Tíminn - 24.10.1965, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.10.1965, Blaðsíða 5
i. SUNNUDAGUR 24. október 1965 Útgefandl: FRAMSOKNARFLOKKURINN Pramkvæmdastjóri: Krtstjáu Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjónsson. Jón Helgason og tndriðl G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Ang- lýsingastj.: Steingrímur Gxslason. Ritstj.skiifstofur i Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur, Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90.00 á mán. innanlands. — í lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Helsvipa götunnar Umferðarmálin hafa verið mjög á dagskrá síðustu vik- ur og ekki að tilefnislausu, þar sem hvert hörmungar- slysið hefur rekið annað með manntjóni eða stórmeiðsl- um. Umferðarnefnd hefur hafið lofsverða „kynningu“ á slysabílunum, ef það mætti. verða til einhverrar við- 'íörunar. Dómsmálaráðherra hefur flutt þjóðinni ávarp og brýnt fyrir henni að kosta öllu kappi til að lægja slysaölduna. Virtur og þjóðkunnur borgari, Ragnar Ás- geirsson, hefur ritáð athyglisvert opið bréf um málið. Slysatölurnar tala þó enn skýrara máli um hin þungu högg helsvipunnar á götum borgarinnar og vegum lands- ins. Árið 1964 urðu 29 umferðarslys með meiðslum eða dauðsföllum fólks að meðaltali á mánuði hverjum. Á þeim 9 mánuðum, sem liðnir eru af þessu ári, eru sams konar slys að meðaltali 33 á mánuði. Högg hel- svipunnar falla þyngra og tíðar. Með allar þessar staðreyndir í huga vekur mikla furðu, hvernig íhaldsmeirihlutinn í borgarstjórn tekur á þess- um málum. Sé þar flutt úrbótatillaga í umferðarmálum, ræðst þessi meirihluti gegn henni með fjandskap og ofsa. Kristján Benediktsson flutti fyrir nokkrum mánuð- um með skömmu millibili tvær tilögur um þessi mál. Önnur var um umferðarráðstefnu, þar sem kunnáttu- menn í umferðarmálum, slysavarnafélög og ýmsir aðrir aðilar reyndu í sameiningu að leita ráða, sem að ein- hverju haldi mættu verða. Hin var um aukna götuvörzlu lögreglunnar dimmustu mánuði ársins, þegar umferðar- hættan er mest. Báðar þessar tillögur taldi íhaldið lífs- nauðsyn að fella, jafnvel þótt órækar tölur sýndu, að í desembermánuði í fyrra, sem er mesti hættumánuður í borginni, hefði áverkaslysum fækkað í 19 vegna stór- aukinnar vörzlu lögreglunnar. Á þessari reynslu vildi íhaldið alls ekki byggja og taldi slíkar ráðstafanir of dýrar aðra mánuði ársins. Á síðasta borgarstjórnarfundi fluttu borgarstjórnar- fulltrúar Framsóknarflokksins enn umferðartillögu, enda ærin ástæða til að huga að þeim málum á ný. í henni var áskorun til borgara um aðgæzlu og til borgaryfir- valda og lögreglustjóra um betri lýsingu og götuvörzlu á mestu hættutímum og hættustöðum. Áskorunina til borgaranna mátti samþykkja, en ekki mælast til að hinir aðilarnir gætu síns hlutar betur! Og hin yfirlýsta á- stæða íhaldsins til þess að fella tillöguna var ekki sú, að málið væri ekki þarft, heldur hin, að þetta væri „lymskuleg áróðurstillaga“ til þess að afla Framsóknar- flokknum fylgis. Virðist nú svo komið, að íhaldið þori ekki að fylgja neinu þörfu máli, ef aðrir flytja það, af ótta við, að aðrir flokkar kunni að fá einliverjar vinsældir fyrir það. Er ekki von, að vel fari, þegar málefnabarátt- an er með þessum hætti. Það er hins vegar fullkomið alvörumál, þegar meiri- hlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur fæst ekki einu sinni til þess að leggja sitt lið til þess að bægja frá slögum íielsvipunnar á götum borgarinnar af ótta um sitt eigið pólitíska skinn. Sjómannafélagið Sjómannafélag Reykjavíkur, sem lengi hefur verið forystufélag sjómannastéttarinnar 1 baráttumálum, átti 50 ára afmæli í gær, eins og sagt var frá hér í blaðinu. Tíminn færir þessum merku samtökum þakkir og beztu heillaóskir á þessum timamótum. TÍMINN J5 Waller Lippmann rilar um alþjóSamál: Valdapólitík stðrveida í öðrum heimsálfum er að verða úrelt v Sprengjuárásir leysa ekki vanda heimsmálanna Þokunni er nægilega létt til þess að telja má nokkurn veg- inn víst, að Rauða-Kína hafi orðið fyrir miklu áfalli í Indó- nesíu. Hvort sem Sukamo hef- ur lokað augunum fyrir upp- reisninni í upphafi eða ekki, sýnist liggja Ijóst fyrir, að ef uppreisnin hefði heppnazt, hefði Indónesía fylgt Kína enn fastar en hún hefur gert fram að þessu. Þetta er ný staðfesting á því, að Rauða-Kína msetir miklu meiri andstöðu gegn sinni herskáu utanríkisstefnu en valdhafarnir þar hafa búizt við. Kínverjar urðu að hætta við afskipti af deilum Ind- verja og Pakistana. Ýmislegt bendir til, að áhrif Kínverja í Hanoi hafi heldur rénað, af því að þeir veita Norður-Víet- nömum minni stðuning en Rússar og sumar aðrar þjóðir í þeim herbúðum. f átökunum um inngöngu Kinverja í Sameinuðu Þjóð- imar er svo að sjá, sem enn verði of fá atkvæði með til þess að brjóta á bak aftur andstöðu Bandaríkjamanna. Og eftirtektarvert er, að með- al þeirra ríkja, sem bregðast vonum Kínverja í þessu efni, eru sum nýju Afríkuríkin, sem — Bandaríkln eru alvarlega flækt í Víetnam og eru alls ekkl aS flnllr* tllhaX7V?Ct» 9 um heimsálfum, sýnist vera að verða úrelt. Hún er dýr, fremur hættuleg og kemur að minna og minna haldi. REYNSLA Frakka varpar eftirtektarverðu Ijósi á þetta fyrirbæri. Þegar de Gaulle hershöfðingi ákvað að hætta ófriðnum í Alsír, — en til þeirrar ákvörðunar þurfti sór- lega mikið siðferðilegt hug- rekki, — reyndi hann ekki að ríghalda í bita og mola, snepla og tætlur franska heimsveld isins. Afleiðingin af þessu frá hvarfi frá franskri heimsveldis og nýlendustefnu er sú, að áhrif Frakka í heiminum eru nú meiri en þau hafa nokk- um tíma verið síðan stríð þess ara aldar hófust, og nú verður áhrifa Frakka vart í öllum meg inþáttum heimsmálanna. Ég vildi óska að heimsum- feðmingur okkar yrði ekki til þess að einangra okkur frá lif- andi veraleika heimsmálanna. Skammt er síðan að við tók- um upp heimsumfeðminginn, en hann úreldist ærið skjótt. Við einangrumst að því leyti, — þrátt fyrir afskipti ákaflega víða — að við eram í síaukn- um mæli neyddir til að treysta miklum mun meira á hervald og peninga en áhrifin af for- dæmi okkar, sem einu sinni var langsamlega veigamesta framlag okkar til alþjóðamála. Meðan afskipti okkar halda áfram að þróast í þessa átt er mjög mikil hætta á, að við verð um þeirri blekkingu að bráð, að endanlega lausnin á illvið- ráðanlegum erfiðleikum í heimsmálunum sé nægilega miklar sprengjuárásir til þess að mola andstöðuna mélinu smærra. Frakka. ‘ ujrwuuuvciui s|gra stríSIg þarj segjr Llppmann. ÞRÁTT fyrir þetta væri skyssa að leggja þessar hag- stæðu horfur út á þann veg, að vökudraumurinn um fall og ósigur Rauða-Kína sé í þann veginn að rætast. Sá dagdraumur tilheyrir löngu liðinni tíð. Þeir, sem þetta dreymdi, hafa farið jafn vill- ir vegar og fyrirrennarar þeirra, sem áttu tal við fáeina útflytjendur og flóttamenn frá Rússlandi á árunum 1920 -1930 og voru að því loknu þess fullvissir, að Sovétveldið væri í þann veginn að hrynja. Áföllin, sem Rauða-Kína hefur orðið fyrir erlendis, eru síður en svo einstæð. Heita má almenn reynsla á þessari öld, að stórveldunum veitist æ erfiðara að hafa áhrif á rás viðburðanna eða ráða þeim, einkum í fjarlægum löndum. Þannig hefur til dæmis farið fyrir Bretum, að í Suður- Rhodesíu standa þeir and- spænis öngþveiti, sem þeim virðist varla geta tekizt að •ráða fram út, nema njóti við pólitískrar snilli, sem gengi kraftaverki næst. Sovétríkin hafa náð nokkr- um áhrifum í Suðaustur-Asíu. Þó er langt frá að sovézkir valdhafar geti ráðið eða haft úrslitaáhrif á stefnu stjórnar- innar í Hanoi. Bandaríkin eru alvarlega flækt í Vietnam. Engir halda þó fram, að við séum í þann veginn að sigra í stríðinu þar, nema þeir fréttaritarar einir, sem gleypa opinberar tilkynningar hráar. RÉNANDI völd og áhrif hinna fjölmennu þjóða út á „ við er mjög eftlrtektarvert 1 fyrirbæri. Við erum þess ekki enn umkomin að meta þetta rétt, hvað þá skilja afleiðing- ar þess. En sú staðreynd ligg- ur í augum uppi, að óróinn heiminum eykst að sama skapi og áhrif stórveldanna réna. Þetta allt verður að at- huga vel og hugleiða af gaum- gæfni. Samhliða þessari athug- un ættum við að hafa vel hug- fasta framvinduna hjá aðal- bandaþjóðum okkar í Evrópu. Bretar, sem hafa veitt okkur siðferðilegan stuðning I Viet- nam, era til dæmis engu að síður neyddir til að láta und- an síga hernaðarlega, að minnsta kosti frá Aden til Singapore í Asíu, og ef til vill einnig í Evrópu, frá Rín til Kýpur. Efalaust má telja fjár- skort undirrót þessa undan- halds. En ef brezka þjóðin tryði því í alvöru, að viðhald. leifanna af hinu gamla heims- veldi væri henni lífsnauðsyn og heimsfriðnum ómissandi, færi hún auðvitað eins að og hún hefur áður gert, eða léti varn- irnar ganga fyrir velsældinni. Ekki verður sagt, að Þjóð- verjar hafi neitt sérstaklega evrópiska stefnu í utanríkis- málum. Vera má, að þetta stafi af því, að þeir hafa fyrir löngu misst nýlenduveldi sitt og auk þess er landinu skipt í tvennt vegna ósigurs þeirra í stríðinu. En Þjóðverjar eru auðugir og í afskiptum sínum á alþjóða vettvangi forðast þeir alla alvarlega þátt- töku í heimsmálunum og öll veruleg framlög til efnahags- legra þróunar. Þeir kjósa fremur að halda fé sínu heima og sennilega er þeim orðið ljóst, að valdapólitík, einkum á fjárlægum stöðum og í öðr- Dean Rusk, utanríkisráBherra I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.