Morgunblaðið - 07.01.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.01.1990, Blaðsíða 20
J®l0íriöw#ltofoíi> ATVINNU/RAÐ- OG SMÁAUGLÝSINGAR M^^mmmm^^^^mm^mmmmmmi^mmmmmmm^^^^^mmmmmmmmm^^^^^mmmmmm^mmmmmm^mmmmmmm^mmmmmmm^mmi^^mi A TVINNUAUGL ÝSINGAR Starf laust í Frakk- landi í blaðinu í dag er auglýsing frá innflutningsfyrirtæki í Frakkiandi sem leitar að frönskumælandi Islendingi til starfa. Tekið er fram, að hann þurfi helst að hafa ein- hverja reynslu af fiskviðskiptum með frystan fisk. Vilt þú starfe, með öldruðum? Reykjavíkurborg auglýsir eftir starfsfólki í þvottahús við þjónustuíbúðir aldraðra, Dalbraut 27, og lausa aðstöðu fyrir sjúkraþjálfá í t'englsum við þjónustuíbúðrnar. Félags- málastjóri Kópavogs óskar eftir starfsmanni í hárgreiðslu í 50% starf. Félagsmálastofnun Reykjavíkur auglýsir eft- ir sjúkraþjálfa til starfa við Droplaugarstaði. í auglýsing- unni segir að vinnuaðstaða sé góð, umhverfið skemmti- legt, starfsandinn sé góður og samkomulag sé um vinnut- ilhögun. Styrkir til starfsemi atvinnuleikhópa í könnuninni kemur fram, að um fjórðungur svarenda hefur menntun á heilbrigð- issviði. Af þeim hafa tæp 25% kvennanna læknismenntun á móti 94% karlanna. í auglýsingu frá menntamálaráðuneytinu í dag segir að í fjárlögum fyrir árið 1990 sé gert ráð fyrior sérstakri fjárveitingu, sem sé ætluð til styrktar leiklistarstarfsemi atvinnuleikhópa, sem hafi ekki sérgreinda fjárveitingu í fjárlögum. Umsóknir skulu hafa borist menntamálaráðu- neytinu fyrir 25. janúar, en umsóknareyðublöð fástí ráðu- neytinu. RAÐA UGL ÝSINGAR Jafinréttiskönnun BHM; Launamunur karla og kvenna mestur hjá ríki Háskólamenntaðar konur eru ofitar einhleyp- Mennt er máttur Nú er kominn tíminn til að innrita sig í námskeið og skóla fyrir næstu vorönn. Menntaskólinn við Hamrahlíð, öldungadeild og dagdeild, auglýsir afhendingu einkunna, innritun nýnema og val eldri nema. Stýrimannaskólinn í Reykjavík auglýsir innritun á vornámskeið í 30 rúmlesta réttindanám. Kennsla hefst 15. janúar. Nemendur Iðn- skólans í Reykjavík eru beðnir að sækja stundaskrá og bókalista á morgun, 8. janúar kl. 11-13. Kennsla hefst 9. janúar. Ymis námskeið Ásta Ólafsdóttir auglýsir bamajazz frá 2ja ára aldri, jazz: ballett og almenna þjálfun fyrir konur á öllum aldri. í Gítarskólanum er innritun hafin og Björg ísaksdóttir sníðameistari auglýsir saumanámskeið og tekur fram að nú sé tími til að sauma fyrir árshátíðirnar. Tónskóli Eddu Borg getur bætt við nemendum í nokkra byijenda- hópa. Innritun er í dag og á morgun. Að síðustu er aug- lýst enskunám í Englandi. Námskeiðin byija í janúar og eru frá 2 vikum upp í 1 ár. SMÁAUGL ÝSINGAR Nýársfagnaður Hjálpræðisherinn auglýsir nýársfagnað sunnudagaskól- ans í dag kl. 14. Fjölbreytt dagskrá og veitingar. Öll börn eru velkomin. Þorrablót Félag austfirskra kvenna heldur þorrablót miðvikudaginn 17. janúar kl. 20 í Templarahöllinni við Eiríksgötu. ar en karlar í öllum aldurshópum ÁTTA ef hveijum tíu háskólamenntuðum konum eru 45 ára eða yngri á móti sex af hverjum tíu háskólamenntuðum körlum. Um 70% háskólamenntaðra kvenna hafa lægstu prófgráðu eða eins árs viðbótarnám þar á ofan, meðan rúm 57% karla hafa MA/MSc- gráðu eða meira. Þessar niðurstöður eru meðal þeirra upplýsinga sem koma fram í skýrslu Jafnréttisnefndar Bandalags háskóla- manna, sem er nýlega komin út, en Þorgerð- ur Einarsdóttir félagsfræðingur var fengin til að gera könnun á stöðu jafnréttismála inn- an bandalagsins. I skýrslunni kemur einnig í ljós að greinilegur munur er á hjúskapar- stöðu og barnafjölda háskólamenntaðra karla og kvenna. I nágrannalöndunum okkar hefur þessi tilhneiging verið túlkuð sem vísbending um að háskólamenntaðar konur eigi erfítt með að samræma fjölskyldulíf og krefjandi starfsframa. Þorgerður var spurð að því, hvað hefði komið henni mest á óvart í sambandi við könnunina. „í heild- ina kom mér kannski mest á óvart að við fyndum sama mynstur svona skýrt á íslandi og á hinum Norður- löndunum, t.d. að háskólamenntað- ar konur eru ógiftar í meira mæli en karlkyns jafnaldrar þeirra og að þær eiga færri böm. 89% karla eru giftir eða í sambúð á móti tæpum 73% kvenna og kemur í ljós að konur eru oftar einhleypar en karl- ar í öllum aldurshópum. Munur kynjanna er mestur í aldurshópnum 21-30 ára þar sem um 35% kvenna en rúm 14% karla eru ógift. Karlar í þessari könnun eiga að meðaltali 2,4 börn, en konur eiga að meðal- tali 1,7 börn. Einnig kom mér á óvart, að konur gera meiri mála- miðlanir milli atvinnu- og fjöl- skyldulífs en karlar.Ég hélt að það væri meira jafnræði. Launamis- muninn vissi maður meira um.“ Laun kvenna 71-77% af launum karla Konur hafa í öllum tilfellum lægri laun en karlar og gildir það bæði um föst laun og heildarlaun og hvort sem skoðaðir eru allir virkir í atvinnulífmu eða eingöngu full- vinnandi. Lægst eru laun hjá ríki og sveitarfélögum, bæði föst laun og heildarlaun. Þar næst koma fé- lagasamtök og sjálfseignarstofnan- ir og langhæst eru laun þeirra sem vinna hjá einkafyrirtækjum. Er bilið milli karla og kvenna mismikið. Ef miðað er við föst dagvinnulaun allra virka daga, þ.e. bæði full- og hluta- vinnandi er launamunur mestur hjá ríki en minnstur hjá einkafyrirtækj- um. Séu laun kvenna reiknuð sem hlutfall af launum karla eru föst laun þeirra frá 71% og upp í 77% af föstum launum karla. Alls tóku um 700 manns þátt í könnuninni og var skiptingin jöfn milli kynjanna, en einungis bárust tæp 53% svara og segir í skýrsl- unni, að ljóst sé að heimntur sem þessar takmarki ályktunarhæfni niðurstaðanna. Þrátt fyrir þetta sé hægt að skoða hin stóru samhengi, gera innbyrðis samanburð og skoða hvernig einstakir þættir tengist. Eyrarbakki: Atvinnu- leysis far- ið að gæta Eyrarbakka. UNDANFARIN ár hefur ekki ver- ið atvinnuleysi hér, svo nokkru nemi, en í haust hefnr hins vegar verið atvinnuleysi. I lok september voru 33 á atvinnuleysisskrá, 29 konur og 4 karlar. I októberlok voru 22 á skrá, 17 konur og 5 karlar, og 30. nóvember voru 25 atvinnulausir, 22 konur og 3 karl- ar. í árslok var 41 á skrá, 33 kon- ur og 8 karlar. Bátar Bakkafisks hafa aflað þokkalega. Um 25 manns hafa unnið í frystihúsinu í haust. Bátur Fiskivers hefur verið á línu og hefur fastafólk þar haft nóg að gera. Þá hefur lítiil bátur, Máni, einnig róið með línu. Nú er unnið að uppsetningu flat- fiskvinnslukerfis í frystihúsi Bakka- fisks. Ekki er gert ráð fyrir að vinnsla hefjist þar að ráði fyrr en um næstu mánaðamót. Hjá Alpan hf. hefur verið mikið að gera í allt haust og starfsmenn verið sem næst 50, en þar er að hluta til unnið á vöktum og verksmiðjan er í gangi allan sólarhringinn. - Oskar Sauðárkrókur: Minna at- vinnuleysi en á sama tímaífyrra Sauðárkróki. ATVINNULEYSISDAGAR á Sauðákróki urðu 1128 í desem- ber og skráðir atvinnulausir í mánaðarlok voru 61. Að sögn Matthíasar Viktorssonar fé- lagsmálastjóra munaði mestu í desember um það, að atvinna var alveg til jóla í frystihúsun- um og lausráðið fiskvinnslufólk kom aðeins á skrá yíír jólin. Hins vegar hefur nokkuð bæst við í hóp atvinnulausra þar sem verulegar skipulagsbreyting- ar hafa verið gerðar hjá stórum fyrirtækjum og stofnunum, s.s. Sjúkrahúsi Skagfirðinga, kaup- félaginu og Pósti og síma. Hins vegar gerði Matthías sér vonir um að eitthvað af því fólki, sem atvinnulaust var um áramót, fengi vinnu á sjúkrahúsinu, m.a. vegna vetrarafleysinga og einnig að fiskvinnslan tæki aftur við því fólki, sem lausráðið er. Atvinnuleysisdagar á árinu 1989 urðu alls 10.593 og er það allveruleg aukning frá árinu áður og munaði mestu um að á þrem- ur fyrstu mánuðum ársins urðu þessir dagar rúmlega 4.200. BB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.