Morgunblaðið - 22.03.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.03.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUiDAGUR 22.' MARZ 1990 37 Minninff: Benedikt Hjartarson leigubílsljóri Fæddur 4. febrúar 1909 Dáinn 6. febrúar 1990 Benedikt var fæddur í Búðardal en var aðeins 9 ára er faðir hans drukknaði. Þá fluttist hann út í Sauðeyjar til föðurforeldra sinna og ólst þar upp við kröpp kjör. Hann átti sér þann draum að verða efnalega sjálfstæður. Sá draumur rættist og oftast var hann vel af- lögufær ef eftir var leitað. Hann var reyndar svo bóngóður maður að mér er nær að halda að nei hafi ekki verið til í orðaforða hans. Vinir hans og vandamenn sjá á bak tryggum og hjálpsömum manni sem af hógværð og lítillæti veitti liðsinni í erfiðleikum lífsins. ___________Brids_____________ Arnór Ragnarsson Bridsfélag Breiðfirðinga Aðaltvímenningi félagsins er lokið, en hann tók alls 8 kvöld. Mótið leiddu frá upphafí félagarnir Matthías Þor- valdsson og Sverrir Armannsson, og höfðu þeir sigur með 111 stiga mun í lokin. A tímabili sóttu Magnús Oddsson og Jón Stefánsson fast að þeim, en þeim tókst ekki að brúa bilið. Lokastað- an í þessum 54ra para tvímenningi varð þannig: 1. Sverrir Ármannsson — Matthías Þorvaldsson 888 2. Magnús Oddsson — Jón Stefánsson _ 777 3. Gunnlaugur Óskarsson — Sigurður Steingrímsson 539 4.-5. Steinunn Snorradóttir — Þorgerður Þórarinsdóttir 452 4.-5. Lárus Arnórsson — Ásthildur Sigurgísladóttir 452 6. Þorvaldur Matthíasson — Sigurður Helgason 446 7. Ólafur Týr Guðjónsson — Gylfi Gíslason 415 8. Skúli Einarsson — Böðvar Guðmundsson 405 9. Gunnar K. Guðmundsson — Ásgeir Guðmundsson 403 10. Sveinn Sigurgeirsson — Hallgrímur Hallgrímsson 393 Næsta keppni félagsins er Butler- tvímenningskeppni. Hún hefst fimmtu- daginn 22. mars. Þar sem ljóst er að mörg pör sem spila hjá Bridsfélagi Breiðfirðinga verða fyrir norðan á und- ankeppni íslandsmótsins næstkomandi fimmtudag hefur stjórn félagsins ákveðið að þau pör sem missa af fyrstu kvöldinu í Butler-tvímenningnum geta komið inn á öðru kvöldi keppninnar á meðalskori. Ekki er fullfrágengið hve mörg kvöld keppnin tekur, það mun ráðast af þátttökufjöida. Sennilega verður keppnin 4-5 kvöld. Skráning- arsími er 689360 (fsak), og eru kepp- endur beðnir um að skrá sig í tíma. Lofta- plötur og lím Nýkomin sending Nykomin sending Þ.ÞORGRiMSSON &C0 Ármúla 29, Reykjavik, sími 38640 Benedikt hélt til Reykjavíkur um tvítugt og tók að stunda sjóinn, hann eignaðist hlut í eimskipinu Columbusi en það var um tíma stærsta skip íslendinga. Rekstur þess gekk ekki vel og svo fór að það var selt úr landi rétt áður en síðari heimsstyijöld hófst. Upp úr því tók Benedikt að starfa við akstur vörubíla og síðar leigubíla sem varð ævistarf hans. Hann ók á Aðalstöðinni og Litlu bílastöðinni en varð svo einn af stofnendum Hreyfils og lauk þar starfsævi sinni. Benedikt var mikill félags- hyggjumaður og tók þátt í öllu fé- lagsstarfi stöðvarinnar en var ekki hávaðamaður á fundum frekar en í daglegu lífi. Hann átti fjóra syni: Ásgeir sem er látinn, Rafn, Atla og Kjartan. Benedikt kvæntist árið 1964 Soffíu Lárusdóttur en hún átti þijú börn: Jónu Snæland, Guðmund Rögn- valdsson og Ragnhildi Rögnvalds- dóttur. Soffía og Benedikt bjuggu lengst af í Hvassaleiti 8 og fyrstu árin bjuggu Kjartan og Ragnhildur hjá þeim. Síðastliðið sumar fluttu þau hjónin inn í nýja íbúð aldraðra á Aflagranda 41 og þar lést Bene- dikt skyndilega úr hjartaáfalli. Vegna tilviljunar fylgdist ég nokkuð með Benedikt áður en við kynntumst. Símanúmer æskuheim- ilis míns var 1635 og vegna bíla- áhuga tók ég ávallt vel eftir R-1635 en það númer var á bíl Benedikts, Dodge árgerð 1940. Við vorum auk þess grannar, hann bjó í Soga- mýri en ég í Blesugróf og við Rafn sonur hans vorum bekkjarbræður í Laugamesskólanum. Bílum sínum hélt Benedikt ávallt vel við og ók á snyrtilegum, hrein- um og góðum bílum. Við Benedikt tengdumst er hann kvæntist tengdamóður minni og fljótt kynnt- ist ég því hver greiðamaður hann var en einnig því að engan bað hann um greiða án þess að vilja gjalda hann fullu verði. Svo fór að ég ók fýrir hann um tima og þrátt fyrir að okkur sinnað- ist, sem mest var mín sök, þá veit ég að gleði hans og ánægja var mikil og sönn þegar. við jöfnuðum það með okkur. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst þessum hljóða og hógværa ágætismanni. Ég skila kveðjum og þakklæti frá stjúpbörn- um og þeirra fólki. Við kveðjum góðan mann með söknuði. Kristinn Snæland Macintosh fyrir byrjendur Skemmtilegt og fræðandi 22 kennslustunda námskeið um forritið Works. Macintoshbók, 180 blaðsíður, innifalin. Síðdegis-, kvöld- og helgarnámskeið. Stýrikerfi, ritvinnsla, gagnasöfnun og áætlanagerð. m Tölvu- og verkfræðiþjónustan Grensásvegi 16 • stmi 68 80 90 TOLVU- i MÖPPUR I frá Múlalundi... z þar er tölvupappírinn vel geymdur. | 3 Múlalundur 1 SÍMI: 62 84 50 T~)i mi Ferming, -stór stund í lífi hvers unglings. Mikið stendur til, ættingjar hittast og gleðjast saman. Þá kemur Duni til sögunnar. Fallegir dúkar, servéttur, kerti og fleira, í litum sem fara vel við öll matar- og kaffistell. AUt til að gera veisluna eftirminnilegri. Dúkarúllur á öll borð í fjölda lita. Pappadiskar fyrir stórveislur. Hagkvæm lausn án uppvasks. Kerti, sem lýsa upp veisluna. Rikulegt lita- úrval. Einnota glös, kristaltær og falleg. Servéttur, í miklu litaúrvali. Duni Varahlutaverslun okkar í Ármúla 3 verður lokuð á morgun vegna flutnings. Opnum á mánudag á Höfðabakka 9. SÍMAR 81 - 670011OG 31901

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.