Morgunblaðið - 05.04.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.04.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1990 B 7 Runaway Train. Aðrir leikarar sem við sögu komu í auglýsingunni eru allt atvinnuleikarar sem valdir voru úr stórum hópi og hafa margir hverjir leikið í ýmsum kvikmyndum. Þarna á meðal voru glæponar sem flestir hverjir komu frá San Fransico-svæðinu en stúlkan sem Valdimar eða Tuplamaðurinn reyndir að bjarga var frá New York. Tækniliðið var að öðru leyti bandarískt, og verkefnið í heild með því viðamesta sem við höfum kom- ist í kast við, enda kostnaðurinn við myndina í kringum 15 milljónir eða um 250 þúsund dalir sem er nálægt meðalverði bandarískra sjónvarpsauglýsinga." Von á fleiri verkefnum erlendis Það er von á fleiri verkefnum erlendis. Story Film hefur í Finn- landi freistað þess að kynna Ágúst Baldursson í Finnlandi og sent sýn- ishorn af auglýsingum hans til um 500 fyrirtækja þar í landi og víðar. Fyrir milligöngu Saga Film stendur til að kynna fleiri íslenska leikstjóra á þessum markaði. Þeir Jón Þór Hannesson og Snorri Þórisson eru sammála um að þessi tilraun með starfsemi Creative í Kaupmanna- höfn sé hægt og bítandi að skila árangri þar í landi einnig, þar sem CC hefur m.a. unnið auglýsingar fyrir þekktar alþjóðlegar auglýs- ingastofur auk kynningarmynda og sjónvarpsmynda, sem m.a. hafa verið sýndar í TV-2 og danska ríkis- sjónvarpinu. Hjá CC í Kaupmanna- höfn eru nú 4 fastráðnir starfs- menn, sem allir eru Danir, auk íslenskra, danskra og finnskra lausamanna. Hjá Saga Film hér heima starfa alls 15 manns auk þess sem lausa- menn eru kallaðir inn eftir þörfum, en fyrir utan mjög fullkominnar upptöku- og eftirvinnsluaðstöðu ræður fyrirtækið yfir öðrum hel§ta myndverssalnum hér á landi, þ.e. ásamt Ríkissjónvarpinu. Segja má að fyrirtækið starfi á öllum sviðum myndgerðar nú orðið, enda knúið að því að nokkru leyti vegna sam- dráttar í augiýsingagerð, sem bæði stafar af kreppuástandi efnahags- lífsins og því að fleiri aðilar eru komnir til sögunnar í þessari grein. „Það má því segja að auglýsinga- gerðin sé orðin dreifðari en áður, en við teljum okkur þó geta allvel unað við hlut okkar í stærri verkefn- um á auglýsingasviðinu. Það virðist hins vegar nokkuð útbreiddur mis- skilningur að við leggjum helst ekki fyrir okkur smærri auglýsingar en sannleikurinn er að við höfum hér alla aðstöðu til að leysa af hendi auglýsingagerð af hvaða stærð- argráðu sem er. Og við lítum enn á auglýsingar sem sérsvið þessa fyrirtækis, því að þar er uppruni okkar og þar getum við látið verkin tala,“ segjaþeirJónÞórogSnorri. Saga Film hefur átt margar athyglisverðar auglýsnigar Það sem þeir vitna hér til er af- rekaskrá Saga Film í samkeppni íslenska markaðsklúbbsins um at- hylisverðustu auglýsingar hvers árs. Af tuttugu sjónvarpsauglýsing- um sem hlotið hafa tilnefningu und- anfarin fjögur ár á Saga Film heið- urinn af 12 þeirra í samvinnu við ýmsa aðila. Nú síðast átti Saga Film fjórar tilnefningar af fimm og sömu sögu var að segja 1987, en tvær tilnefningar hin árin tvö. Nú síðast og árið á undan átti Saga Film myndirnar sem verðlaunin hlaut, þ.e. Hraðakstursauglýsing- una fyrir Sjóvá-Almennar og Getur þú hugsað þér jól án bóka, og voru báðar gerðar í samvinnu við ís- lensku auglýsingastofuna. „Þessi skref sem við höfum verið að stíga með því að færa út kvíarnar til nágrannalandanna er fyrst og fremst tilraun og ef hún tekst verð- ur hún fyrst og fremst ánægjuleg viðbót við starfsemina en grundvöll- urinn er hér heima og hann munum við halda áfram að rækta.“ Til fjandans með Skniefnin í SÍÐUSTU viku birtist í fjölmiðlum meðfylgjandi auglýsing I herferð til varnar fíkniefnanotkun ungs fólks. Hefur Ágúst Bald- ursson haft veg og vanda af gerð þessa auglýsingaefhis í sam- vinnu við Saga fílm og Gptt fólk og hafa allir þessir aðilar gefið vinnu sína. En einnig lögðu fram vinnu sína endurgjaldsalaust Elín Sveinsdóttir sminka og Gunnar Gunnarsson hjá Gæðagrafík. íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur hefur tekið höndum saman við framangrienda aðila um þessa auglýsingaherferð. Miklar umræður hafa átt sér stað að undanförnu um aukna fíkni- efnanotkun unglinga og er ætlun- in með þessu átaki að vekja ungt fólk til umhugsunar um áhrif þessa vágests. Ágúst Baldursson segir að auglýsingin hafi verið gerð fyrir ári og var þá reynt að fá heilbrigðisráðuneytið til að kaupa hana. Það hafi ekki geng- ið, þannig að sú ákvörðun var tekin núna að gefa auglýsinguna. Ágúst sagði ennfremur að þeir væru með fleiri handrit, sem hann vonaðist til að þeir héldu áfram að nota í herferðinni. Útbúin verða plaköt og strætisvagnaauglýs- ingar, auk blaða- og sjónvarps- auglýsinga. FLUTNINGAÁÆTLUN EIMSKIPS BRETLAND/MEGINL.EVRÓPU Brúarfoss - Laxfoss m Frá Reykjavík alla miðvikudaga Immingham alla sunnudaga Hamborg alla mánudaga Antwerpen alla miövikudaga Rotterdam alla fimmtudaga Immingham alla föstudaga Til Reykjavíkur alla mánudaga 1 C. -. . . . BRETLAND/NORÐURLÖND m Bakkafoss - Reykjafoss Frá Reykjavík alla fimmtudaga Vestmannaeyjar alla föstudaga Immingham alla mánudaga 1 Áiósar alla miðvikudaga i Helsingborg alla fimmtudaga : Kaupmannahöfn alla fimmtudaga Gautaborg alla föstudaga Fredrikstad alla föstudaga Pórshöfn alla sunnudaga Vestmannaeyjar alla þriðjudaga Til Reykjavíkur alla fimmtudaga EYSTRASALTS-SIGLINGAR - Urriftafoss - Gdynia 20. apríl Helsinki 23. apríl Riga 25. apríl N-AMERIKA Dorado-Skógafoss Frá Reykjavík annan hvern föstud. Næst 13. apríl Halifax mánaöarlega. Næst 01. maí Boston/Everett annan hvern sunnud. Næst 09. apríl New York annan hvern mánud. Næst 10. apríl Norfolk annan hvern miövikud. Næst 12. apríl Argentia annan hvern þriðjud. Næst 04. apríl Til Reykjavíkur annan hvern mánud. Næst 09. apríl B V STRANDSIGLINGAR - Mánafoss - Reykjavik alla þriftjudaga ísafjörftur alla miftvikudaga Sauftárkrókur annan hvern fimmtud Næst 07. apríl Akureyri alla fimmtudaga Húsavík alia föstudaga Siglufjöröur annan hvern laugard. Næst 14. apríl Dalvík alla laugardaga ALHLIÐA FLUTNINGAÞJÓNUSTA Eimskip veitir víðtæka flutninga- þjónustu á sjó og landi og heldur uppi reglubundnum áætlunarsigl- ingum til 27 hafna í 14 löndum. Flutningadeildir Eimskips veita allar nánari upplýsingar um flutn- ingaþjónustu fyrirtækisins. EIMSKIP PÓSTHÚSSTRÆTI2 • SÍMI: 697100 Frádráttarbær virðisauki Samkvæmt reglugerð um virðisaukaskatt fæst innskattur frádreginn af innkaupsverði nýrra sendibifreiða sé bifreiðin notuð vegna skattskyldrar starfsemi. Jöfur hf. býður nú tvo góða valkosti á frábæru verði: Sá ódýrasti á markaðnum. Favorit 136L, árgerð 1990, kr. 458.800,- Vsk. kr. 90.300,- Staðgrverð án vsk. kr. 368.500,- Peugeot 205, árgerð 1990, kr. 589.900,- Vsk. kr. 116.100,- Staðgrverð án vsk. kr. 473.800,- ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.