Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 22
22 C MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989 JAPAN - STÆRSTI FISKMARKAÐUR HEIMS Framandi markaður fyrir flest allt sjávarfang TSUKIJI-fiskmarkaðurinn í Tókýó er líklega engu líkur nema sjálfum sér. Fyrir þá, sem aldrei hafa komið á uppboðsmarkað, er Tsukiji-markaðurinn nánast ólýsanlegur. Sama má reyndar segja um þá, sem hafa verið á uppboðsmörkuðunum í Bretlandi og Vestur-Þýzkalandi. Það fara um 900.000 tonn á ári í gegnum markaðinn af óteljandi tegundum sjáv- arafurða auk 3 milljóna tonna af ávöxtum og græn- meti og 110.000 tonna af kjöti. Fjölmörg uppboð eru samtímis í gangi og nánast allt úr sjónum er til sölu, frá þörungum upp í hvalkjöt. Lifandi fiskur fæst, frystur fiskur, ísaður fiskur og raunar miklu meira en venjulegum íslendingi getur dottið í hug. Þótt mörlandanum komi gangur mála á fiskmark- aðnum í Tókýó einkennilega fyrir sjónir þarf hann ekki að skammast sín. Venjulegur Japani skilur til dæmis ekki síbilju uppboðshaldaranna. Það, sem kemur Vesturlandabúum kannski mest á óvart, er íjöldi afurða á markaðnum, um 300, og jafnframt fjölbreytileiki hverrar afurðar fyrir sig þar sem verk- unaraðferðir eru margar og ólíkar. Á markaðinn kemur fískurinn frá framleiðendum og miðlurum og þar er hann boðinn upp. Kaupin gerast með tvenn- um hætti, annars vegar er fískurinn keyptur beint út af markaðnum og hins vegar er hann endurseld- ur innan markaðsins og síðan til neytenda. Það er ekki aðeins „hráefni", sem selt er á markaðnum, heldur tilbúnar afurðir sömuleiðis. Fólk kemur gjarn- an á markaðinn árla morguns og kaupir í matinn. Hin eiginlegu uppboð hefjast síðla nætur og nota heildsalar og smásalar tímann fram um óttu til að vinna afurðimar í neytendapakkningar. Þó að íslendingar sendi afurðir á þennan markað breytir það litlu þar. Við höfum tæpast neitt að bjóða þeim, sem þeir hafa ekki fyrir eða fá reglu- lega frá öðrum. Það getur hins vegar breytt nokkru fyrir okkur, meðal annars aukið nýtingu sjávar- fangs, víkkað sölusviðið og aukið gjaldeyristelq'ur. Nú er unnið að rannsókn á markaðnum með tilrauna- sendingum og vonast útflytjendur til að innan skamms liggi fyrir hvað borgi sig að senda utan. Hér á eftir verður leitazt við að lýsa Tsukiji-mark- aðnum og fleiri þáttum er tengjast útflutningi okk- ar á sjávarafurðum til Japans. Loðna, verkuð á ýmsan hátt, selst á Tsukiji-markaðnum, en verð er lágt. Hvað borgar sig að selja: Svil, hrogn, lax og rækja með- sem kemur til greina Ferskan karfa, eins og Steindór Gunnarsson held- ur hér á, borgar sig tæpast að selja, verðið stend- ur varla undir flutningskostnaði. Fyrir hrogn af ýmsu tagi er greitt hátt verð, séu gæðakröfur uppfylltar og þroskastig rétt. al þess, FORSENDA mögulegs útfiutn- ings á sjávarafiirðum með flugi til Japans virðist vera tviþætt vegna mikils flutnings- kostnaðar. Annars vegar að fiskmetið seljist á mjög háu verði ytra, hins vegar að hrá- efiiisverð sé afar lágt og helzt reyndar að hvort tveggja eigi við. Fiutningskostnað, sölulaun og fleira má áætla á bilinu 150 til 200 krónur. Möguleikárnir virðast þvi bundnir við sérstak- ar tegundir og jafhvel ákveð- inn tima ársins. Japönsk svil í góðu standi fara á um 720 til 880 krónur kílóið á markaðnum. Slíku verði ætti okkur að takast að ná, þegar við náum tökum á verkun þeirra. Nokkuð hefur borið á því að þau innihaldi of mikið af vatni og ennfremur eru þau tæpast nógu þroskuð enn sem komið er til að falla að smekk Jap-. ana. Svilin falla undir þá forsendu að hráefnisverð sé lágt. Þau fylgja auðvitað óaðgerðum þorski. Hins vegar kostar nokkra fyrirhöfn að safna þeim_ saman og búa til út- flutnings. Áðumefnt verð ætti að duga. Norðmenn hafa verið að fá 560 til 640 krónur fyrir kíló af ferskum laxi. Við ættum að geta náð sama verði, en flutningskostnaður austur um er svo hár, að hærra verð þar en í Bandaríkjunum, skilar ekki meiru til framleiðendanna. Enn- fremur virðist útflutningur á laxi með viðunandi árangri vera bund- inn vetrarmánuðunum, þar sem hinn hluta ársins kemur mikið af japönskum eldisfiski á markaðinn svo og Kyrrahafslaxi og verð lækk- ar þá. Ferskur karfí hefur líkað vel, en verð hefur ekki verið nægilega hátt. Útflutningur án taps tæpast mögu- legur. Hvað varðar útflutning á öðrum hefðbundnum fiski, er verð eystra einnig of lágt miðað við verð upp úr sjó hér heima og flutningskostn- að. Japanir borða mikið af hrognum eins og kaup þeirra á frystum loðnu- og þorskhrognum sýna. Laxahrogn eru í mjög háu verði í Japan svo og ígulkerahrogn og krabbahrogn. Utflutningur á þessum afurðum stendur undir kostnaði, en öflun þeirra í miklum mæli virðist vanda- söm. Svipaða sögu má segja um skötuselslifur, sem er mjög dýr eystra. Öflun hennar hlýtur að vera nokkuð stopul, þar sem beinar veið- ar á skötusel eru ekki stundaðar hér. Möguleiki er einnig talinn á útflutningi á ígulkerum, tijónu- krabba, rækju og jafnvel humri. Þettar eru viðkvæmar afurðir og missa lit fljótt. Því er mikilvægt að halda lífínu í kykvendunum eins lengi og unnt er meðan á flutning- um stendur til að liturinn haldist. Lifandi fiskur er eftirsóttur í Jap- an. Á Tsukiji-markaðnum er meðal annars hægt að fá ýmsan flatfisk lifandi fyrir þúsundir króna hvert kíló. Rækju er einnig gjaman hald- ið lifandi í blautu sagi og hækkar það verðið verulega. Japanir borða mikið af hráum físki — sushi. Forsenda þess að hann sé borðaður þannig er fersk- leiki og gæði. Náist að uppfylla þær kröfur getur það aukið möguleika okkar. Niðurstaðan virðist vera sú, að útflutningur á takmörkuðu magni mjög sérstakra sjávarafurða, svilja, skötuselslifrar og hrogna af ýsmu tagi, geti orðið árangursrík- ur. Útflutningur á laxi í verulegum mæli gæti einnig verið arðbær yfir vetrarmánuðina, séu gæði nægileg og framboð stöðugt. Með því móti mætti ef til vill lækka kostnað við flutning og sölu. Fersk rækja virð- ist einnig eiga möguleika, takist að halda litnum í lagi. Það er margt sem hefur áhrif á möguleika okkar. Veðurguðimir hafa til dæmis komið því þannig fyrir að tilraunir á þorra og góu til sölu ýmissa afurða hafa gengið illa. Afurðimar hafa ýmist ekki náðst úr sjónum, eða ófærð hefur teppt flutninga á landi. Til- raunimar þurfa því greinilega að standa lengur yfír áður en nokkru er hægt slá föstu hvað möguleika okkar varðar. HÁSKÓLATÓNLEIKAR INORRÆNA HUSINU Á Háskólatónleikum, miðvikudaginn 29. mars, munu þær Guðný Guðmundsdóttir og Delana Thomsen leika saman á fiðlu og pianó. Á efiiisskránni eru sónata í c-moll op. 30 nr. 2 og rómanza í F-dúr op. 50, eftir Beethoven. Beethoven samdi sónötuna árið 1802 og tileinkaði hana Alexander I. Rússakeisara. Sónatan er ein hin alvarlegasta af fiðlusónötum hans, full af andstæðum, þar sem skipt- ast á mikil ólga og hæglát kyrrð. Talið er að í þessari sónötu hafi Vaknað fyrstu hugmyndir Beethov- ens að Hetjusinfóníunni, segir í frétt frá tónleikanefnd Háskólans. Guðný Guðmundsdóttir er 1. kon- sertmeistari Sinfóníuhljómsveitar íslands síðan 1974. Hún hóf nám í fiðluleik sex ára í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og lauk einleikara- prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1967, þar sem hún stund- aði nám undir handleiðslu Bjöms Ólafssonar. Guðný stundaði síðan framhaldsnám við Eastman-tónlist- arháskólann í New York og einnig við Juilliard-tónlistarháskólann, þaðan sem hún útskrifaðist með Masters of Music-gráðu. Hún hefur komið fram á einleiks- tónleikum og leikið með kammer- sveitum víða í Evrópu og Banda- ríkjunum. Auk starfa sinna með Sinfóníuhljómsveitinni hefur Guðný kennt við Tónlistarskóla Reykjavík- ur frá 1974. Delana Thomsen er af dönsku bergi brotin en búsett í Banda- ríkjunum. Hún hefur verið virkur kammerhljómlistarmaður síðastlið- in 15 ár og komið fram víða. Hún kennir píanóleik við Man- hattan School of Music og stjómar píanókennslu við The Day School Music Conservatory. Delana hefur Guðný Guðmundsdóttir áður komið fram í Reykjavík á veg- um Kammermúsíkklúbbsins og hlaut þá mjög góða dóma. Delana Thomsen Tónleikamir verða í Norræna húsinu klukkan 12.30 til 13.00 og eru öllum opnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.