Morgunblaðið - 22.09.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.09.1989, Blaðsíða 40
\ea\ EINKAREIKNINGUR ÞINN í LANDSBANKANUM m FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Bylgjan kaup- ir þrotabú Stjörnunnar BÚSTJÓRI þrolabús Hljóðvarps h/f, sem rak útvarpsstöðina Stjörnuna, undirritaði í gær- kvöldi kaupsamning við Islenska útvarpsfélagið, sem rekur Bylgj- una, um kaup á eignum þrotabús- ins. Brynjólfur Kjartansson bústjóri staðfesti þetta í gærkvöldi og sagði samninginn undirritaðan með fyrir- vara um samþykki skiptaráðanda. Hann vildi ekki gefa upp kaupverð að svo stöddu. Að sögn Brynjólfs Kjartanssonar mun Islenska út- varpsfélagið taka við rekstrinum klukkan 15 í dag. Vatni hleypt á Nesjavalla- æðina í fyrsta skipti VATNI var hleypt á Nesjavalla- æð í gær í fyrsta skipti. Var það gert til þess að þrýstiprófa leiðsluna. Stefht er að því að Nesjavallavirkjun verði tilbúin til tilraunareksturs í júní á næsta ári og veturinn 1990- 1991 verði vatn frá Nesjavöllum byrjað að hita upp hús Reyk- víkinga. Nesjavallaæð er 27 kílómetra leiðsla sem liggur frá Nesjavalla- virkjun í Grafningi að hitaveitu- geymunum í Grafarholti fyrir ofan Reykjavík. Köldu vatni úr Bullaug- um var dælt inn á leiðsluna í gær til þrýstiprófunar. Leiðslan var þrýstiprófuð frá Grafarholti upp undir Hengisfjöll, eða um 23-24 km af leiðslunni. Mikill þrýstingur var settur á leiðsluna til að kanna hvort suðusamskeyti haldi. Ef allt reynist í lagi verður byijað að ein- angra leiðsluna. Að sögn Árna Gunnarssonar yfirverkfræðings Hitaveitu Reykjavíkur er Nesjavallaveitan á áætlun. Tilraunarekstur hefst í júní á næsta ári og ef áætlanir standast verður 100 megavatta virkjun tilbúin fyrir veturinn 1990-1991. Þá mun heitt vatn, sem runnið hefur í 27 km leiðslu frá Þingvöllum, byija að hita upp hús á höfuðborgarsvæðinu. Seðlabankaaðstoð vegna kaupa Landsbanka á Samvinnubanka: Morgunblaðið/Frímann Ólafsson Eftir velheppnaða æfíngu SLOKKVILIÐ Grindavíkur stendur atvinnuliðum síst að baki að mati starfsmanna Brunamálastofnunar íslands. Þetta kom í ljós þegar starfsmenn Brunamálastofnunar voru á ferð í Grindavík nýlega og fylgdust með æfingu hjá slökkviliðinu. Þorkell Guðmundsson slökkvi- liðsstjóri var mjög ánægður með sína menn að lokinni æfingu og á myndinni er hann ásamt Guðmundi Haraldssyni og'Guðmundi Bergs- syni. Þorkell sagði að 24 fastamenn og 3 varamenn væru í slökkvilið- inu sem æfði reglulega einu sinni í mánuði. Hann gat þess að lokum að ný 450 fermetra slökkvistöð yrði vígð í haust sem breyta muni aðstöðu slökkviliðsins að miklum mun. Losað um reglur um lausafjárstöðu og bindiskyldu? LANDSBANKI íslands mun væntanlega fara þess á leit við Seðla- bankann, að hann aðstoði Landsbankann við kaup bankans á Sam- vinnubankanum, með því að hliðra til með „þær skyldur sem eru á viðskiptabönkunum, varðandi lausafjárstöðu, bindiskyldu og fleira,“ eins og Valur Arnþórsson, Landsbankasljóri og fyrrver- andi stjórnarformaður Sambands íslenskra samvinnufélaga kemst að orði í viðtali við Morgunblaðið í dag. Hann segir að ekki sé verið að ræða um að „parkera" 1,6 millj- arða skuld Sambandsins í Sam- vinnubankanum í Seðlabankanum til 15 ára, eins og forsætisráð- herra hefur komist að orði. Valur Arnþórsson segir, að til greina geti komið, að aðrir viðskiptabank- ar komi inn í kaupin á Samvinnu- bankanum, þar sem það félli vel að útibúakerfi þeirra, og taki þá Sambandið að einhveiju leyti í við- skipti. Þannig mætti dreifa skuld- um Sambandsins. Sjá viðtal við Val: Vinn ekki að björgun Sambandsins, held- Sala á þurrkuðum þorskhausum: Ekkert hefiir verið selt af framleiðslu Herðis hf. ur hagsmunamálum bankans, bls. 16. Lands- Blönduós: Hlutafélag stofio- að um kaup á bát FJÖLMENNUR undirbúnings- fundur var haldinn á Blönduósí í gærkvöldi um stofnun almenn- ingshlutafélags um kaup á 103 tonna bát, Ófeigi VE 324 til Blönduóss. Ófeigur Gestsson bæjarstjóri á Blönduósi upplýsti að hlutafé þyrfti að vera 20 milljónir og lægju nú fyrir loforð upp á um 14 milljónir. Ofeigur VE 324 kostar 70 milljónir með 469 t. kvóta. Góð samstaða er á Blönduósi og í nágrannasveitarfé- lögum um kaupin. Blönduósbær verður stærstur hluthafa í hinu nýja útgerðarfyrirtæki en ekki er ljóst hvert framlag Svínavatns- og Torfa- lækjarhreppa verður. j(-)n gj^ EKKERT hefur enn verið selt af þeim 120 tonnum af þorskhausum sem Herðir hf. í Fellahreppi á Héraði hefur þurrkað frá því í apríl síðastliðnum þegar fyrirtækið tók til starfa. Asiaco hf. hefúr verið að reyna að selja framleiðsluna til Nígeríu en erfiðlega hefur geng- ið að fá bankaábyrgðir vegna sölunnar þar sem Nígeríumenn skort- ir gjaldeyri, að sögn Magnúsar Ó. Schram, aðstoðarframkvæmda- stjóra Asiaco. Fyrirtækið býst þó við að bankaábyrgðir vegna sölunn- ar fáist bæði í Kanada og Bretlandi. „Þorskhausanir verða ekki fluttir út án bankaábyrgðar. Mjög sterkar líkur eru hins vegar til þess að þetta sé að smella í liðinn og þessir hlut- ir ættu að skýrast innan fárra daga,“ sagði Magnús Ó. Schram. Pálmi Kristmannsson, fram- kvæmdastjóri Herðis hf., sagði að enginn hefði átt von á að sala á þurrkuðum þorskhausum brygðist, því alít árið 1988 og fram á þetta ár hefði verið jöfn og góð afskipun á þorskhausum. „Við höfum fengið þorskhausa allt frá Djúpavogi til Borgarfjarðar eystri og reiknum með að geta unnið 300 tonn af þorskhausum á ári,“ sagði Pálmi. Hann sagði að 9 manns hefðu unn- ið hjá fyrirtækinu í sumar. „Við þurrkum einnig saltaðan bútung sem Sölusamband íslenskra fisk- framleiðenda selur fyrir okkur til franskrar eyju í Indlandshafi." Nígeríumenn greiða nú 70 Bandaríkjadali fyrir kílóið af haus- um með klumbu og 60 dali fyrir hausa án klumbu, sem er 10% lægra verð en í fyrra, að sögn Sigurðar Njálssonar hjá Sambandinú. „Nígeríumenn greiða svipað verð fyrir skreið og í fyrra. Hins vegar fæst 5-11% lægra verð í Banda- ríkjadölum fyrir skreið sem seld er til Ítalíu,“ sagði Sigurður. Hannes Hall, framkvæmdastjóri Samlags skreiðarframleiðenda, sagði að í Nígeríu væri 10% tollur á þorskhausum en 50% á skreið. Hannes sagði að nú væri erfiðara en í fyrra að fá bankaábyrgðir fyr- ir þorskhausum og skreið til Nígeríu vegna skorts á gjaldeyri þar. Morgunblaðid/Einar Falur Mustava Coka. Vill hæli sem Belgískt fyrirtæki vill kaupa bílabirgðir af umboðimum hér TVEIR fulltrúar belgísks fyrirtækis voru á ferð hér á landi fyrr í vik- unni og Ieituðu eftir því að kaupa bíla, sem islensku bílaumboðin áttu óselda af eldri árgerðum. Eftir þvi sem næst verður komist buðu þeir staðgreiðslu, en mjög lágt. verð. Óljóst er hvort þeir ætluðu að selja bílana og ekki hefur frést af neinu umboði sem hefur selt þeim. Morgun- blaðið hefur þó frétt, að eitt umboð heldur þeim möguleika opnum. Belgarnir virðast hafa komið að máli við talsmenn flestra eða ailra umboðanna. Af samtölum við nokkra forsvarsmenn umboðanna má ráða, að Belgarnir segðu ekki alls staðar sömu söguna um hvað yrði um bílana að viðskiptum loknum, ýmist að selja ætti þá í Belgíu, suður til Italíu eða til Afríku. Eyjólfur Brynjólfsson fram- kvæmdastjóri Jöfurs segir að þeir hafi helst viljað Cherokee-jeppa og sagst ætla að selja þá til Ítalíu. Ey- jólfur segist hafa tjáð þeim að slíkt bryti í bága við samninga framleið- anda og umboðsfyrirtækis á því sölu- svæði, en þeir sagt að fyrir því væri séð. „Mér fannst það á lyktinni að það ætti að selja bílana til Afríku, eða annarra landa sem eru á bann- lista,“ sagði Eyjólfur. Belgarnir gengu bónleiðir til búðar frá Jöfri, þar sem engan bíl var að fá. Þeir heimsóttu einnig Svein Egils- son hf. og segir Þórir Jónsson for- stjóri að þeir hafi helst viljað Fiat og enga fengið. Hann kveðst ekkert hafa haft til að selja þeim. Bjarni Ólafsson hjá Bílvangi segir að ekki hafi verið lokað á að selja þeim, en hins vegar hafi ekki verið gengið frá neinu slíku. „Enda eru þetta ekki viðskipti sem maður stekk- ur á,“ sagði Bjarni. Hann sagði þá hafa boðið mjög lágt verð. Við- mælendur Morgunblaðsins voru allir undrandi á að Belgarnir gerðu sér ferð hingað til lands að leita eftir þessum viðskiptum, sérstaklega í ljósi þess, að í Belgíu og einkum í nágrannalandinu Lúxemborg, eru bílar mun ódýrari en hér á landi. Ein skýring gæti verið að þeir leituðu eftir bílum sem takmarkað framboð er af í Evrópu, eins og Fiat og Cherokee, önnui' að þeir séu að út- vega bíla á einhvern „gráan" mark- að, að mati viðmælenda blaðsins. Árni Bjarnason hjá íslensku umboðssölunni sagði að mun meira hefði verið framleitt af þorsk'naus- um fyrir Nígeríumarkað í ár en í fyrra, svo og skreið fyrir Ítalíu- markað. Hins vegar hefði lítið verið framleitt af skreið fyrir Nígeríu- markað, bæði í ár og í fyrra. Árni sagði að verðbólga í Nígeríu væri mjög mikil og meðallaun þar væru einungis 30-40 Bandaríkjadalir á mánuði, eða 1.800 til 2.400 krónur. Til Nígeríu voru seld samtals 2.040 tonn af þorskhausum fyrir 140 milljónir króna í fyrra. Haus- arnir hafa nær eingöngu verið seld- ir til Nígeríu og undanfarin ár hafa stærstu útflytjendurnir verið ís- lenska umboðssalan, Sambandið og Samlag skreiðarframleiðenda. í fyrra voru seld samtals 1.485 tonn af skreið fyrir 589 milþ'ónir króna-, þar af 954 tonn til Italíu fyrir 489 milljónir kt'óna og 402 tonn til Nígeríu fyrir 50 milljónir kr. pólitískur flóttamaður TYRKNESKUR Kúrdi æskti hér hælis sem pólitískur llóttamaður undir lok júlí. Útlendingaeftirlitið yfirheyrði manninn í sumar og mál hans er nú til umfjöllunar í dóms- málaráðuneytinu. Kúrdinn Mustava Coka segist hafa flúið frá Tyrklandi 1986 og hefur síðan verið í Danmörku og Noregi. Hann dvelst nú á sveitabæ í Austur-Húnavatns- sýslu. Að sögn Karls Jóhannssonar hjá útlendingaeftirlitinu höfðu norsk yfirvöld ákveðið að synja Coka um landvistarleyfi en úr- skurðurinn ekki verið birtur hon- um með formlegum hætti þegar hann fór til íslands. Sjá bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.