Morgunblaðið - 19.05.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.05.1989, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1989 Verkmenntaskólinn á Akureyri: Utskriftardagur verður á áður ákveðnum tíma Morgunblaðið/Rúnar Þór Sigurður Hróarsson tekur við starfi leikhússtjóra iyá Leikfélagi Akureyrar i byijun næsta mánaðar. Sigurður Hróarsson nýráðinn leik- hússtjóri LA: Markmiðið að bjóða upp á góðar leiksýn- ingar af ýmsum toga BRENNANDI áhugi á leiklist," var svar Sigurðar Hróarssonar er hann var spurður hvers vegna hann hefði sótt um stöðu leikhús- stjóra Leikfélags Akureyrar. Sigurður kom til fundar við leikhúsráð í fyrradag og var þá gengið frá ráðningu hans. „Mér líkaði vel á Akureyri þegar ég var þar í menntaskóla og vildi gjarnan koma aftur. Þá sakar ekki að út um gluggann á skrifstofunni minni sé ég yfir í Þingeyjarsýslu!" Sigurður fæddist í Bifröst í Borgar- firði, en ólst upp á Laugum í Reykjadal þar sem hann átti heima til tuttugu ára aldurs. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1977 og hélt þá um haustið utan til Bandaríkjanna og stundaði nám í bókmenntum, leiklist og heimspeki um eins árs skeið. Síðan lá leiðin í Háskóla ís- lands þar sem hann lauk BA-prófi í íslenskum fræðum og almennum bókmenntum og árið 1985 lauk hann cand. mag.-prófí í íslenskum bókmenntum. Síðastliðin þijú ár hefur hann verið leikhúsritari hjá Leikfélagi Reykjavíkur og annast stundakennslu við Háskólann, auk þess sem hann hefur unnið að ýms- um verkefnum fyrir fjölmiðla. Sigurður tekur til starfa hjá Leik- félagi Akureyrar í byijun júní. Hann sagði að enn hefði hann ekki fund- að með leikhúsráði varðandi stefnur og strauma fyrir næsta leikár, en fyrsta verkið hefur þegar verið ákveðið. Þar er um að ræða Hús Bernörðu Alba eftir Federico Garcia Lorca og er stefnt að frumsýningu um miðjan október. Leikstjóri verð- ur Þórunn Sigurðardóttir. „Verkið ijallar um tilfinningar, ófrelsi, ástir og erótík," sagði Sigurður. Ein- göngu er um kvenhlutverk að ræða, eða alls 12, auk fjölda smærri hlut- verka, en í upphaflega handritinu taka um 200 grátkonur þátt. Sig- urður sagði áherslu lagða á það að fá atvinnuleikkonur í sem flest hlut- verk og sækja þyrfti hluta þeirra út fyrir bæjarmörk Akureyrar. Hann sagði margar afbragðsgóðar leikkonur inni í þeirri mynd. „Þetta verður metnaðarfull og glæsileg sýning," sagði Sigurður. Engin stefnubreyting verður á hvað varðar val á verkefnum og sagði Sigurður að sem fyrr yrðu kynnt góð klassísk verk og þess á milli leikrit í léttari kantinum, ný íslensk verk og barnaleikrit. „Markmið leikhússins er fyrst og fremst að bjóða Norðlendingum og reyndar landsmönnum öllum upp á góðar leiksýningar af ýmsu tagi og jafn- framt er það von okkar sem að leik- félaginu stöndum að fólk flykkist í leikhúsið og fylli salina á hverri einustu sýningu." UTSKRIFTARNEMAR í Verk- menntaskólanum á Akureyri hafa sent frá sér ályktun þar sem segir að það sé skýlaus krafa þeirra að upphaflegur útskriftardagur, 27. maí, haldist óbreyttur. Astæða þess sé að yfirgnæfandi meirihluti nem- enda hafi skipulagt tíma sinn með tilliti til ofangreindrar dag- setningar. Baldvin Bjarnason skólameistari sagði að loknum fundi með kennurum í gær að ekki yrði hróflað við áður ákveðnum útskriftardegi. Útskriftarnemar við VMA fjöl- menntu á fund í fyrrakvöld og þar kom einnig fram krafa um að engin próf verði haldin, Ijóst sé að nokkurra daga kennsla komi engan veginn í stað þeirra vikna sem þeir hafi misst úr. Þá krefjast nemarnir þess einnig að þeir hljóti starfseinkunn í tölustöfum og verði þær byggðar á námsárangri í viðkomandi greinum. Það eigi að vera auðvelt í framkvæmd þar sem meirihluti nemenda hafi lengi stundað nám við skólann. A kennarafundi í skólanum í gær var ákveðið að ganga þannig frá málum að hver kennari hefði sólarhring með nemendum, þannig að yfirferð námsefnis hæfist kl. 13.00 að deginum og síðan yrði verið að svo lengi sem þrek entist og kl. 9.00 næsta morgun yrðu próf lögð fyrir í viðkomandi náms- grein. „Ég tel að þetta sé eins farsæl lausn í stöðunni og kostur er,“ sagði Baldvin. Um 140 nemendur verða út- skrifaðir frá skólanum af ýmsum brautum og að baki liggur mi- slangt nám, eða allt frá einni önn og upp í átta. Ekki náðist í Jóhann Siguijóns- son skólameistara Menntaskólans á Akureyri í gær, en í fréttatil- kynningu sem hann sendi frá sér á föstudag í fyrri viku segir að ef verkfall leysist á tímabilinu 16,—21. maí verði kennt til 3. júní í 1.—3. bekk en engin próf haldin að sinni. Prófað yrði í vorannará- föngum í september áður en nýtt skólaár hefst, en í 4. bekk og öld- ungadeild yrðu próf haldin frá 5. júní til þess 14. og brautskráð 17. júní. Slátursamlag SkagjSrðinga: Bókfært tap um 6 milljónir króna Sauðárkróki. AÐALFUNDUR Slátursamlags Skagfirðinga var haldinn 26. apríl síðastliðinn. A fundinum kom fram að rekstur fyrirtækisins gekk vel á síðasta ári og skilaði um það bil 4 milljóna króna hagnaði. En vegna gjaldþrota stórra viðskiptaaðila voru afskrifaðar viðskip- takröfur uppá rúmar 10 milljónir, þannig að bókfáert tap fyrirtæk- isins á rekstrarárinu 1988 nam um 6 milljónum króna. Að sögn sláturhússtjóra, Smára inga skipa: Sigurpáll Árnason Borgarssonar, gekk reksturinn vel á síðastliðnu ári. Alls var slátrað tæplega 15.000 fjár síðastliðið haust, en stórgripaslátrun stendur yfir allt árið, og er að jafnaði fram- kvæmd tvisvar í mánuði. Á árinu var slátrað 552 nautgripum og 488 hrossum. Þá kom fram hjá sláturhús- stjóra að allar afurðir bænda hafa verið greiddar að fullu síðasta dag næsta mánaðar eftir slátrun, nema folaldakjöt, sem fram til þessa hefur verið fremur þungt í sölu og hefur ekki verið endanlega uppgert frá hausti 1988. Stjórn Slátursamlags Skagfirð- stjórnarformaður, Stefán Hrólfs- son og Borgar Símonarson. Fram- kvæmdastjóri er Birgir Bogason. - BB Lög og ljóð í Gamla Lundi I kvöld, föstudagskvöld, efnir Rauða húsið til tónleika í Gamla Lundi við Eiðsvöll á Akureyri. Þar mun Kristján Pétur Sigurðsson flytja ýmis lög og ljóð við eigin gítarundirleik. Á undan leik Krist- jáns fer Jón Laxdal Halldórsson með fáein kvæða sinna. Félag verslunar- og skrifstofufólks: Gert að greiða Sigrunu Grímsdóttur 7900 krónur auk málskostnaðar Kröfiur um miskabætur ekki teknar til greina FÉLAG verslunar- og skrifstofúfólks á Akureyri var í gær dæmt í bæjarþingi Akureyrar til að greiða Sigrúnu Grímsdóttur 7.900 krónur ásamt dráttarvöxtum auk 70.000 króna í málskostnað, en Sigrún höfðaði mál á hendur félaginu í júní á síðasta ári. Forsaga málsins er sú, að Sigrún hafði ætlað að fljúga með Flugleiðum frá Akureyri til Reykjavíkur þann 1. maí á síðasta ári, en var stöðvuð af verkfallsvörðum. Hafði hún farseðil, en engan farangur og taldi sig því geta gengið beint út í vélina. Freyr Ófeigsson héraðsdómari dæmdi í málinu. í dómsorði segir m.a. að ekki sé um háa upphæð að ræða er stefnda beri að greiða, en hins vegar kunni málið að hafa nokkuð fordæmisgildi. Sigrún krafði Félag verslunar- og skrifstofufólks um 107.900 króna bætur. Beinn útlagður kostnaður Sigrúnar vegna dvalar á Akureyri og vinnutaps var 7.900 krónur, en að auki krafði hún fé- lagið um 100.000 krónur í miska- bætur þar eð hún taldi sig hafa orðið fyrir óþægindum, m.a. vegna myndbirtinga af atvikinu er hún var stöðvuð af verkfallsvörðum. Félag verslunar- og skrifstofufólks var sýknað af þessum lið ákærunn- ar. Jóna Steinbergsdóttir formaður FVSA sagði í samtali við Morgun- blaðið að málinu yrði mjög senni- lega áfrýjað til Hæstaréttar. Óskar Magnússon fór með málið fyrir hönd Sigrúnar og sagðist hann í gær ekki geta tjáð sig um dóminn þar eð hann hefði ekki séð hann. „En samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef bendir allt til að nokk- ur sigur hafi hlotist í málinu," sagði Óskar. 4,7 milljómim úthlutað úr Húsfriðunarsjóði Efht til námskeiðs í viðhaldi gamalla húsa FYRSTA úthlutun úr Húsfriðunarsjóði fór fram fyrir skömmu, en alls sóttu fimmtán ýmist um lán eða styrki úr sjóðnum. Alls var úthlutað 4,7 milljónum króna í þessari fyrstu úthlutun. Samþykkt var að veita tveimur aðilum styrki, samtals 400 þúsund krónur, og átta aðilar fengu lán- veitingu úr sjóðnum samtals 4,3 milljónir króna. Að auki var Leik- félagi Akureyrar veittur styrkur úr sjóðnum að upphæð krónur 2,2 millj- ónir, en fénu verður varið til endur- bóta á Samkomuhúsinu. Ingólfur Ármannsson menningar- málafulltrúi sagði að einungis friðuð hús væru hæf til styrkjar úr sjóðn- um, en lán væru veitt bæði til frið- aðra húsa og einnig til þeirra sem teldust hafa varðveizlugildi. Hús- friðunarsjóður er nýr sjóður sem gerður var úr tveimur eldri sjóðum á vegum Akureyrarbæjar, en engar úthlutanir hafa farið fram úr þeim um þriggja ára skeið. Ingólfur sagði að við úthlutun nú hefði m.a. verið farið eftir því hveijir hefðu hafið framkvæmdir við hús sín á því tíma- bili þegar engar úthlutunar fóru fram. í tengslum við úthlutanir úr sjóðn- um verður efnt til námskeiðs um viðhald gamalla húsa. Námskeiðið hefst 26. maí og stendur yfir í tvær helgar. Umsjónarmaður námskeiðs- ins verður Leifur Blumenstein bygg- ingafræðingur og er fagmönnum, eigendum gamalla húsa sem og öðr- um þeim sem áhuga hafa heimilt að sækja námskeið þetta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.