Morgunblaðið - 10.05.1990, Side 42

Morgunblaðið - 10.05.1990, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAI 1990 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Frumleiki þinn er í fullu Qöri i dag. Þú ferð nýjar leiðir og nærð góðum árangri. Þér bjóðast ný tækifæri til að þéna peninga. Hafðu vakandi gætur á þörfum ástvinar þíns. Naut (20. apríl - 20. maí) Morgunstund gefur gull í mund. Þér gengur vel fyrri hluta dags, en svo hleypur snurða á þráðinn síðdegis. Farðu vel að samstarfs- manni þínum. Tvíburar (21. mai - 20. júní) Ferðaáætlun þín stenst fyllilega. Þú hefur mesta gleði af einkalíf- inu um þessar mundir. Ovænt ábending kemur sér vel fyrir þig fjárhagslega. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Nákominn aðili kynnir þig fyrir nýjum vinum. Maki þinn veitir þér ekki eins mikla athygli og þú kysir helst. Hafðu samband við fasteignasala ef þú ert að hugsa um að færa þig um set. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Tímabundnar áhyggjur í sam- bandi við vinnuna eru þér fjötur um fót, en þér kemur glimrandi lausn í hug áður en dagur er að kvöldi kominn. Hjón vinna skínandi vel saman og gera ný- stárlega áætlun. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú hefur þegar fengið yfrið nóg af þessum hefðbundnu skemmt- unum og fagnar tækifæri til að bregða út af vananum S dag. Þér launast fyrir sérlega mikilsvert vinnuframlag fyrri hluta dagsins. * (23. sept. - 22. október) Þú ert undrandi á hvers vegna lausn á ákveðnu vandamáli hefur ekki komið þér í hug fyrr. Hafðu frumkvæði að því að gera eitt- hvað skemmtilegt. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) ®Kj0 Þú lýkur af ýmsum snúningum. Einhver nákominn þér hvetur þig til dáða á nýjum vettvangi. Þú skynjar í dag að áhyggjumar sem þjökuðu þig voru ástæðulausar. Bogmaöur (22. nóv. -21. desember) m Þú færð tilboð úr óvæntri átt í dag. Reyndu að vinna bug á feimninni, taka upp símtólið og ljúka þessu símtali af. Vinimir standa við bakið á manni. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Hafðu meira sjálfstraust og berðu þig eftir því sem hugur þinn stendur til. Þú átt möguleika á að hagnast á viðskiptum núna. Skapandi hugsun þín gerir þér kleift að ná listrænu markmiði. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Farðu eftir hugboðum þínum núna fremur en ráðleggingum annarra. Láttu sannfæringu þína ráða ferðinni. Þú ræðst í meiri háttar breytingar heima fyrir. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) ’0£c Þú stofnar til nýrra kynna í dag. Láttu fjármálin bíða. Þú færð óvænt heimboð. AFMÆLÍSBARNIÐ er bæði óháð og óeirið. Það ætti sem mest að fara eigin leiðir, en það þarf að leita þónokkuð fyrir sér áður en það finnur sína réttu hillu í lífinu. Það á auðvelt með að vinna með öðru fólki, en verður að gæta þess að misnota það ekki. Það er til í að taka áhættu annað veifið og mundi una sér vel í leikhúsi. Það hefur oft áhuga á stjómmálum og getur náð langt á ritvellinum. Stjörnusþána á aó lesa sem dœgradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staóreynda. DYRAGLENS FASTUR í TÍMAW)M,SEM EKJcI ER. I LBN6DR TIL, SL'lMlR SEHTril? VlP ÞAÐ SBM HANM ’DTTAST MEST m.„ A EJNMAML£/fcA. LJÓSKA FERDINAND SMÁFÓLK I CAMlT PECIDE IF I LIKE VOU OK NOT...YOU WAVE FUNNV LOOKING HAIR... rmmL Ég get ekki gert upp við mig hvort mér líkar vel við þig, eða ekki... þú hefiir svo skrítið hár. E5PECIALLY LUHEN THE TEACHER CALL5 on vou.. Sérstaklega þegar kennarinn tekur þig upp ... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson „Hugsaðu áður ert þú lætur í fyrsta slag.“ Hver einasti spilari gerir sér grein fyrir mikilvægi þessa heilræðis, en mönnum gengur misjafnlega vel að fylgja því. Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ KD84 VÁD74 ♦ 53 ♦ K75 Suður ♦ G103 VG5 ♦ KG106 ♦ ÁDG4 Vestur Norður Austur Suður - - - • 1 grand Pass 2 lauf Pass 2 tíglar Pass Pass 3 grönd Pass Pass Útspil: hjartaþristur, fjórða hæsta. Eftir veika grandopnun suð- urs og Stayman hálitaspurningu liggur leiðin upp í þrjú grönd. Einfalt geim, svo einfalt reyndar að suður spilaði því niður strax í upphafi. Hann lét lítið úr blind- um. Sér lesandinn hvað gerðist næst? Vestur Norður ♦ KD84 VÁD74 ♦ 53 ♦ K75 Austur ♦ 962 ♦ Á75 V10863 VG92 ♦ ÁD94 ♦ 872 ♦ 106 ♦ 9832 Suður ♦ G103 ¥G5 ♦ KG106 ♦ ÁDG4 Austur drap á hjartakóng og skipti yfir í tíguláttu, tía og drottning. Vestur spilaði tígul- fjarka til baka og tryggði vörn- inni þannig þrjá slagi á tígul. Einn niður. Vissulega óheppileg lega, en spilið er öruggt ef sagnhafi drep- ur strax á hjartaás og sækir spaðaásinn. Þá á hann átta slagi og fær alitaf þann níunda á hjarta eða tígul. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson í lokaumferð v-þýzku Bundes- ligunnar í vor kom þessi staða upp i skák þeirra Gschnitzer (2.420), Kirchheim, og enska stórmeistar- ans John Nunn (2.600), Solingen, sem hafði*svart og átti leik. Nunn hafði fómað hrók fyrir nokkur peð og þegar hér var komið sögu hafði honum tekist að rugla andstæð- inginn nægilega mikið í ríminu: 51. - Bf5! (Hvíta drottningin má ekki missa valdið af fl, því eftir t.d. 52. Dxf5 - Dg2+, 53. Kel - Dgl er hann mát. Hvítur reyndi því:) 52. Rg4+ - hxg4, 53. Dxf5 - Dxh3+, 54. Kel - Dhl+, 55. KP2 - Bd4+! og hvítur gafst upp, því eftir 56. Hxd4 - Dg2+ er hann mát í næsta leik. í stöðunni á myndinni átti svartur reyndar annan öflugan leik, 51. - Bd4! Þrátt fyrir þennan sigur náði Solingen aðeins 4-4 jafntefli gegn fremur slakri sveit Kirchheim og missti þar með af aukakeppni um v-þýzka meistaratitilinn við Bay- ern Múnchen.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.