Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 11
J.fiLÍ, 1989• þar miklu máli. Á þessum tíma var ég þekktastur fyrir það hvernig ég spilaði á gítar, miðað við aldurinn. Eg er að mestu laus við aldurs- stimpilinn, núna lítur fólk á mig sem gítarleikara án tillits til þess hversu gamall ég sé. Ég hef ekki gert neitt beinlínis til að losna við aldurs- stimpilinn, heldur spilað og látið aðra um að hugsa það sem þeim sýnist. Ég er frábrugðinn held ég öllum gítarleikurum hérlendis, ég veit ekki um neinn sem spilar eins . . . en ég get ekki útskýrt í hveiju munurinn felst. Svo getur hver og einn haft sína skoðun á því hvort ég hafi átt það skilið að verða þekktur eða ekki. Mér hefur ekki fundist það erfitt enda er ég ekki neitt þekktur í líkingu við Bjarna Ara eða eitthvað hljómsveitum. „Það er bara tilvilj- un, ég hef verið hluti af blúslífi bæjarins. Það er minna um hljóm- sveitir í blúsnum, einstaklingurinn fær að njóta sín, það eru gestaspil- arar á tónleikum og svo framvegis. En blúsbylgjan stendur ekki enda- laust, menn ættu að hugsa fyrir því að stofna hljómsveitir.“ Tennurnar Þeim sem sjá Guðmund spila á tónleikum virðist hann oftast í eigin heimi. Sjálfur segir hann það vera misjafnt, það fari allt eftir því hvernig hann sé upplagður hvetju sinni. „Stundum er ég taugaóstyrk- ur og hugsa allan tímann um hvað sé að gerast en svo koma þær jass-bræðing og rokk í þyngri kant- inum, Led Zeppelin, Jethro Tull, Yes, Dire Straits . . . og svo nátt- úrulega Bítlana og klassíska gítar- tónlist. Ég hlusta lítið á klassík, en ég er viss um að ef ég hefði haldið áfram að spila á píanó hefði ég kunnað ýmislegt sem hefði án efa komið sér vel. Maður hefur not fýr- ir allt sem maður lærir.“ Ertu hættur að semja sjálfur? „Ég get vel hugsað mér að fara að semja aftur. Hvernig sú tónlist verður, veit ég ekki. Ég byggi sjálf- sagt mikið á blúsnum en ég hef fundið fyrir því að það eru líka fleiri hlutir sem ég þarf að fá útrás fyrir. Þegar ég var í Bláa bílskúrs- bandinu samdi ég mikið út frá „riff- um“ og frösum, en lögin voru ekk- ert sérlega merkileg. Þetta var mjög mikill metall, núna skil ég ekki hvers vegna ég var að þessu.“ Feiminn en ekki sviðshræddur Guðmundur býr hjá föður sínum og yngri bróður í Sundunum í Reykjavík. Hann segir ekki komið í ljós hvort sá stutti feti í fótspor sín þar sem hann er aðeins sex ára. Gítararnir eru fjórir; einn kassagítar af Ovation-gerð og svo Fender Stratocaster, Gibson Les Paul og Ibanes rafmagnsgítarar. Æfingarnar trufla engan í húsinu þar sem Guðmundur æfir sig á óraf- magnaðan gítar. Hann segist æfa sig mikið en ekki mjög reglulega, „þetta kemur í tímabilum. Það er í raun mjög erfitt að æfa blús, ég æfi mig frekar á einhveiju öðru.“ En áhugamál? „Blúsinn er mitt aðaláhugamál og umhugsunarefni, ég get ekki nefnt neitt sérstakt." Ekki pólitík? „Ég hef engan áhuga á henni og enn síður á fót- bolta. Ég hef gaman af því að fara í ferðalög og horfa á sjónvarp. Svo les ég allt sem tengist tónlist, aðal- Morgunblaðið/Sverrir svoleiðis . . . ég er engin stjarna eða söluvara." lega músíktímarit, viðtöl og ævisög- ur tónlistarmanna.“ Þegar Guðmundur er beðinn að lýsa sjálfum sér, kemur nokkurt hik á hann. Hann hallast þó að því að hann sé skapgóður. „Svo er ég frek- ar feiminn, þó það hafi minnkað frá því sem var . . . en ég er samt ekki sviðshræddur. Það er allt ann- ar hlutur, þá er ég í öðru hlut- verki, hlutverki sem ég er miklu öruggari í. En ég held að spila- mennskan hljóti að lýsa mér nokkuð vel.“ Er ekkert einmanalegt að um- gangast ekki jafnaldra? „Nei, ég á marga vini; aldurinn, hann skiptir ekki máli. Og svo hef ég alltaf gítar- inn. Ég er lítið tengdur vinum og kunningjum úr skólanum en held að ég sé samt ekkert ólíkur þeim. Ég er í annarri stöðu og að gera aðra hluti en krakkar á mínum aldri en persónan sjálf er ekkert öðru- vísi.“ Enginn ferill enn Er eitthvað sem stendur upp úr í spilamennskunni? „Ekki neitt ákveðið, þetta hefur verið þróun, ég hef ekki verið að gera neitt merkilega hluti. Ég hef meiri stíl og hef áttað mig betur á því hvað ég er að gera núna. Ég hef verið að spila ólíka músík með ólíkum mönnum en ég hef ekki hugsað um spilamennskuna sem einhvern feril, hann er ekkert kominn ennþá. Hvað með framtíðina, freistar spilamennskan? „Já, ég gæti vel hugsað mér að gera ekkert annað. En ég hef ekkert ákveðið, nema að verða betri gítarleikari. Og einn daginn langar mig til að gera eitt- hvað sjálfur. Það tönnlast allir á því að ég eigi að fara út, því ísland sé svo lítið land og ekki hægt að ná langt hér. Það getur vel verið að það sé rétt, en mér finnst ekki liggja neitt á. Ég hef líka íhugað að læra á gítar en hef ekkert gert í því ennþá. Ég gæti þess vegna hugsað mér að læra klassík . . ..“ Lítið af Mayall að segja Guðmundur lauk Langholtsskóla fyrir einu ári og tók sér þá hlé á skólagöngu. Hann segist lítið ahnað hafa gert en að spila síðasta vetur. Hann gerir þó ráð fyrir að fara í skóla í haust, þá líklega á tónlistar- braut í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Hann segir það ekki þurfa að verða til þess að hann spili sjaldnar. í vetur hefur Guðmundur m.a. leikið með Bobby Harrison á pöbbunum og á tónleikum, spilað inn á plötu með Bubba Morthens sem ber heitið „Hver er næstur" og spilað með blússveitinni Vinum Dóra, sem hituðu meðal annars upp fyrir Mayall. „Við vorum að hita upp þegar Mayall kom. Ég settist út í sal en var þá bara kallaður upp. Mayall hafði heyrt mig spila og ég hafði rætt aðeins við karlana í hljómsveitinni. Ég spilaði svo eitt lag með honum.“ Að tónleikunum loknum lýsti Mayall því yfir að hann ætlaði að hafa samband við Guðmund, sem ypptir öxlum þegar það berst í tal. „Ég veit ekkert um það, Mayall fékk bara hjá mér heimilisfangið en ég hef ekkert heyrt í honum. Ég talaði aðallega við hina í hljóm- sveitinni, hann hafði voðalega lítið að segja sjálfur. Ég hlusta á May- all aðallega með tilliti til þess hveij- ir hafa spilað með honum. En það er auðvitað mjög skemmtileg reynsla að standa uppi á sviði hérna lengst norður í höfum og leika með heimsfrægum blúsara en ég fann ekki fyrir neinum merkilegheitum." Guðmundur segist sáttur við „Hver er næstur", því sáttari, sem hann hlusti oftar á hana. Og hann lætur vel af samstarfinu við- Bubba.„Það var mjög gott að vinna með honum, hann kom mér svolítið á óvart, var miklu „mýkri“ persóna en ég bjóst við. í ágúst er svo ætlun- in að setja saman sveit til að fylgja plötunni eftir en ég veit ekki hveij- ir verða i henni.“ Bláa bílskúrsbandið er eina hljómsveitin sem Guðmundur hefur verið fastur liðsmaður í en hann hefur gripið í gítarinn með ýmsum stundir þegar ég hugsa ekki um neitt annað en að spila." Spilarðu ennþá með tönnunum? I „Stundum, það fer eftir því hvernig liggur á mér. Annars hef ég minnk- að það mjög mikið að vera með svona „show“, égeinbeiti mér meira að gítarnum en áður. Það fellur ekki lengur að minni spilamennsku að sýnast. Ég er að þessu til að hafa gaman af, ég hef aldrei spilað til að græða pening." Hvernig var það fyrir þig að koma inn í hóp manna sem allir eru mun eldri en þú og lífsreyndari? „Ég „fílaði“ það bara vel. Þeir tóku mér vel, studdu við bakið á mér í byijun en taka mér nú eins og jafningja. Ég á orðið mína vini í blúsnum. Það hefur komið mér dálítið á óvart hvað menn eru mikið í eiturlyfjum, hassi og hinu og þessu. En ég held að ruglið þurfi ekkert frekar að fylgja manni í tónlistarbransanum. Ég hef það fyrir reglu að spila ekki undir áhrifum. Metnaðurinn heldur mér „streit“ enda verður engin al- vara úr spilamennskunni ef maður er að sulla í einhveiju á meðan." Ekkijass Og talið berst óhjákvæmilega að blúsnum, aðaláhugamáli og um- hugsunarefni Guðmundar. „Blús- inn . . . það er svo auðvelt að spila blús að því leyti að annaðhvort getur maður það eða ekki. Og fyrir þann sem getur, er auðvelt að koma upp blúsprógrammi og halda tón- leika. Mér finnst mjög aukinn áhugi á blús og sífellt fleiri sem spila hann. Hann hefur verið mun vin- sælli en jassinn til dæmis.“ Hefur það aldrei hvarflað að þér að spila jass? „Hann snertir mig ekkert þó það sé ágætt að hlusta á hann. En rokkið er alltaf nálægt enda þefur það þróast upp úr blúsn- um. Ég hlusta mikið á plötur og á talsvert plötusafn. Ég er undir áhrifum frá öllum tegundum af blús. Af gítarleikurum eru það helst B.B. King og Eric Clapton. En mitt uppáhald er fimmtíu ára óraf- magnaður kassagítarblús. Ég hlusta helst á gamlan blús, jass og <r 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 rv Allt á einum stað Komdu með bílinn á staðinn og þeir á verkstæínu sjá um að setja nýtt pústkerfi undir. PÚSTKERFIÐ FÆRÐU HJÁ OKKUR Verkstæðið er opið alla virka daga frá kl. 8.00-18.00 nema föstudaga frá kl. 8.00-16.00. Lokað laugardaga. Síminner 83466. Ath.: Verkstæðið fæst eingöngu við ísetningar pústkerfa frá okkur. 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 Bílavörubúöin FJÖÐRIN Skeifunni2 82944 Púströrawokstæði 83466 p <4 'm l:Or< 1,' % Metsölublad á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.