Morgunblaðið - 03.01.1989, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 03.01.1989, Blaðsíða 50
50 ' MORGtJNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR '3‘. JANÚAR 1989 Bjór: Tíu tegundir frá fimm löndum koma til greina HEINEKEN frá Hollandi, Pripps frá Svíþjóð, Carlsberg, Ceres og Tuborg frá Danmörku, Holsten, Dortmunder DAB og Dortmund- er Union frá Vestur-Þýskalandi og Ioks Budweiser og Schlitz frá Bandarikjunum eru þær bjórteg- undir sem koma tii greina sem söluvara í öllum verslunum ATVR. Innkaupastoinun ríkisins hefur sent innflytjendum þessara tegunda útboðsgögn með ná- kvæmum skilmálum, þar á meðal um fob- og cif-verð. Þijár teg- undir verða valdar, þó ekki meira en ein frá hverju landi. Höskuldur Jónsson forstjóri ATVR segir að svör innflytjendanna þurfi að hafa borist fyrir klukkan 11.00 þann 19. janúar næstkom- andi. Höskuldur segir að tíminn sé knappur sem til stefnu er eftir þann dag. Þó verði að gera ráð fyrir að nokkur tími fari í að bera saman tilboð. Framleiðendur hafa frest til 1. apríl að koma birgðum til ÁTVR og segir Höskuldur að það sé vegna þess að þeir þurfi tíma til að aðlaga umbúðir og annað okkar markaði. Áfengisverslunin verður hins vegar tilbúin til að taka á móti bjórbirgð- um þann 17. febrúar. 1. mars má síðan byija að selja bjór. í útboðinu nú er einnig gert ráð fyrir þeim möguleika að bjórinn verði fluttur inn á tönkum og tapp- að á neytendaumbúðir hér á landi. Bjóraðdáendur verða því að bíða enn um sinn fram í lok janúar eftir að fá endanlega úr því skörið hvaða bjórtegundir verða á boðstólum í öllum verslunum ÁTVR. Þær verða alls fimm, þar af tvær innlendar. Hins vegar verða fleiri tegundir fáanlegar frá sérstakri bjórbúð í birgðastöð ÁTVR í Reykjavík, þær verða á annan tug talsins. Eldur í timburhúsi: Eldri hjón sluppu naum- lega út Keflavík. TÖLUVERT tjón varð þegar eld- ur kviknaði í nýlegu timburhúsi við Óðinsvelli laust eftir klukkan þijú á fimmtudag og sluppu eldri hjón, sem bjuggu í húsinu, naum- lega út ásamt tveim gestkomandi áður en húsið fylltist af reyk. Nágranni fólksins lét það vita að mikinn reyk legði út um einn glugga hússins og kallaði jafnframt á slökkviliðið. Þegar slökkviliðs- menn komu á vettvang var fólkið komið út, en húsið var fullt af reyk. Reykkafarar fóru inn og fundu mikinn eld í bókaherbergi sem greiðlega gekk að slökkva. Ekki er vitað um eldsupptök, en bókaherbergið skemmdist mikið af eldi og jafnframt urðu miklar skemmdir- af völdum reyks í öðrum hlutum hússins. Húsið er einangrað með steinull og er hún talin hafa komið í veg fyrir að eldurinn breidd- ist meira út. - BB Ný námskeið að hefjast 4 vikur kr. 2.950 3 mánuðir 20% afsl. kr. 6.990 10 tímar í Ijós kr 1.990 Fagmenntaðir kennarar og góð aðstaða. Þú ert 7 mín. úr Breiðhoiti. Skráðu þig strax í síma 65-22-12. HRESS I.ÍKWLSRÆKT (X; IJÓS ^ BÆJARHRAUNI4 VIÐ KHFLAVÍKURVEGINN SlMI 65 2212 Klaustrið í Hafnarfirði: Líkneski úr kertavaxi KARMEL systurnar frá Póll- andi í klaustrinu í Hafnarfirði hafa smíðað líkneski af jötunni með Jesú, Maríu, Jósef og vitr- ingunum. Var verkið sett upp í kapellu klaustursins fyrir jólin og mun vera þar fram yfir þrettándann. Að sögn séra Franz van Hooff er ætlunin að þetta líkneski verði sett upp um hver jól framvegis í kapellunni. Líkneskið smíðuðu systurnar úr kertavaxi en fötin á styttumar eru saumuð úr venju- legu klæðaefni. Hófst verkið í september sl. og lauk nú skömmu fyrir jól. BHMR segir opinbera starfsmenn dragast aftur úr í launum: Hæpið að semja afit- ur til tveggja ára - segir Páll Halldórsson, formaður BHMR KRUPMRTTJJR DflGVINNULAUNfl INNflN flSI OG HJfl 0PINBERUM STflRFSMöNNUM OPINBERIR STflRFSMENN -FISÍ 1987 1988 OPINBERIR starfsmenn hafa dregist aftur úr félagsmönnum Alþýðusambands íslands hvað kaupmátt dagvinnulauna varðar, að því að fram kemur í yfirliti Qármálaráðuneytisins sem birt- ist í nýútkomnum Kjarafréttum BHMR. Páll Halldórsson, for- maður Bandalags háskólamennt- aðra ríkisstarfsmanna, segir að þetta sýni að það borgi sig tæp- lega að gera samning við ríkið til tveggja ára eins og síðast var gert. í blaði BHMR segir að yfirlit fjár- málaráðuneytisins staðfesti að end- urskoðunarákvæði samningsins frá 1987 hafi alls ekki tryggt ríkis- starfsmönnum sömu launaþróun og átt hefur sér stað á almennum markaði. Þetta ákvæði hafi verið forsenda þess að samningur var gerður til tveggja ára. Launaskrið og kjarasamningar þessa árs hafi fært launþegum í einkafyrirtækjum miklu meiri launahækkanir en ríkis- starfsmenn hafa fengið, þrátt fyrir fyrirheit um sams konar kjaraþróun í samningi. í útreikningum fjármálaráðu- neytis er vísitala kaupmáttar sett 100 á öðrum ársfjórðungi árið 1986. í ársbyrjun 1987 hefur kaupmáttur Stal úr Búnaðarbanka: I varðhald og geðrannsókn Maðurinn, sem þann 30. fyrri mánaðar stal 400 þúsund krónum úr gjaldkerastúku í aðalafgreiðslu Bunaðarbankans, hefur verið úr- skurðaður í gæsluvarðhald til 18. janúar. Jafnframt hefur honum ver- ið gert að sæta geðrannsókn. ASÍ-félaga aukist örlítið meira en opinberra starfsmanna, en á fyrsta ársfjórðungi 1988 hefur kaupmátt- ur innan ASI hækkað um nær 8% meira en opinberra starfsmanna. ÚLFAR Eysteinsson, veitinga- maður, hefúr óskað eftir því að lögbann verði sett á notkun nafnsins Úlfar og ljón. Úlfar rak ásamt öðrum veitingastaðinn Úl- far og ljón við Grensásveg i tvö og hálft ár en rekur nú veitinga- staðinn Hjá Úlfari vestur á Haga- mel þar sem áður var veitinga- staðurinn Haukur i horni. ,,Ég lagði inn beiðni um að sett yrði lögbann á notkun nafnsins Úlfar og ljón þar sem ég tel mikla hagsmuni vera í húfi,“ sagði Úlfar Eysteinsson við Morgunblaðið. „Þetta heiti er of tengt mínu nafni og ég vil að þeir sem hafa verslað við mig geti gengið að því sem vísu að það sé ég sem sé við stýrið. Ég Spá fyrir 4. ársfjórðung þessa árs gerir ráð fyrir að kaupmáttur ASÍ hafi aukist 12% meira en kaup- máttur jopinberra starfsmanna mið- að við 1986. hef til dæmis alltaf lagt mikla áherslu á fiskrétti en það er ekki gert núna við Grensásveg." Úlfar sagði að hann hefði keypt þetta nafn af fyrrum meðeiganda sínum og væri með einkaleyfisrétt á því gagnvart matvæla- og veit- ingahúsarekstri. Nú hefði hins veg- ar hlutafélagið Villt dýr, sem þau Leo Löve, Birgir P. Jónsson, Tómas Kárason, Dagmar Traustadóttir og Ágúst Guðmundsdóttir stæðu á bak við, hafið rekstur undir nafninu Úlfar og ljón á hans leyfi sem þeg- ar hefði verið lagt inn. „Ég vona að fógeti vinni í málinu svo ég losni undan allri ábyrgð á þeirri mat- reiðslu og þjónustu sem þarna fer fram,“ sagði Úlfar. Lögbanns krafist á notk- un nafiisins Ulfar og ljón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.