Morgunblaðið - 03.06.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.06.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LA-UGARDAGUR 3. JÚNÍ 1989 17 er ekki bara borgarbúum heldur landsmönnum öllum. Það er komið að því, að snúa vöm í sókn fyrir hagsmunum þessa svæðis. Allir þekkja þann áróður sem hafður er gegn Reykjavík og þéttbýlinu, ekki síst á sviði atvinnu- mála. Fyrir örfáum áram sagði þáver- andi og reyndar núverandi sjávarút- vegsráðherra að minnka ætti hlut þéttbýlis í sjávarútvegi og auka hann að sama skapi í dreifbýli. Röksemdin fyrir þessari skoðun og að þetta sjónarmið á mjög víða fylgi í öllum stjómmálaflokkum er að hér í Reykjavík séu aðrir möguleikar á atvinnustarfsemi, sem landsbyggð- in hefur ekki. Enginn sem heldur fram þessari skoðun hefur gert sér grein fyrir styrkleika sjávarútvegs á þessu svæði, eins og sýnt hefur verið fram á hér á undan. Auðlindir íslands Lífskjör þjóðar ráðast af skyn- samlegri nýtingu auðlinda hennar. Auðlindir þjóðar era fyrst og fremst þau verðmæti, sem hún á umfram aðrar þjóðir. í mínum huga era auðlindir ís- lands fems konar, þ.e. fiskurinn í sjónum, menntun landsmanna, fall- vötn og sérstæð náttúra. Þetta er það femt sem við höfum fram yfír aðrar þjóðir, sumt í nokkrum mæli, annað verulega. Af þessum auðlindum er fískur- inn sú mikilvægasta, þótt allar styðji þær hver aðra. Fiskurinn er mikilvægastur, því að ekki væri búið á Islandi, ef hann hyrfi. Ef stjómvöld, sama hver og sama í hvaða landi, reyna að nota aðal- auðlindina til að leysa staðbundin vandamál, reyna að þvinga fram óeðlilega uppbyggingu við nýtingu hennar, kreppa að fyrirtækjum og byggðarlögum, þá leiðir það ein- ungis til þess að auðlindin verður illa nýtt, sem þýðir lakari lífskjör. Reykvísk útgerð og fiskvinnsla skilar sínu til þjóðarbúsins. Hún og allar þær þúsundir einstaklinga sem í Reykjavík vinna beint eða óbeint við sjávarútveg, munu og eiga aldr- ei að líða að gripið sé með óeðli- legri íhlutun inn í starf og starfs- skilyrði þeirra. í neðangreindri töflu er sýnd skipting landaðs afla íslenskra fiski- skipa eftir helstu landsvæðum 1988 og landanir erlendis. Landaður afli 1988 án loðnu og síldar Svæði þús. t. % 1. Suðvesturhomið 214 31% 2. Vesturland, Vestf. ' 149 21% 3. Norðurland 152 22% 4. Austurland 79 11% 5. Vestmannaeyjar 58 8% 6. Erlendis_____________47 7% Samtals þús. tonn 699 100% Stokkseyri og vestur fyrir, Reykjanesið, Reykjavík og Akranes er tekið með undir skilgreininguna Suðvesturhomið. Síðan kemur Snæfellsnes og allur Vestfjarða- kjálkinn sem eitt svæði, Norðurland allt og Austurland. Vestmannaeyjar era sér, enda era þær landfræðilega erfíðar í flokkun. Erlendis er afli seldur beint úr fískiskipum á erlendum mörkuð- um. Þetta er nokkum veginn gamla fjórðungaskiptingin. Suðvesturhomið er með yfír- gnæfandi afla landsmanna eða 31%. Vesturland og Norðurland svipað með 21 til 22% og aðrir minna. Þetta undirstrikar enn og aftuur mikilvægi þessa svæðis í gjaldeyris- öflun landsmanna. Sjávarútvegur — framtíð íslands Ég er bjartsýnn á framtíð sjávar- útvegs hér og annars staðar á landinu. Sé litið 15 til 20 ár ffam í tímann, þá verður fískur sífellt verðmætari vara í heimsviðskiptum, samgöngur innanlands betri, tækni- útflutningur okkar tengdur sjávar- útvegi eykst og greiðari viðskipti verða milli landa. Auðvitað byggist þetta allt á því, að við sem lítil þjóð í stóram heimi beram gæfu til að standa vel saman við úrlausn okkar vanda- mála. Það era nógu margir í heiminum, sem vilja taka við hlutverki íslend- inga sem forystuþjóð í fískimálum, lífskjöram og velferð. Ef við gætum ekki sjálf okkar eigin hagsmuna, þá gerir það eng- inn fyrir okkur. um 2,4 milljörðum. Höfiindur er framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðvarimiar í Reykjavikhf. Öllum þeim, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á sjötugsafmœli mínu 22. maí sl., fceri ég innilegustu þakkir. GuÖ blessi ykkur öll. Helga Sigbjömsdóttir, Bólstaðarhlíð 45. Ég þakka börnum mínum, mökum þeirra og barnabörnum ásamt fjölda vina og annarra vandamanna, sem heiÖruðu mig á 80 ára af- mœlinu 22.5. sl. í húsnœÖi Hjúkrunarfélags íslands. Sérstakar þakkir fœri ég kór Flens- borgarskóla og stjórnanda. HimnafaÖirinn veri meÖ ykkur öllum. Benjamín Jónsson, Austurbrún 6. Bjóðum sumartilboð Glænýjar perur. 10 tímar á 2.000 kr. Verið ætíð velkomin. 20 tímar á 3.000 kr. Te og kaffi á könnunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.