Morgunblaðið - 10.05.1990, Page 46

Morgunblaðið - 10.05.1990, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAI 1990 I framhaldi af DEGIJARÐAR 22. Urval af bókum um apríl sl. bjóðum við upp á eftirtald- Michael fræðin: ar bækur um umhverfisvernd: □ GAIA, AN ATLAS OF PLANET MANAGEMENT □ EARTHMIND □ DEADHEAT □ SAVEOUR PLANET 750 Everyday Ways Vou Can Help CleanuptheEarth □ CROSSROADS □ THE NEXT ONE HUNDRED VEARS □ THEAGESOFGAIA □ THEHOLEINTHESKY □ THE HEALING OFTHE PLANET EARTH □ HOW CAN ONE SELLTHE AIR? Séstakur bókaflokkur á hagstæðu verði með „vinnubókum" í öllu mögulegu, t.d.: □ THE MEDITATOR’S MANUAL □ THEESPWORKBOOK □ THETAROTWORKBOOK □ THE ASTRAL PROJECTION WORKBOOK □ THE NUMEROLOGY WORKBOOK □ THE CRYSTAL WORKBOOK □ THE FORTUNE-TELLER'S WORKBOOK □ THE PLAYING CARD WORKBOOK □ THEICHING WORKBOOK □ THE PSYCHIC ENERGY WORKBOOK □ MICHAEL: THE BASIC TEACHINGS □ THE WORLD ACCORDING TO MICHAEL □ TAOTOEARTH □ EARTHTOTAO □ THEMICHAELGAME □ MESSAGES FROM MICHAEL □ MORE MESSAGES FROM MICHAEL □ MICHAEL'SPEOPLE .□ MICHAEL’S CAST OF CHARACTERS Meira úrval en nokkru sinni fyrr af bókum um heilsufæði: □ GRÆNT OG GÓMSÆTT □ NATURAL HEALING THROUGH MACROBIOTICS □ MACROBIOTIC CUISINE □ MACROBIOTIC FAMILY FAVORITES □ MACROBIOTICWAY □ BAKINGFORHEALTH □ FOODSTHATHEAL □ COOKING FOR REGENERATION □ TOFU COOKERY □ NATURALLY SWEET DESSERTS □ VEGETARIAN COOKBOOK □ ITALIAN VEGETARIAN COOKBOOK □ MEXICAN VEGETARIAN COOKBOOK □ BACKTOHEALTH □ HARMONYRULES □ MONDIALARMBANDIÐ, skartið sem bætir. Tvær milljónir Evrópubúa nota nú Mondial. daglega. Fjöldi fólks hérlendis lofar áhrif þess sérstaklega varðandí streitu og svefn- leysi. □ STJÖRNUKORT EFTIR GUNNLAUG GUÐMUNDSSON, endurbættirtextar □ ORKUSTEINAR, KRISTALLAR OG ANNAÐ, SEM TENGIST NÝRRIÖLD beuRmÍF VERSLUN I ANDA NÝRRAR ALDAR Laugavegi66-101 Reykjavík Símar: (91)623336 - 626265 Póstkröfuþjónusta - Greiðslukortaþjónusta Pantanasimar: (91)623336 og 626265 LAURA ASHLEY SUMAR 1990 %istan Laugavegi 99, sími 16646 fclk í fréttum BRUÐUR Jane Seymore og vaxbrúðan Nýjasta frægðarmennið til að fá vax- brúðu af sjálfu sér í safn Madame Tussaud er enska leikkonan Jane Seymore og þótt brúðan sé furðu lík leikkonunni þá fer ekki á milli mála hvor er af holdi og blóði og hvor af vaxi og tilheyrandi ef mynd- in er skoðuð. Jane sagði við þetta tækifæri að hún væri undrandi á því hversu nærri sér brúðusmiðirnir hefðu komist með smíð sinni.. Seymore-brúðan verður til sýnis í garðveislusal vaxmyndasafnsins og þykir það vera nokkuð vel við hæfi þar sem hún hefur oft verið kölluð „fullkomin ensk rós“ eins og Bretar komast að orði. LÆKNING Ekki bara lítil systir - heldur einn- i g lífgjafi að ríkir mikil gleði á heimili Ayala-fjölskyldunnar í Los Angeles þessa dagana. Það hefur ijölgað í fjölskyldunni og er það jafnan næg ástæða til gleði. En í þessu tilviki er gleðin tvöföld, því að litla stúlkubarnið Marissa Eve mun bjarga lífi 18 ára systur sinnar Anissu. Skal málið nú útskýrt: Anissa hefur greinst með sjald- gæfa tegund af hvítblæði. Það eina sem bjargað getur lífi hennar er beinmergsflutningur. Hvorki for- eldrarnir Abe og Mary, eða bróðir- Anissa nieð móður sinni Mary Ayala, 45 ára, nokkru fyrir fæð- inguna. inn Airon reyndust hæfir bein- mergsgjafar og lengi var leitað að gjafa utan fjölskyldunnar, en sú leit bar engan árangur. Þá voru góð ráð dýr. Þeim var sagt að nýtt barn -L Anissa heldur á Marissu litlu systur sinni og væntanlegum líf- gjafa. gæti bjargað málunum, en líkurnar væru þó aðeins einn á móti fjórum að barnið væri með „réttan“ bein- merg. Ef þau kærðu sig um að taka áhættuna þá væri þetta þeirra hinsta von, því að hvítblæði Anissu væri augljóslega ólæknandi. En ekki er öll sagan sögð með þessu. Abe og Mary eru hálffimmtug og Abe hafði auk þess gengist undir ófrjósemisaðgerð fyrir nokkrum árum. Honum var sagt að þótt gerð yrði á honum aðgerð til að hann yrði fijór á ný væru svo og svo miklar líkur á því að dæmið gengi ekki upp eftir öll þessi ár. Þó var ekki annað að gera en að reyna. Abe fór í aðgerð og svo leið og beið. Viti menn, nokkru síðar var Mary orðin ófrísk og strax og hægt var, voru sýni tekin úr fóstrinu og mergurinn kannaður. Mikil var gleði Ayala-fjölskyldunnar er barn- ið reyndist þrátt fyrir allt vera með réttan merg! Nú er Marissa litla komin í heim- inn eins og áður sagði og eftir sex mánuði eða svo verður hún orðin þess megnug að fara í aðgerð þar sem tekin verða sýni af beinmerg hennar. Þau verða síðan ræktuð og sett í Anissu. Læknar telja sig geta haldið lífi í Anissu þar til Marissa litla er tilbúin. Nokkuð hefur borið á gagnrýnis- röddum fyrir vestan haf vegna þessa. Þeir harðorðustu hafa haft á orði að ungbarnið Marissa hafi verið getið sem varahlutur fyrir sjúkling í fjölskyldunni og eigi slíkt ekki að vera hiutskipti nokkurs manns. Þessu andmæla Ayala-hjón- in alfarið, þau segja að Marissa litla verði vafin blíðu og umhyggju vegna þess hver hún er og ekki lit- ið á hana sem neina“ varaskeifu. Hefði hún sannarlega hlotið ást og hlýju fjölskyldu sinnar þótt mergur- inn hefði reynst óhæfur. Gleðin yfir fæðingu hennar minnkaði hins veg- ar ekki ef hún mætti verða til að bjarga lífi systur sinnar. Willis og Sinatra. ÆVISAGA Willis mun túlka Sinatra Ibígerð er að gera sex klukku- stunda langan sjónvarpsþátt um hinn fræga leikara og söngv- ara Frank Sinatra. Er það dóttir goðsins, Tina, sem er framleið- andinn og verður ósköpunum skipt upp í að minnsta kosti fjóra aðskilda framhaldsþætti. Bruce Willis hefur verið kaliaður til að túlka Sinatra og hefur hann tekið vel í það, segist ávallt hafa dýrk- að þann gamla, ekki síst eftir að hann komst fyrst að í kvikmynd árið 1980, og var það mynd með Sinatra í aðalhlutverki. Eitt er það þó sem vefst fyrir mönnum, hvort Frank gamli eigi sjálfur að syngja þegar með þarf í þáttunum, eða hvort Willis eigi að sjá um það, en Willis er enginn byijandi í söng-og hefur getið sér gott orð sem poppari ekki síður en sem leikari og hafa þeir Willis, Don Johnson og Cher þar nokkra sérstöðu Hollywood-leikara í dag. Hins vegar svipar röddum þeirra ekkert saman. Allt um það, þá er Willis nauðalíkur Sinatra á yngri árum hans svo sem sjá má af myndunum og var það ekki síst þess vegna sem hann varð fyrir valinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.