Morgunblaðið - 01.02.1989, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.02.1989, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1989 41 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Miðbærínn: Byggjum yfir göturnar TU Velvakanda. Gamla miðbænum verður ekki bjargað í samkeppninni við Kringl- una, nema með róttækum breyting- um. Nr. 1 verður að gera aðalgötur miðbæjarins að göngugötum þ.e. Laugaveg, Bankastræti, Austur- stræti og e.t.v. fleiri götur. Og göt- umar verður að yfirbyggja að ein- hveiju leyti til þess að þar sé hægt að gera hlýlegt með gróðri, bekkjum o.s.frv., og vegna þess að flest fólk vill versla í skjóli frá veðri og vindum ef mögulegt er. Nr. 2 verður að byggja nokkur bflahús eins nálægt göngugötunum og mögulegt er. Nr. 3 byggja stóra matvörumarkaði þar sem fólk getur gert matarinnkaup um leið og önnur innkaup. Nr. 4 að vanda betur til nýrra bygginga í miðbænum og nýta lóðir betur, (4—5 hæðir a.m.k.). Torfusamtökin og önnur álíka samtök eiga það á sam- viskunni að gamli miðbærinn hefur lítið og illa byggst upp. Þau hús sem voru þokkaleg byggð fyrir u.þ.b. 10-15 árum vom dæmd, sem fánýt- ar glerhallir, af fyrmefndum sam- tökum og síðan hefur lítið annað verið byggt í miðbænum nema hús með eftirstríðsára svip. Og nr. 5 ætti annaðhvort að vera hægt að loka göngugötunum að nóttu eða að hafa þar stöðuga gæslu fárra varða, kostaða af kaupmönnum. Lesandi Setjum viðskiptabann á Þýskaland Gvendur sjóari hringdi: Mig langar til að koma því að hvort forseti sameinaðs þings, sem ekki segist vera neinn venjulegur kontoristi, geti ekki flutti tillögu á þingi Norður- landaráðs, þess efiiis að Norð- urlöndin öll, í stuðningi við ís- land, lýsi yfir viðskiptabanni á Þýskaland vegna hvalamálsins. Það hlýtur að vakna sú spum- ing hjá Islendingum hvort það sé ekki skylda hinna Norður- landanna að styðja ísland í slíkum málum sem þessum. Ef svo er ekki, hvað emm við þá að gera þama með öllu því umstangi sem fylgir, s.s. óstarf- hæfu Alþingi íslendinga meðan á þessari samkundu stendur. Ef þetta er ekki vettvangurinn hvar er hann þá og hvað emm við þá að gera þama. spurt og svarad 1 Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS 1. Helgi Þorkelsson, Reylgavík. Varðandi sölu íbúðar. Kaup- samningi er þinglýst í nóvember, afsal verður gefið út á þessu ári, er það þá kaupandi eða seljandi sem telur fbúðina til eignar á skattframtali um áramót. Um húsnæðisbætur. Ef maður fær íbúð í arf 1980, selur hana á sfðasta ári og kaupir aðra og það er fyrsta íbúðin sem hann kaupir á hann rétt á að fá húsnæðis- bætur? Svar a. Kaupandi telur fbúðina sfna eign um sl. áramót. b. Maðurinn á ekki rétt á hús- næðisbótum ef eignarhluti hans í íbúðinni sem hann fékk í arf og seldi á árinu 1988 hefur verið 34% eða meira af fbúðinni allri. Af spumingunni virðist mega ráða að maðurinn hafí átt íbúðina alla. Á hann þá ekki rétt á húsnæðisbótum. 2. Sigurður Pálsson, Hvera- gerði. Varðandi einkarekstur í smáum stíl, t.d. á vömbfl eða rútubfl. Er heimilt að færa afskriftir á bflnum til frádráttar á rekstursreikning? Svar Ekki er aðeins heimilt heldur skylda að færa fymingar (af- skriftir) til gjalda á rekstrarreikn- ingi. 3. IA.IA., Reykjavik. Skiptir máli hvemig vaxta- kostnaður er færður eða hversu hann er mikill hvað varðar hús- næðisbætur? Svar Fjárhæð vaxtagjalda skiptir eigi máli að því er húsnæðisbætur varðar. Engu að síður skal færa allar skuldir og vaxtagjöld sem tengjast fbúðarhúsnæði til eigin nota á eyðublaðið Greinargerð um vaxtagjöld, sem einkennt er RSK 3.09. Eyðublað þetta mun hafa borist flestum sem eiga íbúðar- húsnæði um leið og skattaframtöl þeirra. Á eyðublaðinu koma fram upplýsingar um hvemig skuli reikna vaxtagjöld. 4. G. Gunnarsson, Reykjavik. Varðandi húsnæðisspamaðar- reikninga. Em þeir ennþá frá- dráttarbærir að einhveiju leyti og hvað mikið? Hvað um eignatap. t.d. vegna gjaldþrots Ávöxtunar hf. Getur það komið til frádráttar á ein- hvem hátt? Ef svo er, hversu mikið verður slíkt tap að vera til að það komi til frádráttar? Svar Lög nr. 49/1985 um húsnæðis- spamaðarreikninga em enn í gildi. í reglugerð nr. 24/1989 er kveðið á um að innlegg á hús- næðisspamaðarreikninga í sam- ræmi við ákvæði áðumefndra laga skapi rétt til skattafsláttar. Skatt- afsláttur þessi er ákveðinn við álagningu opinberra gjalda og nýtist þá með sama hætti og per- sónuafsláttur. Hámark skattaf- sláttar vegna innleggs á skyldu- spamarðarreikning á árinu 1988 er 25 % af kr. 246.714, þ.e. kr. 61.429. í 66. gr. skattalaganna era tal- in upp ýmis atvik sem geta valdið því að heimilt sé að lækka tekju- skattsstofn manns, og þar með tekjuskatt hans. Þessi heimild er m.a. fyrir hendi: „Ef gjaldþol manns hefur skerst vemlega vegna tapa á útistandandi kröf- um, sem ekki stafa frá atvinnu- rekstri hans.“ Skattalækkun samkvæmt áð- umefndri heimild kemur aðeins til álita á móti tekjum á því ári þegar tap á útistandandi kröfu hefur sannast. Meta verður í hveiju einstöku tilviki hvort gjald- þol hefur skerst vemlega végna þess að krafan tapaðist. Að því er varðar kröfur á hend- ur Verðbréfasjóði og Rekstrar- sjóði Ávöxtunar hf. verður að líta svo á að ekki liggi enn fyrir hversu mikil afföll muni verða af þessum kröfum. Að svo stöddu máli er því ekki tímabært að sækja um lækkun á tekjuskattsstofni vegna þessara væntanlegu affalla. Á það skal bent að í Leiðbein- ingum um útfyllingu einstaklinga árið 1989, sem dreift var til manna um leið og skattframtölum þeirra, kemur fram að umrædd bréf hjá Ávöxtun sf. skuli telja til eignar á nafnverði. Eftir að umræddar leiðbeiningar vom gerðar hafa komið fram upplýs- ingar frá skilanefnd Verðbréfa- sjóðs og Rekstrarsjóðs Ávöxtunar hf. um líklegt verðmæti krafna á hendur þessum sjóðum. Með hlið- sjón af þessum upplýsingum verð- ur ekki gerð athugasemd við að umræddar kröfur séu taldar til eignar í árslok 1988 á lægra verði, enda nemi það a.m.k. hálfu nafnverði. 5. L.B., Reykjavík. Varðandi bráðabirgðaákvæði um tvísköttun þeirra sem dvalið hafa eriendis. Er hægt að túlka þetta ákvæði sem skattfríðindi fyrir námsmenn sem vom við nám erlendis en byijuðu svo að greiða skatta eftir að þeir komu heim. (Sbr. 14. gr. nr. 4.) Svar Bráðabirgðaákvæði IV í 14. gr. laga nr. 92/1987 um breytingu á lögum nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt nær aðeins til manna sem dvalið hafa erlendis við launuð störf og hafa því greitt staðgreiðslu í því landi sem þeir dvöldu í á sama tíma og þeir enn greiddu skatta á íslandi af tekjum sem þeir höfðu fyrir brottför það an. Námsmenn sem eigi greiddu skatta á fyrsta ári eftir brottför frá íslandi, af tekjum í því landi þar sem þeir stunduðu nám geta því ekki notið hagræðis af áður- nefndu bráðabirgðaákvæði. Komdu rtóufy Róberb . Mundu cxt þú ert bókýiatdarL." Hvernig stendur á því að bílinn er á hvoifi i inn- keyrslunni, vina mfn. Að þú farir burt skiptir ekki máli, en að þú takir með þér besta vin minn er einum of. HÖGNI HREKKVÍSI /,t>AÐ HeLLTI EINHVER AUL| BLE"<I l' FUGLABAÐIÐ ' "

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.