Morgunblaðið - 14.12.1990, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 14.12.1990, Qupperneq 26
26 MbRblÍNÖLÁ&lÐ' FÓá’TUÖÁ'CÍUR1 W. bg^k8iKJÍWÓ!'; Hljómdiskur með Hamrahlíðarkórnum: Turtildúfan, jarðar- berið og úlfaldalestin ÚT er kominn hljómdiskurinn Turtildúfan, jarðarberið og úlfalda- lestin með söng Hamrahlíðarkórsins undir stjórn Þorgerðar Ing- ólfsdóttur. Á hljómdisknum flytur kórinn verk sem byggja á þjóð- lögum ýmissa landa og nokkur verkanna eru flutt á frummálinu. Tónlistin var tekin upp í Stúdíó Stemmu en útgefandi disksins er Hamrahlíðarkórinn. Þorgerður Ingólfsdóttir sagði í spjalli við Morgunblaðið að þetta væri efni sem kórinn hefði verið að æfa í vetur. Þetta er í fimmta sinn sem söngur Hamrahlíðar- kórsins er gefinn út á hljómplötu eða -diski. Fjórum sinnum hefur kórinn sjálfur staðið að útgáfunni en fyrir tveimur árum gaf Is- lenska tónverkamiðstöðin út fyrsta hljómdiskinn með íslenskri kórtónlist og varð Hamrahlíðar- kórinn þá fyrir valinu að flytja tónlistina á þann disk. Sá diskur er nýlega kominn út að nýjú en hann hefur hlotið góða gagnrýni erlendis og var meðal annars val- inn einn af tólf bestu diskum sem komu út á Norðurlöndum á því ári af japönsku tónlistartímariti. „Sigurður Rúnar Jónsson upp- tökumaður hjá Stúdíó Stemmu hét á kórinn fyrir nokkrum árum og þetta er áheitið, upptaka á söng kórsins. Efnið- höfum við unnið í þremur hlutum og meðal efnis á hljómdisknum er efni af þeim hljómböndum sem var stolið á sínum tíma úr Stúdíó Stemmu og komu aftur í leitimar. Temað fyrir diskinn er tónlist sem byggir á þjóðlögum frá ýmsum löndum. Við flytjum fjögur stærri verk eða hljómbálka sem byggja á þjóð- legri tónlist viðkomandi landa. Við flytjum stórt verk frá Ung- veijalandi í kórgerð eftir Kodaly og þjóðdansa sem teknir eru sam- an af Béla Bartók. Frá Júgóslavíu flytjum við þjóðvísur sem Matthi- as Seiber hefur tekið saman í stórt verk. Einnig era á hljómdisknum þjóðlög ýmissa landa og við höfum einkum valið þjóðlög sem eru ekki mjög kunn á Islandi. Við syngjum öll verkin á frummálinu nema þijú af stóru verkunum. Við tvö þeirra syngur kórinn vandaðar þýðingar eftir Þorstein Valdi- marsson sem hafa ekki komið fyrir sjónir manna á prenti áður. Einnig flytjum við þýðingu Heim- is Pálssonar á textum við ung- verskt verk, Myndir úr Matrafjöll- um, sem einnig er frumbirting," Hinn nýi geisladiskur Hamrahlíðarkórsins. sagði Þorgerður. Hún sagði að þjóðlög sem væru í einfaldari kórgerð flytti kórinn á frummálinu, rússnesku, grísku, hebresku, ungversku, maka- dónísku og finnsku. Þorgerður sagði að kórinn hefði notið fag- legrar aðstoðar kunnáttumanna í þessum tungumálum. Mynd sem prýðir diskbæklinginn er eftir Erling Pál Ingvarsson myndlistar- mann. 9 I I fc •W 9 •ft 9 •'ðt 9 ••& 9, 9 ••v\. x • z ■< I •ft' j m ••>41 9 9 ■Hk 9, •>& 9 Stórgód jolagjof HUSA5MIOJAN SKÚTUVOG! 16 SÍMI. 687700 Heimasmiðjan KRINGLUNNI SÍMI: 685440 ' * “ .. • - ‘n 9 •\\ £ 9 9: •ft 9 •l4 9 9 •,& 9 •>4 9 •v\ ■•\\ 9 9 9, •i& 9 9 Kryddhilla, kr. 1.875.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.