Morgunblaðið - 22.04.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.04.1989, Blaðsíða 1
48 SIÐUR B OG LESBOK 90. tbl. 77. árg. LAUGARDAGUR 22. APRÍL 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins bana í óeirðum Salt. Reuter. Mótmælin í Tíflis í Georgíu: Reuter Kínverskir námsmenn við minnismerkið um hetjur alþýðunnar í Peking, þar sem þeir hafa komið fyrir stórri mynd af Hu Yaobang, fyrrum leiðtoga kommúnistaflokksins. Talið er að um 100.000 manns hafí safnast saman á Torgi hins himneska friðar til að minnast andl- áts Hus og kreQast umbóta í átt til lýðræðis. Um 100.000 manns mótmæla í Peking •• Oryggissveitir sendar á vettvang Peking. Reuter. KÍNVERSKAR öryggissveitir voru í gærkvöldi sendar á Torg Höfrungar til að gæta kafbátanna Tókýó. Daily Telegraph. Bandariski flotinn hefur keypt tvo höfrunga af Japön- um og verða þeir þjálfaðir til þess að gæta kafbátalægisins í Bangor í Washington-ríki, heimahöfn Trident-kjarnorku- kafbátanna. Japanir hafa veitt Ieyfi fyrir sölu sex höfrunga til bandaríska flotans, sem hyggst kaupa 16 dýr og þjálfa þau til að gæta kaf- báta. Talið er að höfrungamir hafi orðið fyrir valinu vegna greindar þeirra, sundhraða og getu til að kafa niður á 1.000 metra dýpi. Með höfrungakaupunum er talið að draga muni úr gagnrýni bandarískra yfirvalda á hvalveið- ar Japana. Jórdanía; 8 manns bíða hins himneska friðar í Peking, þar sem um 100.000 manns höfðu safnast saman til að kreflast umbóta í lýðræðisátt. Fréttamenn sögðu að svo virtist sem öryggissveitunum væri ætl- að að binda enda á mótmælin, sem eiga sér engin fordæmi síðan kínverski kommúnista- flokkurinn komst til valda fyrir 40 árum. Ljósmyndarar Reuters- frétta- stofunnar sögðu að um 2.000 manna lið hefði verið sent til torgs- ins. Öryggissveitirnar komu þang- að nokkrum klukkustundum áður en fyrirhugað var að loka torginu vegna útfarar Hus Yaobangs, fyrr- um leiðtoga kommúnistaflokksins. Harðlínumenn innan flokksins, sem voru á móti umbótastefnu Hus, neyddu hann til að segja af sér árið 1987 og líta námsmenn- irnir nú á hann sem tákn fyrir þær umbætur sem þeir betjast fyrir. Kínverskir fjölmiðlar hafa ekki minnst á mótmælin. Stjórnvöld hafa hins vegar fordæmt þau og sagt að „minnihluti þjóðarinnar“ notfæri sér andlát Hus til að skapa uppnám í landinu. Þau hafa enn- fremur varað námsmennina við því að mótmælin geti haft alvar- legar afleiðingar. Iran; Hreinsanir innan hersins Nikosíu. Reuter. ÍRANIR sögðust í gær hafa handtekið Qölmarga útsend- ara Bandaríkjanna í Iransher. Ali Akbar Hashemi Rafsanjani, forseti íransþings og yfirmað- ur hersins, sagði að háttsettir herforingjar, sem hefðu játað njósnir fyrir Bandaríkjamenn, væru enn á lífi og að myndir yrðu sýndar af þeim í sjón- varpi. „Njósnaramir, sem hafa verið handteknir, veittu Bandaríkja- mönnum upplýsingar um sigling- ar skipa okkar þegar við börð- umst við Bandaríkjamenn á Persaflóa,“ sagði Rafsanjani í samtali við útvarpið í Teheran. Rafsanjani, sem er talinn líklegur til að verða kjörinn næsti forseti írans í ágúst, var fyrsti embættis- maðurinn sem staðfesti fréttir um handtökurnar. Enginn hefur ver- ið tilnefndur sem arftaki Khom- einis, trúarleiðtoga írana, og er- lendir fréttaskýrendur telja að mikil valdabarátta eigi sér stað í íran. íranskir heimildarmenn í Mið- Austurlöndum hafa eftir embætt- ismönnum í Teheran að í það minnsta þrír flotaforingjar hafi verið skotnir og fleiri háttsettir herforingjar hafi verið handteknir og sakaðir um undirróður gegn ríkinu. Rafsanjani sagði að Bandaríkjamenn hefðu komið af stað orðrómi um að valdarán væri í undirbúningi í íran eftir að hafa frétt að handtaka ætti njósnara þeirra. Rannsaka hvort beitt hafi verið eiturgasi Alvarlegar ásakanir á hendur sovéskum hermönnum ÓEIRÐIR í Jórdaníu, sem staðið hafa í fjóra daga, hafa kostað að minnsta kosti átta manns lífið. Þær breiddust í gær út til borgar- innar Salt, 29 km austan við Am- man, höfuðborg landsins. Óeirðirnar brutust út vegna verð- hækkana í landinu. Lögreglan beitti táragasi gegn mótmælendunum í Salt, sem réðust á fjármálafyrirtæki, kveiktu í strætisvagni og köstuðu gijóti á lögreglubíla. Hassan krónprins sagði að átta manns hefðu beðið bana og allt að þrjátíu hefðu slasast í óeirðunum síðan á þriðjudag. Hann sagði að stjórn landsins myndi efna til ráð- stefnu þar sem efnahagsaðgerðir hennar yrðu skýrðar og almenningur fengi einnig að viðra skoðanir sínar á þeim. Hussein konungur, sem hef- ur verið í heimsókn í Bandaríkjunum, hætti við heimsókn til Bretlands, sem hefjast átti í dag. Moskvu. Reuter, Daily Telegfraph. SOVÉSKIR hermenn beittu eit- urgasi og skóflum til að brjóta á bak aftur mótmæli í Tíflis, höf- uðborg Georgíu, fyrir tveimur vikum, að því er málgagn sov- ésku sljórnarinnar, Izvestía, | skýrði frá í gær. 20 manns létust i í mótmælunum og rúmlega 200 særðust. Hefur stjórnmálaráð Sovétrílyanna fyrirskipað rann- sókn á því hvort hermennimir hafi gerst sekir um glæpsamlegt atferli. „Rannsóknir lækna sanna að margir [mótmælendanna] létust af völdum beittra jafnt sem bitlausra tóla, svo og af völdum eiturgass,“ segir í grein í dagblaðinu Ízvestíu. Greinin staðfestir frásagnir sjónar- votta um að hermennirnir hafi beitt skóflum jafnt sem kylfum gegn mót- mælendunum. Talsmaður sovéska utanríkisráðu- neytisins sagði á fimmtudag að her- mennirnir hefðu beitt efni, sem væri „svipað því táragasi sem beitt er í mörgum löndum til að brjóta á bak aftur óeirðir". Talsmaður heilbrigðis- ráðuneytis Georgíu sagði hins vegar að sannanir væru fyrir því að eitur- gas hefði verið notað til að dreifa mótmælendunum. Sex þingmenn á fulltrúaþingi Sovétríkjanna hafa enn- fremur sagt að mótmælin hafi farið friðsamlega fram og þátttakendurnir hafi verið að fara með faðirvorið er hermennirnir hafi ráðist á þá. Sovéskur kvikmyndaframleiðandi og þingmaður sagði að sovésk stjórn- völd hefðu reynt að halda atburðinum leyndum. Á fundi samtaka sovéskra kvikmyndaframleiðenda var sýnd myndbandsupptaka af atburðinum og bendir hún til þess að ekkert sé hæft í þeim staðhæfingum stjórn- valda að hermennirnir hafi sýnt full- komna stillingu og ekki gripið til aðgerða fyrr en á þá hafi verið ráð- ist. í myndbandsupptökunni sjást skriðdrekar og brynvarðar bifreiðar umkringja mótmælenduma, sem fóru með faðirvorið og sungu. Her- menn sjást síðan beija á mótmælend- unum með kylfum og skjóta síðan gashylkjum yfir mannfjöldann. Fólk sést reyna að hylja augu og nef til að veijast gasinu og sýnd eru lík, sem mörg hver eru með stór, djúp sár. Sovéski andófsmaðurinn Edúard Gudava sagði að hermennirnir hefðu orðið að minnsta kosti 102 mótmæl- endum að bana og sært rúmlega 300. Hann sagði að flest fórnarlamb- anna hefðu verið kæfð með eiturgasi og síðan barin með skóflum. Hann hvatti Bush Bandaríkjaforseta til að mótmæla atburðinum harðlega. Fórnarlamb ** ** ^ ** ** f" harmleiksins borið tilgrafar <K Æl Kista eins af fórnarlömbum gjHl'' NL jmEm ! |H Jfiu harmleiksins á Hillsborough- uiw wrs leikvanginum í Sheffield á Eng- mm mm 1™ h landi á laugardag er hér borin inn í kaþólska kirkju í Liver- ■. V JS? pool. Starfsbræður fórnar- lambsins úr slökkviliði Lund- Reuter únaborgar báru kistuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.