Morgunblaðið - 17.08.1989, Page 40

Morgunblaðið - 17.08.1989, Page 40
40 BOLTAR SKRUFUR, FESTINGAR Landsins mesta úrvaí - Yfir 15.000 vörunúmer á lager! Ennfremur úrval rafmagns-oghandverkfæra ^Heildsala — Smásala. STRANDGOTU 75, HAFNARFIROI ________SJMli 6,5 29,65______ ELFA IvorticeI viftur í úrvali Loftviftur - baðherbergisviftur - eldhúsviftur - borðviftur - röraviftur - iðnaðarviftur Hagstætt verð., _____________ Einar Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28. Sími 16995. TJöfðar til X X fólks í öllum starfsgreinum! fclK f fréttum MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1989 Tveir ungir Sovétmenn halda á bandaríska fánanum á mestu rokkhátíð sem haldin hefur verið í Sov- étríkjunum. HOLLYWOOD Liz Taylor sendir frá sér herrailm Margur myndi telja að nafn leikkonunnar Elizabeth Taylor væri nógu vel þekkt en hún hefur leikið í kvikmyndum frá barnsaldri. Á síðasta ári var sett á markað ilmvatn sem ber nafn hennar og nú fer að koma í verslanir herrailmur sem kallast „Liz Taylors Passion for Men.“ En þeir sem sjá um markaðssetn- ingu ilmsins finnst greinilega ekki vanþörf á að auglýsa nafn- ið rækilega og ætla að vetja sem samsvarar fjórum milljörð- um íslenskra króna til að vekja athygli á vörunni. ROKK Mestu hljómleikar í sögri Sovétríkjanna Rúmlega 100.000 manns komu á tveggja daga rokkhátíð á Lenín-leikvanginum í Moskvu um helgina. Hátíðin var liður í barát- tunni gegn eiturlyíja- og áfengis- neyslu. Nokkrar þekktar þunga- roickshljómsveitir frá Vesturlöndum léku á hátíðinni, til að mynda Bon Jovi, Ozzy Ozbourne og Scorpions. Einnig komu fram sovéskar hljóm- sveitir, svo sem Gorkíj-garður og SSSR. Aðgöngumiðinn kostaði 10 rúblur, eða um 960 ísl. kr. Þetta voru mestu hljómleikar sem haldnir hafa verið í Sovétríkjunum, en rokk- tónlistin nýtur vaxandi virðingar þótt hún hafi áður verið talin and- sovésk og því óæskileg. Lögreglan var með mikinn viðbúnað á leik- vanginum og fór hátíðin vel fram. Ágóðanum verður varið til barát- tunnar gegn ofneyslu eiturlyfja og áfengis í Sovétríkjunum og Banda- ríkjunum. David Lewis, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar, sagði að slíkir hlómleikar væru besta leiðin til að vara unga Sovét- menn við hættunni af eiturlyfjum. „Sovétmenn beijast nú gegn þess- ari vá með sömu þekkingu og við höfðum árið 1965 þegar við gerðum okkur fyrst grein fyrir hrikalegum afleiðingum ofneyslu eiturlyfja," bætti hann við. Þegar hiti færðist í leikinn afklæddist einn af áhorfendunum og var honum þegar í stað vikið af leikvanginum. SJÓNVARP Fjölskyldu- bönd Sjónvarpsþættirnir „Fjöl- skyldubönd" náðu miklum vinsældum bæði hér á landi og í Bandaríkjunum en þar hafa þeir verið sýndir vikulega í sjö ár. Framleiðslú þáttanna var hætt síðasta vor en um iíkt leyti varð ( Michael J. Fox sem lék soninn í þáttunum sjálfur pabbi. Tina Yot- hers sem lék litlu systur hans er nú orðin sextán ára gömul og hefur breytt ímynd sinni talsvert frá því sem var í sjónvarpsþáttun- um. Hún hefur stofnað kvenna- hljómsveit sem heitir „Magic“ og hefur verið á hljómleikaferð í sum- ar. Hún gaf sér þó tíma til að vera við opnun nýs skemmtigarðs „Splash Mountain“ í Disneylandi í Kalifomíu. Með henni var kær- astinn hennar, leikarinn Patrick Dancy. Tina Yothers með kærastanum sínum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.