Morgunblaðið - 14.10.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.10.1989, Blaðsíða 13
■MOKGUNBLAIW l-Ai;GARpAUl:H 1L;QKTfJBjBiý 1.989. Ásgeir Gunnars- son - Kveðjuorð Fæddur 12. nóvember 1941 Dáinn 6. október 1989 „Enginn veit hvar línan liggur lífs og dauða milli." Þessar ljóðlínur komu upp í hug- ann, þegar þau óvæntu sorgartíð- indi bárust, að Ásgeir væri látinn. Slíkar fréttir valda vangaveltum um líf og dauða. Upp vakna spurning- ar, _sem seint fást svör við. Ásgeir fæddist þann 12. nóvem- ber 1941, sonur þeirra sæmdar- hjóna Valgerðar Stefánsdóttur og Gunnars Ásgeirssonar, stórkaup- manns. Ekki er ætlunin að rekja æviatriði Ásgeirs í smáatriðum, enda brestur þekkingu til þess, heldur færa með þessum fáu orðum þakklæti fyrir langa og ánægjulega viðkynningu og samstarf. Ásgeir lauk tæknifræðiprófí frá Göteborgs Tekniske Institut í Gautaborg vorið 1963. _Hann starf- aði síðan hjá Gunnari Ásgeirssyni hf. við ýmis störf vegna Volvo- umboðsins, sem fyrirtækið hafði þá með höndtim. Þegar ákveðið var árið 1968 að skilja rekstur bílaum- boðsins frá öðrum rekstri fyrirtæk- isins, var bílafyrirtækið Veltir hf. stofnað og var Ásgeir forstjóri þess frá upphafi. Mér er kunnugt um að þeir fulltrúar Volvo, sem áttu aðild að stofnun fyrirtækisins, ósk- uðu eindregið eftir því að Ásgeir tæki að sér forystu þess, aðeins 27 ára gamall, svo mikið traust hafði hann þá þegar áunnið sér. Það þarf ekki að orðlengja það, að fyrirtæk- ið dafnaði fljótt og vel í höndum hans og samstarfsmanna hans. Það varð í hópi stærstu bifreiðaumboða landsins. Það ávann sér traust fjöl- margra viðskiptavina um allt land fyrir lipra og ágæta þjónustu. Á ýmsan hátt var fyrirtækið undir stjórn Ásgeirs í fararbroddi bif- reiðainnflytjenda í uppbyggingu góðrar þjónustu við bifrelðaeigend- ui' allt í kringum landið. Að vonum skiluðu svo vönduð vinnubrögð sér í miklum vinsældum Volvo hér á landi. Vegna starfa fyrir Bílgreina- sambandið á þessum árum, fylgdist ég náið með þessari þróun og er mér ljúft og skylt að geta þessa merka uppbyggingarstarfs Ásgeirs. Ásgeir var mikill félagsmálamað- ur og var hann eftirsóttur til félags- forystu, enda vel til þeirra starfa fallinn. Hann tók öflugan þátt í starfi Junior Chamber-hreyfingar- innar frá upphafi og hlaut m.a. æðstu viðurkenningu hennar. Hann var þátttakandi í stofnun samtaka psoriasis- og exemsjúklinga og var ötull liðsmaður lengst af, að mér er tjáð. Þá starfaði hann um tíma á vettvangi Sjálfstæðisflokksins sem formaður viðskipta- og neyt- endanefndar og skilaði dijúgu starfi. Einnig var Ásgeir félagi í Frímúrarareglunni. Ásgeir tók sæti í varastjórn Toll- vöi-ugeymslunnar hf. vorið 1987 og í aðalstjórn vorið 1988. Hann tók virkan þátt í störfum stjórnarinnar frá byijun og kynnti sér vel þau málefni, sem voru til meðferðar hveiju sinni. Hann var tillögugóður og já- kvæður í umijöllun um menn og málefni. Hann tókst m.a. á hendur kynnisferð fyrir fyrirtækið í vor sem leið til Stokkshólms ásamt fleirum, ferð, sem hefur fætt af sér ýmsar nýjar hugmyndir um starfsemi Toll- vörugeymslunnar, sem mun koma í ljós á komandi árum. Það var leitun að öðrum eins manni til samstarfs, sem gaf sig allan í starfið á jafn óeigingjarnan, hógværan og prúðmannlegan hátt. Ásgeir var einstakt ljúfmenni í við- kynningu, prúður, en þó fastur fyr- ir. Hann var hlýr í viðmóti og þægi- legur í allri umgengni, maður sátta og réttsýni. Hann hafði mikla yfir- sýn yfír ijölbreytilegustu málefni, aldrei smár í hugsun, en þó raun- sær. Hann var nákvæmur og sam- viskusamUr, hjálpfús með afbrigð- -um. Hann var listrænn, teiknari góður og orti ljóð í tómstundum, en flíkaði lítt. Ásgeir var kvæntur Guðlaugu Konráðsdóttur og áttu þau eina dóttur, Valgerði. Við samstárfsmenn Ásgeirs í stjórn Tollvörugeymslunnar hf. og starfsfólk hennar minnumst hans með þakklæti, hlýhug og virðingu og við sendum öllum aðstandendum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Júlíus S. Ólafsson Sumir eiga auðvelt með að um- gangast fólk og eignast vini en öðrum gengur það miður. Til þess að eignast góða vini og félaga verða menn að gefa af sjálfum sér og það var einmitt ríkur eiginleiki og ósjálfráður hjá Ásgeiri Gunnars- syni. í gegnum árin hafði Ásgeir starf- að mikið að félagsmálum og var þar oftast í fremstu röð og for- svari, hugmyndaríkur og skipulagð- ur í flestu því sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var heimsborgari í hugsun óg ræddi oft um það, að við íslend- ingar ættum að láta af minnimátt- arkennd gagnvail stórþjóðum og hasla okkur völl á sem flestum svið- um út í hinum stóra heimi. Eitt var það sem að við Ásgeir unnum að saman í sumarbyijun, það var smíði og útfærsla á hug- mynd Ásgeirs að þríkrossinum, táknmynd heilagrar þrenningar smíðað í. rauðu-, gulu- og hvíta- gulli. í þessari einu hugmynd sam- einuðust margir góðir eiginleikar Ásgeirs. Góð hugmynd sem skyldi framleidd og seld, samtök blindra áttu að njóta góðs af sölunni hér á landi og meiningin var að selja þennan þrílita gullkross út um allan heim og blindir í hveiju því landi sem krossinn yrði seldur í nytu góðs af. Þetta er lýsandi dæmi. Ásgeir var vel hagmæltur og frumlegur greinahöfundur sem horfði oft á hlutina frá öðru sjónar- horni en aðrir. Þessi ágæti drengur í orðsins bestu merkingu er nú horfinn til Austursins eilífa. Minningin um Ásgeir og hugsmíðar hans munu lifa um ókomna tíð. Eg vil persónulega og fyrir hönd okkar allra, félaganna í STOÐ þakka samfylgdina og við biðjum góðan guð að blessa eiginkonu hans og dóttur. Sigurður G. Steinþórsson gullsmiður. Í gær, föstudag, var til moidai' borinn góður vinur minn og sannur félagi til margra ára, Ásgeir Gunn- arsson, tæknifræðingur. Það er sárt að sjá á bak slíkum vini. Kynni okkar Ásgeirs hófust í JC-hreyfingunni á íslandi og er mér sérstaklega minnisstætt hvað mér þótti hann skipulagður frá fyrstu _______________ tíð og hvernig hann leysti þau mál sem upp komu af einurð og festu. Ásgeir var hvers manns hugljúfi. Hann var trúaður og þeirri köllun samkvæmur, ávallt reiðubúinn að rétta öðrum hjálparhönd. Ásgeir vildi veg JC-hreyfingarinnar sem mestan og stendur hreyfingin í mikilli þakkarskuld við hann fyrir óeigingjarnt starf. Árið 1986 höfðum við þremenn- ingarnir Árni Þór Árnason, Ásgeir og undirritaður frumkvæði að þvi að takast á við það verkefni að útvega JC-hreyfingunni á íslandi eigið húsnæði. Þegar málið var borið upp var Ásgeir, eins og venja hans var, fljótur að sýna réttan hug til verkefnisins. í framhaldi af því var sett á laggirnar Húsnefnd JC- heyfingarinnar og afrakstur þeirrar nefndar voru kaup á húsi Verslun- arskólans, á horni Grundarstígs og Hellusunds. Þannig var Ásgeir, besti félagi í hvívetna, og alltaf fús til góðra verka. Eitt af því sem vakti athygli mína í fari Ásgeirs var hversu hug- leikið honum var að yrkja. Ljóð hans eru hispurslaus og í þeim má finna samhljóm við heilræðavísur Hallgríms Péturssonar eins og í þessu: Því æran er gersemi gjöi'vallra anna 1 sá gimsteinn sem allsenginn annar má kijúfa þú skalt því í verkunum sýna og sanna að svíkja ei loforð, né þagnarheit íjúfa. Ásgeir tamdi sér þessi heilræði. Nú er hann genginn á braut og svíður sárt undan slíkum missi. Eg votta eiginkonu Ásgeirs, Guð- laugu Konráðsdóttur og dóttur, Guðrúnu Valgerði, mína innilegustu samúð á þeim erfiðu tímum sem þær nú þreyja. Vegur Guðs og fyrir- ætlun er æði oft vandskilinn en ég er þess fullviss að svör fáist um síðir. Þó vinar míns njóti ekki lengur við hér í heimi, þá fær ekkert tekið í burtu úr huga mínum minningu um góðan dreng og sannan vin. Karl J. Steingrímsson - - :•■ CITROÉN BX 4x4 VÖKVAFJÖÐRUN MEÐ FJÓRUM HÆÐARSTILLINGUM GERIR HERSLUMUNINN! OPIÐ I DAG OG A MORGUN SUNNUDAG Kl. 13-17 Kynningarverð frá kr. 1.299 iIiIQ Verö án ryövarnar og nkránlngar á 5d BX 4x4 mltaö vlö gengi 29. sept 1989 Alltfrá því Citroén BX var fyrst kynntur á íslandi, hefur hann notið verðskuldaðra vinsœlda. BX-inn erfrábœr úti á vegum, hörkuduglegur í snjó, mjög rúmgóður og ótrúlega sparneytinn. Hann er búinn hinni einstöku vökvafjöðrun með fjórum hœðarstillingum og eru þá 25 sm. undir lægsta punktíefstustöðu semgerir herslumuninn er á reynir og heldur sömu hœð frá jörðu burtséðfrá hleðslu. Hann er glœsilegurfjölskyldubíll með frábœra aksturseiginleika. Bíll sem hefur margsannað ágœti sitt við íslenskar aðstœður. Nú kynnum við nýjan Citroén, BX 4x4, bíl semsameinar alla fyrri kosti BX, ásamt sídrifi á öllum hjólum, 107 hestafla vél, lœsanlegu átaki milli fram- og afturhjóla og með driflœsingu að aftan. Komduog reynsluaktu, það leiðir þig í allan sannleikann. Aukþess tekurþú um leið þátt í glœsilegu reynsluaksturs- happdrœtti, þar sem vinningurinn er Helgarferð fyrir tvo til Parísar, skoðunarferðir um borgina og Citroén verksmiðjurnar auk ótakmarkaðra afnota af Citroén BX 4x4 allan tímann. Gtobusn Lágmúla, s.91-681555 Góð þjónusta - ánægðir bíleigendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.