Morgunblaðið - 27.07.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.07.1990, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1990 Viðskiptaráðherra um ftjáls olíuviðskipti: Aðgátar þörf vegna íslenskra útflytjenda - en allt stefhir í haftalaus viðskipti „ÞAÐ er vissulega vel athugandi að gefa olíuviðskipti frjáls, en meðan íslenskir útfiytjendur telja svo mikilvægt sem raun ber vitni að jafhvægi haldist þarf að fara með gát,“ segir Jón Sigurðs- son viðskiptaráðherra. Hann var spurður hvort eitthvað væri því til fyrirstöðu að létta höftum af olíuviðskiptum, ekki síst í ljósi þess að Sovétmenn hyggjast flytja hingað bensín frá Rotterdam. samanburður sem nú tíðkast kann að hverfa innan skamms. Ef mark- aðsbúskapur og valddreifing þró- ast áfram þar eystra kemur án efa að því að þessi viðskipti verða gefin alveg frjáls. Raunar eru harla lítil höft lögð á olíufélögin hér, þeim er frjálst að kaupa þar sem verð eru hagstæðust. En vandinn felst í að fiutt er inn frá Sovétríkjunum og þangað út fyrir nokkum veginn sömu íjárhæð ár- lega. Það myndi raska mjög út- flutningsstöðu íslenskra fyrir- tækja sem hlut eiga að máli ef þessa jafnvægis væri ekki gætt. Það er ástæða til að minna á að þær breytingar sem nú hafa verið gerðar með skiptum á rúss- neskri og Rotterdam olíu eru skref til fijálslegri viðskiptahátta. Sov- étmenn eru að selja okkur mark- aðsvöru sem er gjaldgeng hvar sem er, á heimsmarkaðsverði." „Það stefnir allt í haftalaus við- skipti. Forsendur breytast svo ört í Sovétríkjunum að sá viðskipta- Bílvelta við Hestgerði FÓLKSBÍLL fór í gær út af þjóðveginum við Hestgerði í Suðursveit, um 60 kílómetrum vestan við Höfn í Hornafírði. Bíllinn valt og skemmdist nokk- uð, en enginn slasaðist, að sögn lögreglunnar á Höfn. Vegurinn var nýheflaður á þess- um stað og er talið að bíllinn hafi farið út af veginum, þegar honum var ekið á nokkurri ferð í beygju. Hér var um að ræða bflaleigubfl og voru í honum erlendir ferða- menn. Varaforseti framkvæmdastjórnar EB: Kominn til viðræðna við íslenska ráðamenn FRANS Andnessen, varaforseti framkvæmastjórnar Evrópubandalags- ins, og Catherine Andriessen, eiginkona hans, komu til Islands í gær og tóku Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, og Bryndís Schram, eiginkona hans, á móti þeim á Keflavíkurflugvelli. Andriessen mun eiga viðræður við Jón Baldvin Hannibalsson, Steingrím Hermansson, forsætisráð- herra, Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra, og Þorstein Pálsson, formann Sjálfstæðisflokksins. Þá mun hann einnig hitta sendiherra ríkja Evrópu- bandalagsins hér á landi og sitja morgunverðarfund Verslunarráðs í dag. Andriessen-hjónin dvelja hér fram á sunnudag. Á laugardaginn ferðast þau um suðurlandsundirlendið en fara síðan í laxveiðar í Laxá í Kjós. Á sunnudagsmorgun fara þau til Þingvalla og skoða gufuaflsvirkjun- ina í Svartsengi á leið sinni til Keflavíkurflugvallar. Sjá viðtal Morgunblaðsins við Frans Andriessen á bls. 16. Friðrik Sophusson alþingismaður: "Morgunblaðið/PPJ . HMI Jack Nicklaus við laxveiðar á Islandi ÞEKKTASTI golfleikari heims, Jack Nicklaus, hefúr dvalið hér undanfarna daga ásamt fjölskyldu sinni við lax- veiðar í Norðurá í Borgar- firði. Þetta mun vera í fimmta skipti sem Jack Nicklaus dvel- ur hér við laxveiðar. Aðspurður við brottför sína frá Reykjavíkurflugvelli síðdegis í gær sagði Nicklaus að lítið hafi veiðst en marga físka hefði hann séð. Hann kvað fjölskyld- una alla hafi verið mjög ánægða með dvölina hér þrátt fyrir físk- leysi. Þau höfðu skemmt sér vel og notið þess að vera hér. Einn fisk fékk hann þó, sex punda lax. Jack Nicklaus og kona hans, Barbara, ásamt góðvini þeirra, Kristmanni Magnússyni, t.v., við brottíor þeirra hjóna frá Reykjavík. Stöð 2 keypti í gær meirihluta í Sýn hf. STÖÐ 2 keypti í gær hlut Bíóhallarinnar, Odda hf. og Vífilfells hf. í Sýn hf. á 70 milljónir króna. Stöð 2 hefúr þar með eignast 55% hlut í Syn. Jóhann J. Ólafsson stjórnarfor- maður Stöðvar 2 sagði að með þessu væri samkomulagið milli Stöðvar 2, Sýnar og íslenska út- varpsfélagsins raunverulega í höfn, þótt sameining Stöðvar 2 og Sýnar hafi ekki gengið eftir, og Stöð 2 standi sterkari á eftir. Fyrirtækin þijú voru skráð fyrir 60 milljóna króna hlut í Sýn, og höfðu greitt 20 milljónir af þeim, en lagt fram bankaábyrgðir fyrir afgangnum. Stöð 2 yfírtók hluta- flárloforðin og keypti útborgaða hlutaféð á 30 milljónir, og greiddi 20 milljónir út en 10 milljónir með hlutabréfum í Stöð 2. Jóhann sagðist gera ráð fyrir að þetta styrkti stöðu Stöðvar 2, og gerði það álitlegra fyrir nýja hlut- hafa að koma inn í fyrirtækið, en hlutaféð hefur verið aukið um 310 milljónir, Hann sagði að hluthafar Stöðvar 2 myndu væntanlega sam- þykkja sameiningu fyrirtækisins við Islenska útvarpsfélagið á þriðjudag, þannig að samkomulagið, sem gert var 4. maí milli Stöðvar 2, Sýnar og Útvarpsfélagsins, væri raun- verulega komið í höfn. Ámi Samúelsson eigandi Bíóhall- arinnar og áður stjómarformaður Sýnar, sagði að eftir að sameining- in við Stöð 2 náði ekki fram að ganga, hefði Sýn vantað méira hlutafé. Það hfefði ekki fengist, og þá hefði ekkert verið annað að gera en selja hlutinn. Árni sagði aðspurð- ur að þeir hefðu ekki gefíst upp, heldur hefði þetta verið eðlilegast úr því sem komið var. „Við eram því hættir sjónvarpsrekstri í bili,“ sagði Árni. Árni sagði að Stöð 2 myndi yfir- taka þá samninga sem Sýn hefði gert um kaup á tækjum, hugbúnaði og sjónvarpsefni. Hins vegar hefðu samningar um myndlykla fyrir Sýn ekki verið frágengnir. Jóhann J. Olafsson sagði að Sýn yrði fyrst um sinn rekið sem sér- stakt fyrirtæki, og fyrirhugað væri að það myndi senda út á sérstakri sjónvarpsráðs, en þær útsendingar yrðu mun minni í sniðum og með öðrum hætti, en áður var áætlað. Hann sagði að ekki væri ákveðið hveijir kæmu inn í stjóm Sýnar frá Stöð 2, í samræmi við meirihluta- eignina. Fijáls fjölmiðlun á hlut í Sýn. Jónas Kristjánsson ritstjóri DV sagði við Morgunblaðið að svo virt- ist sem Stöð 2 væri þama að losa sig við keppinaut á markaðnum og gera fyrirtækið Sýn óvirkt. Það væri sorgleg niðurstaða, ef það yrði niðurstaðan. Vilji Alþingis var að jöfiiun- argjaldið félli niður nm mitt ár Lagði fram frumvarp um niðurfellingu gjaldsins ÓLAF Ragnar Grímsson fjármálaráðherra misminnir að ekkert firum- varp hafi verið lagt fram á síðasta þingi um niðurfellingu jöfiiunar- gjalds á innfluttar iðnaðarvörur, að sögn Friðriks Sophussonar, þing- manns Sjálfstæðisflokksins, sem lagði fram slíkt frumvarp, en í Morg- unblaðinu I gær sagði fjármálaráðherra að hann myndi ekki til slíks. Friðrik Sophusson segir að vilji Alþingis varðandi niðurfellingu vöru- gjaldsins hafi verið skýr; síðasta viljayfirlýsing þingsins hafi komið fram í afgreiðslu fjárlaga, þar sem gert sé ráð fyrir að jöfiiunargjald- ið falli niður um mitt ár. Þar áður hafi allar yfirlýsingar þingsins verið á þá leið, að gjaldið ætti að fella niður er virðisaukaskattur yrði tekinn upp. Ólafiir Ragnar segir hins vegar að ekki hafi verið þingvilji fyrir niðurfellingu. „Það hefur legið fyrir allt frá því að byijað var að innheimta jöfnun- argjald að það ætti að leggja það niður þegar virðisaukaskattur kæmist á,“ sagði Friðrik í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að þann 30. apríl 1989 hefði Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra skrifað Vinnuveitenda- sambandinu og Vinnumálasam- bandi samvinnufélaganna bréf um ráðstafanir ríkisstjómarinnar vegna kjarasamninga. Þar segir: „Jöfnunargjald af innfluttum vörum verður hækkað tímabundið úr 3% í 5% og fellur niður þegar virðisauka- skattur kemur til framkvæmda." Friðrik Sophusson segir enn- fremur að þegar hlutfall virðisauka- skatts hafi verið ákveðið, hafí verið gert ráð fyrir tekjutapi ríkissjóðs vegna niðurfellingar jöfnunar- gjaldsins. Þegar Alþingi hafi sam- þykkt fjárlög á síðasta þingi hafí komið skýrt fram í umræðum að jöfnunargjaldið yrði aðeins inn- heimt í hálft ár. Þetta hefði Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra stað- fest í þingræðu með þeim orðum að í áætlun fjárlaga fælist að jöfn- unargjaldið stæði til miðs árs. Frumvarp Friðriks um niðurfell- ingu jöfnunargjaldsins var ekki tek- ið til umræðu á Alþingi. Friðrik segist því hafa flutt breytingartil- Iögur við frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 1990, sem falið hafi það sama í sér. Þessar breytingartillög- ur hafí verið ræddar, og iðnaðarráð- herra hafi beðið sig að draga þær til baka. Hann hafi orðið við því, og lýst yfir að hann gerði það í trausti þess að iðnaðarráðherra fengi efnisatriði tillögu sinnar af- greidd í ríkisstjóm. „Ólafur Ragnar hefur aftur og aftur sagt að jöfnunargjaldið snúist ekki síður um samkeppnisstöðu íslenzks iðnaðar. Ef hann meinar eitthvað með þeim ummælum sínum, vil ég benda á að þetta gjald, sem lögum samkvæmt á að fara til iðnþróunar, fer allt í ríkis- sjóð. Samkvæmt nýjum upplýsing- um frá iðnaðarráðuneytinu, sem ég hef aflað mér, skuldar ríkissjóður nú iðnfyrirtækjum í landinu 192 milljónir króna vegna uppsafnaðs söluskatts frá síðastliðnu ári,“ sagði Friðrik. „Ég vil einnig benda á vegna orða Jóns Baldvins Hanni- balssonai’, um að nú sé kominn tími til að lækka jöfnunargjaldið um helming sem lið í samskiptum ríkis- stjórnarinnar og aðila vinnumark- aðarins, að það er ekki hægt að nota jöfnunargjaldið sem skipti- mynt vegna kjarasamninga tvisvar sinnum. Ríkisstjómin lofaði í aprfl á síðasta ári að fella gjaldið niður þegar virðisaukaskattur yrði tekinn upp,“ sagði Friðrik Sophusson. Morðið í Stóragerði: Málið sent til ríkissak- sóknara Rikissaksóknara hafe. verið sendar niðurstöður rannsóknar RLR á morðinu á manninum sem ráðinn var bani á bensínstöðinni i Stóragerði í apríl. Ríkissaksókn- ari mun taka ákvörðun um hvort fengist hafi með rannsókninni við- hlítandi grundvöllur fyrir útgáfú ákæru eða hvort framhaldsrann- sóknar sé þörf. Hvorugur mannanna tveggja, sem í haldi eru vegna verknaðarins, hafa enn játað á sig ódæðið en viður- kenna hins vegar að hafa verið við- staddir þegar það var framið. Gæslu- varðhald þeirra rennur út 23. sept- ember. Niðurstöður geðrannsóknar á mönnunum þykja benda til að þeir séu báðir sakhæfir. Enn hafa ekki borist niðurstöður rannsókna á blóði, sem gerðar vora erlendis, að sögn Þóris Oddssonar, vararannsóknar- Iögreglustjóra. i,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.