þar sem fjölmenni er meira. í viðtölunum við séra Ólaf Hallgrí- msson á Mælifelli og séra Hjálmar Jónsson á Sauðárkróki kemur fram ýmislegt um það hvers vegna menn era mótfallnir þessari sameiningu og svo hitt hvað talið að vinnist við hana. Vaktaþínnfót . . . Mælifell er_ fomt höfuðból og kirkjustaður. í kaþólskum sið var kirkja á Mælifelli helguð heilögum Nikulási. Á Mælifelli hafa setið margir merkis klerkar t.d. Nikulás Vilhjálmsson sem var annar tveggja presta sem neituðu að hlýðnast Ógmundi Pálssyni Skálholtsbiskupi þegar hann þröngvaði norðlenskum prestum til þess að taka aftur kosn- ingu þeirra á Jóni Arasyni til bisk- ups sumarið 1524. Séra Jón Kon- ráðsson, mikilhæfur fræðimaður, sat á Mælifelli frá 1772 til 1850 og skömmu fyrir aldamót ólust upp á Mælifelli þeir Magnús Jónsson guðfræðiprófessor og Þorsteinn bróðir hans, sem tók sér skálda- nafnið Þórir Bergsson. Árið 1972 varð prestur á Mælifelli séra Ágúst Sigurðsson frá Möðravölium. Hann hefur lagt stund á fræðistörf og skrifað bækur um foma kirkjustaði og prestsetur. Jörðin Mælifell er mjög landmikil og þótti sérlega góð fjáijörð þar sem afréttir era víðlend- ir. Lítil steinsteypt kirkja er á Mæli- felli. Hún var vígð árið 1925, tæp- um fjórum áram áður hafði gömul timburkirkja sem þar var brannið og með henni allir gamlir kirkju- munir nema slitur úr altarisklæði frá 1857 og gamalt tréskorið spjald með áletraninni: „Vakta þinn fót nær þú gengur til Guðs húss.“ Það verður hart baríst í þessu máli Séra Ólafur Hallgrímsson hefur verið prestur á Mælifelli í fímm ár. Blaðamaður heimsótti hann þangað í byrjun desember og spurði hann um viðbrögð manna við þeim hug- myndum frumvarps kirkjuþings að sameina þijár sóknir Mælifells- prestakalls Glaumbæjarprestakalli,- Mælifells-, Reykja- og Goðdala- sókn. Ábæjarsókn, þar sem era tveir bæir, á að sameinast Mikla- bæjarprestakall ef að þessari breyt- ingu verður. Séra Ólafur sagði það sína skoðun að ekki hefðu komið fram nein skynsamleg rök fyrir því að leggja Mælifellsprestakall niður. Hann sagði að mikill einhugur væri í sókninni gegn þessum ráðagerðum og bað menn minnast þess að Mælifell væri eitt af elstu presta- köllum á landinu og þar hafi nán- ast alltaf verið setinn staður. „Okk- ur finnst óeðlilegt að ráðast á þetta gamalgróna prestkall sem svo lengi hefur verið hluti af þessari sveit og er enn,“ sagði Ólafur. „Mönnum finnst að sveitina setji mjög ofan ef af þessari ráðagerð verður, hún missi mikið en fái ekkert í staðinn. Það er vert að gefa því gaum að í fámenninu er presturinn þýðingar- mikil persóna. Hann þekkir venju- lega öll sín sóknarbörn persónulega og þess má geta að löngum var presturinn eini menntaði maðurinn í sveitinni." Mælifell er fremur fámennt prestkall, 1. desember 1987 vora þar 285 íbúar. Tvö önnur presta- köll í Skagafirði era lítið eitt fjöl- mennari. Sagði Ólafur að fámenni væri því ekki gild rök fyrir breyting- um í augum hans eða sóknarbama hans. „Við lítum á þetta mál sem byggðarmál, ekki síður en kirkjunn- ar mál. Við teljum að dreifbýli eigi sinn rétt hvað þjónustu kirkjunnar snertir, ekki síður en ijölmennari staðir, við teljum að það eigi að vera hægt að leysa vanda þéttbýlli MælifeU í Skagafirði. Séra Ólafiir Hallgrímsson á MælifeUi. staða án þess að ganga á rétt dreif- býlisins. Þetta er spuming um hvort það verður áfram ljós í gluggum höfuðbólsins. Menn hafa varpað fram hug- mynd um að einn 6 presta í Skaga- firði yrði farprestur. Yrði slíkri skip- an komið á þá tel ég ljóst vera að sá prestur yrði staðsettur á Sauðár- króki. Þetta er því togstreita milli dreifbýlis og þéttbýlis," sagði Ólaf- ur. „Hér hefur verið niðurskurður í búskap og fólki hefur heldur fækk- að. Fólk hefur séð að allt sem lagt er niður kemur ekki aftur. Þetta hleður svo utan á sig. Þegar eitt fer fylgir annað á eftir og nú finnst mörgum sem mælirinn sé fullur. Ég hygg að það gæti haft slæmar afleiðingar ef prestakallið á Mæli- felli yrði lagt niður án samþykkis sóknarbama. Heyrst hafa raddir um að segja sig úr þjóðkirkjunni ef af þessari ráðagerð verður. Mín skoðun sú er að það sé hættulegt að leggja prestaköll niður með vald- boði, þetta eru jafnan viðkvæm mál.“ Séra Ólafur gat þess að prestar í héraðinu og prófastur hefðu rætt um samkomulagsleiðir. Hann sagð- ist sjálfur hafa lýst því yfir að hann væri fús til samstarfs við aðra presta og þar með að bæta á sig vinnu. „Við höfum þegar nokkurt samstarf t.d. í sambandi við sjúkra- húsið á Sauðárkróki, þar þjónum við prestamir í sveitinni á móti séra Hjálmari Jónssyni. Þar er kominn vísir að samstarfi sem gæti orðið mun meira og á fleiri sviðum. „Ég er opinn fyrir öllum slíkum hug- myndum," sagði Ólafur. „En auð- vitað þarf þá að setja um slíkt sam- starf fastmótaðar reglur í samráði við viðkomandi sóknarprest, en á það finnst okkur skorta í fram- varoinu." Ólafur kvað vera mikinn hita í mönnum í sveitinni út af þessu Umdeild afgreiðsla í hreppsnefiidinni á Höfíi: Verktaki úr Keflavík bygg- ir flórtán kaupleigníbúðir Höfn, Hornafírði. MÁL, sem trúlega á eftir að verða hitamál í litlu sveitarfélagi, var afgreitt á ftindi hreppsnefiidar Haftiarhrepps 5. desember. Gengið var að tilbði Húsaness hf. úr Keflavík um byggingu 14 kaupleiguí- búða í hreppnum, en alls bárust 24 tilboð í verkið frá 6 verktökum. Húsanes sendi inn eitt tilboð en verktakar á Höfin áttu 23 tilboð. Þegar kom til afgreiðslu tilboða var fjallað um 4 tilboð, en hin höfðu ekki þótt koma til álita. Forsaga þess að farið var út í að leita tilboða er sú að viðræður við verktaka á Höfn gáfu ekki þær niðurstöður er forsvarsmenn Hafn- arhrepps höfðu vænst. Tilboð Húsa- ness sf. hljóðar upp á 57.035.000 krónur og er verð á fermetra í því 42.500 krónur en heildarstærð 1.342 fm. Sambærilegt tilboð frá Smíðastofu Sveins Sighvatssonar á Höfn hljóðaði upp á 62.805.000 krónur en verð á fermetra í því á 43.344 kr. og heildarfermetraíjöldi er 1.449. Þessi tvö tilboð miðast við fjórar 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir og tvær 5 herbergja. Hin til- boðin tvö hljóðuðu upp á 66.977.444 eða 43.039 krónur á fm og 60.833.000 kr. og 43.175 kr. meðalverð á fermetrann. Greinilegt ’er að afgreiðsla hreppsnefndar á máli þessu veldur hér ýmsum áhyggjum og undrun. Þegar hafa verið haldnir tveir fund- ir um málið. Verkalýðsfélagið Jök- ull hélt félagsfund um þetta mál fimmtudaginn 8. desember og hjá Iðnaðarmannafélagi Austur- Skaftafellssýslu var opinn fundur föstudaginn 9. desember. Á þeim fundi skýrðu allmargir hrepps- nefndarmenn hvers vegna tilboði Húsaness var tekið. „Það þarf mjög sterk rök til að taka ekki lægsta tilboði," sagði Sturlaugur Þor- steinsson oddviti. Stefán Ólafsson skýrði hvemig samningatilraunir við Höfðaverk hf. og Smíðastofu Sveins Sighvatssonar hefðu farið út um þúfur og sveitarstjóri Hafnar- hrepps, Hallgrímur Guðmundsson, rakti það enn nánar á fundinum og síðar í grein í Eystrahomi 15. des- ember. í sama tölublaði Eystra- homs birtist grein Áma Kjartans- sonar arkitekts á Höfn þar sem hann véfengir m.a. að lægsta til- boði hafi verið tekið. Fréttaritari innti Bjöm Grétar \ Morgunblaðið/Jón G. Gunnarsson Hreppsnefiid Hafiiarhrepps hefiir tekið tilboði verktaka í Keflavík um byggingu 14 kaupleiguíbúða á Höfii. Sveinsson, formann verkalýðsfé- lagsins Jökuls um afstöðu hans og félagsins. „Verkalýðsfélagið telur að hreppsnefnd Hafnarhrepps skuldi sér mjög greinargóðar skýr- ingar á afgreiðslu málsins. Viðræð- ur hafa verið í gangi um stofnun framkvæmdafélags um kaupleigu- íbúðir, með hugsanlegri aðild verka- lýðsfélagsins. Þeir sem hafa staðið í þeim viðræðum standa frammi fyrir því að hafa ekki haft nein áhrif á t.d. þessa afgreiðslu. Þvi hljótum við að spyrja okkur, hvort við séum ekki æskilegir sem aðilar að þessu félagi? Telja menn að auð- velt sé fyrir stéttarfélag að vera aðili að framkvæmafélagi, þar sem verkþátturinn hefur verið látinn íhendur aðila úr öðrum landshluta? Til að fá svör við þessum spuming- um ásamt fleiram skoram við á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.