Morgunblaðið - 26.01.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.01.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1990 AF INNLENDUM VETTVANGI ÓLAFUR Þ. STEPHENSEN Fyrirhugað að leggja tekjuskatt á orkuíyrirtæki: Frumvarp fjármálaráð- herra talið meingallað Engin leið önnur en að hækka orkuverð verði frumvarpið að lögum óbreytt, segja forsvarsmenn veitufyrirtækja FRUMVARP Ólafs Ragnars Grímssonar fjármálaráðherra um tekjuskatt á orkufyrirtæki hefur nú þegar orðið tile&ii deilna á Alþingi. Er ráðherra mælti fyrir frumvarpinu á þriðjudag sagði hann að með því væri stefht að því að orkufyrirtæki fengju sams konar skattalega meðferð og önnur fyrirtæki og að skatturinn ætti ekki að hafa áhrif á orkuverð í landinu. Forsvarsmenn veitu- fyrirtækja segja hins vegar að tæknilegir gallar á fyrirtækinu valdi því, að álagningin verði alltof há og muni ekki valda neinu öðru en hærra orkuverði til almennings. Komið hefur fram hjá Halldóri Jónatanssyni forstjóra Landsvirkjunar að verði frumvarp fjármálaráðherra að iögum óbreytt, muni það þýða tveggja milljarða skattálagningu á fyrir- tækið á næsta ári. Eigi fyrirtækið að uppfylla arðsemiskröfur Landsvirkjunarlaga og erlendra lánardrottna verði það að hækka orkuverð til almenningsveitna um 46%, miðað við ákvæði frum- varpsins, til að vega upp á móti skattinum. Gangi þetta eftir, virð- ist fullyrðing fjármálaráðherrans óneitanlega dálítið einkennileg. Landsvirkjun selur rafmagn til almenningsveitna um allt land og 46% hækkun á rafmagni frá Landsvirkjun myndi þýða um 30% hækkun á rafmagni til almenn- ings að mati fjármálastjóra RA- RIK. Allar venjulegar fjölskyldur geta sagt sér það sjálfar hvaða áhrif það myndi hafa á heimilis- bókhaldið. 250 eða 2.000 milljónir? Fjármálaráðherra hélt því fram er hann mælti fyrir frumvarpinu að tekjuskatturinn myndi skila um 250 milljónum króna í ríkissjóð á þessu ári. Halldór Blöndal, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, sagði hins vegar að um væri að ræða 2.000 milljóna tekjuauka fyrir ríkissjóð. Hvor hefur rétt fyrir sér? Liklega er fjármálaráðher- rann nær lagi, ef miðað er við bókstaf lega orðanna hljóðan. Gert er ráð fyrir að skattur leggist á tekjur orkufyrirtækjanna á þessu ári, og álagning komi ekki til fyrr én eftir á, á árinu 1991. Hins vegar eru í frumvarpinu ákvæði til bráðabirgða um að á síðustu fimm mánuðum þessa árs beri fyrirtækjunum að inna af hendi fyrirframgreiðslu í ríkissjóð. í hveijum mánuði eiga fyrirtækin að inna af hendi 10% af skatt- stofni ársins 1989. Þessi fyrir- framgreiðsla dregst síðan frá álagningunni fyrir árið 1990. Tekjur ríkissjóðs af fyrirfram- greiðslunni í ár eru áætlaðar 250 milljónir króna. Hitt er svo annað mál að sumum finnst sú tala ótrú- lega lág. Hitaveita Reykjavíkur ein reiknar með að þurfa að greiða 200 milljónir króna fyrirfram að sögn hitaveitustjóra. Hver er þá raunveruleg heildar- álagning fyrir árið 1990? Lands- virkjun ein gerir ráð fyrir að þurfa að greiða tveggja milljarða skatt af tekjum ársins, sem er tala Halldórs Blöndals. Nákvæmir út- reikningar liggja ekki fyrir hjá öðrum orkufyrirtækjum, en líklegt virðist að þar bætist við tugir eða hundruð milljóna. Mörður Árna- son, upplýsingafulltrúi fjármála- ráðuneytisins, sagði í samtali við blaðið að erfitt væri að áætla álagninguna fyrir árið nákvæm- lega. Talið væri að ef skatturinn hefði lagzt á tekjur ársins 1989 hefði hann orðið 300-400 milljón- ir, líklega nær 300 milljónum. Langt bil er á milli þessara talna og áætlana orkufyrirtækjanna sjálfra. Ólíkar bókhaldsaðferðir Forráðamenn veitustofnana, sem við var rætt, voru sammála um að frumvarp fjármálaráðherra væri meingallað eins og það lægi fyrir hvað tæknileg atriði snerti, og að þar væri alls ekki tekið til- lit til margvíslegrar sérstöðu orkufyrirtækjanna. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að sömu bók- haldsreglum sé beitt og gert er ráð fyrir í skattalögum. Bókhalds- reglur veitufyrirtækja hafa löng- um verið allt aðrar en þær regl- ur, sem kveðið er á um í skattalög- um. Viðmælendur blaðsins full- yrtu að engin veitufyrirtæki not- uðu bókhaldsreglur skattalag- anna, þar sem alls ekki væri eðli- legt að viðhafa þær um rekstur veitufyrirtækja. Röksemdirnar, sem settar eru fram til stuðnings því að reglur skattalaga eigi ekki við um orku- fyrirtæki, eru margvíslegar. Með- al.þeirra er í fyrsta lagi að orku- fyrirtæki séu háðari misvægi f breytingum á inplendu verðlagi og gengi erlendra gjaldmiðla en verðbreytingarfærslu eru meðal annars taldar geta stuðlað að því að orkufyrirtækin sýni „pappírshagnað", sem er skattskyldur en ekki í neinu samræmi við raunverulega stöðu fyrirtækjanna. fyrirtæki yfirleitt vegna mjög hás fjármagnskostnaðar. Þetta eigi einkum við um þau orkufyrir- tæki, sem ekki hafi starfað mjög lengi. Þetta geti valdið risavöxn- um sveiflum á bókfærðum hagn- aði fyrirtækisins, sem séu ekki í neinu samhengi við raunveruleg- an hagnað. Fyrirtækin beiti öðr- um reglum til að jafna þessar sveiflur, en sé að finna í skatta- Iögum. í öðru lagi eru afskriftir samkvæmt skattalögum miklu hraðari en orkufyrirtækin gera nú ráð fyrir. Ef eignir orkufyrir- tækjanna eru metnar samkvæmt afskriftareglum skattalaganna kunna fyrningarstofnar fyrirtækj- anna því að vera langt komnir eða búnir. í þriðja lagi er verðbreyt- ingarfærsla með öðrum hætti hjá orkufyrirtækjunum en í skattalög- um og myndi það auka skattstofn þeirra, væri' aðferð laganna notuð. Veitumenn segja að þessi atriði geti leitt til þess að orkufyrirtæki sýni „pappírshagnað“, sem sé skattskyldur, en ekki í neinu sam- ræmi við raunverulega stöðu fyr- irtækjanna. í fjórða lagi er nefnt að taka verði tillit til þess, að orkufyrir- tæki séu yfirleitt rekin með tapi framan af, en með hagnaði er frá líður. Því sé óréttlátt að ætla að leggja á þau skatt, er fyrirtækin séu að ná sér á strik og að vinna upp gamalt tap. Ástæða þess að tap sé yfirfæranlegt samkvæmt skattalögum sé einmitt að jafna skattbyrðina á fyrirtækið til lengri tíma, en fram hjá þessu virðist eiga að ganga í tilviki orkufyrir- tækjanna. „Ónothæft" og „fáránlegt“ frumvarp Eiríkur Briem, fjármálastjóri Rafveitna ríkisins, RARIK, sagð- ist telja litlar líkur á að tekjuskatt- ur myndi hafa mikil áhrif á fyrir- tækið eins og rekstrarstaða þess væri nú, en reksturinn væri á réttri leið og skatturinn myndi því væntanlega koma við hann síðar. Eiríkur sagði að eins og frum- varpið liti nú út, kæmi það afar illa við RARIK vegna hinna slæmu áhrifa, sem það hefði á Lands- virkjun. Honum taldist svo til að yrði raforkuverð Landsvirkjunar til almenningsveitna hækkað um 46% yrði RARIK að hækka verðið til almennings um 30%. „Frum- varpið eins og það liggur fyrir er gersamlega ónothæft að okkar mati,“ sagði Eiríkur. Júlíus Jónsson, fjármálastjóri Hitaveitu Suðurnesja, sagði að tekjuskatturinn kæmi áreiðanlega illa við fyrirtækið, en hugsanleg álagning á fyrirtækið hefði ekki verið reiknað nákvæmlega út. „Það gætu orðið einhverjir tugir eða hundruð milljóna í góðum árum,“ sagði hann. „Það er sama hvað menn segja, þetta verður ekki leyst nema með því að hækka gjaldskrána eða auka erlendar lántökur." Júlíus sagði að ef skatturinn yrði ekki til hækkunar á gjaldskrá væri aðeins verið að segja að orku- fyrirtækin lægju á peningum. „Ef fyrirtækin hafa notað tekjur sínar í fjárfestingar og nauðsynlegan rekstur getur ekki verið afgangur í skatta. Það er þá nánast verið að segja að við liggjum með mik- ið fé, sem skipti ekki máli hvort standi inni á bankabókum eða fari í ríkissjóð,“ sagði hann. Gunnar Kristinsson, hitaveitu- stjóri í Reykjavík, sagði að sumt í frumvarpinu þætti hitaveitu- mönnum í lagi, „en annað finnst okkur fáránlegt." Hann sagði að ekki væri enn farið að reikna út hugsanlega álagningu á fyrirtæk- ið vegna tekna ársins 1990. Aðalsteinn Guðjohnsen, raf- magnsveitustjóri í Reykjavík, sagði að á árinu 1989 hefði af- koma fyritækisins verið slæm, þannig að fyrirframgreiðsla fyrir- tækisins yrði lítil eða engin. „Fyr- ir árið 1990 breytist málið hins vegar töluvert miðað við það hvernig fjárhagsáætlun okkar stefnir núna. Okkur sýnist að það megi lauslega tala um skatt, sem er um 100 milljónir,“ sagði Aðal- steinn. „Þessi skattur kemur að sjálfsögðu sem hrein viðbót hjá okkur, þannig að það yrði ekki um neitt annað að ræða en að hækka verðið á rafmagninu. “ Hann sagði að yrði frumvarpið að lögum óbreytt, yrði það sama uppi á teningnum hjá Rafmagn- sveitunni og hjá RARIK, að raf- magnið myndi hækka um 30%. Hann sagði að það væri því mis- skilningur hjá fjármálaráðherra að skatturinn myndi ekki valda hækkun á orkuverði. „Reykjavík- urborg fær arð af rafmagnsveitu og hitaveitu, sem hún á. Ef ríkið ætlar að leggja tekjuskatt á þessi fyrirtæki bætist það bara við, hann tekur skattinn ekki af arð- greiðslunum. Ef það væri gert, yrði hækkunin ef til vill 1-2% eins og ráðherrann talar um.“ Stóð ekki til að blóðmjólka fyrirtækin Mörður Árnason sagði að nú væri í athugun hjá ráðuneytinu greinargerð Landsvirkjunar um áhrif skattsins á fyrirtækið. Hann sagði að það hefði ekki staðið til að blóðmjólka Landsvirkjun eða skattleggja annað en nettóhagn- að. „Ef Landsvirkjun og fleiri hafi rétt fyrir sér að frumvarpið sé ekki betur úr garði gert tækni-, lega en svo að það ráðist á höfuð- stól eða eitthvað slíkt, verður það að sjálfsögðu lagfært. Slíkt stóð aldrei til. Menn eru að þvælast um á hálum ís í flóknum bók- haldsreglum og það getur verið að menn hafi misstigið sig,“ sagði Mörður. Reglur frumvarpsins um afskriftir af mannvirkjum og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.