Morgunblaðið - 04.06.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.06.1989, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1989 MORGUNBLAÐSMENN í METRÓÐRIMEÐ ÞÓRUNNI SVEINSDÓTTUR VE 401: Siguijón Óskarsson, skipstjóri. Þórunn Sveinsdóttir. ,petta er nú kún “ 7 mín> ég er meb hvít Það var lognstilla og vor í lofti. Bflar og menn streymdu til hafnar rétt fyrir miðnættið, því á miðnætti mátti flotinn halda úr höfn. Þetta var að kvöldi 1. mai og allir minni bátar höfðu verið í landi, lögum samkvæmt. Allir ætluðu því að halda af stað um miðnætti svo að það var líflegt á bryggjunum. En það voru fleiri en sjómenn- irnir sem voru á leið til skips, því að Morgunblaðið ætlaði í róður með aflaklónni Siguijóni Óskarssyni á Þórunni Sveinsdóttur VE. Einn af öðrum týndust karlamir um borð. Setið var í borðsalnum og spjallað meðan beðið var eftir að klukkan yrði tólf. Karlinn gantaðist við strákana og bar upp á þá sögur sem hann þóttist hafa heyrt af þeim frá helgardansleiknum. Ekki vildu drengimir mikið ræða þá hlið mála enda minnið ekki upp á það besta hjá öllum. Kokkurinn var hálf tuskulegur og eftir að hafa hellt upp á hálfgert timburmannakaffi stakk hann sér í koju, til þess sofa í sig heilsu og vera orðinn hress þegar byijað yrði að draga. Um leið og klukkan sló tólf dreif karlinn sig upp í brú. Matti vélstjóri var búinn að setja í gang svo allt var klárt til brottfarar. „Sleppa," kallaði Siguijón til strákanna í borðsalnum sem drifu sig um leið út á dekk til þess að leysa landfestamar. Siglt var af stað til hafs og var ljósadýrðin mikil og tignarleg, þar sem tugir báta héldu úr höfn í Eyjum á sama tíma, þannig að nánast óslitin ljósaröð var frá hafnargarði og austur fyrir Bjamarey. „Þetta er nú bara eins og þegar blússið var gefið forðum," sagði Siguijón, og var þá að tala um þann tíma er línubátar réru frá Eyjum og máttu ekki fara út fyrr en á tilsettum tíma. Þegar sá tími kom var gefíð merki á Skansinum og sigldu bátamir þá mikla kappsiglingu á miðin til þess að leggja línuna. Þórarinn Ingi, 1. stýrimaður, stóð fyrstu vakt í brúnni og Matti Sveins, yfírvél- sijóri, fylgdist með að allt gengi sinn vanagang í vélarrúminu. Allir aðrir drifu sig í koju, því fimm tíma stfln var framundan. Morgunblaðsmenn hölluðu sér á bekkina í borðsalnum og sofn- uðu vært við vélardyn og svæf- andi hreyfingar bátsins þar sem hann öslaði í austurátt. net í henni Létt á bánmni um borð hjá aflakónginum Siguijóni Oskarssyni og harðskeyttum skipyeijuni hans „Ræs, morgunmatur og bauja“ „Góðan dag, góðan dag, morg- unmatur og bauja, morgunmatur og bauja,“ ómaði úr kallkerfí báts- ins. Við rumskuðum á bekknum við þetta og var Ægir kokkur þá kominn á fullt við að finna morg- unmatinn handa strákunum. Þeir voru fljótir fram úr og eftir ör- skamma stund voru þeir búnir að skella í sig morgunverðinum og komnir á dekk. Algallaðir og klár- ir í slaginn. „Mér líst nú ekkert á fiskiríið í dag, það hefur aldrei fiskast neitt þegar þessi blaða- snápar hafa verið að þvælast með okkur og ef það verður eitthvað lítið í dag þá fáið þið nú aldeilis að heyra það hjá peyjunum," sagði Siguijón og hló. Við reyndum nú að bera okkur mannalega og sann- færðum Siguijón um að þessu væri ekki eins farið með okkur og aðra í blaðamennskunni, við ættum ættir okkar að rekja til sjómanna svo það myndi örugglega fískast vel á drengina. Trossurnar bera allar kvenmannsnöfii Það hefur verið til siðs hjá þeim ur. Þegar nýtt aflakóngsmet á vetrartíð yfir landið allt hafði verið slegið, höfðu einnig náðst inn 30 þúsund tonn á Þórunni Sveinsdótt- Áhöfnin á aflaskipinu. Aftari röð: Guðni, Matthías Sveinsson 1. vélstjóri, Sveinn Matthíasson, Ólaf- ur Kristinsson, Viðar Sigurjónsson 2. stýrimaður og Þórarinn Ólafsson 1. stýrimaður. Fremri röð: Adolf, Óskar, Ægir Sigurðsson kokkur, Sigurjón Óskarsson skipstjóri, Árni Kristinsson og Róbert. á Þórunni að gefa netatrossunum nafn. Hefur hver skipveiji fengið að ráða nafni einnar trossu og sú trossa hefur þá verið hans þá ver- tíðina. Trossumar hafa strákamir nefnt eftir eiginkonum sínum eða unnustum, en þeir sem ólofaðir eru hafa orðið að fínna einhveija kven- menn til þess að kenna trossumar sínar við. Mikill metingur er síðan milli manna um það í hvaða trossu fiskast best yfír vertíðina. Fyrsta trossan sem draga átti bar heitið Ásta María. „Það er hann Óli titt- ur úr Þykkvabænum sem á hana þessa. Hann er nú á lausu og varð því að finna einhveija kerlingu til þess að kenna hana við. Ásta María, sem trossan er nefnd eftir, er gift kona hér í Eyjum. Við þekkj- umst vel og þegar Óli var kominn í vandræði með að fínna nafn á sína trossu ráðlagði ég honum að kalla hana Ástu Maríu. Hana dreymir oft svo fiskilega að ég var viss um áð það myndi fískast vel á nafn hennar, enda hefur hún bara staðið sig vel kerlingin. Ásta Maria hefur mikinn áhuga og fylg- ist grannt með aflanum hjá okkur og hvað kemur í nöfnu hennar," sagði Siguijón. Réttast að fara með Moggasnápana í land Við vorum komnir í endann á Ástu. Baujan var tekin og byijað að hala færið inn. Síðan komu netin upp eitt af öðru. Siguijón sagðist hafa grynnkað örlítið á þessari trossu er hann lagði síðast því strákamir hefðu verið að verða vitlausir á því hversu mikill karfi kom í. „Við fengum tvö og hálft tonn af karfa í hana síðast og það var mikil skeifa á strákunum þeg- ar ég lét hana fara aftur hér. Þeir vissu ekki að ég grynnkaði á henni um nokkra faðma, sem verður til þess að enginn karfi verður í núna, en það verður líka örugglega lítill afli í fyrstu netunum,“ sagði karl-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.