Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1989 Hrossaræktarsamband Suðurlands: Góðir stóðhestar í boði á Suðurlandi í sumar __________Hestar_____________ Valdimar Kristinsson SENN líður að því að hrossa- ræktarsambönd og aðrir stóð- hestaeigendur ákveði endanlega hvaða stóðhestar verði til notk- unar á komandi sumri og hvar þeir verða. Hrossaræktarsam- band Suðurlands hefur nú lokið við að raða hestum sinum niður á girðingar og endanlega verið gengið frá tímasetningum. Alls eru 15 hestar í eigu sam- bandsins og þar af tíu í fullri eign. Allir hafa þeir hlotið fyrstu verðlaun sem einstaklingar, fjórir hlotið fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi og einn þeirra, Hrafn 802 frá Holts- múla, hlotið heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Gáski 920 frá Hofsstöð- um sem er í fuliri eign sambandsins er nú efstur stóðhesta með 40 af- kvæmi eða fleiri í tölvuspá Búnað- arfélags íslands. Ekki verður annað sagt en stóð- hestaeign Hrossaræktarsambands Suðurlands sé nú með miklum blóma og ósennilegt að Sunnlend- ingar hafí nokkru sinni átt úr jafn góðum hóp að velja. Stöðugt hefur færst í vöxt að byijað sé að nota hestana á húsi strax f maí og hefur það aukið nýtingu þeirra. Húsnotkun á hest- um sambandsins í vor verður sem hér segin Amor frá Keldudal verður að Kjarri í Ölfusi hjá Helga Egg- ertssyni til 22. maí en fer þá austur í Vík í Mýrdal og verður þar til 14. júní. Máni 949 frá Ketilsstöðum verður í Miðkoti í Vestur-Landeyj- um. Angi 1035 frá Laugarvátni verður í Hvolhreppi til 22. maí en fer síðan að Hrafnkelsstöðum og verður þar til 14. júní. Blakkur 977 frá Reykjum verður í Hólmahjáleigu í Austur-Landeyjum. Feykir 962 frá Hafsteinsstöðum verður í Hlíð í Gnúpverjahreppi til 14. maí og eft- ir það á Árbakka í Landsveit til 14. júní. Ljóri 1022 frá Kirkjubæ verð- ur í Kjarri í Ölfusi til 20. maí en fer þaðan norður í Hóla í Hjaltadal og verður þar til 14. júní. Gáski 920 frá Hofsstöðum verður í Reylcjavík til 20. maí og í Kjarri í Ölfusi til 14. júní. Sörli 876 frá Stykkishólmi verður á Bollastöðum í Hraungerðishreppi og Vinur 953 frá Kotlaugum verður á heimaslóð- um í Hrunamannahreppi. Þá mun stjóm sambandsins ráð- stafa hryssum undir eftirtalda hesta að einhveiju eða öllu leyti: Hrafn 802 frá Holtsmúla, Ófeig 822 frá Flugumýri, Dreyra 834 frá Álfsnesi og Sauðárkrókshestana Otur 1050, Gust 923, og Hervar 963. Um miðjan júní fara hestamir í girðingar hjá deildum sambandsins sem em alls 23. Verður niðurröðun þeirra sem hér segir: í Síðudeild verður Geisli 1045 frá Meðalfelli fyrra gangmál en enginn er skráður seinna gangmálið. Sama gegnir um Mýrdalsdeild en þar er aðeins einn hestur skráður fyrra gangmál og er það Sörli 876 frá Stykkishólmi. Austur- og Vestur-Eyjaijalladeildir verða með sameiginlegt stóðhesta- hald og verður ungur foli af stóð- hestastöðinni Segull frá Sauðár- króki þar fyrra gangmál en Blakkur 977 frá Reykjum seinna gangmál. í Fljótshlíðardeild verður aðeins einn hestur seinna gangmál og er það Eldur frá Hólum (stóðhesta- stöðinni). Vinur frá Kotlaugum verður fyrra gangmál í Austur- Landeyjum en enginn skráður þar seinna gangmál. I Vestur-Landeyj- um verður Loki frá Lækjarmóti (stóðhestastöðinni) fyrra gangmál og er það eini hesturinn sem þar verður. í Hvolhreppi verður Bláþráður frá Hrafnkelsstöðum (stóðhesta- stöðinni) fyrra gangmál. Fáfnir 747 frá Laugarvatni verður í Rangár- valladeild fyrra gangmál. í Asa- hreppi verður Feykir 962 frá Haf- steinsstöðum fyrra gangmál og Mímir frá Ytra-Skörðugili seinna gangmál. í Djúpárhreppi verður Þokki 1048 frá Garði seinna gang- mál. í Landsveit og Holtamanna- hreppi verða fjórir hestar, fyrra gangmál verða þeir Gustur 923 frá Sauðárkróki og Höfgi frá Keldudal en seinna gangmálið verða þeir Gáski 920 frá Hofsstöðum og Geisli 1045 frá Meðalfelli. í Villingaholtsdeild verður einn hestur, Máni 949 frá Ketilsstöðum, fyrra gangmál. í Gaulverjabæjar- deild verður einnig einn hestur fyrra gangmál, Blakkur 977 frá Reykj- um. í Stokkseyrardeild verða tveir hestar, þeir Þengill frá Hólum fyrra gangmál en Amor frá Keldudal seinna gangmál. Ljóri 1022 frá Kirkjubæ verður seinna gangmál hjá Hraungerðis- og Sandvíkur- deildum og Fönix 903 frá Vík fyrra gangmál hjá Skeiðamönnum. í Gnúpveijadeild verða tveir hest- ar seinna gangmál, þeir Dagur frá Mosfellsbæ af stóðhestastöðinni og Kári frá Grund. Þrír hestar verða í Hrunamannadeild. Fyrra gangmál verður það Stígandi frá Sauðár- króki af stóðhestastöðinni en tveir hestar seinna gangmál þeir Vinur 953 frá Kotlaugum og Hervar 963 frá Sauðárkróki. í Grímsnesi og Laugardal verður þar fyrra gangmál Flugar frá Flugumýri og seinna gangmál Feykir 962 frá Hafsteinsstöðum. Einn hestur verður í Ölfusdeild seinna gangmál, Dreyri 834 frá Álfsnesi og að síðustu er það Reykjavíkur- og Kjalamesdeild en þar verða þeir Dagur frá Mosfells- bæ fyrra gangmál og Máni 949 frá Ketilsstöðum seinna gangmál. Af þessu má sjá að Hrossarækt- arsamband' Suðurlands býður upp á mikið úrval stóðhesta. Auk þeirra hesta sem hér hafa verið upp taldir er vitað um marga hesta í einkaeigu sem standa almenningi til boða. Formaður Hrossaræktarsambands Suðurlands er Haraldur Sveinsson, Hrafnkelsstöðum í Hrunamanna- hreppi, og sagði hann að menn gætu fengið frekari upplýsingar hjá sér varðandi notkun á stóðhestun- um. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Gáski 920 frá Hofsstöðum sem er í eigu Hrossaræktarsambands Suðurlands trónir nú á toppnum iyá tölvunni og hefur hann skotið heiðursverðlaunahestunum fímm aftur fyrir sig. Myndin er tekin á Lands- mótinu á Hellu 1986 og knapi er Páll Bjarki Pálsson. Fegurðarverðlauna- * 1 Skák Margeir Pétursson Það var ekki fyrr en í allra síðustu umferð heimsbikar- mótsins í Barcelona að Gary Kasparov, heimsmeistari, náði að sýna hvers hann er megnug- ur, er hann náði Ljubomir Ljubojevic frá Júgóslavíu að vinningum. Ljubojevic var nyög vel að sigrinum kominn, tefldi af miklu öryggi og tapaði ekki skák. Þegar honum tekst vel upp er hann þriðji bezti skákmaður heims, en hann þol- ir mótlæti illa og tapar stundum mörgum skákum í röð. Sigur Kasparovs yfír Spassky í síðustu umferð var mjög kær- kominn heimsmeistaranum af fleiri ástæðum. Honum hafði aldr- ei áður tekist að vinna Spassky, þeir höfðu teflt sex skákir og af þeim hafði Spassky unnið tvær en fjórum lyktað méð jafntefli. Jóhann Hjartarson byijaði vel með tveimur sigrum í röð, en eft- ir það náði hann aðeins að vinna Short, en tapaði sex skákum og endaði því fyrir neðan miðju. Jó- hann fær nú loksins langþráða fímm vikna hvfld, eftir mikla tafl- mennsku frá áramótum. í byijun júní teflir hann á heimsbikarmóti í Rotterdam í Hollandi. Lokastaðan á mótinu: 1-2. Ljubojevic (Júgóslavíu) og Kasparov (Sovétríkjunum) 11 v. af 16 mögulegum. 3. Salov(Sovétríkjunum) 10 v. 4. Korchnoi (Sviss) 9/zv. 5-6. Hubner (V-Þýzkalandi), Short (Englandi) 9 v. 7. Nikolic (Júgóslavíu) 8 v. 8-12. Vaganjan (Sovétríkjunum), Jusupov (Sovétríkjunum), Ribii (Ungveijalandi) og Spassky (Frakk- landi) 754 v. 13. Speelman (Englandi) 7 v. 14-15. Jóhann Hjartarson og Seirawan (Bandaríkjunum) 64 v. 16-17. Nogueiras 7 (Kúbu) og Ules- cas (Spáni) S4 v. Keppendur áttu að vera 18 tals- ins, en Mikhail Tal, fyrrum heims- meistari, er því miður alvarlega veikur og varð að hætta við þátt- töku. Þetta urðu mörgum von- brigði því Tal setti mjög mikinn svip á síðasta heimsbikarmót í Reykjavík. Þótt Kasparov hafi oft teflt betur en á þessu móti, sýndi hann oft glæsilega takta. Hann lék t.d. landa sinn Valery Salov mjög grátt. Salov var ekki nægilega vel heima í byijuninni og eftir það dundi á honum hvert höggið á fætur öðru. Þetta var mjög mikil- vægur sigur fyrir Kasparov, því Salov varð í þriðja sæti á mótinu. Fyrir þessa skemmtilegu skák fékk heimsmeistarinn fegurðar- verðlaunin á mótinu. Hvítt: Gary Kasparov Svart: Valery Salov Enski leikurinn 1. Rf3 - Rf6 2. c4 - b6 3. Rc3 - c5 4. e4 — d6 5. d4 — cxd4 6. Rxd4 - Bb7 7. De2! Kasparov fer hér í smiðju til Vikt- ors Korchnois. Það er miklu meiri broddur í þessum klunnalega leik, en gamla framhaldinu, 7. f3. Ein af hugmyndunum með 7. De2 er að undirbúa langhrókun og næstu leikj- um Salovs virðist beint gegn henni. í London 1980 fékk Korchnoi yfir- burðastöðu með hvítu gegn Gheorg- hiu eftir 7. — Rc6?! 8. Rxc6 — Bxc6 9. Bg5 - Rd7 10. 0-0-0 - Dc8 11. Kbl - Rc5 12. f3 — a5 13. h4 - Db7 14. h5! með mjög sterku frum- kvæði. 7. - Rbd7 8. g3 - Hc8?! 9. Bg2 — a6 10. 0-0 — Dc7 Svartur eyð- ir tíma í að valda biskupinn á b7, því framrásin e4-e5 vofir yfir hon- um. Áttundi leikur hans var hins vegar óþarfur í liðsskipaninni, mun eðlilegra var 8. — e6. 11. b3 - e6 12. Rd5! • b c d • f g h Ef svartur þiggur þessa fóm og leikur 12. — exd5 13. exd5+ — Kd8 14. Hel er ljóst að hann mun eiga í geysilegum erfiðleikum með að Gary Kasparov koma liði sínu í spilið á meðan allir hvitu mennimir eru tilbúnir í sókn- ina. 14. — Rc5 15. Bg5 — Be7 16. Rf5 - He8 17. Bxf6 - gxf6 18. Dh5 er t.d. mjög óþægilegt fyrir svart eins og skákskýrendur á mót- inu bentu á. Að hafna fóminni er einnig slæmur kostur, eftir það get- ur svartur ekki lokið liðsskipan sinni á eðlilegan hátt með Be7 og stutt- hrókun. 12. - Db8 13. Hdl - g6 14. Bg5 - Bg7 15. BxfB - Rxf6 Svartur lætur af hendi peð, því 15. - Bxf6 16. Rxf6+ - Rxf6 17. e5! - dxe5 18. Bxb7 - Dxb7 19. Dxe5 er mjög slæmt, t.d. 19. — De7 20. Rc6! og vinnur. Peðstap svarts er ekki svo alvarlegt mál, því hann fær biskupaparið í staðinn, en Kasp- arov finnur mjög sterka leið til að halda fmmkvæðinu. 16. Rxb6 - Hd8 17. e5! - Bxg2 Enn verra er 17. — dxe5 18. Rc6 — Bxc6 19. Bxc6+ — Ke7 20. De3 18. exfB — Bxf6 Ljubomir Ljubojevic 19. Rxe6! — fxe6 20. Dxe6+ — Be7 21. c5! - Bb7 21. — Bc6 er svarað með 22. Rc4! og hvítur vinnur. 22. Hel - Dc7 23. c6! - Bxc6 24. Hacl - IId7 25. Rxd7 - Dxd7 26. Dc4! Eftir 26. Hxc6 — Dxe6 27. Hxe6 — Kd7 28. Hxe7+ — Kxc6 er hvítur aðeins peði yfír með unnið hróks- endatafl. 26. - Bb7 27. Dc7 - Hf8 28. Db8+! — Kf7 29. Hc7! og svartur gafst upp, því hann tapar manni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.