Morgunblaðið - 25.03.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.03.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ VEROLD/HLAÐVARPINN SUNNUDAGUR 25. MARZ 1990 Svona sér teiknari skopblaðsins Krókódíls stöðuna í Sovétríkjunum. FELAGI FORSETi Séð og heyrt á 5. fufiltrúaþingi Scvétríkjanna SÁU það ekki örugglega allir: Félagi Míkaíl Sergeievítsj hrærður, með hönd á stjórnarskrá Sovétríkjanna og fána þess mikla ríkis sér á vinstri hönd að sverja embætiseið sem fyrsti forseti Sambands sósíalískra sovét- lýðvelda? Fyrir þá sem voru viðstaddir var stemmningin kannski blendin. 2.000 þingmenn fulltrúaþingsins niðri í salnum, í þinghúsinu stóra í Kreml (fjórðungur þeirra hafði kvöldið áður greitt atkvæði gegn Gorbatsjof), slangur af sovéskum blaðamönnum (sem þrátt fyrir allt eru allir starfs- menn flokksmálgagna) og loks nokkrir vestrænir blaðamenn sem áttu bágt með að leyna því að þeim fannst þeir vera að horfa á eitthvað sögulegt. etta var lokaatriðið í þinghaldi sem Gorbatsjof var búinn að skipuleggja fyrirfram og fór í hinu smæsta eftir áætlun hans. Fyrst voru umræður um þær greinar stjómar- skrárinnar sem Iutu að forystuhlut- verki flokksins og þvínæst um nýtt embætti forseta landsins. Þegar samþykkt hafði verið að felia úr gildi greinar 6 og 7, að taka upp forseta- embætti og síðast en ekki síst að frysta forsetann skyldi þingið velja en ekki þjóðin, var gengið til tillagna um frambjóðendur og loks atkvæða- greiðslu. Þegar þar var komið sögu var aðeins einn eftir í framboði: Fé- lagi Míkaíl Sergeievítsj Gorbatsjof að tillögu miðstjómar kommúnista- flokksins. Auðvitað vom umræðu oft harðar og einstaka maður lét ýmislegt fjúka úr ræðustól, svo sem Júrí Afanasjef sem sagði mönnum að Sovétríkin þyrftu alveg að segja skilið við kommúnisma. Það fór heldur fyrir brjóstið á fundarmönnum, enda ekki við öðru að búast; 86 prósent þeirra eru þrátt fyrir allt félagar í kommúni- staflokknum. Hinsvegar var aldrei nein hætta á því að áætlun Gorbatsj- ofs yrði stöðvuð. Landið þarfnast forseta skrifuðu blöðin feitu letri yfir þverar forsíður og sama viðhorf endurspeglaðist í ræðum þingmanna velflestra. Það var raunar ekki ein- ungis að menn teldu að landið þarfn- aðist forsetans, það þurfti hann eins og skot. Stemmningin á fulltrúaþinginu markaðist einkum af þessu, öllum var ljóst að það voru síðustu forvöð að gera eitthvað róttækt, að ríkið rambaði á barmi hyldýpis, jafnvel borgarastríðs. Og það sem Gorb- atsjof hafði lagt til í þessum efnum var að búa til embætti sem fylgdu svo mikil völd að á óvissutímum væri hægt að lýsa yfir neyðarástandi og stjórna landinu með forsetatilskip- unum. Margir þingmenn hikuðu ekki við að halda því fram að „sterk hönd“ væri eina bjargræði landsins á þess- um erfiðu tímum. Og lái þeim hvers sem vill. Mér er einkum minnisstætt viðtal sem Fjodoroff þingmaður átti við hóp blaðamann i einu fundarhléi þingsins. „Forseti," sagði hann, „verður að vera frjálsasti maður landsins. Hann er fyrst og fremst bundinn af eigin samvisku." Það sem Fjodoroff átti líklega við er að í sum- um tilfellum getur forsetinn gripið fram fyrir hendur hinna hefðbundu valdastofnana. Og það var einmitt slíkt vald sem einstaka þingmaður reyndi veikum rómi að andmæla úr ræðustóli. En það var verið að ræða grund- vallarspurningar og stundum fannst manni ræðumenn fremur vera að leggja línurnar fyrir nýtt ríki en að endurbæta það gamla. Þetta var til dæmis skoðun Stankevítsj sem er í hópi þeirra fijálslyndustu á fulltrúa- þinginu. Hann lýsti oft þeirri skoðun sinni við blaðamenn að Sovétrikin ættu ekki framtíð fyrir sér sem ríki í eiginlegum jjtilningi. Það yrði að breyta þeim í Samband sjálfstæðra ríkja sem tengdust með samningum í eitt stórt bandalag. Enginn sagði það en allir vissu það: Sovétríkin gætu riðlast. Ef það gerist með ófriði er hætt við að það hefði hörmulegar afleiðingar, ekki bara fyrir þegna núverandi Sov- Frú menntamála- ráðuneytinu Fjárveiting úr íþróttosjóði Samkvæmt lögum um breytingu á verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga nr. 78/1989 veitirAI- þingi árlega fé í íþróttasjóð. Framlög úr íþróttasjóði skal veita til sérstakra- verkefna á vegum íþróttafélaga eða íþrótta- samtaka í því skyni að bæta aðstöðu tilíþrótta- iðkana s.b.r. Reglugerð um íþróttasjóð nr. 609/1989 Tekið skal fram að ekkert liggur fyrir um fjár- veitingar til sjóðsins 1991, en þær eru ákveðn- ar í fjárlögum hverju sinni til eins árs í senn. Felur árleg fjárveiting þannig ekki í sér skuld- bindingar um frekari styrkveitingar. Umsókn um stuðning úr íþróttasjóði vegna fjárveitinga ársins 1991 þurfa að berast fyrir 1. maí nk. íþróttanefnd ríkisins, menntamála- ráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Með umsóknum þarf að fylgja greinargerð um fyrirhugað verkefni. KARLMANNAFÖT, VERÐ 1.990,- Stakar buxur, ný efni, ný snið. Mitti frá 79 cm upp í 135 cm. Jakkar, úlpur, skíða- og æfingagaliar. Andrés, Skólgvörðustíg 22a, sími 18250. Austurrískt kaffihlaðborð með Svarta- skógartertu kr. 700,- d mann Barnadiskur kr.200,- Hressileg austurrísk týrólamúsík undir borÖum í kvöld Brandarakeppnin Aðgangseyrir íkvöldkl.22 kr. 100,- étríkja heldur fyrir alla heimsbyggð- ina. Það sem fulltrúaþingið sam- þykkti á endanum hjálpar tæplega að koma á friði, samþykktir þess búa til vald sem á að vera svo öflugt að það geti haldið ríkinu saman, Verður Sovétríkjunum haldið sam- an? Hinir fijálslyndari segja nei. Ekki í núverandi mynd. Þess vegna verður að taka róttæk skref í þá átt að veita lýðveldunum fullt sjálfstæði og semja svo á einhveijum viturleg- um grundvelli. En þeir sem segja þetta eru fáir. Langflestir þingmanna tóku hina afstöðuna: Forsetinn bjargar þessu. Hvers vegna skyldu Sovétríkin leysast upp, hver hefur hag af því? Það eru bara öfgamenn í einstökum lýðveldum sem eru með æsingar. Skugginn af sjálfstæðisyfirlýsingu Litáens hvfldi allan tímann yfir þessu þingi, en það var ekki fyrr en undir íok þess 'að ákveðið var að taka málið til umræðu. Hún endaði með því að þingið samþykkti harðorða ályktun um lögleysu og stjómar- skrárbrot í Litáen. Og þegar þetta er skrifað er Gorbatsjof nýbúinn að skrifa undir tilskipun um herta lög- gæslu og rúmara starfssvið KGB og hers í Litáen. Óvissan er nú meiri en nokkru sinni fyrr í Sovétríkjunum. Og það getur svo farið að samþykktir full- trúaþingsins sem á að vera hið glæsta tákn umbótanna í Sovétríkj- unum síðastliðin fimm ár snúist í höndum þess. Það merkiiega er að þingið gerði breytingar á stjórnar- skránni sem undir öllum venjulegum kringumstæðum hefði þótt mikill sig- ur umbótanna. Eina vonin til þess að halda friði innan landsins er iíklega fólgin í því að þau lýðveldi sem hvað harðast hafa krafist sjálfstæðis fallist á þá málsmeðferð sem nú er verið að vinna að í Æðsta ráði Sovétríkjanna. Það eru reglur um hvemig lýðveldi geti sagt sig úr Sovétríkjunum. En til þess þurfa þau auðvitað að slá af kröfunum: Samkvæmt þessum reglum tæki það lýðveldi 6 til 8 ár a fá fullt sjálfstæði. Hvað er að gerast? Enginn veit það nákvæmlega og margir segja að þingmenn fulltrúaþings og Æðsta ráðs viti það síst af öllum. Hvemig á að koma í veg fyrir borgarastríð og hvers konar borgarastríð gæti brotist út? Svarið við þessu er af hálfu fulltrúaþings og Æðsta ráðs sterkara vald. Og hvort það er rétta svarið kemur von bráðar í ljós, ef að líkum Iætur. Honda *QO Civic 3ja dyra 16 ventía Verð fró 746,- þúsund. GREIÐSLUSKILMÁLAR FYRIR ALLA. W HONDA VATNAGÖRÐUM 2<t, RVlK., SÍMI 689900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.