Morgunblaðið - 11.01.1989, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.01.1989, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1989 9 Kynningarfyrirlestur um slökunartækni Maharishi, Innhverfa fhugun, verður haldinn á eftirtöldum stöðum í bænum: Gerðubergi (Breiðh.) í kvöld, miövikudag, kl. 20.30. Garöastraeti 1 7 (3. heeö) á morgun, fimmtudag, kl. 20.30. Um sama fyririestur er aö reeða 6 báöum stööum og er aðgangur ókeypis. íslenska íhugunarf élagið, Garðastræti 17, s. 16662. SUMARHUSIDANMORKU Til leigu er gott sumarhús í fallegu umhverfi, rétt við góða baðströnd á Fjóni nálægt Od- ense. Leigutími getur verið frá 1 viku til lengri tíma. Svefnpláss er fyrir 6 manns. Húsið er hitað með rafmagni. Húsinu fylgir allt sem þarf, bæði húsgögn og annar búnaður þ.ám. sjón- varp og hjól. Lítill góður bíll getur fylgt gegn sanngjarnri leigu. Leigutími hefst rétt fyrir páska og stendur fram yfir nýár 1990. Þeir sem nánari upplýsinga óska sendi nöfn, símanúmer og heimilisföng í pósthólf 1037,101 Reykjavík. Frá •• Oryrkjabandalagi Islands Öryrkjabandalag íslands vekur athygli á eftirfar- andi leiðréttingu á endurgreiðslu söluskatts af iðgjöldum af ábyrgðartryggingu bifreiða í eigu fatlaðra: Ellilífeyrisþegar, sem voru örorkulífeyris- þegar eða örorkustyrkþegar áður en þeir urðu elliiffeyriþegar, skulu einnig eiga rétt á endurgreiðslu þessari. Öryrkj- ar 67 ára og eldri eru hvattir til að nýta sér þegar þennan rétt hjá Trygginga- stofnun ríkisins eða umboðum hennar um landið. Öryrkjabandalagið. Sjálfstæðismenn í Reykjavík Aðalfundur Fúlltrúaráðsins Aðalfundur sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík verður haldinn miðvikudaginn 11. janúar kl. 21.00 í Átthagasal Hótel Sögu. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Gesturfundarins, Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, flytur ávarp. 3. Önnur mál Fundarstjóri: Árni Sigfússon, borgarfulltrúi. Fundarritari: Guðrún Zoéga, formaður Hvatar. Fulltrúaráðsfélagar eru hvattir til að mæta og hafa skírteini sín meðferðis. Stjórn Fulltrúaráðsins telgulögum rikisstjómar- Vinstri stjórn = hærri skattar! Flestir setja samasemmerki milli vinstri stjórnar og hærri skatta. Þetta samasem- merki sagði heldur betur til sín á aðvent- unni þegar Alþingi samþykkti skattafrum- vörp ríkisstjórnar Steingríms Hermanns- sonar. Tekjuskattar hækkuðu. Eignaskatt- ar hækkuðu. Og síðast en ekki sízt hækk- uðu neyzluskattar. Staksteinar staldra lítillega við þetta efni í dag. sízt neyzluskattahækk- hugmyndimar um sjóða- Launafryst- ing og verð- stöðvun Þeir stjómmálailokk- ar, sem standa að núver- andi ríkisstjóm, öxluðu pólitiska ábyrgð á launa- frystingu, þ.e. tímabund- inni „skerðingu á lög- helguðum samningsrétti launþega". Þeir réttlættu þá aðgerð með verð- stöðvun sem á að heita í landinu. En virti rikis- stjómin verðstöðvunina? Máhnfriður Sigurðar- dóttir, þingmaður Sam- taka um kvennalista, bar fram svohljóðandi fyrir- spum til póstmálaráð- herra Alþýðubandalags- ins: „Hvaða forsendur em fyrir hœkkun póstburð- argjalda, þrátt fyrir verðstöðvun samkvœmt lögum?“ 1 svari ráðherra kom fram að hann hefði heim- ilað 15% meðaltalshækk- un póstburðargj alda, þrátt fyrir verðstöðvun- ina. Orðrétt sagði ráð- herrann: „Ég held að rétt sé að það liggi ljóst fyrir hvers eðlis sú verðstöðvun er sem i gildi er i landinu. Það væri e.t.v. nœr og heppilegra að tala um strangt verðlagsaðhald en algera verðstöðv- nn . . .“ Fyrirspyijandi sagði hægt f „mörgum tilvikum að fara i kringum verð- stöðvunarlögin... Það er hinsvegar hart að jmrfa að una þvi að hæstvirt rikisstjóm gangi gegn þeim líka.“ Skattahækk- anir Ríkisstjómin lét ekki við það sitja að vanvirða eigin verðstöðvunarlög á tímum Uumafrystingar. Hún breytti skiptingu þjóðartekna f landinu með tekjuskatts-, eigna- skatts- og síðst en ekki uriurn. Skiptahlutfidl rfldsbúskaparins af þjóð- artekjum var hækkað á kostnað heimila og at- vinnugreina. MiHjarðar króna verða færðar frá fólki og fyxirtœkjum til rfldssjóðs. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðis- flokksins komst svo að orði um þetta efni: „Annar þáttur í þessari vinstri herferð gegn at> vinniillfinn felst í nýjum skattaálögum. Þegar við- urkennt er að vandi at- vinnufyrirtækjanna felst fyrst og fremst í þvf að þau búa við of lítdð eigið fé em lagðir á skattar til þess að koma í veg fyrir að þeirri þróun verði snúið við. Nýju skattamir draga einnig úr möguleikum tíl Qár- hagslegrar og tæknilegr- ar endurskipulagningar og þeir hvetja til óþarfa Qárfestinga. Og nýju kerfið byggjast á tillög- um um nýtt aðstöðugjald á sjávarútveginn og að stígin verði fyrstu skref- in í auðlindaskattí á höf- uðatvinnuvegiim." Þvi má bæta við þessi orð að aukin skattheimta á atvinnustarfsemi, sem berst við hallarekstur, eykur ekki likur á að atvinnuvegimir geti mætt kröfúm um kjara- bætur i landinu. Hækkun neyzluskatta, sem segja til sin í hærra verðlagi og rýrari kaupmætti, styrkir heldur ekki vinnufrið í landinu. For- ystumenn launþega- hreyfingarinnar hafa kvatt ráðherra tíl viðtals um stöðu mála, hver svo sem niðurstaða þeirra viðræðna verður. Vörugjald — benzíngjald Samkvæmt nýjum innar á að leggja 10% vörugjald á langleiðina í þijú hundmð tollskrár- númer, sem ekki bám vörugjöld áður. Gert er ráð fyrir þrennskonar vörugjöldum: 10%, 20% og 25%. Ingi Bjöm Al- bertsson, þingmaður, sagði í umræðu um vöru- galdið, að i raun yrði gjaldið hærra: „Þetta frumvarp gerir ráð fyrir 31,5% vörugjaldi, 25% og 12,5% vörugjaldi, þvi inn í þetta er byggt eins og á sl. ári 25% heildsöluá- lag. Því í ósköpunum má ekki nefiia þetta réttum nöfiium". Hækkun vörugjalda segir að sjálfeögu til sin í auknum heimilisút- gjöldum fólks. Sama má segja um hækkun benzí- ngjalds, en mikfll Qöldi fólks á höfuðborgar- svæðinu þarf að aka 20-30 km vegalengd. f og úr vinnu. Orð og efiidir Fjármálaráðherra Al- þýðubandalagsins ber höfuðábyrgð á þeim skattahækkunum, margskonar, sem nýtt Qárlagaár feerir þjóðinni. Utan rfldsstjómar tók enginn stærra upp f sig, þegar „matarskattí" var mótmælt, en Ólafur Ragnar Grímsson. Nú heldur hann ekki aðeins af öllum lífe og sálar- kröftum f matarskattínn, heldur bætír við vöm- gjaldi og benzingjaldi. Heilindi Alþýðubanda- lagsins em söm við sig. En skattafrumvörp Ólafe Ragnars Grimsson- ar hefðu ekki náð fram að ganga nema með stuðningi meiri hluta Al- þingis. Og hver var hlut- ur verkalýðsfrömuða Al- þýðuflokksins á þeim vettvangi, Karls Steinars Guðnasonar og Karvels Pálmasonar? Og hver var hlutur Aðalheiðar Bjam- freðsdóttur? Einhvera tíma var sagt: „Af ávöxt- unum skulið þér þekkja þá!“ SPARISKIRTEINI RIKISSJOÐS FLOKKAR 1986 -1D OG 1987-lA 2 ÁR VORU Á SÍÐASTA GJALDDAGA í GÆR. 10. janúar var innlausn 5 flokka Spariskírteina Ríkissjóds. 2 flokkar vora á sídastagjalddaga, 1986-lD og 1987-1A 2 ár. 1975-1 berabeins 4,25 % vexti eftir 10. janúar. 1985-1A og 1986 1-A 3 ár bera 7 % vexti eftir 10. janúar. VIB hefur á bobstólum ýmsar tegundir verdbréfa til skemmri og lengri tíma: Ávöxtun yfir verðbólgu Binditími Sjóðsbréf 1 10,5 -.11,5% enginn Sjóðsbréf 2 10,5-11,5% enginn Sjóðsbréf 3 9-10% enginn Veðd. Iðnaðarbankans 7,8 - 9,2% 2- 10 ái Glitnir hf. 11,1% 2 - 5 ár Iðnlánasjóður 7,5-8,5% 6- 12 ái Iðnþróunarsjóður 8,2 - 8,5% 6 - 8 ár Spariskírteini ríkissjóðs 6,8 - 7% 5 - 8 ár VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF. Ármúla 7, 108 Reykjavík. Sími68 15 30 #

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.