Morgunblaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.11.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1989 > i >r !?{)*;''O/ j j;s i;;: ’;:! } f Á að leg-gj a niður Sjúkra- samlag Reykjavíkur? eftirlngólfS. Sveinsson Þann 17. maí í vor voru sett þau lög á Alþingi að sjúkratryggingar Tryggingastofnunar ríkisins skyldu yfirtaka starfsemi 40 sjúkrasamlaga frá næstu áramót- um. Þetta var ákveðið í framhaldi af samkomulagi um verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga í byijun ársins. Margir munu því telja að ofangreind spuming hafi þegar verið afgreidd af Alþingi. Aðrir hafa ekki heyrt um málið fyrr enda ijallaði umræðan um verkaskiptin ekki um heilbrigðismál heldur um skipulag og peningamál. Margví- sleg mannréttindi urðu að skipti- mynt í þeim fjármálaviðskiptum. Gangur málsins Mánuði síðar bókaði tryggingar- áð: „Samþykkt, m.a. með vísan til hins knappa tíma, sem til stefnu er, að fara þess á leit við dóms- málaráðuneytið að- sýslumenn og bæjarfógetar taki að sér umboð sjúkratrygginga...“ Á sama fundi var öllum for- stöðumönnum sjúkrasamlaga fyr- irskipað að segja upp starfsfólki, leiguhúsnæði, huga að húsakosti, enda gera lögin ráð fyrir eignar- námi ríkisins á eigum samlaganna. Allt frá upphafi hafa sjúkrasam- lög verið tryggingafélög einstakl- inga. Greiddu einstaklingar lengi um þriðjung kostnaðar meðan sveitarfélag og ríki greiddu sinn þriðjunginn hvort. Árið 1972 tók ríkið að sér að innheimta hlut ein- staklinga með almennum sköttum og voru sjúkrasamlagsgjöld þar með gerð ósýnileg. Síðan hefur vitundin um sjúkrasamlag Sem tryggingafélag orðið æ óskýrari meðal fólks. Ríkið hefur með skött- um okkar fjármagnað sjúkrasam- lög að 65%-85% en sveitarsjóðir hafa greitt afganginn. Hin smærri sjúkrasamlög hafa með tímanum orðið mjög ósjálfstæð vegna ofrík- is Tryggingastofnunar ríkisins. Sveitarstjórnarmenn hafa orðið ófúsir að greiða í sjóði þeirra, enda talið sig þar litlu ráða. Því má segja að ríkið hafi hnuplað umráð- um yfir sjúkrasamlögunum um leið og því var treyst til að greiða hlut okkar sem einstaklinga. Barlómurinn er undirtónninn Allir kannast við að valddreifing sé þjóðamauðsyn. Verkefni, ábyrgð og ákvörðunarvald þurfi að færa frá Reykjavík út á lands- byggðina til þess að ekki færist enn meira af fjármagni og fólki úr dreifbýlinu til Reykjavíkur. Hins vegar kannast allir við þann söng sem leggur áherslu á fátækt og smæð sveitarfélaga og þess vegna þurfi ríkið að sjá um hitt og þetta fyrir þau. Stórar heilsugæslustöðvar voru t.d. byggðar um allt land fyrir fé ríkisins að mestu leyti. Þegar búið var að byggja þótti erfitt að reka þessar stóra stofnanir. Með þeim hluta laganna sem fjallar um heil- brigðisþjónustu hefur nú tekist að færa allan þann kostnað yfir á ríkið. Hvað varðaði tryggingar höfðu stjómarmenn í sjúkrasamlögum löngu lagt til að samlögin yrðu sameinuð og stækkuð. Losi sveit- arfélögin sig við samlögin nú hefur tilefnum sveitarfélaga til aukins samstarfs fækkað um eitt. Sá þjóðflokkur, sem ekki annast særða eða sjúka, veitir meðlimum sínum ekki mikið öryggi. Það sveit- arfélag sem afhendir ríkinu örygg- ísmál íbúa sinna á litla virðingu skilið fyrir sjálfstæðisbaráttu gagnvart ríkinu. Samband íslenskra sveitarfé- laga lagði í vor gífurlega áherslu á að koma samkomulagi sínu gegn- um Alþingi. Formaður þess, Sigur- geir Sigurðsson, raunar gamal- kunnur áhugamaður um miðstýr- ingu heilbrigðismála, sagði 4. apríl í vor í Alþýðublaðinu: „Við vonum að þessi framvörp fái farsæla af- greiðslu á þessu þingi, eram enda búnir að bíða í hálfan annan eða tvo áratugi og jafnvel lengur eftir auknum áhrifum sveitarstjóm- anna. Það hefur ekki gengið nógu vel fyrir okkur og ríkisvaldið að vera samstiga í þessu máli,- sér- staklega hvað varðar að skaffa sveitarfélögunum sambærilega tekjustofna á móti, en nú hefur þetta tekist, að færa verkefni og jafnframt tekjur á milli og í öðru lagi sem ekki er síður mikilvægt hefur tekist að jafna eða færa tölu- vert af tekjum úr þéttbýlinu til dreifbýlisins með fullu samþykki allra sveitarfélaganna. Aðstaðan er þannig jöfnuð milli hinna stærri og síðan þessara millisveitarfélaga, sem verið hafa hvað verst sett, þar sem íbúarnir era 600-1.200 og hafa verið að reyna að burðast með þjónustu sem þau hafa í raun ekki ráðið við en verða að hafa ef þau ætla að halda í íbúa sína.“ Taki þessi lög gildi, hefur tekist að koma á nokkuð hreinni miðstýr- KYNSLÓÐABIL eftirGísla Sigurbjörnsson Á undanförnum árum hefur mik- ið verið rætt ög ritað um kynslóða- bij þjóðar okkar. Skoðanakannanir hafa verið gerðar um svo ótal margt,- ekki síst fyrir kosningar. Alls konar útreikningar hafa verið gerðii-, samtöl höfð við forystu- mennina um álit þeirra á úrsíitum skoðanakannana og fer það eftir póíitík að venju. Það vakti athygli, hveijir voru spurðir — aldursflokkarnir — og þá kom í ljós að ekki var leitað til stórs hluta fólks, sem hefur kosn- ingarétt. Það var í augum stjórn- enda kannananna einfaldlega orðið of gamalt, yfir 65 ára. Það var útilokað. Á þetta var bent og talað um mistök. Nokkur breyting hefur orðið þar á, og er nú Ieitað til fólks, sem er áttatíu ára, en þeim, sem eidri eru, er að vanda sleppt. Þeir eru ekki með, nema á kjörskránni, en era samt á fjórða þúsund. Það getur munað um minna. Þetta fólk, sem einfaldlega er sett til hliðar, unir því illa. Það á langa ævi að baki Ög mikla reynsiu. Um þesar mundir era erfiðir tímar í þjóðmálum flestum. Vinnu- deilum verður þó vonandi aflýst, annað væri þjóðarólán, sem yrði til þess úð upplausn — kaos — yrði á ótal sviðum. Kynslóðabil er að myndast hjá þessari fámennu og sundurlyndu þjóð, sem þarf að standa saman á öllum sviðum, reynsla eldra fólksins er ómetanleg og sé hún ekki metin — hver verður þá framtíðin? Fornsögurnar og handritin era enn í góðu gildi í Árnasafni, og þangað koma m.a. erlendir ferða- menn, en reynsla eldri kynslóðar- Ingólfúr S. Sveinsson „Svarið við spurning- unni, sem er yfirskrift þessarar greinar, er nei. Jafiivel þótt sam- lagsmenn þurfi um tíma að Qármagna þjónustu- stofiiun sína með greiðslum gegnum ríkissjóð er fráleitt að láta ríkið eyðileggja Sjúkrasamlag Reykjavíkur." ingu í heilbrigðis og tryggingamál- um — öllu stjórnað að sunnan. Ekkert fer eins vel við landsbyggð- arbarlóm eins og alræðishugsunar- háttur embættismanna í ráðuneyt- um. Þeir kunna fátt betur en að skammta með skattpeningum og vilja gjarnan fá fullt umboð til að ráða málunum vafningalaust úr ráðuneytinu að sunnan. Ofstjórn af þessu tagi olli „fræðslustjór- astríði“ sem flestir muna. Áhugamenn um byggðamál gætu sagt að með Iagasetningu þessari hefði verið unnið eftir öfug- mælinu: „Svo skal böl bæta að bíði ánnað verra.“ Framkvæmd heilbrigðisráðherra í lögunum er gert ráð fyrir að í staðinn fyrir skrifstofur sjúkra- samlaganna komi útibú Trygg- Gísli Sigurbjörnsson innar er ekki metin sem skyldi, og því fer sem fer. Höfundur er forstjóri Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar. ingastofnunar. í kaupstöðum úti um land er nú gert ráð fyrir að færa þjónustu sjúkrasamlagsins til bæjarfógetans, t.d. í Neskaupstað og á Akureyri. í Reykjavík er ætl- unin að færa alla starfsemi Sjúkra- samlags Reykjavíkur sem viðbót við störf sjúkratryggingadeildar Tryggingastofnunar ríkisins. Eru uppi hugmyndir um að kaupa stór- hýsi fyrir þetta. Ekki hefur verið haft samband við Sjúkrasamlag Reykjavíkur né við Reykvíkinga yfirleitt vegna þessa máls. Þessi miðstýringarárátta minnir helst á það þegar Eystrasaltslöndin voru innlimuð í Sovétsambandið. Ekki þótti nóg að afnema sjálfstæði þeirra, heldur þurfti einnig að flytja íbúana austur fyrir Úralfjöll, sundra þjóðunum, svo að ekkert sjálfstæði gæti lengur þrifist. Markmiðin era svipuð hér — full- komin miðstýring. Sjúkrasamlögin úti um land eru vissulega smá og mætti skv. nú- gildandi lögum auka sjálfstæði þeirra með sameiningu eða sam- tengingu. Þau þyrftu vissulega öruggari tekjustofna, helst beint frá samlagsmönnum heima í hér- aði. Þar eiga sjóðir þeirra heima hvort sem er. Sjúkrasamlög Reykjavíkur og Akureyrar era hins vegar stór samlög. Virðist yfir- gangur og skemmdarverk að leysa þau upp sem þjónustustofnanir. Skiptir þar engu máli þótt fé það sem fjármagnar þau kæmi frá samlagsmönnum gegnum ríkis- sjóð. Þjónusta Sjúkrasamlags Reykjavíkur við borgarbúa SR er stofnun sem veltir um tveim milljörðum á ári. Starfsmenn eru um 30. Afgreiðslur þess við almenning eru yfir 300 á dag. Er ljóst að greiður aðgangur þarf að vera að slíkri stofnun og nóg bíla- stæði. Þarna fer fram almenn af- greiðsla svo sem útgáfa skírteina, endurgreiðsla reikninga til sam- lagsmanna frá ýmsum aðilum heil- brigðisþjónustunnar og greiðsla sjúkradagpeninga. Þá hafa læknar og lyfsalar mikil samskipti við sjúkrasamlagið sem greiðir í flest- um tilfellum hluta af kostnaði við lækningar og lýf. Sjúkrasamlag Reykjavíkur hef- ur staðið undir rekstri neyðarbíls fyrir Reykvíkinga og vaktþjónustu honum viðkomandi, sem staðsett er á Borgarspítalanum. Eftir að hafa annast rekstur læknavaktar í Reykjavík meira en hálfa öld, stuðlaði það að stofnun Lækna- vaktarinnar sf., sem annast nú rekstur læknavaktar á Reykjavík- ursvæðinu. Flestum er kunnugt að heilsu- gæslustöðvar hafa komið seinna í Reykjavík en annars staðar á landinu, þótt Reykvíkingar hafi greitt jafnmikið til þeirrar þjónustu og aðrir landsmenn og er það í stíl við þjónustu ríkisins við Reykjavík. Þegar heimilislæknas- kortur fór að verða tilfinnanlegt vandamál í Reykjavík, gekkst borgarstjórn og sjúkrasamlag fyrir því að samið var við fjölda heimilis- lækna utan heilsugæslustöðva. Læknar þessir, nú 30 að tölu, starfa fyrir Reykvíkinga, njóta hóflegrar greiðslu frá SR fyrir rekstrarkostnað á stofum sínum. Þeir þjóna meira en helmingi borg- arbúa, hafa séð um uppbyggingu á allri aðstöðu sjálfir með engum tikostnaði af almannafé. Aðstaða þeirra og þjónusta er viða til fyrir- myndar eins og borgarbúar munu þekkja. Verða þessi atriði látin nægja til að gera grein fyrir þýð- ingu Sjúkrasamlags Reykjavíkur fyrir borgarbúa. 15 Hvað gerist ef SR verðui* lagt niður? 1. Stærsta sveitarfélag landsins missir þjónustustofnun yfir til ríkis- ins. 2. Stór og vel búin stofnun verð- ur lögð niður og önnur álíka eða stærri reist á vegum ríkisins á öðr- um stað. 3. Gífurlegur aukakostnaður hlýtur að fylgja þessu miðstýring- arbrölti og sannast þar enn að hve- nær sem heilbrigðisráðuneytið þarf að auka umsvifin þá er ekki horft í kostnað. 4. Á ofanverðri 20. öld, þegar járntjaldið er að hrynja er komið á skömmtunarkerfi ríkisins hér á landi skv. gömlum austantjalds- fyrirmyndum. 5. Gerist þetta um áramótin, munu Reykvíkingar finna mikinn mun á þjónustu frá því sem verið hefur. Reikna má með ringulreið. Tryggingastofnun ríkisins hefur hingað til verið betur þekkt sem skömmtunarstofnun en sem þjón- ustustofnun. Við þurfum raunverulegar sjúkratryggingar Þessi þróun til miðstýringar er í beinu framhaldi af öðram aðgerð- um stjórnmálamanna til að auka miðstýringu í heilbrigðisþjónustu. Binda allt í fjárhagsramma. Þeim hefur tekist að svelta sjúkrahúsin þannig að þau eru öll meira og minna lömuð. Næsta aðgerð er að koma böndum á heilbrigðistrygg- ingarnar, setja þær líka á fjárlög og miðstýra öllu saman. Við höfum valfrelsi um heilbrigðisþjónustu í dag utan sjúkrahúsa einfaldlega vegna þess að við höfum talsverðan tryggingarrétt ennþá. Allar hugmyndir núverandi ríkis- stjórnar, og ekki síður embættis- manna ríkisins, ganga út á það að svipta okkur frelsi. Svipta stofnan- ir fjárræði og sjálfræði, svipta lækna athafnafrelsi og svipta fólkið valfrelsi um þjónustuna. I löndun- um í kringum okkur hefur þróunin verið á sama veg, enda hafa þau öll verri og víðast dýrari heilbrigðis- þjónustu en við. Við erum aðeins nokkrum áram á eftir Dönum og Svíum. Virðist óþarfi að apa meira eftir þeim en orðið er. Þegar búið verður að afnema tryggingar í raun eins og að er stefnt, fer það að gerast sem gerst hefur í Svíþjóð og Bretlandi að upp kemur tvöfalt kerfi. Þá fer efnaðra fólk að hætta að una við skömmt- unina og biðraðirnar. Það kaupir sér einkatryggingar og einkaþjón- ustu. Hinir sitja uppi með lamað ríkiskerfið og bíða. Þá höfum við tapað því sem hmgað til hafa verið talin lífsgæði á íslandi að allir búi við sömu kjör góðrar heilbrigðis- þjónustu. Svarið er nei Verkaskiptalögin frá í vor era hvað varðar heilbrigðisþjónustu og tryggingar mjög slæm. Setning þeirra var rekin áfram af sveitar- stjórnarmönnum með þingið í tíma- hraki. Ýmsir þingmenn gerðu sér ekki grein fyrir hvað þeir voru að samþykkja. Hvort sem okkur tekst að stöðva framkvæmd þessara laga nú eða við þurfum að afnema þau síðar með einhverri „perestrojka- aðgerð“, þá hlýtur hitt að vera íjóst að það er ekki sama hvernig fram- kvæmd er háttað. Reykvíkingar þurfa ekki á umönnun ríkisins að halda. Það þurfa aðrir landsmenn raunar ekki heldur og þótt smærri sveitarfélög sinni ekki kalli tímans um samvinnu eða sameiningu til aukningar sjálfstæðis, er ástæðu- laust að það bitni á stærri sveitarfé- lögum. Svarið við spurningunni, sem er yfirskrift þessarar greinar, er nei. Jafnvel þótt samlagsmenn þurfi um tíma að fjármagna þjónustustofnun sína með greiðslum gegnum ríkis- sjóð er fráleitt að láta ríkið eyði- leggja Sjúkrasamlag Reykjavíkur. Höfundur er læknir í Reykjavík og situr í stjórn Sjúkrasamlags Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.