Morgunblaðið - 10.04.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.04.1990, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1990 Vinningstölur laugardaginn VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 1 2.283.684 o Z. 4af5 2 198.155 3. 4af 5 98 6.975 4. 3af 5 4.318 369 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 4.956.886 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 VERÐSAMANBURÐUR A JÓGÚRT FRÁ MS OG BAULU Leiðbeinandi smásöluverð samkvæmt útgefnum verðlistum MS ÓSKAJÓGÚRT Framleidd úr nýmjólk Magn 180 g Smásöluverð kr.: 47 BAULUJÓGÚRT Framleidd úr nýmjólk Magn 180 g Smásöluverð kr.: 47 BAULU ÚRVALSJÓGÚRT Framleidd úr nýmjólk Magn 180 g Smásöluverð kr.: 52 MS EÐALJÓGÚRT Framleidd úr nýmjólk Magn 170 g Smásöluverð kr.: 47 MS SUNNUDAGSJÓGÚRT Framleidd úr nýmjólk og rjóma Magn 180 g Smásöluverð kr.: 52 MS SKÓLAJÓGÚRT Framleidd úr nýmjólk Magn 150 g Smásöluverð kr.: 42 BAULU BROS Framleidd úr nýmjólk Magn 180 g Smásöluverð kr.: 49 (Lækkað úr kr. 52 27/3 90) MS LÉTTJÓGÚRT Framleidd úr léttmjólk Magn 180 g Smásöluverð kr.: 42 BAULU TRIMMJÓGÚRT Framleidd úr undanrennu Magn 180 g Smásöluverð kr.: 52 MS ÓSKAJÓGÚRT Framleidd úr nýmjólk Magn 500 g Smásöluverð kr.: 106 BAULUJÓGÚRT Framleidd úr nýmjólk Magn 500 g Smásöluverð kr.: 106 MS LÉTTJÓGÚRT (femur) Framleidd úr léttmjólk Magn 500 g Smásöluverð kr.: 91 MS SÝRÐUR RJÓMI18% Magn 200 g Smásöluverð kr. r 133 (150 g kr. 100) BAULU SÝRÐUR RJÓMI 18% Magn 150 g Smásöluverð kr.: 109 Dýpkunarskipið Perla að dæla sandi á land í Hafiiarhöfn. Morgunblaðið/Jón G. Gunnarsson Hornaflarðarós grynnkar Höfn. MIKLAR breytingar hafa átt sér stað undanfarnar vikur í Horna- fjarðarósi. Samspil náttúrunnar í legi og lofti hefur valdið því að stórt skarð hefur myndast vestan við Hvanney svo sjór streymir þar um og ber mikið magn af sandi og möl inn í ósinn þannig að hann hefur grynnkað að mun. Árangurinn hefur verið það mik- ill að nánast hefur grafið frá vita á Suðurfjörutanga en hann lagðist á hliðina við svipaðar kringumstæð- ur árið 1948. Dýpkunarskipið Perla hefur verið við dælingar í Horna- firði frá því í febrúar. Skipið hefur undanfarið dælt nokkrum förmum að svæðinu umhverfis vitann og í „nýja ósinn“. Ástandið er það alvarlegt um þessar mundir að stærri skip og togarar hafa ekki komist inn til Hafnar. Síðustu daga hefur því tals- vert af afurðum verið ekið á Djúpa- vog í skip þar. Þetta er ástand er öllum hér áhyggjuefni og fyrir skemmstu samþykkti bæjarstjórn Hafnar að beita sér fyrri ráðstefnu um náttúru Hafnar, með sérstöku tilliti til þátta er áhrif hafa á innsigl- inguna og aðra hafnaraðstöðu. Ráð- gert er að sú ráðstefna fari fram 8. og 9. júní í sumar. - JGG Norrænu sjónvarpsstöðvarnar: Vikivaki frumfluttur sam- tímis í öllum stöðvunum FYRSTA íslenska sjónvarpsóper- an, Vikivaki eftir Atla Heimi Sveinsson tónskáld, verður frum- flutt á föstudaginn langa í öllum norrænu sjónvarpsstöðvunum, nema í Svíþjóð, þar sem hún verður sýnd annan dag páska. Thor Vilhjálmsson samdi óperu- textann og byggir á samnefiidri skáldsögu eftir Gunnar Gunnars- son. Vikivaki er jafnframt fyrsta ópera fyrir sjónvarp, sem allar Norðurlandaþjóðirnar standa saman að og láta semja fyrir sig. í frétt frá Sjónvarpinu segir að aðdragandi að þessari óperu sé orð- inn langur. Fyrst hafi ætlunin verið að útbúa fyrir sjónvarp óperu Atla Heimis, Silkitrommuna, sem vakti ( mikla athygli fyrir nokkrum árum, meðal annars á leiklistarhátíð í Caracas. Úr varð þó að skapa frem- ur nýtt verk og varð fyrir valinu saga Gunnars Gunnarssonar, Viki- vaki, sem samin var 1932. Þar seg- ir frá rithöfundi sem býr í voldugu húsi á afskekktum stað, þangað sem samgöngur eru ógreiðar nema fljúgandi. Hins vegar eiga svipir fortíðar greiðari aðgang að honum, fulltrúar lands og þjóðar frá ýmsum öldum. Sagan er uppgjör og þroska- saga heimsborgara, sem er að festa sig í eigin mold og sögu. Norrænt listafólk frá öllum Norð- urlöndunum tekur þátt í flutningn- um. Finninn Hannu Heikinheimo er leikstjóri, Gunnilla Jensen frá Svíþjóð er leiklistarráðunautur og < Sinfóníuhljómsveit danska útvarps- '* ins leikur undir stjóm Petri Sakari, hins finnska aðalhijómsveitarstjóra . Sinfóníuhljómsveitar íslands. " Islenskir og finnskir söngvarar syngja hlutverkin, en íslenskir leik- arar sjást í myndinni. Aðalhlutyerk- ið, skáldið Jaka Sonarson, syngur Kristinn Sigmundsson, en Helgi Skúlason leikur skáldið. Meðal söngvaranna eru Signý Sæmunds- dóttir, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Guðmunda Elíasdóttir, Viðar Gunnarsson, Eið- ur Gunnarsson, Garðar Cortes, Gunnar Guðbjörnsson og Sigurður Björnsson og meðal leikara eru Bríet Héðinsdóttir, Borgar Garðars- son, Róbert Arnfinnsson, Margrét Ákadóttir, Pétur Einarsson, Hanna María Karlsdóttir og Þröstur Leó (■ Gunnarsson. Georg Sikov sá um leikmynd, aðstoðarleikstjóri var Borgar Garð- | arsson, búninga og förðun sá norska sjónvarpið um. Tónlistin var tekin upp í Kaupmannahöfn síðast- | liðið vor, en myndefnið á íslandi, að mestu við Geysi síðastliðið haust. Framleiðslustjóri var Hrafn Gunn- laugsson. _ Tillaga í borgarsljórn: Möguleikar á frí- verslunarhöfti í Reykjavík kannaðir BORGARSTJÓRN Reykjavíkur vísaði á fimmtudaginn til hafii- arsljórnar tillögu um að möguleikar á því að koma upp um- skipunar- og fríverslunarhöfn í Reykjavík verði kannaðir. Flutningsmaður tillögunnar var Sigrún Magnúsdóttir, borgar- fúlltrúi Framsóknarflokksins. í greinargerð með tillögunni segir Sigrún, að hinar miklu pólitísku breytingar í ríkjum Austur-Evrópu og Sovétríkjunum muni að líkindum leiða til stórauk- inna viðskipta þeirra við Vestur- Evrópu og Ameríku, en það gæti leitt til aukningar á vöruflutning- um um norðurhöf. Jafnframt valdi breytt tækni því að siglingar um Norður-íshaf séu orðnar mögu- leikar í ríkari mæli en áður og leiðin um það liggi vel við sigling- um milli austurstrandar Ameríku og Japans. Umskipunar- og fríverslunarhöfn í Reykjavík sé í þeirri þjóðbraut, sem við það myndist og þar sem þörf sé á þróttmiklu og fjölbreyttu atvinn- ulífi í borginni sé eðlilegt, að kannað verði hvort rétt sé að gera hér umskipunar- og fríverslunar- höfn. Guðmundur Hallvarðsson, for- maður hafnarstjórnar og vara- borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins, sagði að rétt væri að borgar- yfirvöld héldu vöku sinni varðandi þetta mál og lagði til að tillögu Sigrúnar yrði vísað til hafnar- stjórnar. Jóna Gróa Sigurðardótt- ir, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins og formaður atvinnu- málanefndar borgarinnar, sagði að auðvitað yrðu íslendingar að fylgjast vel með þeirri þróun, sem ætti sér stað í flutningum á sjó í norðurhöfum og borgaryfirvöld- um bæri skylda til að huga að málinu. Árni Sigfússon, Sjálf- stæðisflokki, sagði þetta mál snú- ast annars vegar um könnun á nýjum möguleikum í atvinnumál- um og hins vegar um skattamál. Nauðsynlegt væri að draga úr skattheimtu á varning við umskip- un. Tillaga Guðmundar um að vísa málinu til hafnarstjórnar var sam- þykkt samhljóða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.