Morgunblaðið - 07.04.1990, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 07.04.1990, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. APRIL 1990 25 Anna Ingvarsdóttir fíðluleikari: Mig er farið að langa að koma heim frá Svíþjóð BILAHOLLIN „NÚ LANGAR mig _ að reyna hvernig er að búa á íslandi. Eg sótti um stöðu hjá Sinfóníuhljóm- sveitinni í gær og veit svo sem ekkert hvernig það fer. En ég bíð bara eftir að þetta taki á sig mynd, það er nóg að gera á meðan. Svo líst mér vel á veðrið hérna," seg- ir Anna Ingvarsdóttir og hlær aðeins við síðustu orðin. Hún. er 25 ára fíðluleikari og lýkur námi í Svíþjóð í vor. Hingað kom hún í vikunni til að halda tvenna tón- leika: í Listasafni Sigurjóns á morgun, sunnudag, og á Isafírði á miðvikudag. Anna segist hafa byijað fimm ára í fiðlutímum hjá Gígju Jóhannsdótt- ur. Síðan hafi hún stundað fiðlunám- ið af og til og snúið sér alveg að því fyrir sex árum. Foreldrar Onnu eru þau Stella Margrét Siguijóns- dóttir og Ingvar Jónasson víóluleik- ari. Með þeim flutti hún til Svíþjóðar fyrir átján árum og hefur búið þar síðan. „Pabbi ætlaði að reyna fyrir sér í Svíþjóð í svona tvö ár, en það teygðist úr þessu. Hann spilaði lengi í sinfóníuhljómsveitinni í Malmö og kenndi við tónlistarháskóla þar og í Gautaborg, en síðustu árin hefur hann verið við Stokkhólmsóperuna. Ég valdi tónlistardeild í mennta- skóla í Stokkhólmi og fór síðan í tónlistarskóla í Falun. Fyrir fjórum árum byrjaði ég að læra við tónlistar- háskólann í Malmö og lýk þaðan burtfararprófi og kennaraprófi í vor.“ Anna ætlar leika sömu verk á tónleikunum hér og hún flytur á burtfararprófinu í Malmö 20. maí. Þetta eru fiðlusónata eftir Jón Nord- al, sónata í A-dúr eftir César Franck og verk fyrir íjórar vatnslitamyndir eftir Thor Aulin. Olle Sjöberg, sem kennir við tónlistarháskólann í Malmö, leikur me_ð henni á píanó í öllum verkunum. A tónleikunum hér leikur hann einnig tvö píanóverk; annað eftir Lettann Vito Lins og hitt eftir Svíann Johannes Janson. Tónleikarnir í Listasafni Siguijóns Verslanir Casa og Mir- ale sameinaðar ALHEIMSLIST hf. sem rekið hef- ur verslunina Mirale á Engjateigi 9 hefur keypt verslunina Casa í Borgartúni 29. Verslanirnar hafa verið sameinaðar í húsnæði Casa og opnar nýja verslunin formlega í dag undir nafninu Mirale/Casa. Báðar verslanirnar hafa selt hús- gögn, ljós og gjafavörur. Sturla Birg- isson, framkvæmdastjóri Mirale, sagði að verslanirnar væru með svip- aðar vörur. Með yfirtöku á verslun- inni Casa og umboðum hennar væri búið að kaupa helsta keppinautinn og sæti fyrirtækið eitt að þessum markaði. • Framk’væmdastjóri hlutafélagsins sem rak Casa og aðaleigandi er Skafti Jónsson. Aldarminning' Svövu Þór- hallsdóttur SÝNING á hand- máluðu postulíni og fleiri munum eftir Svövu Þórhalls- dóttur verður í Stöðlakoti, Bók- hlöðustíg 6 í Reykjavík laugar- daginn 7. apríl. Sýningin er haldin í tilefni af ald- arminningu Svövu og er opin alla daga frá kl. 14—18. Lokað verður föstudaginn langa og páskadag. Sýn- ingunni lýkur 22, aprjl. Morgunblaðið/Sverrir Anna Ingvarsdóttir fiðluleikari með foreldrum sínum, Stellu Margr- éti Sigurjónsdóttur og Ingvari Jónassyni vióluleikara. Anna heldur tónleika í Listasafni Siguijóns Ólafssonar klukkan 20.30 á sunnudags- kvöld. Olle Sjöberg leikur á pianó á tónleikunum. annað kvöld eru vitaskuld ekki fyrstu tónleikar Önnu. Hún spilaði til að mynda víða um Þýskaland og Sviss í lok síðasta árs með lítilli kammersveit. Aðalkennari Önnu í Malmö heitir Tim Frederiksen. Hann er konsertmeistari dönsku útvarps- hljómsveitarinnar og leikur í þekkt- um dönskum strengjakvartett, „Den danske kvartet". „Það er svolítið skemmtilegt að afi hans kenndi ein- hverntímann á lágfiðlu hér á ís- landi,“ segir Anna. Hún segist ætla að fara til Svíþjóðar eftir páska að búa sig undir prófið í næsta mánuði. Þegar spurt er hvað við taki eftir það, er ekki að heyra á Önnu að hún hafi áhyggjur af íramtíðinni. „Ég kem aftur til íslands í sumar eða haust og býst við að setjast hér að. Mér finnst tími til kominn.“ FUNAHÖFÐA 1 — SÍMI 672277 Toyota Hilux XTRA CAP ’89. Blár. Ekinn 12 þús. km. 31“ dekk og krómfelgur. Verð kr. 1.490.000,- Skipti ath. Mazda 626 GLX '88. Grár. Ekinn 39 þús. km. Sóllúga, central, álfelgur, sjálfskiptur, 2ja dyra. Verð kr. 1.150.000,- Audi 80S '88. Blár. Ekinn 29 þús. km. Verð kr. 1.300.000,- Skipti ath. Toyota Corona ’88. Blár. Ek- inn 34 þús km. Verð kr. 850.000,- Skipti ath. Opið hús Vantar góða bíla mán.-föst. frá Mikið úrval á staðinn. kl. 10-19. af góðum Gott innisvæði. Laug.frá kl. 10-18. jeppum. ... OG BEST Af ÓLLU - VERÐID enda visælasli fjórhjóladrífsbíllinn • 16 ventla, geysiöflug 1800 cc vél með beinni innspýtingu. • 14 tommu felgur. Dekk: 14 x 185. • Sítengt fjórhjóladrif, það fullkomnasta frá Subaru. • Sjálfstæð gormafjöðrun á hverju hjóli. • Fimm gíra eða sjálfskipting, sem er fjögurra þrepa. • Hátt og lágt drif. ® Stærri, lengri, rúmbetri. • Aflstýri og veltistýri. 9 Samlæsing í hurðum og afturhlera • Rafdrifnar rúður með öryggislæsingum. • Rafdrifnir speglar. • Höfuðpúðar á aftursætum. • Upphituð afturrúða með rúðuþurrku og sprautu. • Þvottasprautur á ökuljósum. • Aflhemlar. • Útdregin hlíf yfir farangursrými. • „Hill Holder" - samtenging bremsu og kúplingar í brekku. • Útvarpsloftnet og hátalarar í hurðum. • Hæðarstilling aðalljósa í mælaborði. Bílasýning laugardag og sunnudag á Akureyrí á blfreióaverkstseói Siguróar Valdimarssonar og í Reykjavík kl. I4.00-17.00. Reynsluakstur. Uppítökur og sala á notuóum bílum. Aktu ekki út í óvissuna aktu á Subaru Ingvar Helgason hff. Sævarhöfða 2, sími 674000.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.