Morgunblaðið - 22.03.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.03.1989, Blaðsíða 5
Fáskrúðsfjörður: MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MARZ 1989 ‘5 Ljósafell kom endur- bætt tíl heimahafhar Fáskrúðsfírði. Skuttogarinn Ljósafell SU 70 kom til heimahafhar á Fáskrúðs- firði íostudagskvöldið 17. mars Borgarráð: Póstur- og sími dregur saman í Gufunesi eftir gagngerðar endurbætur í Gdynia í Póllandi. Þar var skipt um aðalvél í skipinu og ljósavél. Vélarrúmið er því alveg endurnýjað. Skipið var lengt um 6,6 metra, sett ný þilför, ný brú og perustefni. Kostnaðurinn við þessar endur- bætur er um 170 milljónir króna. Ljósafell er í eigu Hraðfrystihúss Fáskrúðsfjarðar hf. en það gerir líka út skuttogarann Hoffell SU 80, en hann er nýbúinn að vera í breyt- ingu í Póllandi. Samanlagður kostn- aður beggja skipanna er 270 millj- ónir króna, eða hálfvirði nýs togara. A laugardeginum fór Ljósafell í Ljósafell SÚ 70 kom til heimahafnar á Fáskrúðsfirði, föstudagskvöldið 17. mars. Morgunbiaðið/Aibert Kemp siglingu með yngri borgara Fá- skrúðsfjarðar og var það vel þegið hjá þeim yngstu. Klukkan 5 á laug- ardeginum var móttaka fýrir bæj- arbúa og gesti um borð í skipinu, þar sem bornar voru fram veitingar. Um kvöldið var svo haldinn dans- leikur í félagsheimilinu Skrúð, þar sem var mikið fjölmenni saman- komið og fór það vel fram. Skipstjóri á Ljósafelli er Albert Stefánsson og fyrsti stýrimaður er Ólafur Gunnarsson. Yfirvélstjóri er Kristmundur Þorleifsson. - Albert Borgarsjóður greiðir 244,5 millj. fyrir land og flutninga BORGARRÁÐ hefur samþykkt samning milli Reykjavíkurborg- ar og Pósts- og símamálastofhun- arinnar um kaup á landi stoftiun- arinnar í Gufunesi, fyrir rúmlega 33,3 milljónir króna. Jafiiframt gerir samningurinn ráð fyrir að Reykjavíkurborg greiði 88% af kostnaði vegna fiutnings á tækj- um eða 211,2 milljónir króna. Miðað er við að verklok verði í maí 1991. Póst- og símamálastofnunin mun í framhaldi af sölunni flytja veruleg- an hluta af starfseminni frá Gufu- nesi. Verða loftnetin tekin niður og komið upp nýrri viðtökustöð í Keilis- nesi í landi Kálfatjamar í Vatns- leysustrandarhreppi, þar sem tekin- ir verða á leigu um 40 ha lands. Reykjavíkurborg kaupir allt land stofnunarinnar í Gufunesi að und- anskildum 11,7 ha. en þar verður reist nýtt 650 fermetra hús nálægt núverandi stöðvarhúsi. Þangað verður keyptur nýr fjarskiptabún- aðar settur upp. í gæsluvarð- hald vegna innbrota ÞRÍTUGUR maður hefur að kröfu RLR verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 31. þessa mán- aðar vegna gruns um aðild að Qölda innbrota í Reykjavík und- anfarnar vikur. Maðurinn var handtekinn ásamt tveimur 15 ára piltum aðfaranótt mánudagsins er þeir reyndu að bijótast inn_ í tölvuverslun við Hlemmtorg. í bíl þeirra fannst þýfi og er talið að þeir tengist nokkrum þeirra innbrota sem framin hafa verið í borginni undanfarið. Enn fitjar SS upp á nýjungum. Nú bjóðum við tvær tegundir af birkireykta hangikjötinu okkar, annars vegar bragðmilt og hins vegar bragðmikið hangikjöt. Birkireykt hangikjöt gefur ósvikið og ljúffengt bragð Þjóðlegur matur eins og hann gerist bestur. Nú getur þú valið um tvær tegundir. Önnur þeirra er áreiðanlega sú sem þér finnstbest. O' m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.