Morgunblaðið - 16.06.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.06.1989, Blaðsíða 4
4“ MORGUNBLAfclÐ' 'FÖSTÍMAGUR1 Íé/jÖUí ’ lMiM MorKunblaðið/Sverrir Börnin fylgjast með af áhuga þegar Broddi Kristgánsson lögreglumaður fer með þeim yfir umferðarregl- urnar. Myndin var tekin í Austurbæjarskóla. Umferðarfiraeðsla fyrir börnin Umferðarfræðsla fyrir 5 og 6 ára börn í Reykjavík stendur nú yfir í grunnskólum borgarinnar. Lögregla, Umferðarráð og umferðamefnd Reykjavíkur standa fyrir fræðslunni í tilefiii af því að tími útivistar með þátttöku barna í umferðinni er framundan. Öllum börnum á þess- um aldri hefiir verið sent bréf með boði um þátttöku. Fóstrur og lögreglumenn annast er yfir mikilvægar umferðarreglur, fræðsluna sem felst í því að farið fjallað um hjólreiðar, bílbelti og bamastóla. Þá eru sýndar umferðar- kvikmyndir og sögð sagan Sigga og skessan í umferðinni eftir Herdísi Egilsdóttur með brúðum eftir Sjöfn Ólafsdóttur fóstru. Þá fá börnin verkefnablað til að teikna á og fá löggustjörnu í verð- laun. VEÐURHORFUR í DAG, 16. JÚNÍ YFIRLIT í GÆR: Yfir N-Skandinavíu er 1.027 mb hæð, en um 500 km suðvestur af Reykjanesi er 994 mb lægö sem þokast norðnorð- austur. SPÁ: Sunnangola eöa kaldi og smáskúrir um sunnanvert landið, en hæg austlæg átt um landið norðanvert. Sums staðar þokuloft eða súld á annesjum fyrir norðan. Hiti á bilinu 8 til 17 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG (17. júnfi: Suðvestanátt og súld eða skúrir suðvestanlands, en sunnan- eða suðaustanátt og rigning á Norður- og Austurlandi. Hiti 10-15 stig. HORFUR Á SUNNUDAG: Nokkuð hvöss suðvestanátt um allt land. Skúrir um sunnan- og vestanvert landið, en þurrt og bjartara veð- ur norðanlands og austan. Hiti 9-13 stig. TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Hélfskýjað Skýjað ||k Alskýjað y. Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10 V * V Hitastig: 10 gráður á Celsíus Skúrir Él — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hltl veftur Akureyri 17 léttskýjað Reykjavik 12 skýjað Bergen 18 hálfskýjað Helsinki 11 rigning Kaupmannah. 18 úrkoma Narssarssuaq vantar Nuuk vantar Ósló 16 léttskýjað Stokkhólmur 18 skýjað Þórshöfn 12skýjaö Aigarve vantar Amsterdam 25 mlstur Barcelona 25 léttskýjað Berlín 18 léttskýjað Chicago 12 alskýjað Feneyjar 23 skýjað Frankfurt 24 skýjað Glasgow 20 skýjað Hamborg 20 skýjað Las Palmas 25 léttskýjað London 25 skýjað Los Angeles 16 Þokumóða Lúxemborg 24 léttskýjað Madrfd 27 skýjað Malaga 27 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Montreal 15 alskýjað New York vantar Orlando vantar Parls vantar Róm 25 láttskýjað Vín 20 léttskýjað Washington 22 skúr Winnipeg vantar Millilendingin kost- aði 600 þúsund kr. MILLILENDING DC 8 þotu Flugleiða í Giasgow í fyrrinótt kostaði Flugleiðir meira en 600 þúsund krónur, að sögn Einars Sigurðssonar blaðafulltrúa félagsins. Vélin var í leiguflugi með sólarlandafara frá Ferðamiðstöðinni Veröld og átti upphaflega að fljúga í einum áfanga til íslands, en þar sem flugtíminn færi fyrirsjáanlega sjö mínútur fram yfir hámarksvinnutima áhafnar var millilent í Glasgow. Hver mínúta seinkunarinnar hefur því kostað um 100 þúsund krónur. Allur kostnaður við þessa milli- lendingu fellur á Flugleiðir og .mun ekki auka kostnað ferðaskrifstofunn- ar eða farþeganna, að sögn Einars. Flugvélinni hafði seinkað vegna hægagangs flugumferðarstjóra á Keflavíkurflugvelli, en viðræður stóðu þá um kjarasamninga þeirra. Vegna millilendingarinnar þurftu farþegar að bíða tvo og hálfan tíma í flugstöðinni í Glasgow aðfaranótt miðvikudags. Einar Sigurðsson segir þetta atvik ekki einsdæmi, að flugstjóri ákveði að halda strangt við tímamörk, þótt hitt hafi verið almenn venja að taka ekki strangt á fáeinum mínútum sem farið er fram yfir tímann. Venjulega eru þessar leiguflug- ferðir farnar á Boeing flugvélum og átti önnur hinna nýju 737 véla að fara þessa ferð. Vegna kyrrsetningar komst hún ekki og því var DC 8 send í hennar stað. Þegar farið er á Boeing þarf að millilenda í Glasgow og skipta um áhöfn, en að þessu sinni átti þess ekki að þurfa. í sumar mun leiguflugið verða farið á Boeing 727 flugvélum og næsta ár á Boeing 757 vélum, sem annars verða í Norður- Atlantshafsflugi. Sala Utvegsbankans; Slæmt að ekki var ijallað ítarlegar um málið fyrir undirritun - segir forsætisráðherra „ÞAÐ SEM ég tel vera jákvætt við þessa sölu á Útvegsabankanum er að þessari sameiningu bankanna fylgir mikil hagræðing í banka- kerfinu," sagði Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Forsætisráðherra kvaðst þó telja að ekki hefði fengist nógu hátt verð fyrir Útvegsbanka Islands. Steingrímur sagði jafnframt: „Mér finnst á hinn bóginn mjög slæmt að ekki skuli hafa verið ítar- legar um málið Tjallað áður en sam- komulagið var undirritað. Ég treysti mátu bankann, þeim Sigurði Þórð- arsyni og Árna Tómassyni, og ve- fengi ekki þeirra mat, en ég heyri það mat vefengt í kringum mig, bæði frá þingfiokki Framsóknar- flokksins og Útvegsbankanum sjáifum." Forsætisráðherra sagði að þing- flokkurinn hefði lýst undrun sinni á þingflokksfundi í fyrradag, á því að hægt væri að selja heilan ríkis- banka án þess að þingmenn kæmu þar nokkuð nálægt. „En þegar lög- unum um Útvegsbankann var breytt og hann gerður að hlutafé- lagi, þá var sú heimild veitt þar með, því verður ekki í móti mælt,“ sagði ráðherra. Kjaradómur: Tók mið af launaþróun háskólamanna hjá ríkinu í RÖKSTUÐNINGI Kjaradóms fyrir úrskurði þeim sem upp var kveðinn í fyrradag um laun þeirra sem hann ákvarðar um segir m.a. að dómurinn hafi afl- að sér gagna frá launaskrifstofu ríkisins sem sýni að meðaltal Fundað með flugvirkjum KJARADEILUR Flugfreyju- félags íslands og Flugvirkja- félags íslands við viðsemj- endur eru báðar til með- ferðar hjá ríkissáttasemjara. Fundir voru með báðum aðil- um í gær, en talið er að nokk- uð sé í að samkomulag náist. Flugfreyjur voru á þriggja tíma fundi eftir hádegið og verður næsti fundur boðaður öðru hvoru megin helgarinnar. Fundurinn f gær var annar fundurinn hjá ríkissáttasemj- ara. Flugvirkjar byijuðu fund klukkan 16 og var gert ráð fyrir kvöldfundi. Deila flug- virkja hefur verið lengur hjá ríkissáttasemjara en deila flug- freyja. greiddra dagvinnulauna há- skólamenntaðra ríkisstarfs- manna hafi á sl. tveimur árum hækkað um nálægt 5% umfrani dagvinnulaun þeirra, sem Kjaradómur ákveður laun. Orðrétt segir í rökstuðningnum: „Samkvæmt 6. gr. laga um Kjara- dóm nr. 92, 31. desember 1986 ber dóminum við úrlausn mála að gæta þess að laun sem hann ákveður „séu á hvetjum tíma í samræmi við laun í þjóðfélaginu hjá þeim sem sambærilegir geta talist með tilliti til starfa og ábyrgðar". í þessu efni hefur Kjaradómur m.a. litið til þeirrar launaþróunar sem orðið hefur hjá aðildarfélögum BHMR og hjá þeim ríkisstarfsmönnum sem fjármála- ráðherra ákveður laun.“ Jafnframt segir þar að athugun á breytingum dagvinnulauna há- skólamenntaðra ríkisstarfsmanna frá september 1987 til apríl 1989 og þeirra sem fjármálaráðherra ákveður laun gefi til kynna nokkuð meiri hækkun en ofangreind 5%. „Loks er til þess að taka, að síðari hluta mai 1989 gerði fjármálaráð- herra f.h. ríkissjóðs við aðildarfé- lög BHMR, sem almennt kváðu á um 3,35% hækkun launa frá 1. mai sí.“ segir í rökstuðningnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.