Morgunblaðið - 14.12.1990, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 14.12.1990, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990 KGB horfir ekki aðgerðarlaust á pólitískar óeirðir Gorbatsjov æfur vegna skotárásar á blaðamann Moskvu. Reuter. VLADÍMÍR Kríjútskov, yfirmað- ur sovésku öryggislögreglunnar, KGB, sagði í viðtali sem birtist í gær að efnahagskreppan í Sov- étríkjunum væri verri en hann hefði búist við. Hann sagði að KGB myndi ekki horfa aðgerðar- Bretland: Styður Owen stjórn Majors? St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðs- ins. DAVID Owen, leiðtogi breska Jafnaðarmannaflokksins, er kominn á fremsta hlunn með að styðja John Major, hinn nýja for- sætisráðherra Breta, að því er breska blaðið The Sunday Times segir á sunnudag. Owen hefur lengi verið áhrifa- maður í breskum stjórnmálum. Hann hefur ákveðið að hætta þing- setu í næstu kosningum. Owen hefur oft sagt, að hann gengi aldrei í íhaldsflokkinn, en eftir leiðtogaskiptin nýlega í íhalds- flokknum hefur flokkurinn nálgast miðjuna á nýjan leik og hann hefur aldrei farið dult með stuðning sinn við John Major. Stuðningur Owens gæti aðstoðað íhaldsflokkinn við að ná aftur til sín miðjufylgi, sem hefur horfið frá honum á síðustu mánuðum. ERLENT I^V RAYMOND WEIL GENEVE L E TEMPS CRÉATEUR FIDELIO Sígild hönnun, handunnið, með 18 K. gullhúð, vatnsþétt. Einnig til í dömustærð með eða án steina. Verð frá kr. 69.000,-. GltBERT URSMIÐUR Laugavegi 62, sími: 14100 laus á stjórnmálaóeirðir við þess- ar aðstæður. „Þegar skorað er á fólk að óhlýðnast lögunum, eyðileggja stjómkerfið, skipuleggja borgara- lega óhlýðni og vega að táknum ríkisvaldsins er þá ekki augijóst að armur laganna eigi að fást við það?“ sagði Kríjútskov í viðtali við dag- blaðið Prövdu. Hann bætti því við að hann hefði kvatt til starfa gamla KGB-liðsmenn sem komnir hefðu verið á eftirlaun. Þeim væri ætlað að aðstoða við að beijast gegn efna- hagslegum glæpum. Einnig yrði andstæðingum ríkisins engin misk- unn sýnd. „Því miður er ólöglegt athæfi, ofbeldi og óstjóm orðið út- breiddara en við héldum. Það er engin regla á vörudreifingu. Sum héruð hafa allt til alls á meðan önnur líða skort.“ Míkhaíl Gorbatjsov lýsti í gær reiði sinni yfir skotárás sem gerð var í fyrrinótt á einn vinsælasta sjónvarpsfréttamann Sovétríkj- anna. Alexander Nevzorov sem býr í Leníngrad hefur um nokkurt skeið séð um þátt í sjónvarpinu sem heit- ir „600 sekúndur". A tíu mínútum sýnir hann svipmyndir úr undir- heimum sovésks þjóðfélags og hef- ur með því bakað sér óvild margra. í fyrrakvöld var hringt í hann og honum boðnar upplýsingar ef hann hitti vissan mann í útjaðri Leníngrad. Þangað fór hann við þriðja mann en er hann gekk af- síðis með viðmælanda sínum dró sá upp byssu og skaut hann í bijóst- ið. Nevzorov særðist en þó ekki lífshættulega. Reuter Björgunarmenn að störfum í bænum Carlentini á Sikiley í gær en þar var óttast að átta manns hefðu farist. 13 farast í jarð- skjálfta á Sikiley Róm. Reuter. ÞRETTÁN manns, hið minnsta, fórust í gærmorgun er jarð- skjálftahrina reið yfir suðaustur- hluta Sikileyjar. Öflugasti skjálftinn mældist 4,7 stig á Richter-kvarða og hermdu frétt- ir að milljónir manna hefðu flúið heimili sín. Fimm skjálftakippir riðu yfir og varð þeirra vart allt frá borginni Catania á austurströndinni til bæj- arins Cela í suðurhlutanum. Sér- fræðingar kváðu upptökin hafa ver- ið á hafsbotni um tíu kílómetra frá bænum Syrakúsu á austurströnd- inni. , Síðdegis í gær var talið að 13 manns hefðu farist í bænum Car- lentini rúma 30 kílómetra suður af Catania. Lík fimm manna úr níu manna fjölskyldu fundust í rústun- um síðdegis í gær. Tugir manna slösuðust og var vitað um a.m.k. tvo á lífi í rústum húsa í miðbæ Rúmenía: Roman lofar breyting-um Búkarest. Daily Telegraph. PETRE Roman, forsætisráð- herra Rúmeníu, kom í fyrradag til móts við kröfur verkalýðsfé- laga og lofaði verulegum breyt- ingum á stjórn sinni. Verkalýðsfélögin höfðu hótað allsheijarverkföllum yrði ekki orðið við kröfum hennar um að vinnu- laun hækkuðu til jafns við verðlag á nauðsynjum. Roman viðurkenndi að umbótaáætlun stjórnarinnar hefði ekki skilað þeim árangri sem vonast hefði verið eftir. Sagði hann að þinginu yrði falið að endurskoða áætlunina. Jafnframt hét hann breytingum á stjórn sinni og er talið að skipt verði um ráðherra mennta-, heil- bijgðis-, mennta- og landbúnaðar- INNKALLAÐAR FORLAGSBÆKUR Bókaþjónustan, Vesturgötu 45, Reykjavík, sími 91 -27870, býöur þér að líta ó bókaúrvalið Á boðstólum eru ódýrar innkallaðar bækur. Barna- og unglingabækur, óstarsögur, sjó- manna- og ævisögur, kvæðabækur o.fl. ^Bjóöum þér einnig frá SögusfeinitV, íslensk ættfræðisöfn - niðjatöl 1. Húsatóftaætt 2. Gunnhildargerðisætt 3. Galtarætt 4. Knudsensætt l-ll 5. Hallbjarnarætt 6. Reykjaætt l-V 7. Ófeigsfjarðarætt 8. Heiðarsstaðakotsætt 9. Briemsætt l-ll o.fl. o.fl. LÁGT VERD! Vertu velkominn ef þú átt leió um mála. Neitaði Roman að ósætti væri í stjórninni og að hún riðaði til falls en eftir því sem nær líður ársafmæli falls Nicolai Ceausescu fyrrum einræðisherra hefur spenna aukist í landinu. Segja talsmenn verkalýðsfélaganna að sömuleiðis aukist ágreiningur stjórnarinnar og Ions Iliescu forseta en þeim síðarnefnda væri að þakka að ríkis- stjórnin frestaði í síðustu viku um hálft ár verðhækkunum á nauð- synjum. Carlentini. Kalt var í veðri og úrhell- isrigning á þessum slóðum og gerði það allt björgunarstarf erfíðara en ella. Talsmenn almannavarna á Ítalíu sögðu að erfiðlega hefði gengið að afla nákvæmra upplýsinga um skemmdir og eignatjón af völdum jarðskjálftans. Símsamband milli Rómar og austurhluta Sikileyjar lagðist af að mestu en nokkrum neýðarlínum var þó haldið opnum. Sögðu talsmennirnir að þannig lægi ekki fyrir hversu margir hefðu misst heimili sín en í fréttum út- varpsins sagði að verulegt eignatjón hefði víða orðið. Milljónir manna hefðu flúið heimili sín er skjálftarn- ir riðu yfir og margir hefðu hafst við í ökutækjum sínum. Þá kom fram í fréttum að sjúklingar hefðu verið fluttir af sjúkrahúsinu í bæn- um Mineo og um 1.500 sakamenn í bænum Noto hefðu notið frelsis um stund er múrar fangelsisins þar hrundu til grunna. Suðausturhluti Sikileyjar hefur oftlega orðið illa úti í landskjálftum. Þannig er talið að um 100.000 manns hafi farist árið 1693 í mikl- um jarðskjálfta en á síðari tímum varð manntjón af völdum náttúru- hamfara mest er um 4.800 manns fórust í Napolí og nágrenni í nóv- embermánuði árið 1980. SIEMENS uppþvottavélar eru velvirkar, hljóðlátar og sparneytnar. Breidd: 45 og 60 sm. Verö frá 57.330,- kr. SMITH & NORLAND NÓATÚNI4-SÍMI 28300 !||
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.