Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1989 Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Iflúkrunarfræðingar í Vestmannaeyjum buðu fólki í verslunarleið- angri m.a. upp á mælingu á blóðþrýstingi á heilsudaginn sem hald- inn var í tilefni 70 ára afmælis Hjúkrunarfélags íslands. Heilsudagur í Eyjum Vestmannaeyjum. í TILEFNI 70 ára afmælis Hjúkmnarfélags Islands, stóðu hjúkrunar- fræðingar í \ estmannaeyjum fyrir heilsudegi í Eyjum fyrir skömmu. Hjúkrunarfræðingarnir komu sér upp aðstöðu í tveimur stærstu mat- vöruverslunum bæjarins og buðu fólki upp á að mæla blóðþiýsing og kólestrólmagn í blóði þess. Þá dreifðu þær allskyns bæklingum um heilsu- vemd og skaðsemi reykinga. Þetta framtak hjúkrunarfræðing- anna mæltist mjög vel fyrir og var örtröð við borð þeirra allan daginn. Grímur VIÐ BYGGJUM TÓNLISTARHÚS Dregið 17. júní Við treystum á þig Ferðahappdrætti Samtaka um byggingu tónlistarhúss Vinningsröðin 3. júní: 22X-2XX-2X1-X1X 12 réttir = 233.538 kr. Enginn var með 12 rétta - og því er tvöfaldur pottur núna! 11 réttir = 100.040 kr. Einn var með 11 rétta - og fær í sinn hlut kr. 100.040,-. -ekkibaraheppni 333.578 kr. Er eining kristinna manna möguleiki? Til Velvakanda. Hvaða ályktun má draga af kristnitöku Islendinga árið 1000 á Þingvöllum? Fyrir 10 árum kom herra Sigur- bjöm Einarsson biskup hingað í Stykkishólm til að minnast 100 ára afmælis Stykkishólmskirkju. Eftir þjónustuna heilsaði hann fólkinu og ræddi við það. Ég var einn þeirra. „Mig langar til að ræða við þig,“ sagði hann og ég sagði það velkom- ið. Hann kom síðan til mín í fylgd séra Gísla Kolbeins sóknarprests. Hann spyr mig hvort ég sé ekki til með að taka þátt í að stofna nefnd ýmissa söfnuða hér á landi sem yrði samstarfi í þjónustu kristninn- ar til bóta. Ég var auðvitað tilbú- inn. Þessu var síðan komið á fót og ég hefi starfað í þessum samtök- um. Ég hefi kynnt mér mál þessa vettvangs síðan. Það er vitað að 1910 komu trúboðar kirkjudeilda mótmælenda saman í Edinborg til að reyna að ná víðtækari einingu trúarinnar. Árið 1929 var jafnvel stofnað í Amsterdam „heimsráð kirknanna". Nú em í þeim samtök- um um 300 kirkjudeildir, en ekki kaþólsk, sem hefir þó tvöfalt fleiri meðlimi. Sérstök deild guðfræðinga hefir í meir en 50 ár reynt að ná einingu. Þó þessir guðfræðingar nái einingu er það þó ekki bindandi fyrir deildimar. Kirkjudeildin mun aldrei með þeim hætti, held ég, ná þeirri einingu sem Jesús talar um. „Ein hjörð og einn hirðir." Skyn- semi, sálfræði, erfikenning kirkju- feðra jafnvel Biblían sýna okkur auðveldari og ömggari leið. Við skulum taka dæmi úr okkar daglega lífi. Tökum t.d. knattspymukeppni. Þar er ekki nóg að báðir flokkar þekki leikreglur. Þar þarf dómara sem sker úr. Tökum dæmi lögfræð- innar. Báðir málsaðilar túlka sin viðhorf og styðjast við lög, en svo er það dómarinn sem sker úr. Gegn- ir þessu sama ekki um trúmálin? Jú, vissulega. Lúther og Zwingli ræddu saman um texta biblíunnar, sem talar um altarissakramentið. Er Jesús þar viðstaddur? Annar sagði já, en hinn neitaði. Spilareglur, lagaþekking og biblíubókin nægja ekki. Það sannar heimsráð kirknanna. Hvað skal þá gera? Ef til vill það sem íslendingar gerðu árið 1000 til að koma á einni trú, velja dómara? Erfikenning kirkjufeðranna gefur okkur svarið. Klemens páfi sem dó 97 e. Kr. sem píslarvottur mátti leysa alvarlega sundmng í Grikklandi. Ignatius biskup í Antiokkíu gefur einnig biskupi Rómar yfirburði yfir kirlq'- umar. Hann dó sem píslarvottur undir Trajanus keisara (97—117). En enginn útskýrir það betur hvem- ig sé mögulegt að finna rétta trú en Irenaeus biskup (2. öld). „Við eigum að rannsaka aðeins hvort biskupinn sé eftirmaður postulanna. Og jafnvel," segir biskup, „er það nóg að þekkja eftirmenn Péturs því allir biskupar eiga að vera í einingu við hann.“ Þess vegna gefur hann Til Velvakanda. Hversu lengi ætla birfreiðaeig- endur að una því að bensín sé selt á slíku okurverði eins og lengi hef- ur viðgengist hér á landi? Bíll er nauðsyn, engar vangaveltur þarf um það. Það hljóta jafnvel stjóm- málamennimir að skilja. Dugar síðasta verðsprengingin á bensíni ekki til að bifreiðaeigendur mmski? Þær hækkanir sem nú dynja á okk- ur sýna algert vanhæfi stjómarinn- ar, sem á reyndar ekki skilið að okkur lista eftirmanna Péturs. Það er vitað að Páll postuli fór einnig eftir opinbemn postulanna til Jerú- salem, til að leggja fram sína skoð- un. Og við vitum einnig að Pétur reis upp á kirkjuþingi og útskýrði lögmál Móse. Það var hann sem Jesús hafði sett hirði kirkjunnar, þetta stuðlaði að einingu. Þeir tóku þá Pétur sem sinn dómara. Það er víst lítill möguleiki á að vita beint, en þó óbeint, hver sé hin rétta trú. Hitt vitum við hver er eftirmaður Péturs postula. Jan Habets, Stykkishólmi. kallast stjóm. Almenningur hefur misst allt traust á þeim sem nú fara með völd og þess sjást merki að virðing fyrir þingmönnum og alþingi fer minnkandi. Það er kom- inn tími til að setja þessum mönnum stólinn fyrir dymar. Þeir gera ekki annað en heimta sparnað af al- menningi en sóa svo fjármunum í alls kyns óþarfa vitleysu, veislur og flæking út um allan heim. Bifl*eiðareigandi Víkverji skrifar Heimsókn páfans verður mörg- um minnisstæð. Hvers vegna? Fyrst ber að nefna, að þessi pólski páfi býr yfir sterkum en jafnframt hlýjum persónuleika. í útvarpssam- tali sagði kona úr hópi kaþólikka hér, að frá honum kæmi svo sterk “útgeislun“. Hvað sem um það má segja er ljóst, að páfinn hefur sterk áhrif á fólk með framkomu sinni og háttum. Þó líkist hann fremur gömlum sjómanni eða bónda en leiðtoga hundruð milljóna manna, eins og við kynnumst þeim í gegn- um sjónvarp. Kannski er það af þessum ástæðum, sem páfinn er svo minnisstæður. * í annan stað liggja sögulegar ástæður til þess, að heimsókn páfa hingað vekur svo mikla athygli og þá ekki sízt þátttaka hans í athöfn- inni á Þingvöllum. Er ekki ástæða til þess, að hennar sé getið með einhveijum varanlegum hætti þar? Nöfn þeirra íslendinga, sem páfi nefndi í ræðum sínum vekja einnig eftirtekt hér. Hann nefndi Jón Ara- son a.m.k. tvisvar á nafn. Ekkert af þessu er tilviljun. Kaþólska kirkj- an hefur yfirsýn yfír lengra tímabil en samtímann. Loks er ekki ólíklegt, að heim- sókn páfans verði til þess að vekja fólk til umhugsunar um hvað skilur á milli lúterskra manna og kaþól- skra. Þótt Víkveiji hafi áður verið við kaþólska messu hefur hann ekki áður verið við páfamessu. Það var eftirminnileg áthöfn - en um leið minnti hún okkur á, að margt í kaþólskum sið er ákaflega fjarlægt hugsunarhætti okkar hér á norður- slóðum. XXX eimildarmynd Gísla Gestsson- ar um Sjómannadaginn, sem ríkissjónvarpið sýndi í fyrrakvöld var skemmtileg minning um þennan merka þátt í þjóðlífi okkar. I henni var sögulegur fróðleikur, sem áreið- anlega er ekki á almanna vitorði í dag. Víkverja þótti bæjarbragurinn í Reykjavík skemmtilegri fyrr á árum, ef marka má þessa mynd, þótt vera megi að það mat byggist á söknuði vegna þess, sem liðið er! Fróðlegt var að kynnast hlut Henrys Hálfdánarsonar í sjómanna- deginum, sem sýnir hvað hugmynd eins manns getur fengið miklu áorkað. Víkveiji minnist þess að hafa hlýtt á framsöguræðu Ólafs Thors á Alþingi fyrir frv. um happ- drætti DAS, líklega á árunum 1953 eða 1954. Sennilega er sú ræða Ólafs svona eftirminnileg vegna þess, að sjómannadagurinn og bygging dvalarheimilis fyrir aldraða sjómenn hefur verið honum mikið hjartans mál. Eins og bezt kemur fram í því, að sjómenn gerðu hann að fyrsta heiðursfélaga sjómanna- dagsins. Það þarf ekki lítið til, að stjórnmálaforingja sé sýnd slík virð- ing. Þá kom þáttur Péturs Sigurðs- sonar og samstarfsmanna hans á borð við Guðmund H. Oddsson vel í ljós í þessari mynd. Pétur Sigurðs- son sat á Alþingi í áratugi og lét þar málefni sjómanna og annarra launþega til sín taka með myndar- legum hætti. En jafnframt er ljóst, að hann hefur á vettvangi Sjó- mannadagsráðs unnið þrekvirki í starfí að hagsmunamálum sjó- manna, sem mun halda nafni hans á lofti. Umhugsunarefni fyrir marga alþingismenn, sem virðast líta svo á, að þingmennska sé fullt starf og að þeir geti ekki sinnt öðr- um verkefnum jafnhliða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.