Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.02.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1990 C 31 Dean Rusk gengur yfir Austurstræti í góða veðrinu, SIMTALID... ER VIÐ ÓLAF BJARNA GUÐNASON, SPURNINGAKEPPNIDÓMARA. Þaö er engin spuming 18691 Já. — Góðan dag, er Ólafur B. Guðnason við? Hann sem talar. — Komdu sæll, Andrés Magn- ússon á Morgunblaðinu hérna megin línunnar. Ég ætlaði að eiga við þig stutt símtal um spurninga- keppni Stöðvar tvö, Bæirnir bítast. Já, það ætti að vera í lagi. — Fyrsta spurning: Hvernig gengur þér að semja spumingar endalaust? Það gengur furðuvel. Að vísu er ég ekki einn í þessu, því bæði er Ómar nú duglegur við að semja spurningar og svo sér Agnes Jo- hansen alfarið um vísbendinga- spurningarnar. En þetta er tals- verður starfi, ég er umkringdur óheyrilegum stöflum uppflettirita, alfræðiorðasafna og annars slíks — mest erlent. Það er tiltölulega auðvelt að semja spurningar fyrir sérsviðin, en það eru almennu spurningarnar, sem era erfiðast- ar, því þær þurfa að spanna mjög breytt og almennt þekkingarsvið í senn. — Ertu maður smáfróður — þ.e.a.s. með það, sem á erlendum tungum nefnist „trívía" á reiðum höndum? Ja, svona ... ég tók nú ein- hverntíman þátt í svipaðri spum- ingakeppni og datt út í annarri umferð við Íítinn orðstír. Og ég hef aðeins einu sinni leikið „Trivial Pursu- it“ ... þar sem ég stóð mig vitaskuld mjög vel. En ef satt skal segja hef ég ekki mikinn áhuga á spurningakeppni sem keppnisíþrótt. — Veistu hver er höfuðborg Hong Kong? Já. Það er Victoria. — Hvernig fórstu að þessu? Þessi spurning verður í næsta þætti [sýndur í kvöld]. — Hefur þú haft rangt fyrir ' * þér? Já, það hefur komið fyrir og fer held ég varla hjá því þegar um svona fjöldaframleiðslu á spurningum er að ræða. En þetta er bara eins og í fótboltanum — úrskurður dómara stendur, hversu ósanngjarn, sem hann kann að virðast. Menn ættu bara að reyna að búa til 1.500 spurningar sjálfir! — Hættir þú stundum við spurningu, sem þér finnst of erfið? Ég hætti sjaldnast við spurn- ingu, en ég breyti stundum um orðalag. Ef ég spyr: „Um hvern var sagt ,Það míga utan í hann allir hundar’?" er ekki gefið að því • verði svarað. Ef ég tek fram að " ~ það hafi verið Jón Hreggviðsson, sem átti þessa mannlýsingu, er líklegra að menn tengi. Það er engin spurning þung eða létt. Það er þungt, sem maður veit ekki og létt sem maður veit. Það er hins vegar orðalag spurningarinnar, sem ræður því hversu fljótt menn kveikja á sam- henginu. — Engin spurn-A-j ing? Engin spurning. — Heyrðu, ég þakka þér bara fýrir spjallið og greinargóð svör. Já, og ég þakka fyrir spurningarn- ar. Blessaður. Ólafur B. Guðnason. Margir kannast við „Rakara- frumvarpið" i skáldsögu Halldórs Laxness Brekkukotsann- ál en eftirfarandi er ekki texti skáldsins: „Hið háa Alþing, sem nú situr hefir aukið stórlega gjöld vor og annara þegna ríkisins til ríkissjóðs. Viljum vér, þó nærri oss sé sorfið gjarna inna slík gjöld af hendi, hér eftir eins og að þessu, en því aðeins er von til þess að vér megnum svo gera, að vér fáum óháðir að vinna svo mikið sem vér orkum, og þegar oss og viðskiftamönnum vorum hentar bezt.“ Það er ekki nýtilkomið að mönn- um gangi erfiðlega að standa skil á opinberum gjöldum, ekki er það heldur nýnæmi að reynt sé að tak- marka vinnutíma ýmissa stétta með lagaboði. Hinn 6. apríl 1924 sáu fjórir rakarar sig tilknúna að FRÉTTALJÓS ÚR FORTlD Morgunblaðið/Bjarni skrifa alþingi og mótmæla frum- varpi sem Jakob Möller 3. þing- maður Reykvíkinga (í Sjálfstæð- isfl. eldra, síðar yngra. Innsk. blm.) lagði fram þess efnis að sam- þykktir um lokunartíma sölubúða næðu einnig til þjónustu á vinnu- stofum svo sem rakarastofna. Þetta frumvarp var lagt fram vegna tilmæla Rakarafélags Reykjavíkur sem taldi vinnutíma stéttarinnar óhæfilega langan. Einn helsti stuðningsmaður frum- varpsins var Jón Baldvinsson for- ystumaður í Alþýðuflokknum. I mótmælum rakaranna fjögra var m.a. skírskotað til hagsmuna verkamanna og sérstaklegá sjó- manna: „Slíkir menn vinna þó svo mikið gagn og sæmdir, sér og landi sínu ... Flestir þessara manna hvorki vilja né geta rakað sig sjálf- ir, vilja og fá sér höfuðböð, og Atvinnufrdsi — vinnuvemd - siðmenning Rakarafrumvarpið 1924-28 yfirleitt gera það, sem til þess þarf, að þeir haldi heilsu sinni, og líti út eins og siðaðir menn.“ Efri deild Alþingis tók þessi og fleiri rök til greina og felldi frumvarpið. Kristilegt? Árið 1925 var samhljóða frum- varp lagt fram. Með frumvarpinu fylgdi greinargerð frá Rakarafé- laginu, þar var bent á fordæmi í nágrannalöndum, endurtekið að vinnutími á rakarastofum í Reykjavík væri óhæfilega langur og hvatt til þess að „einstakir rak- arar geti ekki haldið uppi óhæfi- legri samkeppni". Málið var ítar- lega rætt á Alþingi, Bjarni Jónsson frá Vogi sagði í neðri deild að frumvarpið væri „óþarft og á vit- lausum grundvelli bygt ... Undar- legt má heita, að einmitt á sunnu- dögum, þegar menn þurfa helst að vera skafnir skuli rakarabúðir vera lokaðar." Frumvarpið var þó samþykkt í deildinni en mætti harðvítugri andstöðu í þeirri efri. Sr. Eggert Pálsson mælti í mót Jakob Möller Jón Þorláksson Jón Baldvinsson framvarpinu og sagði að menn ættu að fá að sjá fyrir sér og sínum og taldi ennfremur til baga ef ein- staklingar yrðu að hlaupa frá vinnu til að njóta þjónustu rakara. Jónas Jónsson frá Hriflu taldi það gegna furðu að Eggert, þjónandi prestur skyldi gleyma kröfum kirkjunnar um helgidagahald. Eggert aftur á móti sagði að helgun hvíldardags- ins byggði á því innra í manninum en ekki því ytra. Frumvarpið var fellt á jöfnum atkvæðum í efri deild. Árið 1926 urðu enn snarpar umræður. Björn Líndal taldi það ekki stríða gegn almannaheill að leyfa mönnum að vinna heiðarlega vinnu eins lengi og þeim sjálfum sýndist. Efri deild felldi frumvarpið aftur á jöfnum atkvæðum. 1927 var frumvarpið enn lagt fram í efri deild. Deildin hélt sínum vana og felldi málið á jöfnu. Tjóðurmenning og kratadindlar Sumarið 1927 var kosið til al- þingis og Framsóknarflokkur komst til valda með stuðningi Al- þýðuflokks. Jóni Baldvinssyni þótti því ástæða til að berjast fyrir þessu fomhelga baráttumáli þegar þing kom saman í janúar árið eftir. Það • má merkja af þingtíðindum Morg- unblaðsins 3. febrúar að blaðamað- ur var ekki hrifinn af þessari þraut- seigju: „Rakara“-frumvarpið, hið margumtalaða, og margendur- risna ... skert svo atvinnufrelsi manna... nema á þeim tímum, sem „háttvirtir" jafnaðarmenn vilja að unnið sje. Og þingbændur sem flagga með bændamenningu í bak og fyrir, dindlast aftan í jafnaðar- mönnum í því sem öðru. Er hin íslenska bændamenning að verða einskonar „tjóður“-menning?“ Spurningunni var svarað á Al- • þingi, Jón Þorláksson forystumað- ur íhaldsmanna (síðar sjálfstæðis- manna) og fleiri héldu uppi vömum i nafni atvinnufrelsis en allt kom fyrir ekki; frumvarpið var sam- þykkt með 8' atkvæðum gegn sex og í þeirri neðri með fimmtán at- kvæðum gegn fjórum hinn 11. febrúar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.