Morgunblaðið - 28.07.1989, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.07.1989, Blaðsíða 3
M0RGTOHI4.ÐIÐ- FÖ^TUDAGUft JÚU 1989 Bi 3 Fékk ekki aö hitta hömin Matarlystin og lyktarskynið Við skulum kalla hana Önnu. Hún er að verða fimmtug, en ber það ekki með sér frekar en svo margar jafnöldrur hennar í dag. Það kemur mér því á óvart þegar hún segist hafa verið djúpt sokkin í drykkju og lyfjaát fyrir að- eins fimm árum. Það eru tíu ár síðan hún skildi við manninn sinn og gaf honum eftir forráðaréttin yfir börnum þeirra þremur. Fimmt- án ára stúlku og tveimur átta ára drengjum. „Við vorum mjög ung þegar við byrjuðum saman, segir hún. Ég var bara fimmtán ára, hann nítján. Hann kom alltaf fram við mig eins og stóri bróðir. Stjórnaði mér alveg og tók stundum í mig ef ég hlýddi honum ekki. Við drukkum ekki meira en margt ungt fólki á þessum árum. Þá þótti fínt að reykja og drekka, en ekki að ræða tilfinningamálin opinskátt. Börnin komu ekki fyrr en síðar. Ég var orðin tuttugu og fimm ára þegar dóttir mín fæddist og rúm- lega þrítug þegar ég átti strákana. Við skildum einu sinni þegar dóttir okkar var þriggja ára, en við tókum aftur saman. Hann var alltaf á sjónum og ég því mikið ein með börnin. Við fjar- lægðumst þess vegna hvort annað smám saman. Þegar hann svo hætti á sjónum og byrjaði að vinna í landi gekk sambúðin ekki lengur. Hann vildi stjórna heimilinu og það vildi ég líka. Enda vön því á meðan hann var á sjónum. En ég var log- andi hrædd við hann og þorði ekki að standa upp í hárinu á honum. Það hafði alltaf verið léttir þegar hann fór út aftur eftir tvo þrjá daga í landi. “ Hún segir að þau hafi oftast drukkið um helgar. „Maður var farinn að titra á föstudögum.“ En helgarfylliríin voru sjaldnast nein skemmtun. „Hann hafði oft tekið í mig, en með tímanum varð tusk- ið að barsmíðum. Hann gerði það ofast fullur, en stundum var hann líka edrú. Ég var nokkrum sinnum flutt á slysadeild og eftir eitt skip- tið kom ég ekki heim aftur. Ég var lögð inn á geðdeild og þar var ég næstu mánuðina." Hún talar um það að á þessum árum hafi ekki verið til neitt kvennaathvarf og því ekki í nein hús að vernda. „Það er erfitt að útskýra þennan kvíða og þessa hræðslu sem lamar mann alveg þannig að maður er þess ekki megnugur að taka á móti eða yfir- leitt gera nokkuð. Ég gat því ekki hugsað mér að koma heim aftur. Ég hreinlega gat ekki meira. Það var gengið frá skilnaðinum á meðan ég var enn á geðdeild og hann notfærði sér ástand mitt til að fá mig til að skrifa undir að hann fengi forræðið yfir börnunum. Hann taldi mér trú um að það væri ekki rétt að skilja börnin að. Dóttir mín hefur alltaf verið pabba stelpa og ég býst við að hún hefði heldur kosið að vera hjá honum. Drengjunum fannst sem þeir hefðu valið sjálfir, en þeir voru auðvitað ekki nema átta ára. Mér finnst það undarlegt þegar ég hugsa um það eftir á að barna- verndarnefnd skuli ekki líka kanna hvernig ástandið er hjá hinum aði- lanum þegar svona stendur á, því faðir þeirra drakk alltaf mikið og gerir enn. Þegar rofað til hjá mér á þessum tíma þá fann ég fyrir mikilli sektar- kennd yfir því að hafa látið börnin mín frá mér. Ég jók drykkjuna og bókstaflega gekk fyrir áfengi og lyfjum, sem ég byrjaði að taka á geðdeildinni. Eg lifði í sjálfsmeð- aumkun og skömm og ásakaði sjálfa mig stöðugt. Ef allt hefði verið heiðskýrt hjá mér eins og það er í dag hefði ég gert allt til að halda börnunum. Það fylgir því al- veg óskaplegur tómleiki að hafa þau ekki hjá sér lengur. Það er eins og deyja andlega. Það var heldur ekki til að bæta ástandið að faðir þeirra lagði al- gjört bann við því að þau hittu mig. Ég mátti ekki fá strákana til mín um helgar og var ekki nógu mikil manneskja til að standa í því að fara fram á að fá að hitta þau. Enda alltaf logandi hrædd við hann. Það hindraði strákana þó ekki í að koma sjálfir þegar þeir gátu. Þeir urðu samt alltaf að leyna föður sinn þessum heimsóknum." Meðan á öllu ruglinu stóð tókst Önnu að koma sér upp sjálfstæð- um atvinnurekstri og halda honum nokkurn veginn gangandi. Hún hætti að drekka fyrir fimm árum og segir sjálf að hún hafi ekki átt neinna kosta völ þar sem hún hafi verið orðin mjög illa farin andlega og líkamlega. „Þá fyrst má segja að runnið hafi upp fyrir mér hvað ég var búin að gera mér og börnun- um mínum. Sektarkenndin helltist yfir mig því auðvitað hefði þetta ekki þurft að fara svona. En ég reyni að hugsa ekki alltof mikið um það sem ekki verður breytt." Ég spyr hana hvort drengirnir hafi ekki viljað fá að flytja til henn- ar þegar hún var hætt að drekka. „Þeir gerðu það ekki, enda held ég að þeir hafi átt í baráttu við sjálfa sig um það að gera ekki upp á milli okkar foreldranna. Annar þeirra flutti reyndar til mín fyrir rúmu ári síðan.“ Allan þennan tíma segist hún alltaf hafa gætt þess að vera við ef þeir skyldu þurfa á henni að halda. „En þeir sækja til mín á annan hátt eftir að ég hætti að drekka segir hún. Þeir hafa heldur aldrei verið haldnir beiskju í minn garð. Þeir eru öðruvísi en dóttir mín, sem er ekki sátt við mig enn þann dag í dag. Henni finnst ég vera aumingi og lélegur pappír. Samband okkar er stirt, við getum helst ekki talað saman án þess að allt fari í háa loft.“ Þegar ég spyr hána um álit ann- arra á því að hún fékk ekki börnin sín eftir skilnaðinn, segir hún að sér hafi fundist fólk ásaka sig. Og ekki síst þá ásakaði hún sig sjálf. Hún hikar ekki við að segja að margt hefði mátt betur fara, en það hafi líka margt breyst í þjóð- félaginu á ekki lengri tíma. Fólk fari fyrr í meðferð en áður, kvenna- athvarf hafi síðar komið til sögunn- ar og konur standi auk þess betur á rétti sínum en áður og séu sjálfs- stæðari. Sjálf gengur hún ekki lengur um gruflandi í fortíðinni. Hún hætti með reksturinn fyrir tæpum tveimur árum og vinnur nú hjá öðrum. Segir það hafa ver- ið síðustu forvöð að breyta til. MEO Gengur illa að hafa stjórn á matarlystinni? Hér koma nokkur ráð til þeirra sem eiga erfitt með að hafa hemil á henni, en við ábyrgjumst ekki árangur sé farið eftir þeim. Það er bandaríski næringarfræðingurinn Alan R. Hirsch við Smell & Tast Treat- ment Foundation, sem segir að lykt hafi áhrif á matarlystina og svona á að fara að því: 1 • Þefaðu fimm sinnum af hverj- um matarbita áður en þú stingur honum upp í þig. Smá snas send- ir skilaboð um mat upp til heilans sem kæfir matarlystina. 2* Þegar þú færð þér drykk, blástu þá í gegnum rör áður en þú byrjar að drekka. Bólurnar leysa úr læðingi ilm drykksins sem deyfir hungrið. 3« í stað þess að nasla, nasaðu! Geymdu súkkulaðibita í skrif- borðsskúffunni þinni - og þegar löngunin í súkkulaði kemur yfir þig, þefaðu þá af honum. Þú verður undrandi yfir áhrifunum sem sterk súkkulaðilyktin hefur. 4» Því sterkari sem ilmurinn er, því betur stjórnar hann matar- lystinni. Þegar þú ert að reyna að léttast, veldu þá mat með sterku kryddi, eins og til dæmis hvítlauk. Var einhver að segja að matar- lykt æsti uppi í manni hungrið? MEO Guðbjörg er 24 ára og utan að landi. Hún eignaðist dreng árið 1984, þá tæplega tvítug. Áður er dreng- urinn varð ársgamall slitu hún og barnsfaðir hennar samvistum. Fyrst var drengurinn hjá henni, en þar sem ekki var neina vinnu að fá í héraðinu fór hún til Reykjavíkur. „Þegar ég sá fram á að geta ekki haft barnið hjá mér í bænum bauðst mamma til að taka strákinn. Þegar faðir hans lýsti sig síðan tilbúinn til að hafa hann þá fannst mér það eðlileg- ast. Hann var í góðri aðstöðu, er bóndi og býr með foreldrum sínum. Drengurinn hefur því ekki aðeins föður sinn heldur einnig afa og ömrnu." Ekki voru allir ættingjar og vin- ir Guðbjargar hrifnir af þessari ákvörðun. „Viðbrögð fólks voru mjög misjöfn og margir ættingjar brugðust illa við. Þeir töldu mig aðeins vera að hugsa um sjálfa mig. Eins og ég vildi bara verða laus og liðug til að geta farið út að skemmta mér. Mér fannst vera litið niður á mig. Ég var auðvitað ung. Ekki tvítug þegar ég eignaðist hann. Fólki fannst ég því vera krakki sem þyrfti að rasa út. En það var þungbært að skiljá svona við hann og ég átti í miklu sálarstríði fyrsta árið. Var niðurbrotin og fannst ég ómöguleg móðir, að geta ekki séð um barnið mitt. Hann var erfitt ungbarn. Oft veikur og ég var alltaf með hann hjá læknum. Hann svaf ekki heila nótt. Þetta var mikið álag og ég var orðin úttauguð. Það var þó ekki þetta sem skipti mestu máli Hún vildi verba laus og lidug - var álit ættingjanna að ég tók þá ákvörðun að láta hann til föður síns. Vinnan sem ég fékk í bænum var á skrifstofu, ég var óvön slíkum störfum og kaupið því ekki upp á marga fiska. Þegar ég var búin að borga leigu og kaupa í matinn var ekkert eft- ir. Ekki einu sinni peningur til að fara í bíó. Það .var því fátt sem ég gerði utan vinnutíma, enda endist ég ekki í bænum út árið. Ég veit ekki hvernig ég hefði átt að fara að því að sjá fyrir stráknum líka. Mér fannst að til- finningalega gæti ég ekki haft hann í bænum þar sem hann væri hjá dagmömmu allan dag- inn. Fannst hann fengi meiri at- hygli hjá pabba sínum. Eg hitti hann samt alltaf um helgar. .Fór oft austur og pabbi hans kom oft með hann. Sam- komulagið á milli okkar hefur ver- ið gott, enda væri þetta varla hægt öðruvísi. Það hefur aldrei verið gengið frá neinu lagalega og forræðið er ennþá hjá mér. Ég er samt ekki alveg viss hvar ég stæði ef ég ætlaði að fara fram á að fá hann til mín. Ég held þó að móðurrétturinn sé ansi sterk- ur, jafnvel þótt barnið sé búið að eiga lögheimili lengi hjá föður sínum. Ekki það að ég hafi hugs- að mér að krefjast þess. Hann unir hag sínum vel í sveitinni. Er vanur að fara um allt með pabba sínum og líður ekki of vel þar sem hann getur ekki valsað um að vild. Ég gæti varla farið að gera honum það að taka hann burt úr sveitinni. Hann yrði þá líka að fara í pössun og þar sem ééj vinn óreglulegan vinnutíma væri það ekki auðvelt. Ég er samt ekki tilbúin til að afsala mér forræðinu. Éjg er hrædd um að þá verði lagðar á mig skyldur og farið að segja mér hvenær ég megi heimsækja hann og hvenær ekki. Ég óttast að það gæti orðið erfiðara að komast að samkomulagi. Auðvitað er mikill þvælingur á stráknum. Ég sæki hann þegar ég á frí og hann er kannski tvær nætur hjá mér og síðan í viku hjá pabba sínum. Hann verður stund- um argur þegar ég er að tala við hann í síma yfir að geta ekki feng- ið mig þegar hann vill, en hann er alltaf tilbúinn til að koma þeg- ar ég kem til að ná í hann. Yfir- leitt er þetta lítið mál hjá honum, enda eðlilegt í hans augum. Hann þekkir ekki annað. Það gæti þó breyst þegar hann verður eldri og byrjar í skóla. Ég hef stundum áhyggjur af því að hann sé að velta því fyrir sér af hverju ég hafi yfirgefið hann. En þetta er auðveldara eft- ir því sem hann eldist. Núna er hægt að tala um þetta við hann.“ Eg spyr hana af hverju hún haldi að feður virðist eiga auð- veldara með að slíta öllu sam- bandi við afkvæmi sín en mæð- urnar. „Ég hugsa ekki að karl- menn skorti tilfinningar til barn- anna sinna, heldur að þeir eigi auðveldara með að loka á þær. Ég er líka sannfærð um að það er öðruvísi tilfinningaband milli móður og barns en föður og barns. Þó ekki væri nema af því móðirin gengur með barnið og elur.Ég gæti ekki hugsað mér að hitta ekki son minn nema tvisvar í mánuði. Það væri of erfitt." Hún segir að það sé sérstak- lega eldra fólk sem finnist skrýtið að hún skuli ekki vera með barn- ið sitt hjá sér. „Ég held það sé gamaldags hugsunarháttur sem fólk er alið upp við. Því finnst að barn eigi að fylgja móður sinni." MEO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.