Morgunblaðið - 03.05.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.05.1989, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 1989 35 Húsbréfafrumvarpið: Ríkisstjórnin nær sam- komulagi við Kvennalista SAMKOMULAG hefur náðst milli ríkisstjórnarinnar og þingflokks Kvennalistans um framgang frumvarps ríkisstjórnarinnar um hús- bréfakerfið. Alexander Stefánsson kveðst ekki hafa breytt afstöðu sinni um að rétt sé að fresta gildistöku frumvarpsins og Ólafur Þ. Þórðarson telur frumvarpið stangast á við stjórnarskrána. Enn er ágreiningur meðal ríkisstjórnarflokkanna um vexti á lánum Bygging- arsjóðs ríkisins, en þingflokkur Alþýðubandalagsins samþykkir ekki hærri vexti en 4,5%. Samkomulag hefur náðst með ríkisstjórninni og þingflokki Kvennaiistans um framgang hús- bréfafrumvarps ríkisstjórnarinnar. Samkomulagið felur í sér eftirfar- andi: Samkomulag í fjórum liðum í fyrsta Iagi verði skipuð nefnd á vegum félagsmálaráðherra til að endurskoða hinn félagslega hluta húsnæðiskerfisins. Nefndin skili niðurstöðum fyrir 1. nóvember nk. Hlutverk nefndarinnar skal vera að leggja fram tillögur um endurbætur á fyrirkomulagi lánveitinga til fé- lagslegra íbúðabygginga með það fyrir augum að einfalda lánafyrir- komulagið og auka skilvirkni fé- lagslega íbúðalánakerfisins. Nefnd- inni er falið að gera tillögur um breytt fyrirkomulag á stjórnun og úthlutun á félagslegri aðstoð í hús- næðiskerfinu. Jafnframt er nefnd- inni falið að gera tillögur um „fram- kvæmd ráðstafana" og leita Ieiða til að auka framboð leiguhúsnæðis og til að jafna húsnæðiskostnað leigjenda til samræmis við húseig- endur. í öðru lagi felst í samkomulaginu að ríkisstjórnin skuldbindur sig til að auka um 600 milljónir fram- kvæmdafé til félagslega hluta íbúðakerfisins. Á þessu ári verði 100 milljóna kr. raunaukning á framlögum, fyrir utan það sem felst í bréfi ríkisstjórnarinnar til Al- þýðusambandsins í_ tengslum við kjarasamningana. Á árinu 1990 verði svo 500 milljóna raunaukning framkvæmdafj ár. í þriðja lagi skuldbindur ríkis- stjórnin sig til þess að hækka ekki vexti á lánum sem úthlutað hefur verið úr Byggingarsjóði ríkisins, þegar húsbréfakerfið kemst í fram- kvæmd. í fjórða lagi mun Kvennalistinn taka þátt í undirbúningi gildistöku húsbréfakerfisins og fylgjast með þeirri reglugerðarsmíð sem fram þarf að fara. Ágreiningur um vexti lána Byggingarsjóðs ríkisins Húsbréfamálið er enn ekki út- kljáð í ríkisstjórninni, þar eð þing- menn Alþýðubandalagsins gera fyr- irvara varðandi þriðja lið samkomu- lagsins. Hefur þingflokkurinn lýst því yfir að hann geti ekki samþykkt meiri hækkun en sem nemur einu prósentustigi, eða úr 3,5% í 4,5%. Fundaði þingflokkur Alþýðubanda- lagsins stíft um þessi mál í gær. Kvennalistakonur sáttar „Við erum ákaflega sáttar við þetta samkomulag," sagði Þór- hildur Þorleifsdóttir (K/Rvk) í samtali við Morgunblaðið. Hún benti á að Kvennalistakonur teldu húsbréfin vera mikla framför í hinu almenna kerfi, en að þær hefðu haft áhyggjur af því að það yrði á kostnað félagslega hlutans. Hefðu þær því lagt mikla áherslu á að tengja þessi tvö mál. Um þær ýmsu spurningar sem Kvennalistinn hefur sett fram vegna húsbréfakerfisins sagði Þórhildur að ýmsum af þeim spurningum yrði væntanlega svarað við meðferð milliþinganefndar í sumar en sumar væru þess eðlis að þeim yrði ekki svarað nema í ljósi reynslu af kerfinu. Þórhildur kvaðst reikna með því að allur þing- flokkur Kvennalistans styddi nú húsbréfafrumvarpið. Alexander: Fráleit hrossakaup „Samkomulag þetta breytir engu Eigið fé í sjávarútvegsfyrirtækjum: Rýrnaði um 5 til 6 milljarða 1988 Áætlaður halli i ár 900 m.kr. að öllu óbreyttu „Seðlabankinn hefur metið eiginflárbreytingu í sjávarútvegi í heild á árinu 1988. Samkvæmt endurskoðuðu mati bankans frá 19. apríl hefur eigið fé rýrnað um 5,7 milljarða króna ef miðað er við hækkun byggingarvísitölu frá ársbyrjun til ársloka. í þessu mati hefiir Seðlabankinn miðað við þjóðarauðsmat á fiskiskipaflotanum; ef hinsvegar er miðað við vátryggingamat fiskiskipaflotans nemur rýrnunin 6,1 milþ'arði króna.“ 1987 hefði numið 22,8 þús. m.kr. miðað við tryggingarmat skipa eða 32% af heildarskuldum og að það myndi lækka í 13,4 þús. m.kr. 1988 eða í 16%. Rýrnun eiginijár milli áranna væri því 9,4 þús. m.kr. en ef sama hlutfall eiginfjár hefði átt að haldast í árslok 1988 eins og það var 1987 hefði það þurft að vera 13,4. þús. m.kr. hærra. Miðað við rekstrarskilyrði og verðlag nú í apríl er halli botnfisk- veiða og -vinnslu áætlaður miðað við heilt ár um 900 m.kr. og má því reikna með, að eigið fé rýrni á árinu 1989 að sama skapi miðað við óbreytt rekstrarskilyrði." Staðan getur þó enn versnað, þar eð verðuppbætur og aukin endur- greiðsla söluskatts renna og út eft- ir mánuð, sem þýðir tekjulækkun um 6%. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra svaraði fyrir helgina fyrirspumum frá Kristni Péturssyni (S/Af) um eiginfjárrýmun fyrir- tækja í sjávarútvegi á liðnu ári. Framansagt er hluti svars ráðherr- ans. Ráðherrann sagði ennfremur að Þjóðhagsstofnun hafi áætlað að eigið fé í botnfiskveiðum og -vinnslu hafi rýrnað um 1,1 milljarð á árinu, miðað við verðlag í lok ársins, en samkvæmt reikningsskilavenjum endurskoðenda við ársuppgjör hafi það rýrnað um 3,9 milljarða króna. Mismunur á áætlunum felst í mis- mun uppgjörsaðferða. í svari ráðherra sagði ennfremur: „Rétt þykir að upplýsa að sam- kvæmt skýrslu Seðlabanka íslands frá 5. desember sl., sem afhent var ríkisstjórninni þá, áætlaði bankinn að eigið fé fyrirtækja í sjávarútvegi í afstöðu minni, enda fráleitt að stunda slík hrossakaup um jafn mikilvæg mál,“ sagði Alexander Stefánsson (F/Vl), fulltrúi Fram- sóknarflokksins í félagsmálanefnd neðri deildar, og bætti við að sam- komulag ríkisstjórnarinnar kæmi frumvarpinu ekki við. Kvaðst Alex- ander telja rétt að fresta afgreiðslu frumvarpsins. Gert er ráð fyrir því að nefndin afgreiði frumvarpið frá sér í dag. „Þeir sem láta múlbinda sig til að halda þessari manneskju í ríkisstjórninni hljóta að samþykkja frumvarpið,“ sagði Alexander. Kemur ftmmvarpinu ekki við Geir Haarde (S/Rvk), fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í félagsmála- nefnd neðri deildar, sagði sam- komulag ríkisstjórnarinnar og Kvennalista ekki koma frumvarpinu við; það fjallaði um aðra hluti. Kvað Geir það vera raunalegt að Kvenna- listinn félli frá því að ræða um efnis- atriði og léti bjóða í sig; skilyrði Kvennalistans kæmu frumvarpinu ekki við og í samkomulaginu fælist engin málamiðlun um frumvarpið sjálft. „Þær hefðu allt eins getað krafist breytinga á umferðarlögum gegn því að samþykkja frumvarp- ið.“ Um ágreining stjórnarflokkanna um vexti, sagði Geir, að annað hvort hefði Alþýðubandalagið ekki skilið um hvað málið snerist eða þeir hefðu hugsað sér, eins og félags- málaráðherra að koma ábyrgðinni af svo óvinsælum aðgerðum yfir á stjórnarandstöðuna." Steftia Alþýðu- bandalagsins ljós Hjörleifur Guttormsson (Abl/Al) sagði í samtali við Morg- unblaðið að stefna Alþýðubanda- lagsins væri ljós; ekki geti orðið um meiri vaxtahækkun að ræða á lán- um Byggingarsjóðs ríkisins en sem nemur einu prósentustigi. Taldi Hjörleifur ólíklegt annað en að við þessari kröfu Alþýðubandalagsins yrði orðið, spurning væri hvort Al- þýðuflokkurinn vildi semja. Hann ítrekaði jafnframt að stefna flokks- ins í þessu máli hefði legið ljós fyr- ir frá upphafi. Stefán Valgeirsson á móti Stefán Valgeirsson (SJF/Nle) kvaðst í samtali við Morgunblaðið ekki myndu styðja húsbréfafrum- varpið að óbreyttu. Hann væri and- snúinn því að hækka vexti á hús- næðislánum, hann teldi óeðlilegt að lögfesta frumvarpið og skipa svo milliþinganefnd; eðlilegra væri að fresta gildistökunni þar til milli- þinganefnd hefði skoðað málið. Enn fremur gat Stefán þess að ráðherra hefði óskað eftir breytingartillögum frá Samtökum um jafnrétti og fé- lagshyggju, sem hún hefði fengið. Gengu þær meðal annars út á það að þeir staðir sætu fyrir í kerfinu, þar sem lægst verð væri á íbúðum. Kvað Stefán ráðherra hafa tilkynnt sér í gær að við þessu væri ekki unnt að verða. Brot á stjórnarskránni? Ólafur Þ. Þórðarson (F/Vf) sagði í samtali við Morgunblaðið að hann sætti sig ekki við það að Húsnæðisstofnun ríkisins væri veitt heimild til lántöku er skuldbindi ríkið, jafnvel þótt ríkisstjórnin sam- þykkti slíka lántöku hveiju sinni. Slíkt hlyti að vera í andstöðu við ákvæði 40. gr. stjórnarskrárinnar, þar sem kveðið væri á um það að einungis Alþingi gæti skuldbundið ríkið með slíkum hætti. Ríkið hefði ekki vald til lántöku; slíkt yrði að gerast með lánsfjárlögum. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambandsins og Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins takast í hendur við undirritun kjarasamninganna 1. maí. * Ahrif kjarasamninga á ríkissjóð: Eins milljarðs útgjaldaaukning SAMNINGAR aðila vinnumarkaðarins munu hafa í för með sér 800- 1.000 milljóna útgjaldaaukningu ríkisins á þessu ári. Vonir standa til hjá ríkisstjórninni að bætt skil söluskatts vegi verulega upp á móti þessum útgjaldaauka. Þetta kom fram hjá Steingrími Hermanns- syni forsætisráðherra í umræðum á þingi í gær. Friðrik Sophusson (S/Rvk) tók ánægju sinni með það að samningar til máls í umræðu um þingsköp og beindi nokkrum spurningum til for- sætisráðherra í tilefni af bréfum ráðherrans til aðila vinnumarkaðar- ins. Friðrik spurði m.a. að því hvort 600 miiljóna aukning niður- greiðslna á landbúnaðarvörur kæmi til kasta Alþingis. Einnig varpaði Friðrik fram þeirri spurningu hvort að sú athugasemd í bréfínu til Al- þýðusambandsins að til greina kæmi að að hafa tvö þrep í virðis- aukaskattinum væri stefnuyfirlýs- ing um lækkun matarskattsins. Benti hann á að tillögur Sjálfstæðis- flokksins í fráfarandi ríkisstjóm um lækkun matarskatts hefði orðið ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar að falli. Vegna fyrirheits ríkisstjórnar- innar um byggingu 200 nýrra fé- lagslegra íbúða spurði Friðrik hvað- an fjármunir til þess ættu að koma. Friðrik innti forsætisráðherra og eftir því hversu miklir fjármunir ættu að fara í Verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins til verðbóta á freð- fisk og hvort leitað yrði samþykkis Alþingis. Friðrik óskaði einnig sva,ra við því hvað ríkisstjórnin teldi vera viðunandi stöðu sjávarútvegs- ins. Um fyrirhugaðar breytingar á lántökuskatti, vörugjaldi, jöfnunar- gjaldi og skatti á skrifstofu- og verslunarhúsnæði spurði Friðrik hvort von væri á stjórnarfrum- vörpum. Óbreytt búvöruverð ekki tryggt Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sagði í svörum sínum að leitað yrði heimilda til Alþingis þar sem það væri nauðsyn- legt. Steingrímur sagði um Verð- jöfnunarsjóð fiskiðnaðarins að að óbreyttu ættu fjármunir sjóðsins að duga út júnímánuð, en óskir hefðu komið fram um það að úr greiðslum úr sjóðnum yrði dregið í júní og greiðslum yrði haldið lengur áfram. Forsætisráðherra tilkynnti við þetta tækifæri að von væri á frumvörpum frá stjóminni næstu daga um vöru- gjald, jöfnunargjald og skatta á skrifstofu- og verslunarhúsnæði. Um auknar niðurgreiðslur á land- búnaðarvörum sagði Steingrímur að þær tryggðu ekki óbreytt bú- vöruverð og um félagslegar íbúðir sagði Steingrímur að 100 milljónir væru í Byggingarsjóði verkamanna og dygði það til þess að hefja bygg- ingu hinna 200 íbúða. Kvað ráð- herra hugtakið „hefja" vera teygj- anlegt. Virðisaukaskattur: Eitt eða tvö þrep? Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra lýsti yfir sérlegri væru nú komnir í höfn. Væri nú ljóst að vinnufriður væri tryggður á stærstum hluta vinnumarkaðarins það sem eftir væri þessa árs og fram á það næsta. Um þær hug- myndir sem nefndar voru í bréfí forsætisráðherra um tvö þrep í virð- isaukaskatti sagði Jón Baldvin að rétt væri að skoða vandlega allar hliðar þess máls; lægra þrep á til- teknum matvörum hlyti að kalla á það að annað hvort yrði skatthlut- fallið almennt hækkað eða ríkisút- gjöld yrðu skorin niður sem þessu næmi. Kvað Jón Baldvin Alþýðu- flokkinn vera þeirrar skoðunar að rétt væri að hafa aðeins eitt þrep í virðisaukaskattnum. Jón Baldvin mótmælti því að þessar hugmyndir væru sambæri- legar við þær hugmyndir sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefði komið fram með í ríkisstjórn Þorsteins Pálsson- ar; á þeim tíma hefði verið tveggja milljarða halli á íjárlögum og tillög- ur Sjálfstæðisflokksins hefðu rýrt tekjur ríkisins um 1,3 milljarða, samkvæmt útreikningum ijármála- ráðuneytisins. Ruglandi og mótsagnir Þorsteinn Pálsson (S/Sl) tók næstur til máls og fordæmdi ruglandann og mótsagnirnar í mál- flutningi utanríkisráðherra. Benti hann á að Jón Baldvin væri höfund- urinn að tveimur þrepum í sölu- skatti; annars vegar á flestum vör- um og hins vegar á ýmissi þjón- ustu. Sjálfstæðisflokkurinn hefði lagt til að skattur á matvæli yrði færður í lægra þrepið. í þessum tillögum hefði og verið gert ráð fyrir því að hækka tekjuskatt á móti þannig að þetta hefði ekljt haft í för með sér neina tekjurýmun fyrir ríkissjóð. Þetta hefðu útreikn- ingar Þjóðhagsstofnunar staðfest. Þorsteinn benti á að þegar þessi tillaga var lögð fram á sínum tíma, hefði Jón Baldvin greint ríkisstjóm- inni frá því að halli á ríkissjóði væri einn milljarður, en nú segði hann að hann hefði hafnað tillögum Sjálfstæðisflokksins þar eð hallinn hefði verið tveir milljarðar. Bætt skil söluskatts Kristín Halldórsdóttir (K/Rns) spurði forsætisráðherra hver út- gjaldaaukning ríkissjóðs væri í kjöl- far nýgerðra kjarasamninga. Steingrímur svaraði því svo til að samningarnir hefðu í fór með sér 800-1.000 milljóna útgjaldaauka. Hann benti hins vegar á að stórlega betri skil á söluskatti, sem niður- staða fyrsta ársfjórðung þessa árs benti til, kæmi þama vemlega á móti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.