Morgunblaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1990 23 Ætlar ríkissljórnin að afgreiða Herjólf á fölskum forsendum? Hráskinnsleikur gagnvart Vestmanneyingum, sýndarmennska og silagangur eftir Arna Johnsen Það er grundvallarskilyrði þegar tekin er ákvörðun um smíði far- þegaskips'af stærðargráðu Heijólfs að fyrir liggi tankprófanir með líkani af skipinu þar sem unnt er að meta sjóhæfni skipsins og hraða- möguleika. Ríkisstjómin hefur látið sig hafa eindæma sýndarmennsku og sleifarlag í afgreiðslu og ákvörð- un um byggingu nýs Heijólfs sem á að þjóna þeim kröfum sem gerðar eru í dag til slíkra skipa á jafn erf- iðri siglingaleið og er milli lands og Eyja. Fyrrverandi stjórn Heijólfs og bæjarstjóm Vestmannaeyja voru búin að samþykkja tankprófaða teikningu 'sem var niðurstaða af vinnu bæði sérfræðinga og leik- manna miðað við þær forsendur sem lagðar vom fram og auðvitað verður að gefa forsendur fýrir smíði farþegaskips sem á að duga á einni erfiðustu farþegasjóleið í heimi í 15-20 ár. Engar breyttar forsendur hafa verið lagðar fram, en samt skipa ráðherrar ríkisstjómarinnar nefnd á nefnd ofan til þess að þvæla málið og draga það á langinn. í tvö ár hafa teikningar að 79 metra löngu skipi verið tilbúnar og verðtil- boð, þannig að ef vel hefði verið að verki staðið án pólitísks skolla- leiks væri nýr Heijólfur í höfn um þessar mundir. Samgönguráðherra og fjármálaráðherra tóku hins veg- ar þá geðþóttaákvörðun að þeir og þeirra fyigilið í ríkisstjóminni hefði meira vit á því eh Vestmanneyingar sjálfir og fæmstu sérfræðingar, hvemig nýr Heijólfur ætti að vera. Það kemur svo sem ekki á óvart úr þeim herbúðum þar sem menn vita einir allt satt og rétt og skipt- ir þá engu hvort rök liggja að baki. Minna skip án nýrra forsendna Nú er ríkisstjómin komin í tíma- þröng í málinu vegna komandi sveitarstjómakosninga og loforða um að tilkynna eitthvað raunhæft og af viti í málinu og hætta að tefja framgang ákvörðunar Alþingis um smíði nýs Heijólfs. Ráðherrar ríkis- stjómarinnar gáfu út í vetur, sem kunnugt er, þá dagskipan, að í snatri skyldi gera nýja teikningu af Heijólfi upp á 70,5 metra til þess að hugsanlega yrði hægt að smíða skipið á svo og svo löngum tfma f Slippstöðinni á Akureyri. Aðrar forsendur vora ekki fyrir lengd skipsins, a.m.k. ekki þær hvort skipið myndi duga til síns vandasama hlutverks á Vestmanna- eyjaleiðinni. Hvort að skip er ein- hveijum metmm lengra eða styttra í þessu tilviki er ekki höfuðatriðið, heldur að það sé byggt miðað við þær forsendur sem upp em gefnar, hraða, öryggi, sjóhæfni og flutn- ingsgetu. Þekkt danskt verkfræði- fyrirtæki með mikla reynslu teikn- aði 79 metra skipið, en Skipatækni í Reykjavík hefur teiknað 70,5 m skipið án þess þó að hafa nokkra reynslu í teikningu og smíði far- þegaskipa, nema Breiðafjarðarfetj- unnar sem fór tugi prósenta fram úr kostnaðaráætlun og hefur minni ganghraða þegar til kemur en lofað Árni Johnsen var. Skipatækni hefur á að skipa mjög góðu tækniliði, en reynsla þeirra er á sviði annarra skipa en farþegaskipa eins og gefur að skilja. Minni útgáfan af Hetjólfsteikning- unni sem er gerð á ábyrgð núver- andi ríkisstjómar hefur fengið mikla gagnrýni hjá Siglingamála- stofnun og m.a. hefur orðið að fækka farþegaklefum í 14 tveggja manna klefa vegna þess að stofnun- in vill að björgunarbátarnir séu inni í skipinu í þessari útgáfu. í stærra skipinu er gert ráð fyrir 640 farþeg- um mest og þar af 122 í klefum og hvflum í almenningi, en í minna skipinu er farið niður í 84 alls í klefum og hvflum í almenningi auk þess að lagður er af 50 manna sal- ur, og aðstaða skipvetja þrengd vemlega. Auk þess gengur þessi teikning mjög á alla aðstöðu sem miðar við að vel fari um farþegana eins og liggur fyrir í 79 metra teikn- ingunni. Tilboð í það skip liggja fyrir og allt bendir til þess að tiltölu- lega lítill kostnaðarmunur verði á smíði samkvæmt þessum tveimur teikningum, en á það er rétt að benda að ef ráðherrar ríkisstjómar Steingríms Hermannssonar til- kynna að smíða eigi nýtt skip sam- kvæmt minni- útgáfunni áður en tankprófanir á fullteiknuðu skipi liggja fyrir, er það slík sýndar- mennska og dónaskapur við þá sem eiga að nota skipið að engu tali tekur. Þó svo að hrá kostnaðaráætl- un á smíði minni útgáfunnar kunni að liggja fyrir á næstu dögum er gjörsamlega út í hött að taka ákvörðun um smíði áður en niður- staða tankprófana liggur fyrir. Ef ráðherrar hætta hins vegar að draga lappimar og tefja framgang málsins og tilkynna að farið skuli nú þegar í smíði nýs Heijólfs sam- kvæmt samþykktri teikningu réttra aðila, þá er það vel og lofsvert, en allt annað er lítilsvirðing af verstu gráðu við Vestmanneyinga og aðra landsmenn sem eiga skilið gott far- þega- og flutningaskip milli lands og Eyja. Hvort skipið kostar 10% meira eða minna á ekki að skipta sköpum þegar tekið er tillit til hlut- verks þess og þess að því er ætlað að flytja um 1,5 til 2 milljónir far- þega milli lands og Eyja á 15-20 ámm. Þá er það enn einn útúrsnún- ingurinn hjá fjármálaráðherra að varpa fram þeirri hugmynd að smíðiskostnaður Heijólfs eigi að greiðast af vegafé. Núverandi ríkis- stjóm er búin að skerða vegafé um fjórðung, eða einn milljarð og það er sama upphseð og kostar að smíða nýjan Heijólf, það er að segja al- vömskip, sem er rúmgott, hrað- skreytt og gott sjóskip með öryggi í fyrirrúmi. Að ætla sér að egna landsmenn gegn Vestmanneyingum með því að skerða enn frekar fjár- magn til brýnna vegaframkvæmda um allt land er hlutskipti sem Vest- manneyingar hafa engan áhuga á að fá yfir sig. Mikilvægt að velja besta kostinn Vonandi á nýsmíði Heijólfs ekki eftir að tefjast mjög lengi enn vegna ríkisstjómardellunnar en það er gmndvallarkrafa Vestmanneyinga að ákvarðanir sem kunna að verða teknar byggist á rökum og reynslu eðlilegra prófana á teikningum, en ekki loftkastalahugmyndum um hugsanlegan hraða, sjóhæfni og öryggi, eða hvað væri það annað en falskt kosningaloforð að segja nú að það eigi að smíða skip sam- kvæmt reddingateikningu ríkis- stjómarinnar, einfaldlega vegna þess að það tekur marga mánuði að ganga úr skugga um hvort það sé boðlegt. Úr því sem komið er hljóta menn að bíða niðurstöðu tankprófana samkvæmt teikningu minna skipsins, en vinna við teikn- inguna hefur kostað liðlega 10 millj. kr. eða eins og öll vinnan við teikningu stærra skipsins. Þegar tankprófanir liggja fyrir á báðum skipunum og smíðaverð er tíma- bært að taka ákvörðun ef menn á annað borð telja að nýju teikning- amar skili því sem til er ætlast. Höfundur er hlaðamaður. 155 milljóna króna kröfiir í Sultu og efiia- gerð bakara UM 155 milljó'ba króna kröfum hefur verið lýst í þrotabú Sultu- og efiiagerðar bakara, sem tekin var til gjaldþrotaskipta í janúar. Veðkröfiir eru 117 milljónir króna, þar af á Iðnlánasjóður um 75 miiyónir króna en aðrir helstu veðkröfuhafar eru Iðnþróunar- sjóður og Búnaðarbanki. Almennar kröfur era um 37 millj- ónir króna, þar af rúmar 13 milljón- ir í erlendri mynt. Forgangaskröfur em um 800 þúsund krónur en fyrir- tækið átti engar launaskuldir ógreiddar við gjaldþrotið. Sultu- og efnagerð bakara var samvinnufélag með takmarkaðri ábyrgð, sem framleiddi sultur og grauta, og átti fasteign á Lyng- hálsi 7. Bmnabótamat fasteignar- innar er tæpar 132 milljónir króna en bókfært verð framleiðslutækja og annars lausafjár var um 40 millj- ónir króna. Að sögn Magnúsar H. Magnússonar hdl., bústjóra þrota- búsins, er talið að framkvæmdir við hús fyrirtækisins ásamt breyttum aðstæðum á markaði fyrir atvinnu- húsnæði hafi ráðið mestu um að fyrirtækið er nú gjaldþrota. Fast- eignin er óseld en þreifingar era í gangi. 8-10 stafsmenn fyrirtækisins starfa enn að framleiðslunni, sem leigð hafði verið fyrirtæki í eigu fyrrum starfsmanns, fyrir gjald- þrotaskiptin. FRUMSYNING! ''MStiÍSM ■ ÚTVARPAÐ verður á stutt- bylgju frá kl. 22.00 laugardaginn 26. maí til kl. 5.00 sunnudaginn 27. maí. Til Norðurlanda, Bretlands og meginlands Evrópu á 3295 kHz, 11418 kHz, 13855 kHz og 15770 kHz. Til Bandaríkjanna og Kanada á 13855 kHz og 17440 kHz. ■ Einar J. Skúlason hf. frumsýnir „M“ línuna frá VICTOR, tölvur framtíðarinnar, laugardaginn 26. maí kl. 10-18. Verið velkomin. • VICTOR-..M" UNAN • MEinarJ. Skúlason hf. Grensásvegi 10, simi 68-69-33 mut “fyL • Tólvur framtíóarinnar « ÍGNINASWfflM j...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.