Morgunblaðið - 21.02.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.02.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1989 21 Húsleit hjá Winnie Mandela: Segjast hafa fund- ið blóði drifín áhöld Jóhannesarborg. Reuter. LÖGREGLA í Soweto í Suður-Afríku segist hafa fundið blóðbletti á veggjum og blóði drifín barefli á heimili Winnie Mandela, eiginkonu Nelsons Mandela, þekktasta andstæðings sfjórnvalda í landinu. Winnie Mandela vísar þessum fullyrðingum lðgreglunnar alfarið á bug. Snemma að morgni sunnudags réðst lögregla inn á heimili Winnie Mandela í Soweto. Ástæðan var sú að lífverðir hennar eru sakaðir um tvö morð auk fleiri ofbeldisverka. Fjórir lífvarðanna voru teknir hönd- um og leitað var í húsinu. Talsmaður lögreglu sagði að veggir í útihúsi hefðu verið blóði drifnir og fundist hefðu blóðug áhöld og föt. Samdæg- urs lét ríkisrekna sjónvarpið í Suður- Afríku erlendum blaðamönnum Námsmenn í Víetnam vilja minna af Marx en meiraafmark- aðsfræðum Ho Chi Minh-borg. Reuter. Víetnamskir námsmenn, sem hafa haft heldur hægt um sig hingað til, eru nú farn- ir að efiia til mótmæla og krefíast þess að vera upp- fræddir um markaðslögmálin en ekki bara um Karl Marx og meira en aldargamlar kenningar hans. Á.undanförnum tveimur mán- uðum hafa námsmenn við há- skólann í Ho Chi Minh-borg, sem áður hét Saigon, efnt til óform- legra funda vegna óánægjunnar með úrelt námsefni og óþolandi aðbúnað. Hafa námsmenn við viðskipta- og hagfræðideildina verið þar í fararbroddi enda mið- ast allar kennslubækur við marxíska hreintrúarstefnu og ríkisrekið efnahagslíf. Segja þeir, að ástandið sé fáránlegt. í opinberum fjölmiðlum eru þeir og aðrir landsmenn hvattir til að ástunda einkarekstur en í skólunum er þeim kennt, að slíkt geri aðeins úrkynjaðir smáborg- arar. „Við erum að upplifa miklar breytingar í Víetnam og skólam- ir verða að átta sig á því. Náms- efnið verður að vera í ætt við veruleikann hveiju sinni," sagði Huyhn Tan Mam, ritstjóri æsku- lýðsblaðsins og varaformaður stúdentasamtakanna. Yfirvöld í Víetnam, sem binda vonir við, að einkaframtakið geti læknað uppdráttarsýkina í efnahagslíf- inu, hafa reynt að sýna náms- mönnum skilning. Hafa þau lof- að að beita sér fýrir breyttu námsefni og sjá til þess, að sjálf- stæði skólanna verði aukið. Þá á einnig að leggja minni áherslu á marx-lenínisma. Kennarar jafnt sem nemendur hafa hvatt til endurskoðunar á marx-lenínismanum eins og hann hefur verið útlagður í Víet- nam og benda á, að hvorki Marx né Lenín hafí haft mikla hug- mynd um þjóðfélagsaðstæður hálfri og heilli öld eftir að þeir voru sjálfír á dögum. „Mistökin í Víetnam og ýms- um öðrum ríkjum voru þau að taka marx-lenínismanum sem einhverjum allsheijarsannleik. Þegar menn aðhyllast kreddu- kenningar er skammt í ófarnað- inn,“ sagði Vu Tuat Viet, rit- stjóri dagblaðsins Giai Phong, og stjómin í Hanoi virðist hafa lært eitthvað af reynslunni þvf að nú hefur hún heimilað fyrsta einkaskólann, sem kennir stærð- fræði og tölvuvísindi. Skóla- gjaldið er 15 kíló af hrísgijónum á mánuði. myndir af húsleitinni í té og er sli'kt mjög óvenjulegt. Að sögn fréttaritara Reuters- fréttastofunnar fylgja lífverðir Mandela henni hvert sem hún fer þrátt fyrir opinberar yfirlýsingar hennar um að lífvörðurinn hafí verið leystur upp. Orðstír Winnie Mandela hefur beð- ið mikinn hnekki undanfamar vikur en fyrir skemmstu naut hún hylli milljóna svartra íbúa Suður-Afríku. Nokkrir frammámenn í baráttunni gegn kynþáttaaðskilnaðarstefnu stjómvalda hafa gagnrýnt Mandela fyrir að draga nafn húsbónda síns ofan í svaðið og haft er eftir kunn- ingjum hennar að nágrannamir hafi snúið baki við henni. MÍS' heppnað belgflug Japanska belg- faranum Fumio Niwa mistókst það ætlunar- verk sitt að verða fyrstur manna til að fljúga einliða yfir Kyrrahaf í loftbelg. Nauð- lenti hann á hafínu 2.250 km austur af Tókýó og var bjargað um borð í fískibát sl. laugardag. Reuter JOÐUM AFTUR GLÆSILEGAR EN ÓDÝRAR Vegna fjölda áskorana höfum við sett upp glæsilegt en ódýrt ferm- ingarveisluboró í anda Múlakaffis. Þar fá allir eins og þe-ir geta í sig látið af fjölbreyttum, heimilislegum veislumat á viðráðanlegu verði sem meistarakokkar okkar koma með á staðinn. Graflax m/smnepssósu Skelfiskasalat m/braudi Roast beefm/remoulade ogsteiktum lauk Kjúklingar m/kartöflusalati Köld Bajonskinka m/ananas og raudkáli Nautapottréttur m/hrásalati Sósur Salöt Grænmeti Brauöfat Eftirréttur Adeinskr. 1.350,- FERMINGAR- KAFFIHLAÐBORÐ MÚLAKAFFIS Dödluterta meö bananakremi, Kókosterta með jarðarberjarjóma Púðursykurterta með súkkulaðibitum Heimabakað döðlubrauð Súkkulaðiskúffpkaka fyrirböm Blandaðar snittur Brauðtertur Flatkökur með hangikjöti Heitur skinku- og aspargusréttur 1 Auk þess bjóóum við að sjálfsögðu alla aðra rétti sem þið kunnið að óska eftir Smurbrciuósþjonustci í hæsta gæöaflokki Múlakaffisveislan svíkurengan Gerid samanburö á veröi oggceöum ogveriö svo velkomin Þökkum þorramatsgestumfyrir okkur Stefón Olafsson og meistarakokkar Múlakaffis. % |§8 MÚLAKAFFI HALLARMULA SIMAR 36737 - 37737

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.