Morgunblaðið - 22.07.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.07.1989, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1989 Það er næstum algild regla hjá leikhúsum að bamasýningar ganga. Við, áhorfendurnir, tökum því fagnandi að eiga þess kost að njóta dagstundar með börnunumokkar og upplifa með þeim ævintýraheim, sem við vitum að markar eitt reynsluspor i huga þeirra. Við hrífiimst með þeim og komumst í snertingu við okkar eigin undraveröld. Aftur á móti hættir okkur til að gleyma að fleira er leikhús en sýningar Þjóðleikhússins og Leikfélags Reykjavíkur, þótt þær mættu engan veginn missa sín. Fijálsir leikhópar eiga það til að selja upp barnasýningar og Leikbrúðuland sýnir nokkuð reglulega á veturna á Fríkirkjuvegi 11. Þórhallur Sigurðsson, leikari og leikstjóri, hefúr langa og mikla reynslu af barnaleikritum. Hann hefúr stjórnað tveimur barnauppfærslum í Þjóðleikhúsinu; Kmkkuborg, eftir Odd Bjömsson og Ommu þó, eftir Olgu Guðrúnu Ámadóttur. Hjá Leikbrúðulandi stjórnaði hann Þremur þjóðsögum og Tröllaleikjum. Auk þess hefúr hann leikstýrt tveimur barnamyndum fyrir sjónvarp; Elíasi og erninum og Lóu litlu rauðhettu. í hverju felst uppeldislegt giidi leikhúss; Hvert leikverk vekur upp spumingar hj á bömum „Reyndar hef ég tekið þátt í nær öllum barnasýningum Þjóðleikhúss- ins, fyrst sem áhorfandi, siðan leik- ari og þá leikstjóri,“ segir Þórhallur, þegar við setjumst niður og ég hef beðið hann að segja mér hvers virði leikhúsið er fyrir börn. „Ég man eft- ir fyrsta skóladeginum mínum,“ heldur Þórhallur áfram, „og aðeins þrem atburðum fyrir þann tíma: Undraveröld Snædrottningarinnar í Þjóðleikhúsinu, þegar ég var fjögurra ára, Stóra Kláusi troða Litla Kláusi í poka, þegar ég var fimm ára, og þegar Jón Aðils stökk inn á sviðið í Skugga-Sveini og sagði, drepum, drepum, var ég sex ára. Nokkrum árum seinna sá ég Árna Tryggvason í Frænku Charleys, svo Grátsöngv- ara og Galdra-Loft i Iðnó og þessar sýningar standa mér enn ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Og maður spyr sig hvers vegna, þegar maður fer að hugsa um börn og leikhús. Þessar leiksýningar voru ekki allar fyrir börn og svarið hlýtur því að vera: þetta var gott leikhús. Sjálfur hef ég í vinnu minni við barnaleikrit aldrei unnið út frá öðrum reglum en ég geri í öðrum leikritum. Það rökstyð ég með þessum minning- um mínum. Það sem ég er að reyna að segja er, að það er fleira fyrir börn i leik- húsunum en barnaleikrit. Börn fá heilmikið út úr leikhúsi, þótt þau skilji ekki allt sem sagt er, því þau skynja verkið á sinn hátt og það sit- ur mikið eftir af þessari reynslu." En nú taka börn oftast þátt í barnasýningum sem leikarar. Eru þau nógu öguð í þá samvinnu? „Það voru börn í báðum sýningun- um sem ég setti upp í Þjóðleikhúsinu í Ijóðakennslunni ef reynt að vekja athygli nemenda á rimuðum og órímuðum ljóðum í samanburði. Nemendum kennt að þekkja myndir, líkingar og tákn. Áhersla lögð á persónugerving í Ijóðum. Minnast á hljómblæ, hrynjandi, rím (alrím, hálfrím), ljóðstaii og stuðla. Leggja mikla áherslu á blæbrigði og tilfinningu fyrir efiiinu í upplestri. Gera þeim grein fyrir hinu þrönga tjáningarformi ljóðsins og mætti þess til þess að segja í fáum orðum heila lífssögu. Reyna að glæða með nemendum fegurðarskyn og gleði gagnvart góðum bókmenntum í bundnu og óbundnu máli. Ef feOmii þekkla ekki samtíma — ölum við þau upp í rangri mynd Þetta er brot úr kennsluáætlun Jennu Jensdóttur í íslensku fyrir 7., 8. og 9. bekk grunnskóla, en hún var sem kunnugt'er íslenskukennari í Langholtsskóla á þriðja áratug. Líklega er ekki eins mörgum kunn- ugt að Jenna fór mjög svo ótroðnar slóðir í kennslu sinni í ljóðlistinni. I tuttugu og eitt ár lagði hún ríka áherslu á að kenna nemendum sínum að meta nútímaljóðlist og kynnti óspart fyrir þeim verk ungra samtíð- arhöfunda, sem ortu í óbundnu formi. Af skáldskaparformunum er líklega erfiðast að tileinka sér ljóðið. Það höfðar beina leið inn á tilfinn- ingasviðið (ef vel er ort), í fáum orð- um segir það heila sögu. Það má kannski segja að bundið Ijóð sé auð- veldara viðfangs fyrir þann lesanda, sem hefur lært eitthvað um byggingu þess; það lýtur vissum kennsluað- ferðum. Óbundna ljóðið er erfiðara viðfangs. í því eru engin leiðarminni til að Iæra þau utan að og engar reglur virðast gilda um byggingu — enda ekki sterk hefð fyrir því að kenna þau í skólakerfinu — það er að segja ef tekið er mið af kennslu- bókum. Ég hafði samband við Jennu og spurði hana hvers vegna hún hefði tekið upp á því að kenna Ijóð ungra samtíðarskálda í íslensku- kennslu sinni. „Það var einhverntímann upp úr 1960 að ég var að hlusta á útvarpið á þátt þar sem einn útvarpsmaður var með hljóðnemann niðri í bæ og spurði vegfarendur hvort þeir hefðu lesið órímuð ljóð. Svarið var NEI. Þá spurði hann hvort þeim líkaði órímuð ljóð. Svarið var NEI. Þá spurði hann suma hvort þeir hefðu lesið mikið af órímuðum ljóðum. Svarið var NEI. Þetta vakti furðu mína og varð mér ærið umhugsunarefni. Fólk hafði skoðun á verkum samtíðar- skáldanna, án þess að lesa þau. Mér varð strax Ijóst að kennslubækurnar fyrir 7., 8. og 9. bekk, sem fela í sér ramma um það hvað maður kennir og hvemig maður kennir það, kveða ekki á um kynningu á verkum ungu skáldanna. Og nú vildi ég endilega kynna þetta órímaða ljóðform fyrir nemendum mínum. En ég þurfti leyfi frá menntamála- ráðuneytinu; bréf upp á það að ég mætti kenna þannig utan við kennslubækur. Sjálf hef ég alltaf hrifist af samtíðarhöfundum og mín skoðun er sú, að ef börn þekkja ekki sína samtíð í ljóðum — eða bók- menntum yfirleitt — þá ölum við þau upp í rangri mynd af lífinu. Að fengnu leyfi æðstu yfirvalda, fór ég upp á Borgarbókasafn til að fá lánaðar bækur, ef þær voru ekki til á skólabókasafninu, og ef ég fékk þær ekki öðruvísi, kom ég með mínar eigin í kennsluna. Hver og einn nem- andi vald sér höfund, þannig að ef 28 börn voru í bekknum, voru þau með 28 höfunda. Þannig kynntist bekkurinn höfundum yfir veturinn, fyrir utan þá sem kennslusbækur buðu. Ég byijaði á því að útbúa glær- ur með myndum af höfundunumj og gefa börnunum æviágrip þeirra.“ Þetta finnst mér dálítið vafasamt og spyr hvernig hún hafi getað verið með æviágrip höfunda sem höfðu kannski gefið út eina eða tvær bæk- ur. Jenna hlær að mér og segir: „Nú, ég hringdi bara í þá, ef ég gat ekki fengið áreiðanlegar heimildir eftir öðrum leiðum." Svo dregur hún upp úr pússi möppur með sínu eigin kennsluefni og sýnir mér. Á þessu 21 ári, hefur hún útbúið efni um 80 skáld. Og upp úr pússinu koma litlir bæklingar, sem hún segir að séu unnir af nemendum hennar. Öðru hverju var bekkurinn með skálda- kynningu. Þá unnu þau upp úr verk- um einhvers skálds, sem þau völdu; lásu ljóð, fluttu brot úr leikritum, smásögum eða skáldsögum þess, ef það var til staðar. Völdu og fluttu tónlist, sem þeim fannst hæfa skáld- inu, eða þá að aðrir voru fengnir til að flytja tónlistina og venjulega var skáldið sjálft viðstatt. En ekkert af þessu hefði verið hægt að gera, nema fyrir einstakan velvilja menntamálaráðuneytisins og Fræðsluráðs. Auk þess að gefa mér leyfi til að vinna á þennan hátt með nemendum mínum, leyfði ráðuneytið mér að fá í heimsókn tvo höfunda á hveijum vetri til að tala um ljóðlist við bekkinn og Fræðsluráð sendi mér aðra tvo. Þannig að á hverjum vetri fengu krakkarnir að kynnast ijórum samtíðarskáldum. _ Þau Kristján J. Gunnarsson og Áslaug Brynjólfs- dóttir fræðslustjórar reyndust mér alltaf sérlega vel og sýndu þessari vinnu mikinn áhuga. Éinnig skóla- stjórn Langholtsskóla. Um vorið var bekkurinn minn síðan sér-prófaður munnlega í Ijóðum ummræddra skálda að viðstöddum prófdómara frá Menntamálaráðu- neytinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.