Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.02.1990, Blaðsíða 20
20 C MORGUNBLAÐIÐ MYNDASOGUR SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1990 STJÖRNUSPÁ eftir Frartces Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) (Hfc Reyndu að komast hjá því að fara í ferðalag vegna starfsins. Þú nýtur ánægjulegrar sam- veru við vin þinn. f kvöld byijar þú ef til vill á einhveiju könnun- arverkefni. Naut (20. apríl - 20. maí) Þó að nú sé lag til að tala um hlutina getur þú orðið fyrir von- brigðum vegna peningamáia. Farðu að finna vini þína í kvöld. Tvíburar (21. mai - 20. júní) 4» Fjármálin kunna að angra þig um tíma í dag. Samband hjóna er með ágætum. Segðu skoðun þína og fáðu álit annarra. Kvöldið færir þér óvæntan ávinning. Krabbi (21. júní - 22. júli) HS6 Þér miðar betur áfram með verkefni í dag ef aðrir eru ekki að hlutast til um það. Reyndu að verða þér úti um það næði sem þú þarft á að halda. Ferða- lag er á dagskrá hjá þér innan skamms. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Hjón gera mikilvæga áætlun sem varðar afkvæmi þeirra. Þú tekur afdrifaríka ákvörðun í sambandi við fjárfestingu. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þetta ert ekki heppilegur dagur til útivistar fyrir Qölskylduna; það er skynsamlegra að halda sig heima við og njóta sam- verunnar þar. Vog (23. sept. - 22. október) Þú er að byija á tímafreku verk- efni. í dag skaltu leggja áherslu á frístundamálin. Bamið þitt skilur nú það sem þú hefur fram að færa. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Það gæti orðið dráttur á greiðslu sem þú átt von á. Hugsaðu um fjármál og fjöl- skyldumál í dag. Á komandi vikum verður þú talsvert að heiman. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) m Þú færð bráðum gesti utan af landi. Þú verður mikið heima við á næstunni. í dag ertu með munninn fyrir neðan nefið og sannfærandi að auki. Steingeit (22. des. - 19. janúar) X* Þessi dagur líður á lágu nótun- um. Sjálfsálit þitt fer nú vax- andi og sköpunargáfan blómstrar. Þú átt gagnlegt við- tal um fjármálin. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þú hikar við að þiggja heim- boð, en það er tvímælalaust heppilegra fyrir þig að fara út á meðal fólks en sitja í ein- semd. Hlustaðu á það sem fólk hefur að segja. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Tatn Láttu áhugaleysi vinar þíns ekki draga þig niður. Þú ert á réttri leið í starfinu. Þú gengur í endumýjun lífdaganna og efl- ir sjálfstraustið. AFMÆLISBARNIÐ er sjálf- stætt, en á þó gott með að vinna í hópi. Það hefur til að bera innsæi og laðast oft að leiklist eða skapandi starfi. Það býr yfir stjómunarhæfileikum sem koma sér vel á viðskiptasviðinu. Oft haslar það sér völl í opin- berri þjónustu, einkum í ráð- gjafarstörfum. Mannskilningur þess nýtur sín vel á sviði heil- brigðisþjónustunnar. Stjörnusþána á að lesa sem dœgradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekhi á traustum grunni visindalegra staðreynda. DÝRAGLENS r^bcTTib UKt 1 1 IK TOMMI OG JENNI LJOSKA FERDINAND SMÁFÓLK HELL0, GRAMMAT I JU5T CALLEP TO AP0L06IZE..Y0U U)ERE RI6HT..I 5H0ULP HAVE WRITTEN MV ''THANK V0U"N0TE 500NER.. Halló, amma? Ég hringdi bara til að biðja þig afsökunar. Þú hafðir rétt fyrir þér. Ég hefði átt að skrifa þakkarbréfið fyrr ... T0U WERE RI6HT..YE5,Y0U TAU6HT ME A VALUABLE g LE550N ..THANK Y0U, 6RAMMA.. Þú hafðir á réttu að standa — já, þú kenndir mér mikilvæga lexíu. Þakka þér fyrir, amma. Það er auðvelt að biðja símsvara afsökunar. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Það var skemmtilega við hæfi að sveit Flugleiða skyldi vinna Flugleiðamótið, eða Monrad- sveitakeppni Bridshátíðar, sem haldin var á Hótel Loftleiðum um síðustu helgi. Helstu sam- keppnina fengu þeir félagar frá Icelandair!, en undir því nafni spiluðu sænsku landsliðsmenn- irnir Gullberg og Göthe, sem unnu tvímenninginn og Lind- kvist og Morath. (Fyrrum félagi Lindkvists, Björn Fallenius, er fluttur til Bandarikjanna og spil- aði því á þessu móti með Banda- ríkjamanninum Mike Polowan.) En lítum á fallegt spil úr viður- eign Fiugleiða og sveitar Ólafs Lárussonar: Norður gefur; NS á hættu. Norður ♦ D82 V4 ♦ ÁKDG5 ♦ ÁKG3 Vestur :l3 ii ♦ 87 ♦ D109762 Austur ♦ Á103 ▼ Á98632 ♦ 10643 *- Suður ♦ KG976 VD107 ♦ 92 + 854 Vestur Norður Austur Suður 1 lauf Dobl 1 spaði 2 hjörtu 3 spaðar Pass 3 grönd Pass 4 spaðar Dobl Pass Pass Pass Útspil: lauftía. í AV sátu Matthías Þorvalds- son og Ragnar Hermannsson í sveit Flugleiða. Dobl Ragnars á sterku laufi norðurs sagði frá hjartalit, en aðrar sagnir eru eðlilegar. Doblið á fjórum spöð- um hristi upp í mannskapnum. Það gat varla verið byggt á kröftunum einum saman eftir fyrri sögnum að dæma, enda las Matthías það sem útspilsvísandi og kom út með lauf. Nánar tiltekið tíuna, til að vísa á hliðarinnkomuna. Ragnar trompaði fyrsta slaginn, sendi lítið hjarta til baka og þáði aðra stungu. Virkilega vel unnið spil hjá þeim félögum. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlegu móti í Groningen í Hollandi um áramótin kom þessi staða upp í skák hollenska al- þjóðameistarans Brenninkmeijer (2.475), sem hafði hvítt og átti leik, og indverska stórmeistarans Anand (2.555). Hvítur fann nú laglega fléttu sem byggist á valdleysi svörtu drottningarinnar: 28. Rh5+! - gxh5, 29. Dg3+ - Bg5 (Það er slæmt að þurfa að gefa manninn til baka, en víki svarti kóngurinn sér undan fellur drottningin, t.d. 29. - Kf8, 30. Rg6+) 30. Dxg5+ - Kh8, 31. Ba3! - He7, 32. Bxb4 - axb4, 33. Hc8! - Ke6, 34. Kfl. Hvítur hefur nú öll ráð svarts í hendi sér og svartur varð að gefast upp eftir 11 leiki til við- bótar. Ástralski stórmeistarinn Ian Rogers sigraði óvænt á mót- inu, en hann er nú búsettur í Amsterdam. Hann á enga mögu- leika á að taka framförum heima í Ástralíu þar sem hann er lang- sterkasti skákmaðurinn og eini stórmeistarinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.