Morgunblaðið - 30.11.1989, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.11.1989, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1989 39 Sören Sörensson læknir - Minning Miðvikudaginn 22. nóvember sl. andaðist í Borgarspítalanum Sören Sörensson læknir og fræðimaður eftir þriggja mánaða sjúkrahús- vist. Var hann kunnastur fyrir þátt sinn við undirbúning Ensk-íslensku orðabókarinnar. Ég var svo lánsöm að kynnast Sören og hans elskulegu konu, Elínborgu, þegar ég var barn að aldri. Ég bjó í næsta húsi við þau í Akurgerðinu, var heimagangur hjá þeim og naut góðs af barn- gæsku þeirra en þeim varð ekki barna auðið. Á þessum árum áttum við marg- ar .góðar stundir saman og kaus ég þá oft á tíðum að dvelja á heim- ili þeirra frekar en að eyða tíman- um með jafnöldrum mínum. Heim- ili sem hafði yfir sér sérstakan virðuleika og hlýlegan blæ sem mótaður var af persónuleika fræði- manns og natinnar húsmóður. Gleymi ég því aldrei þegar ég sat í kjöltu Sörens á skrifstofu hans þar sem hann kenndi mér að skrifa. Einnig eru mér ógleymanlegar stundirnar í garði þeirra hjóna og ferðirnar með þeim út fyrir borg- ina. Árin liðu, ég og fjölskylda mín fluttum í annað hverfi, Elínborg lést, samverustundunum fækkaði en þrátt fyrir það hélst vináttan og tryggðin. Við flölskyldan minnumst nú góðs vinar og ánægjulegra sam- verustunda er við áttum með hon- um á heimili mínu og einnig heim- ili foreldra minna á liðnum árum. Stórt skarð mun verða við matar- borðið á aðfangadagskvöld. En það er þó huggun að vita að Sören hefur eflaust verið hvíldinni feginn. „Nú legg ég augun aftur ó, Guð, þinn náðar kraftur mín veri vörn í nótt. Æ virzt mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt.“ (Sveinbj. Egilsson) Sigríður Gunnarsdóttir IGLERI NÝTT SYKURSKERT MALT Helmingi fœrri hitaeiningar ■ TÍMARITIÐ Skák gengst fyrir 39. Helgarskákmóti sínu dagana 1,—3. desember næstkomandi í Keflavík í samvinnu við taflfélag staðarins og bæjaryfirvöld. Teflt verður í Flughótelinu og hefst mótið kl. 17 föstudaginn 1. desem- ber, en þá verða tefldar þijár um- ferðir. Laugardag og sunnudag hefst fyrri umferðin kl. 10, en mót- inu lýkur með sameiginlegu borð- haldi og verðlaunaafhendingu. Fyrstu verðlaun eru 50 þúsund krónur, 2. verðlaun 25 þúsund krón- ur, þriðju verðlaun 15 þúsund krón- ur og fjórðu verðlaun eru tíu þús- und krónur. Þá verða veitt ungl- inga-, kvenna- og öldungaverðlaun, sem eru boð á næsta helgarskák- mót, auk bókaverðlauna. Þátttöku- tilkynningar þurfa að berast tíma- ritinu Skáksem allra fyrst. Ódýr og hentug búsáhöld fyrir daglegar þarfir heim- ilisins. Létt og þægileg i allri meðferð. Einstaklega auðvelt að þrifa. BURSTAGERÐIN" SMIÐSBÚÐ 10, GARÐABÆ SÍMI 41630 & 41930 Sanitas EINNOTA FLÖSKUR MEÐ SKILAGJALDI TONA-LITGREINING og fatastílsnámskeið Litgreining: ★ Þínir bestu litir, viðskipta-, sport- og samkvæmislitir, förðun o.fl. Fatastflsnámskeið: ★ Persónuleg námskeið um hvaða fatasnið henta þinni líkamsbyggingu og hvaða fatastíll fer þér best. MÓDELSKOLINN JANA, Skeifunni 19, sími 686410. Gjafakort, einka-, hóp- og hjónatímar. módelskólinn J <211(2 FESTINGARJÁRN FYRIR BURÐARVIRKI Þ.ÞORGRÍMSSON&CO ÁRMÚLA29, SÍMI 38640

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.