Morgunblaðið - 18.12.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.12.1990, Blaðsíða 34
$¥ ________________MORiGUK'ftV,A«n> •i’RID.JTIDAfíL'R !Í8. DESEMBER 1960!_ Jafnræði á að vera í samskipt- um við Evrópubandalagið • • Onnur grein eftir Eyjólf Konráð Jónsson Starfshættir Evrópubandalags- ins og ákvarðanir er þungt í vöfum, og verður enn þá þyngra eftir því sem bandalagið stækkar og færir út kvíarnar. Þó getum við varla sem lýðræðissinnað fólk beint verið andvíg þessu því valddreifing er jú kjörorð manna, þó að stundum hafi hún nú breyst í andhverfu sína. En við þetta verðum við sem sagt að lifa og eftir því að fara. En náttúr- lega notum við íslendingar laga- króka eins og alltaf fyrrum þegar við þurfum að gæta okkar réttar. Lögin eru okkar eina vald sem bet- ur fer. Annars mættu nágrannarnir líklega fara að vara sig! Síst af öllu leggjum við þó „andstæðingunum" upp í hendurnar leiðbeiningar um það hvernig þeir geta látið krók koma á móti bragði. Rökin sem við beinum að ráöa- mönnum Evrópubandalagsins _eru margháttuð. Þessi má nefna: Árið 1972 sömdum við Og Evrópubanda- lagið um viðskipta- og tollamál þar sem talið var að jafnræði ríkti þeg- ar svonefnd bókun 6 tæki gildi sem varð 1976. Þá var jafnræði með aðilum samkomulagsins. „Eitthvað hafði komið fyrir eitthvað," þ.e.a.s. gagnkvæm tollafríðindi komust á. Síðan raskaðist þetta við inngöngu Spánar og Portúgals í bandalagið eins og alkunna er. Rétt er það að innan Evrópu- bandalagsins hafa verið uppi raddir um að krefjast þess að tollfríðindi yrðu einhvers konar verslunarvara gegn fiskveiðum í landhelgi annarra þjóða. Þetta hafa ríki heims fjallað um í GATT-viðræðunum og for- dæmt algerlega. Þar stóðu Efna- hagsbandalagsríkin ' einangruð. Engir aðrir léðu máis á því að tengja mætti saman fiskveiðiheim- ildir og tollfríðindi. Við höfum ekkert ætlað okkur að ræða um neinn físk, allt frá því að bókun 6 var gerð 1972 og tók gildi 1976. Þá fór síðasti breski togarinn út fyrir og mér datt ekki í hug, og ég held engum, að ein- hvern tíma síðar, kannski 15 árum eða þá tveim áratugum, svo að við notum nú þetta merkilega ártal 1992 sem allir eru að tala um, þá væri farið að ræða um að flotinn kæmi aftur. Það er fáránlegt að nokkrum íslendingi geti dottið í hug að það komi til greina að Evrópu- flotinn fari að veiða hér aftur, 20 árum eftir að bandalagið samdi um það að fara út — hætta veiðum. Um þetta þarf auðvitað engin orð að hafa og sem betur fer hef ég fáa heyrt viðhafa nein slík orð að undanförnu. Þau eru dauð, búin, grafin og eiga auðvitað aldrei að koma til umræðu á Alþingi Islend- inga né annars staðar, áttu aldrei að koma til umræðu og eiga aldrei að koma til umræðum. Þetta er mergurinn málsins og um þetta heyrist mér allir vera sam- mála. Ég held að menn ættu líka að vera sammála um það að við þurfum að taka upp tvíhliða viðræð- ur við Evrópubandalagið. Ekki ætla ég að fara að þræta mikið um það hvort það hefði átt að gerast í fyrra eða gerast nú. Það átti auðvitað að gerast í fyrra, erí árið er liðið í aldanna skaut, eins og þar stendur, og það er ástæðulaust að fara að riíja þetta upp, það er líka liðin tíð. Umræðu við bandalagið ætti að hraða, undir það tóku bæði utanrík- is- og forsætisráðherra í umræðum á Alþingi fyrir skömmu, og sá síðar- nefndi sagði orðrétt: „Nú eigum við að snúa okkur af fullum krafti að því að fá tollana fellda niður,“ þ.e. annaðhvort með viðauka við bókun 6 eða gera sérsamninga, tala um tollamál og önnur almenn viðskipta- mál við Evrópubandalagið, menn- „Það er fáránlegt að nokkrum Islendingi geti dottið í hug að það komi til greina að Evr- ópuflotinn fari að veiða hér aftur, 20 árum eftir að bandalagið samdi um það að fara út — hætta veiðum.“ ingar- og samskiptamál yfir höfuð en alls ekki um fiskveiðar. Þær eru ekkert á dagskrá og hafa ekki verið. Allt frá árinu 1986 a.m.k. hafa íslendingar vandlega gætt þess í umræðum um samskipti við Evr- ópubandalagið að nota orðið „dia- log“ þegar reynt hefur verið að beina rabb-umræðum inn á fisk- veiðisvið. Við eigum 200 mílurnar, það var viðurkennt í ferð Evrópu- stefnunefndar í fyrra, hún fór þá líka utan, af þeim sem fer með íslensk málefni í framkvæmda- stjórninni. Það væri alveg ljóst að íslendingar ættu 200 mílurnar og enginn gæti gert neinar kröfur til nokkurs innan þeirra. Það er alveg ljóst. Nú fylgjum við fram rétti okkar, og við höfum margháttuð réttindi. Við höfum t.d. söguleg réttindi, við höfum líka lagaleg réttindi, sem lítt er haldið á loft. Sögulegu réttindin eru að strax á annarri hafréttarráð- stefnunni, sem var 1960, þá fluttum við tillögu um að ríki sem mjög væru háð fiskveiðum um efnahag sinn skyldu undanþegin ákveðnum reglum. Og þetta gekk til atkvæða við svonefnda tillögu Kanada um 12 mílna almenna landhelgi. En söguleg réttindi í 10 ár, þ.e. 6 plús 6 reglan, sem svo var kölluð. Fyrst var okkar tillaga um sér- réttindi þeirra sem lifðu nær alger- lega á fiskveiðum borin undir at- kvæði. Hún var felld með litlum atkvæðamun, ekki samþykkt þar, en er sögulegt plagg engu að síður. Síðan varð það til þess að þegar kanadíska tillagan var borin upp greiddum við atkvæði gegn henni. Hún var um 12 mílur en 10 ára söguleg réttindi meðal annars hér á okkar miðum milli 6 og 12 mílna fyrir Breta, væntanlega, og Þjóð- veija. Við greiddum atkvæði gegn þeirri tillögu sem við annars hefðum greitt atkvæði með og þá sætum við kannski enn uppi með 12 mílurnar, hver veit. En hún féll á einu atkvæði, okkar atkvæði. Við höfum þarna söguleg réttindi til þess að halda fram sérstöðu þjóða eins og íslendinga. í hafrétt- arsáttmála Sameinuðu þjóðanna er grein 71 alltaf kölluð „íslenska ákvæðið“, um þetta sama, að ríki sem nær algerlega er háð fiskveið- um varðandi lífsafkomu sína skuli njóta algerra sérréttinda, útlend- ingar geta ekkert veitt hjá þeim. Hún stóð í hafréttarsáttmálanum í 12 ár án þess að nokkur maður gerði tilraun til þess að hagga orði í henni. Þannig fengum við lagaleg- an rétt líka til að neita öllum veiðum í íslenskri landhelgi um aldur og ævi. Þá er það alveg Ijóst að við ís- lendingar stöndum á örlagaríkum gatnamótum í samskiptámáli okkar við umheiminn. Við erum sammála um að okkur er lífsnauðsynlegt að hafa náin tengsl við Evrópuþjóðirn- ar, sem við bæði menningarlega og á sviði viðskipta höfum haft megin samgang við í aldaraðir. Óðs manns æði væri að ijúfa þau tengsl. Þess er líka að gæta að allir þeir ráðamenn sem ég hef kynnst í ferð- um utanríkísmálanefndar Alþingis og Evrópustefnunefndar og auðvit- að við mörg önnur tilefni vilja að íslendingar fái að vera Evrópuþjóð og þeir vilja að við njótum hag- stæðra kjara. Á því er ekki minnsti vafi. Þessu geta engir glutrað niður nema íslendingar sjálfir með V opn gegn auðnum lands eftir Valdimar Jóhannesson Flestir þekkja þá vellíðan, sem fylgir því að koma í íslenskan skóg, sem hefur notið friðunar í nokkra áratugi fyrir ágangi búfjár. Þar gild- ir einu hvort skógurinn er leifar af landnámsskóginum, sem þakti 40% af yfirborði landsins myndaður af birki, fjalldrapa og víði eða skógur ræktaður upp af erlendum tijáteg- undum síðustu áratugina. Okkur dreymir flesta, að þessir fágætu smáblettir af yfirborði lands- ins margfaldist að stærð og fjölda nú strax á næstu árum, enda ástæðu- laust annað vegna þess hve skóg- rækt er í raun og veru ódýr, arðbær og óumflýjanleg. Okkur er að skilj- ast, að eyðimörkin, sem þekur um 60% af yfirborði landsins, er ekki þau klæði, sem henta okkar fallega landi. Hinn kuldalegi berangur, sem síðast setur mark sitt á landið er ekki að- eins ástæðulaus heldur einnig óeðli- legur miðaður við hnattstöðu og veð- urfar landsins. Við, sem hefur verið sköpuð þau örlög að eyða hér ævi- dögunum, eigum að taka til hendi þegar í stað við að klæða landið í þann búning, sem því er samboðinn. Það er í sjálfu sér smámál, að fram- leiða og gróðursetja 10-20 milljón skógarplöntur á ári, ef nútímatækni er beitt og hagkvæmni er gætt. (Núna eru gróðursettar 1 -2 milljónir tijáplantna á ári.) Til þess að svo megi verða þarf öflugt almenningsálit, sem er byggt á þekkingu. Það er í þeim anda, sem Skógræktarfélag íslands hefur nú gefið út tímamótabók um skógrækt og tijárækt, Skógræktarbökina und- ir ritstjórn Hauks Ragnarssonar. Hér kemur út bók í fyrsta sinn á Is- landi, sem opnar almenningi sýn inn í undirstöðugreinar skógræktar og tijáræktar. Ekki verður annað sagt, en að verk þetta hafi tekist með miklum ágætum. Bókin er í alla staði aðgengileg, skrifuð á ljósu og auð- skildu máli með fjölda ljósmynda og skýringarmynda, mörgum í lit. Ekk- ert hefur verið til sparað og ber bók- in það með sér, að heilbrigður metn- aður liggur þar að baki. Skýringarmyndirnar auka gildi bókarinnar verulega. Ef finna þarf að einhveiju er það þá helst, að skýr- ingarmyndunum skuli ekki vera gert enn hærra undir höfði. Pláss undir skýringarmyndirnar er á stundum skorið við nögl, þannig að þær verða sumar vart skoðaðar án stækkunar- glers. Þá kemur fyrir, að getið er skýringarmynda í texta, er hafa svo verið felldar niður. Þessara mynda saknar lesandinn. Þegar bókin verður gefm út aftur má gjarnan auka veg skýringarmyndanna. Fátt glæðir jafn vel skilning eins og góðar skýringar- myndir. Um leið mætti að ósekju stækka brot bókarinnar og letur. Bagalegt er einnig, að kafli um kvæmi tijátegunda, sem vitnað er til, hefur fallið niður. Aukin vitn- eskja um kvæmi er þó mikilvæg í öllu ræktunarstarfi. Allur frágangur bókarinnar er að öðru leyti, höfund- um, ritstjóra og útlitsteiknara (Sigur- þór Jakobssyni) til sóma. Haukur Ragnarsson ritstjóri og Baldur Þor- steinsson skrifa flesta kafla bókar- innar eða 16 af 28 köflum. Þeir eru báðir pennafærir í besta lagi eins og svo margir, sem skrifað hafa um skógrækt og ársrit Skógræktarfé- lags íslands umliðin 60 ár bera vitni um. Valdimar Jóhannesson „Hér kemur út bók í fyrsta sinn á Islandi, sem opnar almenningi sýn inn í undirstöðu- greinar skógræktar og trjáræktar.“ Það er vel við hæfi, að tileinka þessa bók minningu Hákonar Bjarna- sonar skógræktarstjóra. Enginn einn maður hefur unnið skógrækt á ís- landi slíkt gagn sem hann. Þeir, sem eitthvað hafa kynnt sér sögu skóg- ræktar, vita að þar fór afburðamað- ur, brennandi í andanum. Eitt helsta starf Hákonar var einmitt að fræða og upplýsa. Því er þessi bók í hans anda. Nú eru um 90 ár liðin síðan fyrstu skipulögðu skógræktartilraunirnar hófust hér á landi við mikla vantrú flestra landsmanna, sem héldu að berangurinn, rofabörðin, blásnir mel- ar og eyðimörkin væri hin rétta ásýnd landsins. Með vaxandi kunn- áttu skógræktarmanna hefur verið rækilega sýnt fram á, að skógrækt er ekki aðeins möguleg á íslandi, heldur eru margir staðir piýðilega til skógræktar fallnir eins og ótal dæmi sanna. Með þessa þekkingu að vopni þurf- um við nú að ráðast til atlögu gegn auðnum Jandsins og sinnuleysi ráða- manna. I raun hefur starf skógrækt- armanna í 90 ár verið lítið annað en að sanna möguleika skógræktar og að útbúa sýnishorn, sem eru vart meira en litlar vinjar í eyðimörkinni. Með núverandi umfangi skógræktar á íslandi tæki það 4-5.000 ár að endurheimta það skóglendi, sem hef- ur glatast frá landnámi, ef ekki er gert ráð fyrir friðun og sjálfsáningu. Bók Skógræktarfélags íslands er gott innlegg í þessa baráttu. Hún er skemmtileg og fróðleg. Hún skap- ar þekkingu hjá almenningi sem er besta vopnið í baráttunni við endur- heimt landsins úr klóm eyðimerkur- innar. Við skulum ekki gleyma því, að ennþá er gróið land að eyðast hérlendis, þó að 80% landgæða hafi þegar hprfið út í veður og vind í bókstaflegri merkingu síðustu 11 aldirnar. Þetta varðar alla íslend- inga. Þess vegna er þessi bók sjálf- sögð á hvert heimili landsins. Höfundur vann við Landgræðsluskóga — átak 1990. Eyjólfur Konráð Jónsson glannalegum ummælum eða röng- um ákvörðunum. Við höfum öll spil- in á hendinni og ef við spilum hyggi- lega úr þeim þá er öruggt að við getum notið allra þeirra hagsbóta sem við leitum eftir hjá Evrópu- bandalaginu, án þess að fórna nokkru af því sem okkur er dýrmæt- ast. Og fiskimiðin okkar varðveitum við hvað sem á gengur og eigum auðvitað að standa sameinuð um það eins og sjávarútvegsmennirnir gera. Ef við veljum einhveija þeirra leiða sem okkur eru opnar til samn- inga við Evrópubandalagið án inn- göngu í það náum við öllu því fram sem við þörfnumst en fórnum engu að þvf sem dýrmætast er. Hin sam- eiginlega fiskveiðistefna Evrópu- bandalagsins hvernig sem hún kann að verða þegar fram líða stundir nær þar af leiðandi aldrei til íslands. Ef við aftur á móti ánetjumst bandalaginu eins og það nú er með beinni þátttöku í því, þá erum við einmitt að undirgangast í einu formi eða öðru stjórnlög bandalagsins. Kannski fengjum við einhverjar undanþágur t.d. varðandi fiskveið- arnar, en væntanlega yrðu þær tímabundnar, og þá hefðum við að minnsta kosti rétt bandalaginu litla fingurinn í fiskveiðimálefnum og hvað kynni þá að koma á'eftir? Þegar þetta er athugað tel ég að ekki þurfi miklar málalengingar eða vangaveltur. Niðurstaðan er einföld, við eigum ekki, megum ekki og þurfum ekki að ánetjast hinni sameiginlegu fiskveiðistefnu bandalagsins. Höfundur er einn af alþingismönnum Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjavíkurkjördæmi og formaður Evrópustefnunefndar Alþingis. Þór Hinriksson, eigandi Foldar listmunasölu. ■ SÁ HLUTI Gallerís Borgar sem er í Austurstræti hefur nú ver- ið seldur Þór Hinrikssyni fyrrum starfsmanni Gallerí Borgar og konu hans, Elísabetu Önnu Grytvík. Galleríið hefur fengið nýtt nafn og heitir nú Fold listmunasala. Þar verður áfram boðið upp á íslenska myndlist, grafík-, vatnslita-, pastel- og olíumyndir eftir marga kunnustu listamenn landsins. Einnig keramik- og módelskartgripi. Fold listmunasala er opin í desember eins og verslanir, einnig verður opið á sunnudögum frá kl. 14-18. (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.