Morgunblaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.01.1991, Blaðsíða 28
MÓRGUNBL'AÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1991 Þingmenn ræddu kjördag í umræðum um þingsköp ÞINGMENN efri deildar voru í kosningaham í gær. Ekki voru þó fluttar ræður um hvað yrði kosið, heldur hvenær yrði kosið. Halldór Blöndal (S-Ne) gagnrýndi harðlega fréttatilkynningu frá forsætisráð- herra um væntanlegan kjördag. Þingmenn ræddu um þingsköp, þ.e.a.s. væntanlegan og æskilega kosningadaga í tvo tíma og þrjátíu og tvær mínútur. Um hádegisbilið í gær komst í hendur fjölmiðla fréttatilkynning frá forsætisráðherra svohljóðandi: „í samræmi við lög um kosningar til Alþingis nr. 80 16. október 1987 hefur ríkisstjórnin gert ráð fyrir að kjördagur yrði annar laugardagur í maí (11. maí 1991). Sú niðurstaða var kynnt formönnum þingflokk- anna í október sl. og aftur rædd á sameiginlegum fundi sl. föstudag. Stjórnarandstaðan leggst gegn því að kjördagur verði 11. maí. Er það gert á þeirri forsendu að þá verði liðið nokkuð fram yfir kjörtímabilið og landið án þings í nokkra daga (16 dagar). Þótt ekki sé að finna nein ákvæði í stjórnarskrá eða lögum, sem krefj- ast þess að kosið sé til Alþingis innan fjögurra ára og fordæmin um að landið sé án þings séu mörg, er ríkisstjóminni kappsmál að sam- staða geti orðið um kjördag. Því hefur ríkisstjórnin í von um samstöðu ákveðið að kjördagur verði 20. apríl 1991. Reykjavík 29. janúar 1991.“ Ekki rétt í upphafi 47. fundar efri deildar í gær kvaddi Halldór Blöndal vara- formaður þingflokks sjálfstæðis- manna sér hljóðs til að ræða þing- sköp. Hann var sáróánægður með að forsætisráðherra hefði ekki haft svo mikið við sem senda honum eða láta hann vita um fréttatilkynningu um væntanlegan kosningadag. Hann hefði fengið hana í hendur frá blaðamönnum. Halldór var ekki síður óánægður með sumt sem fram komi í þessari tilkynningu. Þar væru mjög vafasamar fullyrðingar varðandi stjórnarskrá, friðhelgi AI- þingis og almennt lýðræði í landinu. Ekki yrði undan því vikist að gera athugasemdir. Halldór óskaði eftir því að staðgengill forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra, yrði kvaddur til þessa fundar. Jón Helgason forseti deild- arinnar upplýsti að gerðar hefðu verið ráðstafanir til að koma beiðni Halldórs Blöndals til Halldórs Ás- grímssonar. Halldór Blöndal ítrekaði þá gagnrýni að fjölmiðlum hefði verið afhent fréttatilkynningin á undan stjórnarandstöðunni - einkanlega þar sem hún fjallaði einkum um afstöðu stjómarinnar. Hann vildi fá tækifæri til að bera sig saman um þetta mál við þingflokk Kvenna- lista. Danfríður Skarphéðinsdótt- ir (SK-Rv) upplýsti að aðstoðar- maður forsætisráðherra hefði hringt í formann þingflokks Sam- taka um kvennalista og tilkynnt um þessa ákvörðun. Danfríður vildi láta það koma fram að formaðurinn hefði bent á það á fundi formanna þingflokkanna síðastliðinn föstudag að 11. maí væri örugglega betri dagur með tilliti til samgangna. Danfríður var því ekki sátt við að í fréttatilkynningunni stæði: „Stjórnarandstaðan leggst gegn því að kjördagur verði 11. maí.“ Að afloknu fundarhléi tók Hall- dór Blöndal aftur til máls og gagn- rýndi enn sem fyrr vinnubrögð for- sætisráðherra og ríkisstjórnar en fagnaði því að kjördegi hefði verið flýtt fram fyrir það sem stjórnar- skrá kvæði á um. Halldór sagði ákvæðið um kjördag í kosningalög- um vera marklaust. Ef mark væri á kosningalögum takandi um að kjósa annan laugardag í maí, hefði átt að kjósa annan laugardag í maí fyrir tæpu ári. Halldór skírskotaði til ákvæða um forsetakosningar máli sínu til stuðnings. Halldór sagði rétt vera að sjálfstæðismenn hefðu lagst gegn 11. maí á grund- velli 31. gr. stjórnarskrárinnar um að alþingismenn væru kosnir hlut- bundinni kosningu til fjögurra ára. Kjörtímabil þingmanna væri fjögur ár, ekki lengra, þó megi að sjálf- sögðu kjósa hinn sama laugardag í árinu, hinn fjórða laugardag í apríl ef svo bæri undir (27. apríl 1991), fyrir því væru lagahefðir. Halldór benti á að stjómarskráin kvæði á um að ísland væri lýðveldi með þingbundinni stjóm og ekki ljóst við hvað stjórnin styddist ef umboð þingsins rynni út, það þótti Halldóri ófært. Halldór óttaðist að slíkt ýtti undir ólýðræðislegar hug- myndir, jafnvel að leggja Alþingi niður. Halldór vitnaði í 36. gr. stjómarskrárinnar: „Alþingi er frið- heilagt. Enginn má raska friði þess Halldór Blöndal Halldór Ásgrímsson né frelsi." Ræðumaður lagði áherslu á að í væntanlegu frumvarpi um breytingar á stjórnskipunarlögum yrðu skýr ákvæði um þingrof og kosningar. Ekki hægt að hafa alla ánægða Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra og starfandi forsætis- ráðherra vísaði til þess að þetta mál hefði verið rætt milli formanna þingflokkanna. Fram hefði komið að ríkistjórnin hefði viljað annan laugardag í maí, þ.e.a.s. 11. þess mánaðar og stuðst þar við kosn- ingalög frá árinu 1987, Sjálfstæðis- flokkurinn hins vegar tekið þá af- stöðu, sem fáir skildu, að það bryti í bága við stjórnarskrá. Sjálfstæðis- menn hefðu einna helst viljað kjör- daginn 27. apríl. Það hefði samt þýtt að þingmenn yrðu umboðslaus- ir í stuttan tíma. , Ríkisstjórnin vildi samstöðu um þetta mál og því hefði 20. apríl orðið fyrir valinu. Sjávarútvegsráð- herra kvaðst vera orðinn því vanur í seinni tíð að Halldór Blöndal gerði ágreining um æðimargt. Sjálfstæð- isflokkurinn hefði þó átt sinn þátt í að setja kosningalögin 1987. Halldór Ásgrímsson harmaði ef upp hefði komið misskilningur varð- andi afstöðu Kvennalistans og bæri þá að leiðrétta það. Karvel Pálmason (A-Vf) vildi benda sjávarútvegsráðherra á að ekki væri allt fengið þótt Halldór Blöndal yrði ánægður. Það kom glöggt fram í máli Karvels að hann væri ekki ánægður; það væri nán- ast glapræði að etja fólkinu á lands- byggðinni út í kosningar á þessum árstíma. Samgöngur oft erfiðar og gæti það komið í veg fyrir að menn fengju notið kosningaréttar. Karvel taldi að ríkisstjórnin hefði gengið of langt í að ná samstöðu með til- teknum einstaklingum í Sjálfstæð- isflokknum. Þingmenn ræddu þetta mál nokk- uð lengur og ítarlegar, skiptust á orðaskeytum í bland við marg- víslegar röksemdir af vettvangi stjómskipunar og lögfræði, íslands- sögunnar og einnig veðurfræði. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra fór fram á að Halldór Blöndal yrði kallaður í þingsal til að heyra sína ræðu, en það væri vani þess þingmanns að kalla menn til þingsalar með stuttum fyrirvara. í ræðu ráðherrans kom fram að endanleg ákvörðun um kosninga- dag yrði í höndum Alþingis, þingið þyrfti að setja lög þar um. Hann vænti þess að um þennan dag gæti skapast samstaða en ef Alþingi vildi á það fallast myndu kosningar fara fram samkvæmt þeim lögum sem þingið hefði sett árið 1987. Auk sjávarútvegsráðherra tóku til máls Halldór Blöndal, Karvel Pálma- son, Salome Þorkelsdóttir (S-Rn), Stefán Guðmundsson (F-Nv) og Svavar Gestsson menntamálaráð- herra. Umræðunni lauk kl. 16.32. Stuttar þingfréttir Svört atvinnustarfsemi Atvinnumáianefnd sameinaðs þings vill samþykkja þingsálykt- unartillögu Guðna Ágústssonar (F-Sl) og Stefáns Guðmundsson- ar (F-Nv) þess efnis að umfang virðisaukaskattsvika og „svartrar atvinnustarfsemi" verði kannað. Þingsályktunartillagan var lögð fram í nóvember síðastliðnum og afgreidd tii nefndar 26. s.m. Flutningsmenn töldu líkindi til að nótulaus viðskipti framhjá virðis- aukaskatti væru umtalsverð og flutningsmenn sögðu m.a: „Sé það hins vegar svo að einhveijir millj- arðar séu á ferðinni í undirheim- um þjóðfélagsins utan við lög og rétt sem skapar aðstöðumun ein- staklinga og fyrirtækja verður að gera allt til að upplýsa og koma í veg fyrir slíkt.“ Flutningsmenn lögðu til að umfang skattsvikanna yrði kannað með svipuðum hætti og sérstakur starfshópur gerði 1984-86. Frumvarp til stjórnskipunarlaga; Alþingi verði ein málstofa sátu í nefndinni Eiður Guðnason (A-Vl), Margrét Frímannsdóttir (Ab-Sl) og Guðmundur Ágústsson (B-Rv). í greinargerð með frumvarpinu segja flutningsmenn m.a. að þær meginbreytingar sem felast í frum- varpinu séu fjórar: 1. deildaskipting Alþingis sé afnum- in. Sé með þeirri breytingu stefnt að því að gera alla málsmeðferð á Alþingi skilvirkari og nútímalegri. 2. Samkomudegi Alþingis er breytt þannig að reglulegt þing kemur saman 1. október í stað 10. s.m. 3. Starfstíma Alþingis er breytt og er gert ráð fyrir að þingið standi allt árið. Jafnframt er í frumvarpinu ákvæði sem tryggi að landið verði aldrei þingmannslaust. í athuga- semdum með frumvarpinu segir að breytingin feli í sér að Alþingi muni að formi til standa allt árið. Ekki séu þó uppi áform um að lengja verulega starfstíma Alþingis, þessi breyting þýði þó að þingið geti komið saman til framhalds- funda eftir að því hafi verið frestað að vori, án þess að til þurfi að koma formleg þingsetning. 4. Tveimur ákvæðum er varða fresti er breytt. í fyrsta lagi er breyting á meðferð bráðabirgðalagafrum- varpa á Alþingi. Gert er ráð fyrir því að bráðabirgðalög falli úr gildi hafi Alþingi ekki samþykkt þau eða lokið afgreiðslu þeirra innan mán- aðar frá því að þau eru lögð fram. í öðru lagi er lagt til að ekki megi h'ða neman einn og hálfur mánuður frá því að gert er kunnugt um þing- rof og þar til kosningar til Alþingis fara fram. Jafnframt mega ekki líða meira en tveir og hálfur mánuður frá því að þing er rofið þar til nýtt þing kemur saman. Flutningsmenn frumvarpsins færa m.a. fram þau rök í greinar- gerðinni að hinar sögulegu forsend- ur deildaskiptingar Alþingis séu nú horfnar en þær voru að valið var til deildanna á mismunandi hátt; með konungskjöri og síðar lands- kjöri. Núverandi deildaskipting hafi oft leitt til þess að ríkisstjórnir sem notið hefðu stuðnings meirihluta þingmanna, hefðu átt erfitt með að koma málum sínum í gegnum þing- ið vegna þess að þær hefðu ekki haft tilskilinn meirihluta í báðum deildum. Flutningsmenn telja að með einni málstofu verði hægt að endurbæta starf nefnda Alþingis, mætti fækka fastanefndum úr 23 í 12. Slíkt þýddi jafnframt að þing- menn þyrftu þá ekki að vera í nema u.þ.b. tveimur nefndum og gætu þar af leiðandi rækt betur nefnda- skyldur sínar. Flutningsmenn eru þess fullvissir að ein málstofa muni einfalda og hraða allri málsmeðferð á Alþingi, jafnframt ætti að vera tryggt að málsmeðferðin yrði vand- aðri t.d. vegna skilvirkari nefnda- starfa. Flutningsmenn eru einnig þeirrar skoðunar að núverandi deildaskipting valdi því að öll máls- meðferð á Alþingi virðist óþarflega flókin í augum almennings. Gert er ráð fyrir að frumvarpið verði á dagskrá 46. fundar neðri deildar næstkomandi föstudag. Atvinnumálanefnd sameinaðs þings leitaði umsagnar ríkisskatt- stjóra. Hann lýsti sig eindregið hlyntan því að könnun af þessu tagi yrði framkvæmd. Leggur ríkisskattstjóri áherslu á að staðið verði að könnuninni með sama hætti og gert var í vinnu skatt- svikanefndar 1984-86 til þess að unnt verði aÖ mæla með sambæri- legum hætti ávinninginn af skatt- kerfisbreytingum. Nefndin leggur því til að tillagan verði samþykkt. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon FORMENN þingflokka sem eiga sæti í neðri deild hafa lagt fram í deildinni frumvarp til stjórnskip- unarlaga um breytingar á stjóm- arskrá lýðveldisins íslands. Meðal annars er lagt til að Alþingi starfi í einni málstofu. Frumvarpið er samið af nefnd, sem var skipuð formönnum þing- flokkanna að beiðni forseta Alþing- is. Vegna deildaskiptingar Alþingis er frumvarpið þó aðeins flutt af þeim þingflokksformönnum sem eiga sæti í neðri deild, Ólafi G. Einarssyni (S-Rn), Páli Péturs- syni (F-Nv), Málmfríði Sigurðar- dóttur (SK-Ne) og Stefáni Val- geirssyni (SFJ-Ne), en auk þeirra Kosið verður til Alþingis 20. apríl;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.