Morgunblaðið - 17.09.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.09.1989, Blaðsíða 14
51 14 eser 5i33Marrq33 ,ti fluoAaimnua giGAjanuoaoM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1989 LANGÞRAÐUR DRAUMUR RÆTTIST ÞEGAR FRIID FlOra FRA FÖDURLANDINU Texti og myndir: Anna Bjarnadóttir LAGLEG FIMM ára stúlka gæddi sér á súkkulaði úr nestispakka sem sjálfboðaliðar Rauða krossins gáfii henni og horfði í kringum sig við landamæri Vestur- Þýskalands. Hún gerði sér enga grein fyrir hversu merkileg stund þetta var í lífi hennar og fjölskyldu. Hún lagði af stað í frí til Balatonvatns í Ungverjalandi frá Thiiringen-héraði í Austur- Þýskalandi á sunnudaginn fyrir viku. Þá um kvöldið var greint frá því að ungverska sljórnin hefði ákveðið að opna landamærin til vesturs fyrir Austur-Þjóðverja. Foreldrar stúlkunnar og afi hennar og amma urðu strax sammála um að yfirgefa foðurland sitt í stað þess að fara í frí. Fjölskyldan gisti eina nótt í Bratislava í Tékkóslóvakíu en ók síðan Skódanum sem leið lá til Austurríkis og stystu leið til Sambandslýðveldisins. mman á ættingja í Hessen. Þeir búa aðeins 7 km frá gamla heimilinu í Thiiringen — en vestan við landa- mærin. Hún fékk einu sinni að heimsækja þá þegar móðursystir hennar var enn á lífi en henni hefur verið neitað um fararleyfi síðan. Mágur móður hennar og börnin hans eru ekki skyldmenni hennar samkvæmt austur-þýskum reglum. Fjölskyldan ætlaði beint til þessara ættingja í Hessen. Hún hafði bara útilegubúnað og nauðsynlegasta klæðnað meðferðis en kveið samt ekki framtíðinni. Afinn, sem er 49 ára vélsmiður, sagðist vera sann- færður um að fá eitthvað að gera. Margir jafnaldrar hans myndu hika við að byija alveg upp á nýtt en hann sagðist ekki óttast neitt. „Hvaða ánægju hefðum við haft af öruggu lífi í íbúðinni fyrir austan ef þau hefðu flúið land án okkar?" spurði hann og horfði á dótturdótt- ur sína. 18 ára sonur eftir heima Flestir þeirra þúsunda Austur- Þjóðveija sem streymdu frá Ung- veijalandi til Vestur-Þýskalands í vikunni eru ungt fólk og börn. Fólk- ið kom á einkabifreiðum, í rútum og lestum. Hver Trabantinn og Wartbúrginn eftir annan rúllaði inn í landið. Ganghljóðið í mörgum lof- aði ekki góðu en þeir höfðu það af. Sérstök bensínblanda fyrir Trab- anta var í boði á bensínstöðvum í Austurríki og við landamærin. Þeir menga loftið meira en leyfilegt er í Vestur-Þýskalandi en Zimmer- mann, innanríkisráðherra, sagði í vikunni að það yrði gerð undantekn- ing frá reglunni. Þessar svo kölluðu „plastbombur" mega því aka um þýska vegi við hlið hinna gljáandi vestrænu bíla. Kyrrlát gleðistemmning ríkti við landamærin í Passau í Vestur- Þyskalandi. Sjúkravagn Rauða krossins var til staðar og 'sjáif- boðaliðar með kaffi, nesti og 50 v-þýsk mörk (um 1.600 ísl. kr.) frá Friedland-hjálparstofnuninni. Landamæraverðirnir voru vingjarn- legir. Þeir rétt litu á persónuskilriki og afhentu upplýsingabréf og blað sem flóttamennirnir gátu fyllt út til að láta skrá sig. Fólkið steig þreytt út úr bílunum eftir 400 km ferð frá Búdapest. Það var bros- milt en hrært yfir að vera loks kom- ið þangað sem marga hafði dreymt um að komast en aldrei þorað að vona að þeir kæmust fyrr en tæki- færið bauðst í Ungveijalandi um miðjan ágúst. „Það er undarleg til- finning að vera hérna,“ sagði kona um fertugt sem skildi einbýlishús með sundlaug og 18 ára son eftir heima. „Eg vona að þeir setji hann ekki á götuna. Það veit enginn að við hjónin erum hér. Nú verð ég að hringja í mömmu og segja henni hvar ég er. Sú verður hissa.“ Óvissa í flórar, fimm vikur Flestir höfðu beðið í lengri eða skemmri tíma í flóttamannabúðum í Ungveijalandi. Yngri börnin héldu að þau væru í venjulegri útilegu. Foreldrar 12 ára drengs sögðu hon- um að þau væru að fara í þijá daga til Búdapest daginn sem þau flúðu land. Þegar þau báðu leigubílstjór- ann á flugvellinum að aka í Zuglig- et-búðirnar í úthverfi borgarinnar áttaði strákurinn sig fyrst á hvað til stóð. „Hann var bara hress með það,“ sagði móðirin. Rauði krossinn og hjáiparstofnun Mölturiddara reistu fyrstu búðirnar í Búdapest 12. og 13. ágúst eftir að vestur-þýska sendiráðið var orð- ið yfirfullt af flóttamönnum og Austur-Þjóðveijar voru farnir að tjalda fyrir utan það. Hundrað flóttamenn í sendiráðinu fengu ferðaskilríki frá Alþjóða Rauða krossinum í Genf að ósk vestur- þýskra stjórnvalda í lok ágúst og fóru til Sambandslýðveldisins. En tvö til þijú hundruð flóttamenn héldu áfram að leita í flóttamanna- búðirnar í Búdapest á dag. Þeir voru orðnir 6.500 í lok síðustu viku og dvöldust á tveimur stöðum í borginni og í ferðamannabænum Zanka við Balatonvatn. Fólkið beið í óvissu en allir voru harðákveðnir að fara ekki aftur til Austur-Þýskalands. Það hló að til- raunum fulltrúa austur-þýska sendiráðsins til að fá það til að snúa aftur. Það var orðið lang- þreytt á að láta stjórnvöld hugsa fyrir sig og segja sér fyrir verkum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.